Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 17
LAIVIDIÐ
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
80 nemendur brautskráðir
frá Fjölbrautaskóla Suðurlands
Selfossi - 80 nemendur voru 655 nemendur stunduðu nám í skólans undir stjórn Jóns Inga
brautskráðir frá Pjölbrautaskóla skólanum á vorönninni í dagskóla Sigurmundssonar en kórinn er nú
Suðurlands laugardaginn 25. maí og 84 hófu nám í öldungadeild á söngferðalagi í suðurhérðuðum
að viðstöddu fjölmenni að venju. skóians. Við athöfnina söng kór Þýskalands.
Brynjubær
brá sér í
sveitina
Flateyri - Þar eð sólin skein sínum
hlýju geislum fannst Sigrúnu
Magnúsdóttur kjörið að drífa kon-
urnar í Brynjubæ með sér heim
til sín að Kirkjubóli í Valþjófsdal
og skoða kiðlingana þar sem þeir
skjögruðu nýfæddir í túninu undir
vökulu auga móður sinnar. Það
ríkti mikil gleði og umhyggja þeg-
ar þær héldu kiðlingunum að sér
og hjöluðu við þá. Og þeir undu
sér glaðir í fangi þeirra, í öruggu
skjóli frá varginum honum
krumma um stundarsakir.
Morgunblaðið/Egill Egilsson
150 ára verslunarafmæli
Hátíðarhöld
á Þórshöfn
Þórshöfn - Undirbúningur vegna
verslunarafmælis Þórshafnar hef-
ur staðið yfir hjá afmælisnefnd en
á þessu ári eru liðin 150 ár síðan
Þórshöfn fékk verslunarleyfi.
Á tímum einokunarverslunar
hér á landi voru aðeins nokkrar
hafnir sem höfðu verslunarleyfi og
var landinu skipt í verslunarsvæði.
Landsmönnum var þá óheimilt að
versla annars staðar en við þá
höfn sem þeir tilheyrðu samkvæmt
þeirri skiptingu. Verslunarleyfi
Þórshafnar var staðfest fyrir 150
árum í framhaldi af því að einokun-
arlögunum af aflétt á íslandi.
Þessara tímamóta verður minnst
í júlí og hefst dagskráin föstudags-
kvöldið 19 .júlí n.k. Hátíðarhöldin
verða á menningarlegum nótum
og fram koma viðurkenndir lista-
menn sem allir eiga ættir sínar að
rekja hingað og er það fólk í leikl-
ist, myndlist og á tónlistarsviði,
s.s. Anna Guðný Guðmundsdóttir,
píanóleikari og Einar Kristján Ein-
arsson, gítarleikari, Sveinn Guðna-
son listmálari og leikararnir Arnar
og Helga Jónsbörn og fleira lista-
fólk.
Leikfélagið á Þórshöfn verður
með leikþátt sem byggður er á
leikriti eftir heimamann og dans-
leikur verður í félagsheimilinu
Þórsveri. Siglingar og sjóstanga-
veiði eru einnig á dagskránni, svo
og útsýnis- og gönguferðir. Tívolí
verður á staðnum svo börnin
gleymast ekki.
Burtfluttir Þórshafnarbúar hafa
sýnt komandi afmælishátíð mikinn
áhuga og ætla t.d. fullorðin ferm-
ingar„börn“ að grípa tækifærið og
halda upp á fermingarafmælið hér
á æskuslóðunum. Það eru því allar
horfur á að margt verði um mann-
inn í plássinu þessa helgi í júlí.
Við tjaldstæðið verður komið
upp aðstöðu fyrir ferðafólk og búa
aðilar í ferðaþjónustu sig undir að
taka á móti auknum fólksíjölda.
Hótel Jórvík hér á Þórshöfn býður
upp á mat og gistingu en í ná-
grenni Þórshafnar er einnig ferða-
þjónusta bænda en þar hafa hestar
og önnur dýr mikið aðdráttarafl
fyrir börnin.
Ferðaþjónusta er starfrækt í
Svalbarðsskóla og á Ytra-Álandi í
Þistilfirði en í Skeggjastaðahreppi
er einnig bændagisting á bænum
Felli og er það ekki langur akstur
frá Þórshöfn. Sundlaugin og heiti
potturinn eru alltaf vinsæl, svo
ekki sé minnst á Heilsuræktina,
sem býður upp á ljósabekk, sauna-
bað og líkamsræktartæki svo allir
verða í fínu formi í fríinu.
Það eru því ýmsir möguleikar í
boði fyrir fólk sem hyggst sækja
Þórshöfn heim á komandi afmælis-
hátíð - og allir vona að verðurguð-
imir skarti sínu fegursta af tilefn-
inu.
ww
SJOARINIU SIKATI
aa
BÝÐUR YKKUR VELKOMIN I FJORIÐ!
LEIÐIIU LIGGUR
í CRiniDAVÍK, BLÁA LÓNIÐ OC SELTJÖRN
BHB
■BNBMBBNBMBBaBHBM
Kl. 14:00 - 22:00
Sýningar í menningarmiðstöð og skóla
opnar alla dagana
?ú. $u€ií *96
HHHHMHHHHHHHHHEHHHHH
Hitaveita Suðurnesja orkuverið opið
Kl. 10:00 og kl. 14:00
Skemmtisigling og sjóstöng
Hámark 10 manns í hverri ferð
Kl. 14:00 Fyrirtækjakynningar
Stakkavík, saltfiskverkun - Húsatóftir, saltfiskverkun
Fiskanes, humarvinnsla - Gullvík, söltun á
grásleppuhrognum
Þorbjörn, netavinna og trolluppsetning
Brunnar hf. fyrirtæki í stáliðnaði fyrir sjávarútveginn
Krosshús, nótagerð og trollvinna
Útsýnisflug með þyrlu - Gönguferðir
Markaðstorgið opnar við Fiskmarkaðshúsið
Bíla- og viðlegusýning við íþróttahúsið
Hestaleiga og hestvagnsferð við Slökkvistöðina
Sundlaugin opin - Bláa lónið opið
Silungsveiði í Seltjörn - Húsatóftagolfvöllur opinn
Leiktæki fyrir börnin á skólalóðinni
Kl. 14:00 - 19:00 Jþróttavöllur
Knattspyrnumót 3. fl. kvenna
UMFG (2 lið), Keflavík, Haukar, Fjölnir,
Afturelding og Leiknir.
Kl. 15:00 Fiskmarkaðshúsið
Uppboð á glænýjum fiski fyrir almenning
HHHHHHHHHHH
Kl. 15:30 - 17:00 Þruman
Sklfuskrall fyrir börn 6 til 7 ára
Kl. 17:30 - 19:00 Þruman
. Skífuskrall fyrir börn 8 til 9 ára
Kl. 17:00 Verslunarmiðstöð
Lfnuskautakeppni, þrír aldurshópar
Kl. 20:30 Grindavíkurkirkja
Tónleikar barnakórs Tónlistarskóla Grindavíkur
Kl. 20:00 - 23:00 Þruman
Skífuskrall fyrir börn 10 til 13 ára
Frítt tjaldstæði og hjólhýsastæði
Veitingahúsin opin
og strætó gengur
um bæinn
og upp í Bláa lón
á kvöldin
Öll dagskrá er háð breytingum og veðri