Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ1996 17 LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson 80 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Suðurlands Selfossi - 80 nemendur voru 655 nemendur stunduðu nám í skólans undir stjórn Jóns Inga brautskráðir frá Fjölbrautaskóla skólanum á vorönninni í dagskóla Sigurmundssonar en kórinn er nú Suðurlands laugardaginn 25. maí og 84 hófu nám í öldungadeild á söngferðalagi í suðurhérðuðum að viðstöddu fjölmenni að venju. skólans. Við athöfnina söng kór Þýskalands. Brynjubær brá sér í sveitina 150 ára verslunarafmæli Hátíðarhöld á Þórshöfn Flateyri - Þar eð sólin skein sínum hlýju geislum fannst Sigrúnu Magnúsdóttur kjörið að drífa kon- urnar í Brynjubæ með sér heim til sín að Kirkjubóli í Valþjófsdal og skoða kiðlingana þar sem þeir skjögruðu nýfæddir í túninu undir vökulu auga móður sinnar. Það ríkti miki) gleði og umhyggja þeg- ar þær héldu kiðlingunum að sér og hjöluðu við þá. Og þeir undu sér glaðir í fangi þeirra, í öruggu skjóli frá varginum honum krumma um stundarsakir. Morgunblaðið/Egill Egilsson Þórshöfn - Undirbúningur vegna verslunarafmælis Þórshafnar hef- ur staðið yfir hjá afmælisnefnd en á þessu ári eru liðin 150 ár síðan Þórshöfn fékk verslunarleyfi. Á tímum einokunarverslunar hér á landi voru aðeins nokkrar hafnir sem höfðu verslunarleyfi og var landinu skipt í verslunarsvæði. Landsmönnum var þá óheimilt að versla annars staðar en við þá höfn sem þeir tilheyrðu samkvæmt þeirri skiptingu. Verslunarleyfi Þórshafnar var staðfest fyrir 150 árum í framhaldi af því að einokun- arlögunum af aflétt á íslandi. Þessara tímamóta verður minnst í júlí og hef st dagskráin föstudags- kvöldið 19 .júlí n.k. Hátíðarhöldin verða á menningarlegum nótum og fram koma viðurkenndir lista- menn sem allir eiga ættir sínar að rekja hingað og er það fólk í leikl- ist, myndlist og á tónlistarsviði, s.s. Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari og Einar Kristján Ein- arsson, gítarleikari, Sveinn Guðna- son listmálari og leikararnir Arnar og Helga Jónsbörn og fleira lista- fólk. Leikfélagið á Þórshöfn verður með leikþátt sem byggður er á leikriti eftir heimamann og dans- leikur verður í félagsheimilinu Þórsveri. Siglingar og sjóstanga- veiði eru einnig á dagskránni, svo og útsýnis- og gönguferðir. Tívolí verður á staðnum svo börnin gleymast ekki. Burtfluttir Þórshafnarbúar hafa sýnt komandi afmælishátíð mikinn áhuga og ætla t.d. fullorðin ferm- ingar„börn" að grípa tækifærið og halda upp á fermingarafmælið hér á æskuslóðunum. Það eru því allar horfur á að margt verði um mann- inn í plássinu þessa helgi í júlí. Við tjaldstæðið verður komið upp aðstöðu fyrir ferðafólk og búa aðilar í ferðaþjónustu sig undir að taka á móti auknum fólksfjölda. Hótel Jórvík hér á Þórshöfn býður upp á mat og gistingu en í ná- grenni Þórshafnar er einnig ferða- þjónusta bænda en þar hafa hestar og önnur dýr mikið aðdráttarafl fyrir börnin. Ferðaþjónusta er starfrækt f Svalbarðsskóla og á Ytra-Álandi í Þistilfirði en í Skeggjastaðahreppi er einnig bændagisting á bænum Felli og er það ekki langur akstur frá Þórshöfn. Sundlaugin og heiti potturinn eru alltaf vinsæl, svo ekki sé minnst á Heilsuræktina, sem býður upp á ljósabekk, sauna- bað og líkamsræktartæki svo allir verða í fínu formi í fríinu. Það eru því ýmsir möguleikar í boði fyrir fólk sem hyggst sækja Þórshöfn heim á komandi afmælis- hátíð - og allir vona að verðurguð- irnir skarti sínu fegursta af tilefn- inu. ww SJOARINnl SIKATI MM BÝDUR YKKUR VELKOMIIU I FJORIÐ! m Bg H HTfc B WkW m máfm áP"* m jfj í GRIIUDAVÍK, BLÁA LÓMIÐ OG SELTJÖRIU }>ét0gkt*ám £ &&<&,, (immtuda^iuto ?ú. *uaí "9ö. Kl. 14:00 - 22:00 Sýningar í menningarmiðstöð og skóla opnar alla dagana Kl. 10:00 og kl. 14:00 Skemmtisigling og sjóstöng Hámark 10 manns í hverri ferð Kl. 14:00 Fyrirtækjakynningar Stakkavík, saltfiskverkun - Húsatóftir, saltfiskverkun Fiskanes, humarvinnsla - Gullvík, söltun á grásleppuhrognum Þorbjörn, netavinna og trolluppsetning Brunnar hf. fyrirtæki í stáliðnaði fyrir sjávarútveginn Krosshús, nótagerð og trollvinna Hitaveita Suðurnesja orkuverið opið Útsýnisflug með þyrlu - Gönguferðir Markaðstorgið opnar við Fiskmarkaðshúsið Bíla- og viðlegusýning við fþróttahúsið Hestaleiga og hestvagnsferð við Slökkvistöðina Sundlaugin opin - Bláa lónið opið Silungsveiði ( Seltjörn - Húsatóftagolfvöllur opinn Leiktæki fyrir börnin á skólalóðinní Kl. 14:00 -19:00 Jþróttavöllur Knattspyrnumót 3. fl'. kvenna UMFG (2 lið), Keflavík, Haukar, Fjölnir, Afturelding og Leiknir. Kl. 15:00 Fiskmarkaðshúsið Uppboð á glænýjum fiski fyrir almenning J J Kl. 15:30-17:00 Þruman Skífuskrall fyrir börn 6 til 7 ára Kl. 17:30 -19:00 Þruman - Skífuskrall fyrir börn 8 til 9 ára Kl. 17:00 Verslunarmiðstöð Línuskautakeppni, þrír aldurshópar Kl. 20:30 Grindavíkurkirkja Tónleikar barnakórs Tónlistarskóla Grindavíkur Kl. 20:00 - 23:00 Þruman Skífuskrall fyrir börn 10 til 13 ára Frítt tjaldstædi og hjólhýsastædi Útvarp Grindavík Fm 104,5 Veitingahúsin opin og strætó gengur um bæinn og upp / Bláa lón á kvöldin Öll dagskrá er háð breytingum og veðri Sjómannadagslcrá eins og þær gerast bestar úti á landi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.