Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 27
 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 27 Helen TOMAS Marainen Halldórsdóttir frá Sameland, m.a. verða kynnt ljóð eftir hann. Samísk menning o g bókmenntir í Norræna húsinu DAGSKRÁ um menningu og bók- menntir Sama í umsjá Helenar Halldórsdóttur verður á dagskrá í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Helen les upp úr ljóðum Sama og Svía, leikin verður tónlist og sýndar myndir frá Lapplandi. Helen Halldórsdóttir er búsett í Lundi í Svíþjóð þar sem hún er að ljúka námi í mannfræði við Lundar- háskóla. Sl. haust fékk Helen ferða- styrk frá norrænu ráðherranefnd- inni til að fara til Lapplands og kynna sér samíska menningu og bókmenntir og koma síðan til ís- lands og kynna samískar og sænsk- ar bókmenntir hér á landi. Hún fór til Lapplands í byrjun febrúar og tók þátt í hinum árlega vetrarmark- aði sem þar hefur verið haldinn all- ar götur síðan 1605. Hún hefur þýdd ljóð samískra ljóðskálda á ís- lensku, en einnig ljóð ungra skán- skra Ijóðskálda. Helen hefur starfað mikið að menningarstörfum og er í ritstjórn ljóðatímaritsins Marusia sem er gefið út bæði á sænsku og spænsku. Birtar hafa verið eftir hana smásög- ur og Ijóð bæði í íslenskum og sæpskum tímaritum og ljóðasöfnun. í janúar sl. gaf hún út sína fyrstu ljóðabók „Fjöreggið/Livets tunna skal“ á sænsku og á íslensku. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. LISTIR Sá fyrsti af fjórum TONLIST Dómkirkjan ORGELTÓNLEIKAR Flytjandi Gerhard Dickel. Þriðjudagur 28. niaí 1996. Á VEGUM söngmálastjóra þjóð- kirkjunnar og organistanámskeiðs embættisins lék prófessor Dickel frá Hamborg sinn fyrsta konsert af fjórum í Reykjavík á orgel D.óm- kirkjunnar. Það eitt að halda ferna tónleika, dag eftir dag á ólík orgel og alltaf með nýja efnisskrá, er afrek út af fyrir sig. Ekki er ég viss um að allir átti sig á hversu óþægilegt getur verið að fara frá einu orgeli til annars, og jafnvel þó sama efnisskrá væri leikin á bæði orgelin þarf orgelleikarinn margra klukkutíma vinnu við hvort hljóðfærið fyrir sig, bara til að velja raddir, fyrir svo utan það að venj- ast hljóðfærinu. Píanóleikarinn hef- ur það heldur náðugra, getur geng- ið að píanóinu sest og bytjað sína tónleika, en hann missir líka af ánægjunni við að leita uppi alla þá litadýrð sem gott orgel býður upp á. Ekki kom á óvart að efnisskrá fyrstu tónleikanna var eftir þýska höfunda, að Mozart undansfcildum, og ekki kom heldur á óvart að allir skyldu þeir löngu látnir. Buxtehude var fyrstur á mælendaskrá með Passakalíu sína í d-moll. Kannske er maður enn svo mótaður af með- ferð Páls ísólfssonar á þessu verki að erfitt sé að gera manni til hæfis á þeim nótum. Prófessorinn fór nokkuð fijálslega með form Passak- alíunnar, leyfði sér að hæga á, taka sér tíma þar sem honum hentaði, gera stundum mikinn og skyndileg- an mun á veiku og sterku og fannst mér hann ganga nokkuð langt í þessu frelsi sínu svo að heildarsvip- ur verksins leið fyrir. Leikur Dick- els er eigi að síður mjög ryþmískur og sýndi það t.d. í næsta verki, Partítunni „Sei gegrusset" eftir Bach. Dickel spilaði Partituna í mjög ströngum takti, og virtist hafa svo fastmótaðar skoðanir um flutninginn að við lá að um vísinda- legan flutning væri að ræða. Fyrir áheyrandann var flutningurinn lær- dómsríkur, en miklu lengra í alvör- unnar átt mátti fiutningurinn ekki ganga. Bach þolir strangryþmiskt spil þar sem hvergi haggar um minnstu gráðu, Mozart aftur á móti er auðvelt að kaffæra með ryþma sem hvergi haggast og það fannst mér gerast í Fantasíu Moz- arts í f-moll, hér fengu línurnar einhvern veginn ekki að syngja, Mozart varð að Bach, sem á ein- hvern hátt gekk ekki upp. Merkilegt er að Mendelssohn skyldi kalla sónötu sína nr. 6 í d- moll, sónötu, verk sem er hreint tilbrigði við gamlan þýskan sálm og ekkert annað en tilbrigði. Haydn og Mozart búnir að semja allar sín- ar sónötur, þróa sónötuformið og Beethoven meira að segja búinn að skrifa sumar sínar sónötur. Ekki skai farið nánar út í þær vangavelt- ur nú, en Dickel lék verkið mjög sannfærandi og af innlifun. For- vitnilegt verður að heyra næstu tónleika Dickels, því þótt hann sé kannske ekki einn af stóru orgel- virtúósunum þá flytur hann okkur sínar persónulegu skoðanir og nýjar skoðanir hljóta að vera leitandi fólki áhugaverðar. Ragnar Björnsson Morgunblaðið/Kristinn GRADUALEKÓR Langholtskirkju. Gradualekór Langholts- kirkju í tónleikaferð GRADUALEKÓR Langholts- kirkju byrjar söngferð um Island, Danmörku og Færeyjar með tón- leikum í Langholtskirkju á sunnu- dagskvöld kl.20.30 og á þriðjudag verða tónleikar í Skjólbrekku í Mýyatnssveit kl. 21. Á miðvikudag verða tónleikar í Egilsstaðakirkju kl. 20.30. Á fimmtudag verður síðan haldið með Norrænu frá Seyðisfirði og komið til Danmerkur á laugar- degi. Kórinn sygnur við messu í Treeninghedskirken í Esbjerg á sunnudagsmorgun og í Legoland Billund kl. 13. A mánudagskvöld verða tónleikar í Ellevang-kirkju í Árósum. Þar munu kórfélagar dvelja á heimilum hjá jafnöldrum sínum sem syngja í barnarkór við kirkjuna. Á þriðjudegi eru tónleikar í Kirkju heilags Hans í Óðinsvéum. Gist verður í Faa- borg-skóla 40 km sunnan Óð- insvéa og haldnir stuttir tónleik- ar fyrir nemendur skólans á mið- vikudagsmorgni áður en la.gt verður af stað til Hróarskeldu þar sem tónleikar eru í kirkju heilags Jörgens, en það er næst- elsta kirkja Danmerkur. Sú kirkja fékk fyrir 40 árum altaris- klæði að gjöf frá íslandi eftir lis- takonuna Unni Ólafsdóttur og verður klæðið uppi til heiðurs Gradualekórnum á tónleikunum. Á fimmtudegi fær kórinn frí í Kaupmannahöfn en seinustu tón- leikar í Danmörku verða föstu- daginn 14. júní í Tivoli á „Plæn- en“ kl. 17. Að launum fær kórinn frían aðgang í öll tæki skemmti- garðsins. Á heimleiðinni verður stansað í Færeyjum í tvo og liálfan sólar- hring og verða tónleikar á þjóðhá- tíðardaginn, 17. júní, í Norður- landahúsinu kl. 19.30 ogdaginn eftir í Fuglafjarðarkirkju í Fugla- firði. Fimmtudaginn 20. júní kem- ur kórinn aftur með Norrænu til landsins. Á efnisskrá kórsins eru íslensk og norræn verk auk verka eftir Zoltán Kodaly og negrasálma. Stjórnandi Gradualekórsins er Jón Stefánsson en einsöngvarar og undirleikarar úr hópi kór- félaga koma fram. Orgeltón- leikar ÞRIÐJU orgeltónleikar þýska organleikarans og prófessorsons Gerhard Dickel verða í Digranes- kirkju í dag, fimmtudag, kl. 18. Þar leikur Gerhard á orgel sem stníðað er af íslenskum orgelsmið, Björgvin Tómassyni, og er þetta orgel hans það stærsta sem hann hefur smíðað hingað til. Verkin sem Gerhard flytur á tónleikunum eru eftir Bach, Hándel, Buxte- hude, Max Reger, Mozart, Mend- elsohn, Liszt, Dupré, César Franck og Flor Peters. Fjórðu tónleikarnir verða í Fella- og Hólakirkju á föstudag kl. 18 og fimmtu og síðustu tón- leikarnir verða í Hallgrímskirkju á sunnudag kl. 17. Þeir verða helgaðir minningu Karls J. Sig- hvatssonar en hann lést fyrir fimm árum. Stofnaður var sjóður til minningar um hann og úr þeim sjóði hafa margir ungir efnilegir organleikarar fengið styrk. Sjóð- urinn er fimm ára um þessar mundir. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, mun minnast Karls J. Sighvatssonar í lok tón- leikanna í Hallgrímskirkju en á þeim árum sem Vigdís var leik- hússtjóri í Iðnó og söngleikurinn „Jesus Christ Superstar“ var upp- færður hafði Karl umsjón með tónlistarflutningnum. Húso- Hvítt Grátt Fílabein Klæðningin sem þolir islenska veðráttu LeitiS) tilboða ÁVALLT TIL Á LAGER ÞÞ &co ►». ÞORGRIMSSON &CÖI ARMULA 29 • 108 REYKJAVIK SÍMAR 553 8640/568 6100,fax 588 8755.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.