Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Væntanleg tilskipun Evrópusambandsins um orkumál var rædd á Alþingi í gær Fyrirvari settur af Islands hálfu ÍSLENDINGAR hafa sett fyrirvara við vænt- anlega tilskipun Evrópusambandsins sem mið- ar að því að koma á innri markaði með raf- orku og jarðgas. Slíkt myndi væntanlega ná til alls Evrópska efnahagssvæðisins og hafa í för með sér töluverðar skipulagsbreytingar í orkumálum hér á landi. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra sagði í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær að ís- lendingar hefðu komið því á framfæri við fram- kvæmdastjóm Evrópusambandsins að í drög- um að tilskipuninni væri ekki gerð skil raforku- kerfí eins og því íslenska, sem væri algerlega einangrað með mjög lítinn vöxt í raforkunotk- un almenna markaðarins. Því kynnu sum ákvæði þessarar væntanlegu tilskipunar ekki að eiga við hér á landi meðan raforkukerfíð væri ekki tengt við kerfi annarra ríkja. Aðgerðaleysi Hjörleifur Guttormsson Alþýðubandalagi fór fram á umræðuna og gagnrýndi harðlega að- gerðaleysi stjómvalda þótt yfirvofandi væri tilskipun á sviði orkumála um sameiginlegar reglur um markað með rafmagn. Fleiri þing- menn stjórnarandstöðunnar tóku undir þessa gagnrýni. Hjörleifur sagði að tilskipunin ætti sam- kvæmt fyrirliggjandi tillögu að kveða á um afnám einkaréttar starfandi orkufyrirtækja, aðskilnað raforkuvinnslu frá orkuflutningi og aðgreiningu á dreifingu rafmagns. Sagði Hjörleifur að með tilskipuninni yrði stigið stórt skref í þá átt að fella markað með raforku undir almennar reglur og ryðja brautina fyrir frjálsa íjárfestingu og samkeppni á orku- sviði. Breyta þyrfti lykilatriðum í innlendri orku- löggjöf og fella m.a. niður ákvæði um að Al- þingi verði að samþykkja virkjanir sem em stærri en 2 megavött. Þá myndu aðstæður fyrir- tækja eins og Landsvirkjunar gerbreytast. Innlend stjórn tryggð Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra sagði að unnið hefði verið að því síðan 1988 innan Evrópusambandsins að koma á innri markaði með raforku og jarðgas og því kæmi þessi þróun ekkert á óvart. Hann sagði að í þeirri tilskipun, sem nú væri í undirbúningi, væri m.a. gert ráð fyrir tak- mörkuðum aðgangi þriðja aðila að flutnings- kerfum þannig að þeir orkukaupendur, sem fullnægðu skilyrðum sem hvert ríki fyrir sig ákvæði, gætu gert samning við orkufyrirtæki um orkukaup og flutning. Þá væri gert ráð fyrir að við raforkuvinnslu gæti ríki valið milli leyfísveitinga og útboða. Einstök ríki ættu að setja og birta skilyrði varðandi leyfísveitingar, sem gætu náð til ör- yggis raforkukerfisins, umhverfismála, orku- nýtni o.fl. Með þessum skilyrðum ættu ríki að geta haft nauðsynlega stjórn á raforkuvinnsl- unni um leið og opnað væri fyrir samkeppni. Finnur sagði ljóst, að ef tilskipunin næði fram að ganga á Évfópska efnahagssvæðinu, þyrfti að breyta ákvæðum orkulaga um sam- þykki Alþingis, m.a. með tilliti til þess að ekki væri lengur hægt að takmarka virkjunarleyfi við 2 megavött. Hins vegar þyrftu stjórnvöld að hafa skýra stefnu varðandi þau skilyrði sem sett yrðu fyrir leyfísveitingu og ef þeim yrði haldið til haga gætu íslendingar haft fulla stjórn á þessum hlutum. Sturla Böðvarsson Sjálfstæðisflokki sagði mjög mikilvægt að halda sterkri stöðu Lands- virkjunar til að að geta haldið áfram jöfnun á raforkuverði í landi og lækkað það sem mest til hagsbóta fyrir landsmenn. Ef Landsvirkjun yrði veik, gætu dreifiveiturnar, sem þyrftu að ganga inn í væntanlega samkeppni, ekki veitt þá þjónustu í verði eða öðru sem nauðsynlegt væri. Nefndir við undirbúning Skipuð hefur verið nefnd fulltrúa allra stjórnmálaflokka, sveitarstjórna og annarra aðila sem tengjast orkufyrirtækjunum í landinu til að undirbúa skipulagsbreytingar sem tengd- ust tilskipun ESB, nái hún fram að ganga. Einnig er starfandi nefnd stjórnarflokkanna sem á að undirbúa löggjöf um eignarrétt á auðlindum í jörðu og virkjunarrétt fallvatna. Leitað að lokkfuglum DANSKI blaðamaðurinn Bjöm Wandall var nýlega hér á ferð í þeim tilgangi að afla heimilda um gerð lokkfugla, eða tálfugla, sem ýmist vom notaðir við veiðar eða til að lokka fugla að varpstöðvum. Björn segir að það hafi tíðkast lengi og víða í Evrópu að ungir menn stunduðu fuglaveiðar og smíðuðu fuglaeftirlíking- ar til að lokka fugla að veiðistað. Þetta handverk hafi nú lagst af, bæði vegna þess að veiði- mennskan hefur breyst og við tilkomu verk- smiðjusmíðaðra tálfugla. Því séu síðustu forvöð að afla upplýsinga um merkilegan þátt alþýðu- listar, sem er að hverfa. Safnamenn víða í Evr- ópu og Ameríku hafa nú um nokkurra áratuga skeið safnað fróðleik um gerð lokkfugla og notkun þeirra, auk þess að bjarga lokkfuglum frá glötun. Til dæmis má nefna Jagt- og Skovbrugs- museet, Veiði- og skógnyljasafnið, í Horsholm. Það efndi til sérstakr- ar sýningar á lokkfuglum. Vakti hún mikla athygli og opnaði augu manna fyrir því hve fuglaeftirlík- ingar sem veiðimenn tálguðu úr tré, korki og fleiri efnum voru merkileg smíð. Nytsöm alþýðulist Björn segir lokkfugiasmíð vera dæmi um nytsama alþýðulist sem þróaðist til að auðvelda mönnum að afla sér lífsbjargar. Vandaðir lokkfuglar og líkir fyrirmyndinni voru forsenda þess að lif- andi fuglar löðuðust að veiðistaðnum. Björn segir að lokkfuglarnir séu ólíkir eftir því hvaðan þeir eru því þessi list hafi þróast með ólikum hætti. Þannig megi greina mun á lokk- fuglagerð eftir löndum og jafnvel landshlutum. Flestir sem þróuðu þessa list og tálguðu lokkfugla eru ýmist Iátnir eða komn- ir á efri ár. Björn segir að það séu síðustu forvöð að safna þessum fróðleik áður en hann týn- ist alveg. Fuglar Guðmundar bíldskera Á ferðum sínum um Norðurland fann Björn Wandall dæmi um lokkfugla og skrautfugla sem Guðmundur Pálsson bíldskeri skar út fyrir æðarbændur seint á síðustu öld, til dæmis á Laufási í BJORN Wandall Morgunblaðið/BjÖm Wandall Á MINJASAFNINU að Grenjaðarstað í Aðaldal eru æðarkolla og æðarbliki úr tré. Björn telur að Guðmundur Pálsson bíldskeri hafi skorið út kolluna, en er óviss um blikann, sem er grófari smið. Fuglarnir voru hafðir í varphólma í Skjálfandafljóti til þess að laða að fugla. Danskir veiðimenn á vegum Náttúrugripasafnsins í Kaupmannahöfn tóku þá fyrir lifandi fugla og skutu á lokkfugl- ana sem bera kveðjunni merki. Eyjafirði, Laxamýri og Sandi í Aðaldal og viðar. Þetta voru æðar- kollur og æðarblikar sem bændur ýmist notuðu til að skreyta með bæi sina eða stilltu upp í varplönd- um til að laða að fugla. Björn tel- ur að Guðmundur bíldskeri hafi gengið á milli bæja, líkt og farand- listamenn i Evrópu, og boðið æðarbændum þjónustu sína. Hann hafi vitað að allir vildu bændurnir laða fleiri fugla að varpinu. Björn segir ísland mjög áhuga- vert í sambandi við notkun lokk- fugla. Hann segist ekki þekkja dæmi um það annars staðar í heiminum að lokkfuglar hafi verið notaðir í landbúnaðartilgangi. Hér hafi æðurin verið nýtt vegna dúns- ins, en ekki kjötsins. Annars stað- ar hafi lokkfuglarnir verið notaðir til fuglaveiða. Björn telur að víða á landinu Ieynist fróðleikur um gerð lokk- fugla og jafnvel lokkfuglar frá gömlum tima. Hann stefnir að því að koma aftur til landsins og afla frekari heimilda um þetta efni. Þess vegna biður hann þá sem eitthvað þekkja til lokkfugla frá gamalli tíð eða vita um slíka gripi að koma skilaboðum til Kristins Skarphéðinssonar fuglafræðings á Náttúrufræðistofnun, sími 562 9822, Hlemmi 3,105 Reykjavík. Landbúnaðaráðherra og landbúnaðarráðuneyti sökuð um óeðlileg afskipti af gjaldþrotamáli Námaleyfi færð milli fyrirtækja fyrir gjaldþrot LANDBÚNAÐARÁÐHERRA og landbúnaðarráðuneyti voru á Alþingi á þriðjudag sökuð um óeðlileg af- skipti af gjaldþrotamáli og að hafa borið hagsmuni ríkissjóðs og skatt- greiðenda fyrir borð með því að flytja námaleyfí þrívegis yfír á ný fyrirtæki sama aðila áður en eldri fyrirtækin voru tekin til gjaldþrotaskipa. Lúðvík Bergvinsson Alþýðuflokki óskaði eftir umræðu utan dagskrár um malartökuleyfí í landi Krísuvíkur á Reylq'anesi. Lúðvík sagði að land- búnaðarráðunejdið hefði á sínum tíma veitt fyrirtækinu Kröflu-Malamámi hf. leyfí til malartöku úr landi Krísu- víkur. Undir samninginn hafi ritað Alexander Ólafsson. Þetta fyrirtæki vartekið til gjaldþrotaskipta 14. sept- ember 1989. Ríkissjóður lýsti kröfum vegna vangoldinna opinberra gjalda en fékk ekkert upp í 28 milljóna kröfu. Skömmu áður, eða í júlí 1989, hafði landbúnaðarráðuneytið fært malar- tökuleyfíð frá Kröflu-Malamámi yfír á fyrirtækið Vatnsskarð hf. Sá samn- ingur gilti til ársins 1995. Undir þenn- an samning ritaði einnig Alexander Ólafsson, nú fyrir hönd Vatnsskarðs. Það fyrirtæki var tekið til gjald- þrotaskipta í febrúar 1996. Áður en að því kom, eða í október 1995, hafði landbúnaðaráðuneytið fært námurétt- indin frá Vatnsskarði til fyrirtækisins Alexanders Ólafssonar hf. og undir þann samning ritaði enn á ný Alex- ander Ólafsson. Þessi samningur var nánast samhljóða samningi Vatns- skarðs utan að minni kröfur voru gerðar um tryggingar og einnig var leyfisgjaldið lækkað um 25%. Leikhús fáránleikans Lúðvík sagði að ríkissjóður hefði lýst 25 milljóna króna kröfu í bú Vatnsskarðs hf. en allt benti til þess að ekkert fengist upp í kröfu ríkis- sjóðs. Samtals hefði ríkið því tapað yfir 50 milljónum á þessum tveimur gjaldþrotum. Lúðvik spurði Guðmund Bjamason hverskonar leikhús fáránleikans við- gengist í landbúnaðaráðuneytinu og sagði ljóst að hagsrnuna skattgreið- enda væri ekki gætt. í malartökuleyf- inu væri sennilega að fínna einu verð- mæti umræddra fyrirtækja, sem ekki væru veðsett upp í topp og því einu gæðin sem kröfuhafar gætu vænst að skiluðu þeim einhveiju. Umrætt leyfí væri milljóna eða tugmilljóna virði ef það væri boðið upp á almenn- um markaði. Því virtist sem landbún- aðarráðuneytið hefði komið verðmæt- um undan gjaldþrotaskiptum, og það væri sérkennilegt fordæmi. Guðmundur Bjarnason landbún- aðaráðherra sagði að ráðuneytinu hefði ekki verið ljóst að Vatnsskarð hf. stefndi í gjaldþrot þegar samn- ingurinn var gerður við Alexander Ólafsson hf. Hins vegar hefði verið kunnugt um greiðsluerfiðleika Vatnsskarðs. Guðmundur sagði rétt, að gerður hefði verið nýr samningur við Alexander Ólafsson, og um nokkru lægri gjaldtöku á þeim for- sendum að fyrra gjald hefði verið talið of hátt. í því fælist í raun það mat ráðuneytisins, að verðmætin í eldri samningi Vatnsskarðs hf. hefðu ekki verið nein. Lúðvík spurði Guðmund hvort það væri regla í landbúnaðarráðuneytinu að færa samninga sem það gerði yfir á aðrar kennitölur. Guðmundur spurði til baka hvojt Lúðvík teldi að lögmæt- ir aðilar á Islandi ástunduðu brot af því tagi að svíkjast undan fjárhagsleg- um skyldum með því að stofna ný fyrirtæki. I góðri trú „Ég_ leyfí mér að halda að svo sé ekki. Ég leyfí mér að fullyrða að nýi samningurinn hafi verið gerður í góðri trú. Hins vegar getur þessi málsmeð- ferð öll kennt okkur að við verðum að huga betur að því sem er að ger- ast. Ráðuneytið telur sig vera að tryggja sína hagsmuni með því að fá uppgjör á eldri vanskilum og semja við aðila sem það hefur ástæðu til að treysta að standi í skilum. En vafalaust mun þetta kenna okkur þá lexíu að fara af meiri varkámi í mál af þessu tagi. Auðvitað leggja menn það ekki í vana sinn að vantreysta öllum og gruna um græsku en það er kannski hinn kaldi raunveruleiki í íslenskum viðskiptum," sagði Guð- mundur. Sighvatur Björgvinsson Alþýðu- flokki fullyrti að landbúnaðaráðherra hefði ekki valdheimildir til að fara með námuréttindi heldur ætti iðnað- arráðherra að fara með það vald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.