Morgunblaðið - 30.05.1996, Síða 27

Morgunblaðið - 30.05.1996, Síða 27
 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 27 Helen TOMAS Marainen Halldórsdóttir frá Sameland, m.a. verða kynnt ljóð eftir hann. Samísk menning o g bókmenntir í Norræna húsinu DAGSKRÁ um menningu og bók- menntir Sama í umsjá Helenar Halldórsdóttur verður á dagskrá í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Helen les upp úr ljóðum Sama og Svía, leikin verður tónlist og sýndar myndir frá Lapplandi. Helen Halldórsdóttir er búsett í Lundi í Svíþjóð þar sem hún er að ljúka námi í mannfræði við Lundar- háskóla. Sl. haust fékk Helen ferða- styrk frá norrænu ráðherranefnd- inni til að fara til Lapplands og kynna sér samíska menningu og bókmenntir og koma síðan til ís- lands og kynna samískar og sænsk- ar bókmenntir hér á landi. Hún fór til Lapplands í byrjun febrúar og tók þátt í hinum árlega vetrarmark- aði sem þar hefur verið haldinn all- ar götur síðan 1605. Hún hefur þýdd ljóð samískra ljóðskálda á ís- lensku, en einnig ljóð ungra skán- skra Ijóðskálda. Helen hefur starfað mikið að menningarstörfum og er í ritstjórn ljóðatímaritsins Marusia sem er gefið út bæði á sænsku og spænsku. Birtar hafa verið eftir hana smásög- ur og Ijóð bæði í íslenskum og sæpskum tímaritum og ljóðasöfnun. í janúar sl. gaf hún út sína fyrstu ljóðabók „Fjöreggið/Livets tunna skal“ á sænsku og á íslensku. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. LISTIR Sá fyrsti af fjórum TONLIST Dómkirkjan ORGELTÓNLEIKAR Flytjandi Gerhard Dickel. Þriðjudagur 28. niaí 1996. Á VEGUM söngmálastjóra þjóð- kirkjunnar og organistanámskeiðs embættisins lék prófessor Dickel frá Hamborg sinn fyrsta konsert af fjórum í Reykjavík á orgel D.óm- kirkjunnar. Það eitt að halda ferna tónleika, dag eftir dag á ólík orgel og alltaf með nýja efnisskrá, er afrek út af fyrir sig. Ekki er ég viss um að allir átti sig á hversu óþægilegt getur verið að fara frá einu orgeli til annars, og jafnvel þó sama efnisskrá væri leikin á bæði orgelin þarf orgelleikarinn margra klukkutíma vinnu við hvort hljóðfærið fyrir sig, bara til að velja raddir, fyrir svo utan það að venj- ast hljóðfærinu. Píanóleikarinn hef- ur það heldur náðugra, getur geng- ið að píanóinu sest og bytjað sína tónleika, en hann missir líka af ánægjunni við að leita uppi alla þá litadýrð sem gott orgel býður upp á. Ekki kom á óvart að efnisskrá fyrstu tónleikanna var eftir þýska höfunda, að Mozart undansfcildum, og ekki kom heldur á óvart að allir skyldu þeir löngu látnir. Buxtehude var fyrstur á mælendaskrá með Passakalíu sína í d-moll. Kannske er maður enn svo mótaður af með- ferð Páls ísólfssonar á þessu verki að erfitt sé að gera manni til hæfis á þeim nótum. Prófessorinn fór nokkuð fijálslega með form Passak- alíunnar, leyfði sér að hæga á, taka sér tíma þar sem honum hentaði, gera stundum mikinn og skyndileg- an mun á veiku og sterku og fannst mér hann ganga nokkuð langt í þessu frelsi sínu svo að heildarsvip- ur verksins leið fyrir. Leikur Dick- els er eigi að síður mjög ryþmískur og sýndi það t.d. í næsta verki, Partítunni „Sei gegrusset" eftir Bach. Dickel spilaði Partituna í mjög ströngum takti, og virtist hafa svo fastmótaðar skoðanir um flutninginn að við lá að um vísinda- legan flutning væri að ræða. Fyrir áheyrandann var flutningurinn lær- dómsríkur, en miklu lengra í alvör- unnar átt mátti fiutningurinn ekki ganga. Bach þolir strangryþmiskt spil þar sem hvergi haggar um minnstu gráðu, Mozart aftur á móti er auðvelt að kaffæra með ryþma sem hvergi haggast og það fannst mér gerast í Fantasíu Moz- arts í f-moll, hér fengu línurnar einhvern veginn ekki að syngja, Mozart varð að Bach, sem á ein- hvern hátt gekk ekki upp. Merkilegt er að Mendelssohn skyldi kalla sónötu sína nr. 6 í d- moll, sónötu, verk sem er hreint tilbrigði við gamlan þýskan sálm og ekkert annað en tilbrigði. Haydn og Mozart búnir að semja allar sín- ar sónötur, þróa sónötuformið og Beethoven meira að segja búinn að skrifa sumar sínar sónötur. Ekki skai farið nánar út í þær vangavelt- ur nú, en Dickel lék verkið mjög sannfærandi og af innlifun. For- vitnilegt verður að heyra næstu tónleika Dickels, því þótt hann sé kannske ekki einn af stóru orgel- virtúósunum þá flytur hann okkur sínar persónulegu skoðanir og nýjar skoðanir hljóta að vera leitandi fólki áhugaverðar. Ragnar Björnsson Morgunblaðið/Kristinn GRADUALEKÓR Langholtskirkju. Gradualekór Langholts- kirkju í tónleikaferð GRADUALEKÓR Langholts- kirkju byrjar söngferð um Island, Danmörku og Færeyjar með tón- leikum í Langholtskirkju á sunnu- dagskvöld kl.20.30 og á þriðjudag verða tónleikar í Skjólbrekku í Mýyatnssveit kl. 21. Á miðvikudag verða tónleikar í Egilsstaðakirkju kl. 20.30. Á fimmtudag verður síðan haldið með Norrænu frá Seyðisfirði og komið til Danmerkur á laugar- degi. Kórinn sygnur við messu í Treeninghedskirken í Esbjerg á sunnudagsmorgun og í Legoland Billund kl. 13. A mánudagskvöld verða tónleikar í Ellevang-kirkju í Árósum. Þar munu kórfélagar dvelja á heimilum hjá jafnöldrum sínum sem syngja í barnarkór við kirkjuna. Á þriðjudegi eru tónleikar í Kirkju heilags Hans í Óðinsvéum. Gist verður í Faa- borg-skóla 40 km sunnan Óð- insvéa og haldnir stuttir tónleik- ar fyrir nemendur skólans á mið- vikudagsmorgni áður en la.gt verður af stað til Hróarskeldu þar sem tónleikar eru í kirkju heilags Jörgens, en það er næst- elsta kirkja Danmerkur. Sú kirkja fékk fyrir 40 árum altaris- klæði að gjöf frá íslandi eftir lis- takonuna Unni Ólafsdóttur og verður klæðið uppi til heiðurs Gradualekórnum á tónleikunum. Á fimmtudegi fær kórinn frí í Kaupmannahöfn en seinustu tón- leikar í Danmörku verða föstu- daginn 14. júní í Tivoli á „Plæn- en“ kl. 17. Að launum fær kórinn frían aðgang í öll tæki skemmti- garðsins. Á heimleiðinni verður stansað í Færeyjum í tvo og liálfan sólar- hring og verða tónleikar á þjóðhá- tíðardaginn, 17. júní, í Norður- landahúsinu kl. 19.30 ogdaginn eftir í Fuglafjarðarkirkju í Fugla- firði. Fimmtudaginn 20. júní kem- ur kórinn aftur með Norrænu til landsins. Á efnisskrá kórsins eru íslensk og norræn verk auk verka eftir Zoltán Kodaly og negrasálma. Stjórnandi Gradualekórsins er Jón Stefánsson en einsöngvarar og undirleikarar úr hópi kór- félaga koma fram. Orgeltón- leikar ÞRIÐJU orgeltónleikar þýska organleikarans og prófessorsons Gerhard Dickel verða í Digranes- kirkju í dag, fimmtudag, kl. 18. Þar leikur Gerhard á orgel sem stníðað er af íslenskum orgelsmið, Björgvin Tómassyni, og er þetta orgel hans það stærsta sem hann hefur smíðað hingað til. Verkin sem Gerhard flytur á tónleikunum eru eftir Bach, Hándel, Buxte- hude, Max Reger, Mozart, Mend- elsohn, Liszt, Dupré, César Franck og Flor Peters. Fjórðu tónleikarnir verða í Fella- og Hólakirkju á föstudag kl. 18 og fimmtu og síðustu tón- leikarnir verða í Hallgrímskirkju á sunnudag kl. 17. Þeir verða helgaðir minningu Karls J. Sig- hvatssonar en hann lést fyrir fimm árum. Stofnaður var sjóður til minningar um hann og úr þeim sjóði hafa margir ungir efnilegir organleikarar fengið styrk. Sjóð- urinn er fimm ára um þessar mundir. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, mun minnast Karls J. Sighvatssonar í lok tón- leikanna í Hallgrímskirkju en á þeim árum sem Vigdís var leik- hússtjóri í Iðnó og söngleikurinn „Jesus Christ Superstar“ var upp- færður hafði Karl umsjón með tónlistarflutningnum. Húso- Hvítt Grátt Fílabein Klæðningin sem þolir islenska veðráttu LeitiS) tilboða ÁVALLT TIL Á LAGER ÞÞ &co ►». ÞORGRIMSSON &CÖI ARMULA 29 • 108 REYKJAVIK SÍMAR 553 8640/568 6100,fax 588 8755.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.