Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 60
OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 HpVectfl PC <o> AS/400 Mikið úrval vidskiptahugbúnadar cO> NÝHERJI SK> MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK, SÍML 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Bensín lækkar um eina krónu OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu verð á bensíni um eina krónu lítrann í gær. Sama verð er á 95 og 98 okt- ana bensíni hjá Skeljungi, OLÍS og ESSO. Lækkunin er vegna lægra olíuverðs á heimsmarkaði. Verð á 95 oktana bensíni á þess- um stöðvum er nú 74,30 lítrinn og 79 kr. lítrinn af 98 oktana bensíni. Á sjálfsafgreiðslustöðvum Skelj- ungs er veittur 1,20 kr. afsláttur af lítranum. Á þremur stöðvum Skeljungs á höfuðborgarsvæðinu er sérstakt kynningarverð þar sem lítrinn af bensíni er tveimur krónum ódýrari en á stöðvum með fulla þjónustu. OLÍS býður á flestum stöðvum tveggja kr. afslátt ef viðskiptavinir dæla sjálfir bensíni á bíla sína. 5 kr. kynningarafsláttur er á nýrri stöð OLÍS á Sæbraut. Safnkorthafar hjá ESSO fá fastan 80 aura afslátt af hveijum lítra. Auk þess er einnar kr. afslátt- ur í sjálfsafgreiðslu. Einnig eru sér- stök tilboð af og til á ýmsum stöðv- um ESSO. Bjarni Bjarnason hjá Olíufélaginu hf. telur að enn frek- ari lækkanir geti orðið á bensíni hérlendis ef heimsmarkaðsverð heldur áfram að lækka. Morgunblaðið/Halldór Lang- tímavext- ir lækka ÁVÖXTUNARKRAFA 20 ára spari- skírteina lækkaði talsvert í útboði Lánasýslu ríkisins í gær og hélt krafan áfram að lækka á eftirmark- aði að útboðinu loknu. Fyrir útboðið var ávöxtunarkrafan 5,44% en hafði lækkað í 5,29% við lokun Verðbréfa- þings í gær. Hefur ávöxtunarkrafa bréfanna ekki verið lægri frá því að byijað var að bjóða þau út síðastlið- ið haust. Mikil eftirspurn var eftir 20 ára spariskírteinum í útboðinu í gær og bárust tilboð í bréf að verðmæti 2,2 milljarða króna. Hins vegar var að- eins um fjórðungi þeirra tekið og nam meðalávöxtun 5,38%. Reiknað með að vextir húsbréfa lækki í kjölfarið Vaxtalækkanirnar í gær eru m.a. raktar til fyrirhugaðrar innlausnar ríkissjóðs á þremur flokkum spari- skírteina frá 1986 og skiptiútboðsins sem fyrirhugað er til að fjármagna innlausnina. Reiknað er með að vaxtalækkanir á húsbréfum og hús- næðisbréfum kunni að fylgja í kjöl- farið. ■ Miklar vaxtalækkanir/B2 ------» ♦ ♦------- Einkaflygill Horowitz tekinn úr kassanum EINKAFLYGILL rússnesk- bandaríska píanóleikarans Vlad- imirs Horowitz er kominn til landsins og var í gær tekinn úr kassanum í Hljóðfæraverslun Leifs Magnússonar, þar sem flygillinn verður til sýnis. Horowitz tók flygilinn með sér í allar tónleikaferðir. Nótna- þyngdin er helmingi minni en á venjulegum Steinway-konsert- flygli sem gerir áslátt mun létt- ari. Verksmiðjurnar gáfu Horowitz og Wöndu Toscanini konu hans flygilinn í brúð- kaupsgjöf 1933 og þegar Horow- itz lést 1989 gaf ekkja hans verk- smiðjunum flygilinn aftur. Hljóð- færið hefur í þijú ár verið á sýningarferðalagi vítt og breitt um heiminn og kemur hingað frá Þýzkalandi. Islenskir píanóleik- arar munu leika á flygilinn með- an hann verður til sýnis. Vala slær Norð- urlandamet VALA Flosadóttir, fijálsíþróttakona úr ÍR, setti í gærkvöldi Islands- og Norðurlandamet í stangarstökki á alþjóðlegu fijálsíþróttamóti í Brat- islava í Slóvakíu. Vala stökk 4,06 metra en gamla metið, 3,81 metra, átti hún sjálf, setti það á Reykjavík- urleikunum á Laugardalsvelli í ágúst í fyrra. Þetta var fyrsta keppni Völu síðan í mars er hún varð Evrópumeistari innanhúss í Stokkhólmi, en þá stökk hún 4,16 metra. ■ Enn setur Vala met / C1 Samkeppnisstofnun skoðar markaðsaðstæður á fákeppnismörkuðum Byijað á flugrekstri og greiðslukortastarfsemi Skoðar „Nátt- úru íslands“ MARY Robinson, forseti Irlands, og Nicholas eiginmaður hennar heimsóttu Háskóla íslands og Kjarvalsstaði í gærmorgun. Hjón- in ræddu við lögfræðinema og á Kjarvalsstöðum skoðuðu þau sýn- inguna „Náttúra íslands." ■ Sérstakur áhugi/30 Víkinga-lottó 15 miiijóna miði seldur á Selfossi ÍSLENDINGUR var ásamt Norðmanni og Svía með allar sex aðaltölurnar réttar þegar dregið var í Víkingalottói í gær. Komu 15,2 milljónir króna í hlut hvers. Miðinn var seldur í Horninu á Selfossi. Þetta er í fjórða sinn síðan Víkingalottóið hóf göngu sína fyrir þremur árum að íslend- ingur hlýtur 1. vinning. SAMKEPPNISSTOFNUN hefur hafið athugun á tveimur fákeppnis- mörkuðum og standa vonir til að þeim Ijúki á þessu ári. Annars veg- ar er um að ræða athugun á flug- rekstrinum í landinu og tengdum mörkuðum í ferðaþjónustu og hins vegar starfsemi greiðslukortafyrir- tækja. í byijun síðasta árs gaf Sam- keppnisstofnun út skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í ís- lensku atvinnulífi. Þar komu fram skýr einkenni um fákeppni. I for- mála Georgs Ólafssonar, forstjóra Samkeppnisstofnunar, að skýrslu samkeppnisyfirvalda um starfið á síðasta ári kemur fram það álit að gefa þurfi meiri gaum að sam- keppnisstöðu á einokunar- og fá- keppnismörkuðum en unnt hafi ver- ið vegna anna við umfjöllun á að- sendum erindum. Fram kemur að þessi vinna sé nú hafin. Fákeppni á flutningamarkaði Athugun á flugmarkaðnum og greiðslukortastarfsemi stendur nú yfir. Georg Ólafsson segir að við gerð skýrslunnar um stjórnunar- og eignatengsl hafi komið fram að takmörkuð samkeppni hefði verið á flutningamarkaðnum á athugunar- tímanum, það er á árunum 1993 og 1994. Ákveðið hafi verið að byija á því að athuga flugreksturinn en hann fékk þá umsögn í skýrslu Samkeppnisstofnunar að eitt fyrir- tæki hefði afgerandi markaðsyfir- ráð sem byggist að hluta á opinber- um sérleyfum. Georg segir að þessi markaður verði kortlagður nánar með það í huga að gefa út leiðbeiningar um hvað væru góðir samkeppnishættir á markaðnum og hvernig komast mætti hjá misbeitingu gagnvart keppinautum í skjóli markaðsyfir- ráða. Flugreksturinn verður at- hugaður í tengslum við aðra skylda starfsemi í ferðaþjónustu, svo sem ferðaskrifstofur, bílaleigur og hótel. Athugunin á starfsemi greiðslu- kortafyrirtækja var ákveðin af sam- keppnisráði vegna umfjöllunar um kæru sem borist hafði. í skýrslu Samkeppnisstofnunar um stjórnun- ar- og eignatengsl kemur fram að stóru greiðslukortafyrirtækin eru bæði að stærstum hluta í eigu bank- anna, að vísu með mismunandi eignaraðild. í formála forstjóra Samkeppnis- stofnunar að ársskýrslu stofnunar- innar segir að vegna aukinna milli- ríkjaviðskipta sé vaxandi umræða á alþjóðavettvangi um þörf á sam- ræmingu samkeppnisreglna milli landa. Áhrifa hennar muni gæta hér. Markaðir í vernduðu umhverfi „Á þessu stigi er mikilvægt að greina milli fyrirtækja hér innan- lands sem starfa á fijálsum mark- aði og þurfa ein og óstudd að mæta erlendri samkeppni og þeirra fyrirtækja sem njóta verndar í ein- hveiju formi, t.d. í skjóli opinberrar aðstoðar, einangrunar landsins eða fámennis. Á þessa þætti þurfa sam- keppnisyfirvöld að leggja mat og beina kröftum sínum sérstaklega að þeim mörkuðum sem eru í vernd- uðu umhverfi,“ segir Georg Ólafs- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.