Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ1996 39. Frímerki og Veraldarvefurinn FRIMERKI Vcraldarvcfur NÝJUNG FYRIR FRÍMERKJASAFNARA Auðveldar tengsl milli safnara og safnara og póststjórna INTERNET eða Veraldarvefur, svo sem þessi nýjung mun oft vera nefnd á íslenzku, fer um þess- ar mundir eins og logi yfir akur um tölvuheiminn. Höfundur þess- ara frímerkjaþátta hefur ekki enn árætt að kynna sér þetta fyrir- bæri nákvæmlegá. Hins vegar skilst honum á þeim, sem það hafa gert, að þetta sé stórkostleg framför í skiptum manna um heim allan. Má því vera, að jafnvel aldr- aðir áhugamenn fylgi smám sam- an í fótspor hinna yngri, enda er uppfinning tölvunnar ein hin merkasta á þessari öld. Þegar ég heyrði tölvu fyrst getið og þá með þessu ágæta íslenzka orði, sem Sigurður Nordal prófessor stakk upp á, datt mér ekki annað í hug en þetta undratæki væri einungis bundið við tölur og margbrotna útreikninga með þær. Og allra sízt duttu mér orð í hug í tengslum við hana. En svo hef ég sjálfur kynnzt þægindum hennar við rit- vinnslu um tíu ára skeið og eins, hversu tölvur hafa reynzt vel við söfnun orða og úrvinnslu fyrir Orðabók Háskóíans, þar sem ég hef starfað um 40 ára skeið. Um leið hefur mér orðið hugsað til þess, hvað hefði orðið á þeirri stofnun sem og víða annars stað- ar, ef tölva hefði verið komin í gagnið hér á landi um miðja þessa öld. Vissulega öfunda ég þá menn, sem eiga eftir að notfæra sér þessa uppfinningu og fylgja eftir marg- víslegum nýjungum hennar langt fram á næstu öld, enda virðist ekki enn séð fyrir endann á þeim þægindum, sem tölvunum fylgja. En það er Internetið eða Verald- arvefurinn og þeir, sem kunna þar til verka, sem verður mér til smá- hugleiðinga hér í frímerkjaþætti. Ástæðan er sú, að Frímerkjasala íslenzku póststjórnarinnar hefur þegar komið sér mjög skemmti- lega fyrir á Vefnum og ekki alls fyrir löngu fengið fyrir verðugt hrós erlendis frá. Er alltaf ánægju- legt, þegar vel tekst til um kynn- ingu íslenzkra frímerkja. Eðvarð T. Jónsson á Frímerkja- sölu póststjórnarinnar var svo vin- samlegur að taka mig í örstutta sýnikennslu, hvernig komizt verð- ur inn í þennan undraheim Verald- arvefsins og opna fyrir mér þann hluta, sem varðar sérstaklega póststjórnina. Færi ég honum þakkir fyrir þá fróðlegu sýningu. Raunar þarf ég lengri tíma en við höfðum til ráðstöfunar til þess að átta mig á þessu undri veraldar, svo að það, sem hér verður sagt, er einungis lítið ágrip, einungis sett fram til þess að hvetja frí- merkjasafnara almennt til þess að kynna sér og sjá Vefinn með eigin augum. Segja mætti mér, að síðan yrði ekki langt í það, að þeir færðu sér hann í nyt í sambandi við söfn- un sína. Þegar menn hafa slegið inn á tölvuna þetta lykiltákn: http://www.simi.is/postphil/is- lenska.htm//access, blasir eftir- farandi við notandanum á skján- um: . Velkomin á frímerkjasíðu Pósts og síma. Hér getur þú: skoðað öll íslensk frímerki sem til eru hjá Frímerkjasölunni - orðið áskrif- andi að íslenskum frímerkjum - pantað þessi frímerki - lesið síð- ustu útgáfutilkynningar - byrjað að safna frímerkjum með aðstoð sérfræðinganna - skoðað póst- Frá orðum til athafna Gíróseðlar í bönkum og sparisjóoum. - með þinni hjálp HJALPARSTOFNUN Vnr/ KIRKJUNNAR ^ " ^ - með binni hiáln NYISLENZK frímerki á Veraldarvefnum. kortasafnið - Nýkomin! Ársmappa 1995 - Frímerkjaútgáfur ársins 1996 - NORDIA 96, næsta frí- merkjasýning á íslandi - Heima- síða Vigfúsar. Öll íslensk frímerki síðan 1873! - Tengingar í góðar frímerkjasíður víða um heim - Upplýsingar um umboðsmenn Frí- merkjasölunnar - Fjöldi gesta á íslensku frímerkjasíðunni -. Þannig lítur þá fyrsti gluggi Pósts og síma út á Veraldarvefn- um. Hér er því margt að skoða og fræðast um. Síðan er unnt að komast nánar inn í hvern þátt með því að slá á hann með bendlinum. Þá opnast enn nýjar dyr, ef svo má segja, og blasa þá við upplýs- ingar um það, sem slegið var á. Þannig má þræða sig í gegnum þetta völundarhús allt á leiðar- enda. Ef við lítum fyrst á þau frí- merki, sem Frímerkjasalan hefur til sölu, koma þau fram í lit og það ótrúlega góðum. Síðan má kanna, hvaða ársmöppur eru enn fáanlegar og hvernig þær líta út. Þá er ein leiðin um tengingar í góðar frímerkjasíður víða um heim. Slíkt kemur sér áreiðanlega mjög vel fyrir margan safnarann. Þá má kanna, hversu margir gest- ir hafi komið við á islenzku frí- merkjasíðunni. Er þá átt við það, hvað margir hafi litið á hana í Vefnum. Þegar ég var á ferðinni, höfðu um 2.200 gestir bankað þar upp á, flestir erlendir. Hér er rétt, að fram komi, að síður póstsins eru einnig á dönsku, ensku, þýzku og frönsku. Þannig geta erlendir „gestir" fært sér í nyt allar upplýs- ingar Frímerkjasölunnar og valið það mál, sem þeir ráða við. Rétt er að staldra örstutt við einar „dyr", þar sem á „hurðinni" stendur: Heimasíða Vigfúsar. Öll íslensk frímerki síðan 1873. Þegar bankað er þar upp á, blasa við myndir af öllum íslenzkum frí- merkjum frá upphafi. Er þetta framtak eins manns, sem er félagi í Félagi frímerkjasafnara. Hann heitir Vigfús Pálsson. Mun ætlun hans að setja inn allar helztu upp- lýsingar um hverja útgáfu og styðjast þá við ritið íslenzk frí- merki í hundrað ár, sem kom út í sambandi við aldarafmæli ís- lenzkra frímerkja 1973. Er örugg- lega fengur í þessu framtaki fyrir þá, sem safna íslenzkum frímerkj- um. Mér er kunnugt um, að Hálfdan Helgason hefur komið sér vel fyr- ir á Veraldarvefnum. Þar hefur hann m.a. komið að gagnlegum upplýsingum um félög íslenzkra frímerkjasafnara og starfsemi þeirra. Eins má þar fá upplýsingar um NORDIU 96, en frá henni var nokkuð sagt í síðasta frímerkja- þætti 21. maí sl. Þá mun mega sjá á heimasíðu Hálfdanar skrá yfir væntanlegar frímerkjasýning- ar hér og erlendis og hverjir eru umboðsmenn þeirra. Ýmislegt fleira mun vera að sjá á heimasíðu Hálfdanar, þótt ekki verði rakið nánar hér. Af framansögðu má ljóst vera, að frímerkjasafnarar geta haft mikil not af Veraldarvefnum og sparað sér um leið margs konar fyrirhöfn í bréfaskriftum og sím- tölum við aðra safnara, hvort sem er hér innan lands eða utan. Er því sjálfsagt að hvetja safnara til þess fá tækifæri til að kynna sér þennan undravef, því að sjón er sögu ríkari, eins og máltækið seg- ir. Jón Aðalsteinn Jónsson Boddíhlutir og lugtir Nýkomin stór sending af boddíhiutum í f lestsr gerðir bifreiða Hagstætt verð Bílovörubú&in FjumD Skeifunni 2 - Simi 588 2! Sk beneft on 15 ara a Islandi 20% afmælisafsláttur af öllum vörum næstu daga Glæsilegur, vandaður fatnaður á börn og fullorðna á frábæru verði. S: benellon Laugavegi 97 • sími 552 2555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.