Morgunblaðið - 30.05.1996, Page 60
OPIN KERFI HF.
Sími: 567 1000
HpVectfl
PC
<o>
AS/400
Mikið úrval
vidskiptahugbúnadar
cO> NÝHERJI SK>
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK, SÍML 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Bensín
lækkar um
eina krónu
OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu verð á
bensíni um eina krónu lítrann í
gær. Sama verð er á 95 og 98 okt-
ana bensíni hjá Skeljungi, OLÍS og
ESSO. Lækkunin er vegna lægra
olíuverðs á heimsmarkaði.
Verð á 95 oktana bensíni á þess-
um stöðvum er nú 74,30 lítrinn og
79 kr. lítrinn af 98 oktana bensíni.
Á sjálfsafgreiðslustöðvum Skelj-
ungs er veittur 1,20 kr. afsláttur
af lítranum. Á þremur stöðvum
Skeljungs á höfuðborgarsvæðinu er
sérstakt kynningarverð þar sem
lítrinn af bensíni er tveimur krónum
ódýrari en á stöðvum með fulla
þjónustu.
OLÍS býður á flestum stöðvum
tveggja kr. afslátt ef viðskiptavinir
dæla sjálfir bensíni á bíla sína. 5
kr. kynningarafsláttur er á nýrri
stöð OLÍS á Sæbraut.
Safnkorthafar hjá ESSO fá
fastan 80 aura afslátt af hveijum
lítra. Auk þess er einnar kr. afslátt-
ur í sjálfsafgreiðslu. Einnig eru sér-
stök tilboð af og til á ýmsum stöðv-
um ESSO. Bjarni Bjarnason hjá
Olíufélaginu hf. telur að enn frek-
ari lækkanir geti orðið á bensíni
hérlendis ef heimsmarkaðsverð
heldur áfram að lækka.
Morgunblaðið/Halldór
Lang-
tímavext-
ir lækka
ÁVÖXTUNARKRAFA 20 ára spari-
skírteina lækkaði talsvert í útboði
Lánasýslu ríkisins í gær og hélt
krafan áfram að lækka á eftirmark-
aði að útboðinu loknu. Fyrir útboðið
var ávöxtunarkrafan 5,44% en hafði
lækkað í 5,29% við lokun Verðbréfa-
þings í gær. Hefur ávöxtunarkrafa
bréfanna ekki verið lægri frá því að
byijað var að bjóða þau út síðastlið-
ið haust.
Mikil eftirspurn var eftir 20 ára
spariskírteinum í útboðinu í gær og
bárust tilboð í bréf að verðmæti 2,2
milljarða króna. Hins vegar var að-
eins um fjórðungi þeirra tekið og
nam meðalávöxtun 5,38%.
Reiknað með að vextir
húsbréfa lækki í kjölfarið
Vaxtalækkanirnar í gær eru m.a.
raktar til fyrirhugaðrar innlausnar
ríkissjóðs á þremur flokkum spari-
skírteina frá 1986 og skiptiútboðsins
sem fyrirhugað er til að fjármagna
innlausnina. Reiknað er með að
vaxtalækkanir á húsbréfum og hús-
næðisbréfum kunni að fylgja í kjöl-
farið.
■ Miklar vaxtalækkanir/B2
------» ♦ ♦-------
Einkaflygill Horowitz
tekinn úr kassanum
EINKAFLYGILL rússnesk-
bandaríska píanóleikarans Vlad-
imirs Horowitz er kominn til
landsins og var í gær tekinn úr
kassanum í Hljóðfæraverslun
Leifs Magnússonar, þar sem
flygillinn verður til sýnis.
Horowitz tók flygilinn með sér
í allar tónleikaferðir. Nótna-
þyngdin er helmingi minni en á
venjulegum Steinway-konsert-
flygli sem gerir áslátt mun létt-
ari. Verksmiðjurnar gáfu
Horowitz og Wöndu Toscanini
konu hans flygilinn í brúð-
kaupsgjöf 1933 og þegar Horow-
itz lést 1989 gaf ekkja hans verk-
smiðjunum flygilinn aftur. Hljóð-
færið hefur í þijú ár verið á
sýningarferðalagi vítt og breitt
um heiminn og kemur hingað frá
Þýzkalandi. Islenskir píanóleik-
arar munu leika á flygilinn með-
an hann verður til sýnis.
Vala slær Norð-
urlandamet
VALA Flosadóttir, fijálsíþróttakona
úr ÍR, setti í gærkvöldi Islands- og
Norðurlandamet í stangarstökki á
alþjóðlegu fijálsíþróttamóti í Brat-
islava í Slóvakíu. Vala stökk 4,06
metra en gamla metið, 3,81 metra,
átti hún sjálf, setti það á Reykjavík-
urleikunum á Laugardalsvelli í ágúst
í fyrra.
Þetta var fyrsta keppni Völu síðan
í mars er hún varð Evrópumeistari
innanhúss í Stokkhólmi, en þá stökk
hún 4,16 metra.
■ Enn setur Vala met / C1
Samkeppnisstofnun skoðar markaðsaðstæður á fákeppnismörkuðum
Byijað á flugrekstri og
greiðslukortastarfsemi
Skoðar „Nátt-
úru íslands“
MARY Robinson, forseti Irlands,
og Nicholas eiginmaður hennar
heimsóttu Háskóla íslands og
Kjarvalsstaði í gærmorgun. Hjón-
in ræddu við lögfræðinema og á
Kjarvalsstöðum skoðuðu þau sýn-
inguna „Náttúra íslands."
■ Sérstakur áhugi/30
Víkinga-lottó
15 miiijóna
miði seldur
á Selfossi
ÍSLENDINGUR var ásamt
Norðmanni og Svía með allar
sex aðaltölurnar réttar þegar
dregið var í Víkingalottói í
gær. Komu 15,2 milljónir króna
í hlut hvers. Miðinn var seldur
í Horninu á Selfossi.
Þetta er í fjórða sinn síðan
Víkingalottóið hóf göngu sína
fyrir þremur árum að íslend-
ingur hlýtur 1. vinning.
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur
hafið athugun á tveimur fákeppnis-
mörkuðum og standa vonir til að
þeim Ijúki á þessu ári. Annars veg-
ar er um að ræða athugun á flug-
rekstrinum í landinu og tengdum
mörkuðum í ferðaþjónustu og hins
vegar starfsemi greiðslukortafyrir-
tækja.
í byijun síðasta árs gaf Sam-
keppnisstofnun út skýrslu um
stjórnunar- og eignatengsl í ís-
lensku atvinnulífi. Þar komu fram
skýr einkenni um fákeppni. I for-
mála Georgs Ólafssonar, forstjóra
Samkeppnisstofnunar, að skýrslu
samkeppnisyfirvalda um starfið á
síðasta ári kemur fram það álit að
gefa þurfi meiri gaum að sam-
keppnisstöðu á einokunar- og fá-
keppnismörkuðum en unnt hafi ver-
ið vegna anna við umfjöllun á að-
sendum erindum. Fram kemur að
þessi vinna sé nú hafin.
Fákeppni á
flutningamarkaði
Athugun á flugmarkaðnum og
greiðslukortastarfsemi stendur nú
yfir. Georg Ólafsson segir að við
gerð skýrslunnar um stjórnunar-
og eignatengsl hafi komið fram að
takmörkuð samkeppni hefði verið á
flutningamarkaðnum á athugunar-
tímanum, það er á árunum 1993
og 1994. Ákveðið hafi verið að byija
á því að athuga flugreksturinn en
hann fékk þá umsögn í skýrslu
Samkeppnisstofnunar að eitt fyrir-
tæki hefði afgerandi markaðsyfir-
ráð sem byggist að hluta á opinber-
um sérleyfum.
Georg segir að þessi markaður
verði kortlagður nánar með það í
huga að gefa út leiðbeiningar um
hvað væru góðir samkeppnishættir
á markaðnum og hvernig komast
mætti hjá misbeitingu gagnvart
keppinautum í skjóli markaðsyfir-
ráða. Flugreksturinn verður at-
hugaður í tengslum við aðra skylda
starfsemi í ferðaþjónustu, svo sem
ferðaskrifstofur, bílaleigur og hótel.
Athugunin á starfsemi greiðslu-
kortafyrirtækja var ákveðin af sam-
keppnisráði vegna umfjöllunar um
kæru sem borist hafði. í skýrslu
Samkeppnisstofnunar um stjórnun-
ar- og eignatengsl kemur fram að
stóru greiðslukortafyrirtækin eru
bæði að stærstum hluta í eigu bank-
anna, að vísu með mismunandi
eignaraðild.
í formála forstjóra Samkeppnis-
stofnunar að ársskýrslu stofnunar-
innar segir að vegna aukinna milli-
ríkjaviðskipta sé vaxandi umræða
á alþjóðavettvangi um þörf á sam-
ræmingu samkeppnisreglna milli
landa. Áhrifa hennar muni gæta
hér.
Markaðir í vernduðu
umhverfi
„Á þessu stigi er mikilvægt að
greina milli fyrirtækja hér innan-
lands sem starfa á fijálsum mark-
aði og þurfa ein og óstudd að
mæta erlendri samkeppni og þeirra
fyrirtækja sem njóta verndar í ein-
hveiju formi, t.d. í skjóli opinberrar
aðstoðar, einangrunar landsins eða
fámennis. Á þessa þætti þurfa sam-
keppnisyfirvöld að leggja mat og
beina kröftum sínum sérstaklega
að þeim mörkuðum sem eru í vernd-
uðu umhverfi,“ segir Georg Ólafs-
son.