Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Karfaveiðarnar á Reykjaneshrygg Togarnarnir hver í kjöl- far annars með fullfermi KARFAVEIÐAR á Reykjanes- hrygg ganga mjög vel þessa dag- ana og íslensku togararnir streyma hver af öðrum til hafnar með full- fermi. Langstærsti hluti sjófrystu afurðanna fer á markað í Japan en einnig eru stórir markaðir í Evrópu. Halldór Eyjólfsson hjá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna segir að maímánuður hafi verið virkilega góður og mun betri en í fyrra og líkari því sem var 1994. Hann seg- ir erfitt að segja nákvæmlega hve framleiðslan sé í tonnum talið það sem af er árinu þar sem SH hafi á sínum snærum ísfísktogara og þeirra afurðir séu unnar í landi og á frystitogurunum sé karfinn bæði heilfrystur og hausskorinn. Hins- vegar gæfi það vísbendingu um magnið að um 3000 tonnum af karfa var landað úr frystitogurum á vegum SH í síðustu viku. Halldór segir að langstærsti hluti framleiðslunnar fari hausskorinn á Japansmarkað eða um 80%, en einnig fari hluti framleiðslunnar til ) suður-Evrópu. Heilfrystur karfí fer mest á Kóreu en einnig hafi farið töluvert af flökum á markað í norð- ur-Evrópu. Að sögn Halldórs hafa góð afla- brögð á Reykjaneshrygg ekki haft mikil áhrfif á verð á karfa og ekki hafí komið til lækkana. „Gæðin á þessum vörum hafa verið það góð að ekki hefur komið til lækkunar enn sem komið er. Framleiðendur hafa verið að vanda sig það sem af er og uppskera eftir því," segir Halldór. Flest skip flotansí hofn a sjo- mannadag LANGFLEST fiskiskip íslenska flot- ans streyma nú til hafnar vegna sjómannadagsins sem er nk. sunnu- dag. í samningum segir að öllum fiskiskipum sé skylt að vera í landi kringum sjómannadag og gilda sömu reglur fyrir öll íslensk skip, hvort sem þau eru að veiðum innan íslensku lögsögunnar eða ekki. Þó má veíta undantekningar frá þess- um reglum sé skip að veiða í sigl- ingu og einnig gilda sveigjanlegri reglur fyrir skip sem eru að veiðum á Flæmska hattinum. Hjá Sjómannasambandi Islands fengust þær upplýsingar að sam- kvæmt samningum skulu öll íslensk fjskiskip vera komin til hafnar í síð- asta lagi kl.12 á hádegi á laugar- degi fyrir sjómannadag og láta ekki úr höfn fyrr en í fyrsta lagi kl.12 á hádegi á mánudegi eftir sjó- mannadag. Sjómenn eiga rétt á 72 klukkustunda fríi í kringum sjó- mannadaginn og er útgerðamönn- um í sjálfsvald sett hvoru megin við hátíðina þeir hafa fríið lengra. Einu undantekningarnar á þess- um samningum eru þegar skip eru að veiða upp í siglingar á erlenda markaði. Þeim er þá heimilt að vera á sjó á sjómannadag en verða að bæta 36 klst. við næsta hafnarfrí. Einnig hafa gilt sveigjanlegri reglur varðandi veiðar á Flæmska hattin- um. Strangt til tekið eiga sjómenn þar að fá reglubundið frí á sjó- mannadag en með undanþágum er hægt að fresta því og bæta því við næsta hafnarfrí eða uns skipin koma til heimahafnar. ERLENT Morgunblaðið/Ömar Össurarson Skorið á þenslugjarðir S VEINN Gíslason fer ut á pok- ann til að skera á þenslugjarð- irnar í 25 tonna hali Engeyjar á Reykjaneshrygg. Sj ómannadagsblað Vestmannaeyja komið út Vestmannaeyjum. Morgunblaðið, SJÓMANNADAGSBLAÐ Vest- mannaeyja 199G er komið út. Blaðið er 160 blaðsíður, í því er fjölbreytt efni og yfir 250 myndir prýða blaðið. Margir skrifa grein- ar í blaðið og er efnisval af ýmsu tagi. Meðal efnis má nefna; I útræði frá austfjörðum, eftir Þórarin Magnússon, sem fjallar um sum- arveiðar Vestmannaeyinga á opn- um bátum frá austfjörðum fyrir 50 - 60 árum. Kostgangarar, eftir Margo Renner og Ingu Óskars- dóttur, sem er byggt á viðtölum við konur sem seldu fæði og þjón- ustu í Vestmannaeyjum á árum áður. Sjómaðurinn og bóndinn, sem er viðtal Ólafs Sigurðssonar við Hilmar Jón Brynjólfsson, bónda á Þykkvabæjarklaustri, um muuúngar hans frá vertíðum í Vestmannaeyjum. Hvað verður um kvótann? Grein eftir Gísla Pálsson, mannfræðing, og Agnar Helgason. Grunsamlegt skip framundan - fulla ferð, eftir Ólaf Val Sigurðsson, um land- helgisgæslu frá sjónarhóli varð- skipsmanna. Eyjabanki suður á Banka, eftir Guðjón Ármann Ey- jólfsson, um Eyjamiðin en greinin er framhald af grein sem hann skrifaði í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1995. Fjðldi ann- arra greina eftir ýmsa höfunda er í blaðinu auk kaflans Minning Iátinna þar sem er að finna fjölda minningargreina. Alls eru 26 greinar í blaðinu auk ljóða og myndaopna úr lífi og starfi sjó- manna. Utgefandi Sjómannadagsblaðs- ins er Sjómannadagsráð Vest- mannaeyja 1996 en ritstjóri óg ábyrgðarmaður er Sigmar Þór Sveinbjörnsson, sem hefur rit- stýrt balðinu undanfarin ár. Blað- ið er prentað hjá Prentsmiðjunni Eyrúnu i Vestmannaeyjum og verður gengið með það í hús til sðlu í Vestmannaeyjum auk þess sem það verður selt í Granda- kaffi, Umferðarmiðstöðinni og Bókabúð Árbæjar í Reykjavík, í Bárunni i Grindavík og Kænunni í Hafnarfirði. Reuter JIM Guy Tucker, ríkisstióri Arkansas, greinir frá afsðgn sinni í kjðlfar fjársvikadóms með Betty, konu sína, sér við hlið. Whitewater í hámæli á ný Dómur í Arkansas áfall fyrir Clinton DÓMUR yfir tveimur fyrrverandi viðskiptafélögum Bills Clintons Bandaríkjaforseta og Jim Guy Tuck- er, ríkisstjóra Arkansas, hefur vakið umræðu um fasteignaviðskipti for- setahjónanna í Whitewater á ný. Whitewater-málið virtist vera að fjara út, en sakfelling þremenning- anna þykir benda til þess að það geti enn orðið Clinton fjötur um fót í baráttunni fyrir endurkjöri. Clinton lagði sig fram um að láta líta út fyrir að ekkert hefði í skorist í gær. Hann hélt fund um skólamál, ræddi Bosníu og hitti ríkisstjóra úr röðum demókrata. Þar vantaði reyndar einn, Tucker, sem tók við af Clinton þegar hann varð forseti og sagði af sér á þriðju- dag, aðeins nokkrum klukkustund- um eftir að hann var fundinn sekur um tvö af sjö ákæruatriðum í meintu samsæri um að svíkja þrjár milljónir dollara (tæpar 200 milljónir króna) út úr tveimur ríkistryggðum banka- stofnunum. James McDougal var fundinn sek- ur um 18 ákæruatriði af 19 og Sus- an McDougal, fyrrverandi kona hans, um öll ákæruatriðin fjögur. Vitnisburður Clintons Clinton var ekki sóttur til saka, en hann bar vitni í málinu. Verjend- ur lögðu mikla áherslu á vitnisburð hans í málflutningi sínum og tefldu trúverðugleika forsetans fram gegn framburði Davids Hales, eins vitna ákæruvaldsins, sem hafði haldið því fram að Clinton hefði í embætti ríkis- stjóra Arkansas þrýst á sig um að veita Susan McDougal 300 þúsund dollara (um 20 milljóna ísl. króna) ólöglegt lán árið 1986, en endurtók þá fullyrðingu ekki í vitnisburði, sem tók níu daga. Saksóknari hélt því fram að iánið hefði verið notað til að fjárfesta í' Whitewater. Clinton-hjónin og McDougal-hjónin hugðust hagnast á framkvæmdum þar á áttunda og níunda áratugnum, en fjárfestingin reyndist misheppnuð. Töpuðu Clin- ton-hjónin fé á henni. Sá skaði er hins vegar lítill miðað við þær efasemdir, sem hafa vaknað um heilindi Clintons og hann hefur átt erfitt með að kveða niður. Fyrir- sögn fréttar í dagblaðinu Wall Street Journal í gær hljóðaði svo: „Allir aðiljar í Whitewater fundnir sekir þrátt fyrir vitnisburð forsetans." Aðstoðarmenn forsetans hófust þegar handa við að koma sinni túlk- un á dóminum á framfæri við fjöl- miðla. „Allir, sem hlut áttu að þessum réttarhöldum, jafnt sækjendur sem verjendur, gátu komið sér saman um eitt: forsetinn tengdist á engan hátt þeim ásökunum sem réttarhöld- in snerust um," sagði Mark Fab- iani, sérlegur ráðgjafi Clintons, í yfirlýsingu. Clinton gaf sig óvænt á tal við blaðamenn við Hvíta húsið og kvaðst ekki telja að niðurstaða kviðdómsins benti til að vitnisburður sinn hefði verið dreginn í efa. Kviðdómarar í málinu segja að skjöl, sem lögð voru fram, hafi skipt mestu máli. „Trúverðugleiki forset- ans var aldrei álitamál," sagði Sandy Wood, formaður kviðdómsins. Túlkun liðsmanna Clintons átti ekki upp á pallborðið hjá repúblikön- um. Tony Blankley, aðstoðarmaður Newts Gingrich, forseta fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings, sagði að dómurinn þýddi að „yfirhylmingin" væri að fara „úr böndunum". „Þessar sakfellingar gefa til kynna hversu djúpt angar Whitewat- er-harmleiksins ná," sagði Alfonse D'Amato, repúblikani frá New York formaður bankanefndar öldunga- deildarinnar. D'Amato setti á laggirnar sér- staka Whitewater-nefnd til að fara í saumana á hlut forsetans í málinu. D'Amato hefur reynt að kalla Hale i fyrir nefndina, en það hefur strandað á kröfu um að ekki megi nota vitnis- burðinn gegn honum síðar. D'Amato sagði í síðustu viku að fáist Hale ekki til að bera vitni muni nefndin ekki kalla fleiri til vitn- isburðar. Búist er við að í skýrslu nefndarinnar, sem á að koma út um miðjan júní, verði Clinton-hjónin harðlega gagnrýnd. Demókratar segja hins vegar að það mUni grafa undan trúverðug- leika skýrslunnar að D'Amato er jafnframt annar formanna kosn- ingastjórnar Bobs Doles, forseta- frambjóðanda repúblikana. Hagnast Dole? Dole hefur haft sýnu minna fylgi en Clinton samkvæmt skoðanakönn- unum. Larry Sabato, stjórnmála- fræðingur við Virginíu-háskóla, sagði að úrskurðurinn myndi leiða til endurmats repúblikana, sem hefðu afskrifað Dole og lífga við kosningabaráttu hans. Kenneth Starr, sérskipaður sak- sóknari dómsmálaráðuneytisins stjórnar rannsókn Whitewater og hann hefur nokkur járn í eldinum til viðbótar réttarhöldunum, sem dæmt var í á þriðjudag. Demókratar hafa gagnrýnt Starr og segja hann ekki geta verið óhlut- drægan gagnvart forsetanum. Hann sé yfirlýstur andstæðingur Clintons og hagsmunir ýmissa skjólstæðinga hans gangi þvert á stefnu Clintons, en yrði borgið kæmist Dole til valda. Sakborningarnir þrír eiga yfir höfði sér langa fangelsisdóma. Talið er að lagalega stafi Clinton mest hætta af því að einhver þeirra þriggja geri samkomulag við Starr um að bera vitni gegn forsetanum gegn því að fá vægan dóm. Ymsir hafa farið ofan í saumana á Whitewater á undanförnum fjórum árum og stuðningsmenn Clintons segja hæpið að veigamikil sönnunar- gögn finnist úr þessu. Hvað sem rannsóknum líður mun fortíðardraugur Whitewater halda áfram að fylgja forsetanum í kosn- ingabaráttunni og gefa fylgismönn- um Doles von um að enn megi klekkja á Clinton. t 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.