Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Margt skrýtið kemur úr sjónum Stóri Þöld- ungur í grá- sleppunetin Grýtubakkahreppur. MARGT er skrýtið sem úr sjónum kemur. Um miðja vikuna er verið var að draga grásleppunet í mynni Eyjafjarðar kom í ljós að furðu- fiskur hafði festst í netunum. Það var Friðrik Þorsteinsson, á trill- unni Eyfjörð ÞH frá Grenivík sem var að draga grásleppunet við Kjálkanes skammt innan við Gjögra. Sagðist Friðrik hafa verið að draga mjög nærri landi, á um fjög- urra faðma dýpi þegar þessi sér- kennilegi fiskur kom upp. Var hann ekki búinn að vera lengi í netunum en þó dauður. Sam- kvæmt upplýsingum hjá Fiska- og náttúrugripasafninu í Vestmanna- eyjum mun þetta vera Stóri Þöld- ungur. Hann er ekki mjög algeng- ur hér við land en þvælist þó einn og einn upp að fjörum landsins. Hann lifir allt frá fjöru og niður á 1000 metra dýpi. Heimkynni Stóra Þöldungs eru Miðjarðarhaf og Norður Atlandshaf, frá Ma- deira að Kanarí, til Islandsmiða. Síðuskóli eini grunnskólinn sem ekki verður einsetinn Foreldrar óánægðir og þrýsta á einsetningu TÖLUVERÐ óánægja er meðal foreldra sem eru að innrita börn sín í Síðuskóla. Ekki er útlit fyr- ir að hægt verði að einsetja skólann næsta haust og er ráðgert að fjórar fyrstu bekkjardeildirnar verði áfram bæði fyrir og eftir hádegi. Aðrir grunnskólar bæjarins, Barnaskóli Akureyrar, Glerárskóli, Gddeyrarskóli, Lundarskóli og Gilja- skóli, verða hins vegar einsetnir frá og með næsta skólaári. Einn bekkur af þremur í hverjum árgangi í 1.-4 bekk er fyrir hádegi og tveir bekkir eftir hádegi. Alls hafa 66 börn verið innrituð í 1. bekk næsta skólaár og verður þeim skipt í þijár bekkj- ardeildir. Jón Baldvin Hannesson, skólastjóri Síðu- skóla, segir að hámarksfjöldi í 1.-2. bekk séu 22 nemendur en foreldrar 47 barna hafa óskað eftir því að hafa börn sín í skólanum fyrir hádegi. Mikill þrýstingur frá foreldrum „Foreldrar hafa brugðist við þessu ástandi af misjafnlega mikilli hörku. Margir hafa komið og talað við okkur eða hringt og nokkrir hafa sent bréf til skólanefndar, eða á annan hátt reynt að skýra sína þörf fyrir því að hafa börn sín í skólan- um fyrir hádegi. Það er alla vega ekki hægt að segja annað en það hafi verið mikill þrýstingur frá foreldrum," segir Jón Baldvin. Foreldrar hafa nefnt ýmsar ástæður fyrir þörfinni á skólaplássi fyrir hádegi og í því sambandi má nefna vinnu þeirra eða skólanám, þarfir barnanna og fleira. Jón Baldvin segir að það sé einnig til í dæminu að fólk gefi skólanum ekki alveg réttar upplýs- ingar. „Aðstæður okkar til að vega og meta þarf- ir foreldranna eru því mjög erfiðar. Jafnvel þótt við vildum forgangsraða í bekkjardeildirnar er ljóst að ekki er einfalt að fínna eftir hveiju ætti að forgangsraða." Til stóð að draga í bekkjardeildir Skólanefnd hefur bent á að afgreiðsla málsins sé í höndum stjórnenda skólans og þar á bæ hafa menn ekki séð aðra leið en að þeir foreldrar sem vilja hafa börn sín á morgnanna, dragi um sætin í þeirri bekkjardeild. Til stóð að halda fund um málið í síðustu viku og að þar yrði dregið um sæti í morgundeildinni, en fundinum var frest- að. „Nokkrir foreldrar höfðu frumkvæði að því að skrifa bæjarstjórn bréf, þar sem farið er fram á að þessi mál verði leyst með einhveijum hætti. í framhaldinu hefur verið ákveðið að setja af stað nefnd er kanni leiðir til lausnar. Nefndin er skip- uð varaformanni skólanefndar, aðstoðarskóla- stjóra og fulltrúa foreldra og er hún þessa dag- ana að fara af stað með sína vinnu.“ Jón Baldvin segir að ein ieiðin sem nefnd hafi verið sé að koma fyrir lausri kennslustofu og bæta þannig við einni deild fyrir hádegi. Hann segir að þó það sé vilji stjórnenda skólans að hugað verði að uppbyggingunni í varanlegu hús- næði, séu þeir ekki á móti því að notast við lausar stofur í einhveijum mæli. Bærinn þurfi að eiga slíkar stofur til að leysa tímabundinn vanda í bænum og þetta sé því ekki ónýt fjárfesting. Þyrfti 10-12 lausar kennslustofur „Það sem við sáum fyrir okkur í umræðum um einsetningu í fyrra og menn eru því miður aðeins að mistúlka, var að ef ætti að einsetja skólann í bráðabirgðahúsnæði hefði þurft að setja niður á lóðina 10-12 lausar stofur. Þá hefðu allar aðstæður orðið mjög erfiðar, m.a. eftirlit með börnunum, ferðir í sérgreinastofur með gögn og fleira. Skólanefnd taldi hins vegar að þetta væri hægt að leysa með örfáum slíkum stofum hér. Um þetta var deilt en niðurstaðan var sú að stefna að varanlegri lausn og ég tel að það sé rétt stefna,“ sagði Jón Baldvin. ÁHÖFNIN á Eyfjörð ÞH með furðufiskinn, f.h. Heimir Ásgeirsson, Friðrik Þorsteinsson og dóttir hans Birna. Morgunblaðið/Jónas Baldursson Seljendur einbýlishúss sýknaðir af kröfu skuld- ar vegna galla á húsinu HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur sýknað seljendur ein- býlishúss að Mánahlíð 4 á Akureyri, hjón og dánarbú föður eiginmanns- ins, af kröfu kaupanda um greiðslu skuldar að fjárhæð tæpar 8 milljónir króna, ásamt dráttarvöxtum frá júlí 1993, vegna galla á húsinu. Eigin- kona var sýknuð af kröfum stefn- anda en hinum aðilum málsins var gert að greiða stefnanda kr. 250.000 með dráttarvöxtum frá júlí 1993 og kr. 250.000 í málskostnað. í dómi Héraðsdóms kemur m.a. fram að stefnandi keypti húsið í maí 1987 og tók við eigninni 1. septem- ber sama ár. Hann leigði húsið fyrsta árið en bjó síðan í því frá október 1988 og þar til hann seldi eignina í október 1990. Skömmu eftir að stefnandi seldi hafi kaupendur kvartað um galla á húseigninni og 12. desember 1991 hafi mál kaup- enda gegn stefnanda verið þingfest á bæjarþingi Akureyrar. í því máli var krafist riftunar kaupsamnings og að greiddar yrðu vangildisbætur. Kostnaður við viðgerð um 5 milljónir Dómur hafi verið kveðinn í málinu í lok júlí 1992 þar sem riftunin var tekin til greina, þar sem sannað þótti að gallar væru verulegir. Kaup- endur höfðu m.a. byggt mál sitt á matsgerð þar sem fram hafi komið að kostnaður við að gera við gallana væri rúmar 5 milljónir króna. Þá var stefnanda gert að greiða málskostn- að kr. 650.000, að teknu tilliti til matskostnaðar. í dóminum kemur fram, að til að takmarka tjón sitt hafi stefnandi jafnframt því að hefja endurbætur á eigninni selt hana og við ákvörðun kaupverðs hafi verið tekið tillit til gallanna auk þess sem stefnandi hafí skuldbundið sig til að bæta úr þeim. Stefnandi hafi krafið stefndu um greiðslu bóta í júlí 1993 en stefndu hafnað greiðslu. Leyndir gallar í húsinu Stefnandi telur að fyrirliggjandi matsgerðir sanni að um verulega galla sé að ræða á húsinu og bygg- ir mál sitt á því að um leynda galla sé að ræða og beri stefndu ábyrgð á tjóni því sem hann hafi orðið fyrir vegna þeirra. Hafi stefndu byggt húsið sjálf á árunum 1978-79 og hljóti því að hafa vitað af sumum gallanna er þau seldu stefnanda búsið, enda megi þá marga rekja til handvammar við byggingu hússins. Járnabinding hafi verið ófullnægj- andi og rangt staðið að niðurlagn- ingu steypunnar. Hafi þetta m.a. orðið til þess að plata hússins hefur sigið og það leki um norðurvegg. Jáfnframt hafi þak- ið ekki verið smíðað samkvæmt teikningu því í það vanti stífur og frágangur á festingum sé rangur. Ennfremur telur stefnandi augljóst að stefndu hafí vitað af siginu í gólfplötunni því stefndu höfðu teppalagt upp á vegginn til að leyna því að bil myndaðist undir léttum veggjum vegna sigs og til að leyna ummerkjum við útveggi. Stefndu mótmæla því að fasteign- in hafí verið haldin göllum í lögfræði- legum skilningi þegar þau seldu stefnanda hana árið 1987. Þá byggja stefndu á því að stefnandi hafi vegna tómlætis í þijú ár, þ.e. á eignarhalds- tímanum og síðar um þriggja ára skeið til viðbótar og þar með glatað rétti til að hafa uppi skaðabætur. Stefndu eigi ekki að þurfa að una því að stefnandi láti kyrrt liggja um 6 ára skeið og höfði síðan mál og krefji um skaðabætur sem nemi 10 árslaunum verkamanns. I áliti dómsins er á það fallist með stefndu að stefnandi hafi sýnt af sér tómlæti að halda máli sínu til réttra laga gagnvart stefndu og ekki hefur verið sýnt fram á sak- næmt atferli stefndu í máli þessu. Hins vegar má ljóst vera samkvæmt matsgjörð tveggja aðila að platan uppfylli ekki lágmarks hönnunarfor- sendur m.t.t. svignunar og verður það að teljast leyndur galli á henni í orðsins fyllstu merkingu þar sem aðiljar voru óvitandi um hann. Þykir stefnandi eiga rétt til afsláttar vegna þessa, er þykir hæfilega metinn kr. 250.000. Jafnframt er fallist á drátt- arvaxtakröfu stefnanda. Sýknaðir af fylgikröfum Stefndu eru hins vegar sýknaðir af þeim fylgikröfum er leiddu af rift- unarmáli stefnanda og hann hefur uppi í máli þessu. Stefndu höfðu í fyrra máli ekki kost á að gæta rétt- ar síns svo og stóð það stefnanda næst að takmarka fjártjón sitt. Rétt þykir að stefndu greiði stefnanda málskostnað kr. 250.000 fyrir utan virðisaukaskatt. Ásgeir Pétur Ásgeirsson, héraðs- dómari, kvað upp dóminn ásamt meðdómsmönnunum Herði Blöndal, byggingaverkfræðingi, og Gísla Gunnlaugssyni, byggingatækni- fræðingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.