Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Logsoðið á listasafni SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var í viðbragðsstöðu á Kjarvals- stöðum í gær þegar Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður var að vinna og selja upp eitt verka sinna sem verður á sýn- ingunni Náttúran í íslenskri myndlist er opnuð verður á Listahátíð í Reykjavík. Halldór bræddi hraungrýti með log- suðutækjum niður á gipsplötur sem síðan voru hengdar upp á vegg. Hluti verksins sést á bak við listamanninn. Mary Robin- son, forseti írlands, staldraði við á Kjarvalsstöðum í gær og fylgdist um stund með Halldóri að verki. Framhaldsskólafrum- varp orðið að lögnm ALÞINGI samþykkti í gær ný lög um framhaldsskóla með 36 atkvæðum þingmanna stjómarflokkanna og Ai- þýðuflokks en þingmenn hinna stjóm- arandstöðuflokkanna sátu hjá. Lögin miða að því að auka sjálf- stæði skólanna og styrkja stjóm þeirra. Lögð er megináhersla á starfs- nám og gert ráð fyrir mun virkari þátttöku atvinnulífs í tillögugerð og stefnumótun en nú er. Einnig er gert ráð fyrir aukinni verkaskiptingu milli framhaldsskóla. Miðað er við að árlegur starfstími nemenda í framhaldsskólum verði ekki styttri en 9 mánuðir, eins og nú er, og þar af skuli kennsludagar ekki vera færri en 145. Þetta felur í raun í sér fjölgun um 10 kennsludaga en próftími er jafnframt styttur. Bjöm Bjamason menntamálaráðherra lýsti þvi yfir við lokaumræðu um frum- varpið, að þessi breyting kæmi ekki Sjö daga átak gegn umferðar- slysum UMFERÐARRÁÐ, Fararheill og bif- reiðatryggingafélögin gangast fýrir sjö daga umferðarátaki í næstu viku sem hefst laugardaginn 1. júní. Markmiðið er . að vekja athygli al- mennings á fjölda umferðarslysa og tollinum sem þau taka. í frétt frá Umferðarráði segir að slysakostnaður í umferðinni sé 16,2-18,8 milljarðar króna, sem samsvarar tekjum þjóðar- innar af ferðaþjónustu og er þrefalt hærri upphæð en varið er til reksturs ríkisspítalanna, svo dæmi séu tekin. Átak Umferðarráðs og bifreiða- tryggingafélaganna hefst formiega með samkomu í Laugardal klukkan 14 á laugardag. Þar verður sýnt hvað verður um bíl sem lendir á steinvegg á 90 kílómetra hraða og hvemig fólki er náð úr stórskemmdum bíl. Einnig verður búnaður björgunarsveita til sýnis og veltibíllinn fer nokkra hringi til að sanna ágæti bílbelta. . Sjónvarpsstöðvamar sýna stuttan þátt laust fyrir klukkan 20 þessa viku til framkvæmda fyrr en á skólaárinu 1997-8 en frumvarpið á aðfaka gildi í ágúst, mánuði áður en skóiarnir taka til starfa. ' . - ■ Lagafrumvarpið var nokkuð gagn- rýnt af stjómarandstæðingum. Sig- ríður Jóhannesdóttir, Alþýðubanda- lagi, sagði við atkvæðagreiðsluna að fátt væri í frumvarpinu sem kæmi nemendum til góða eða bætti aðstöðu þeirra, það byði upp á aukna miðstýr- ingxi og drægi úr möguleikum kenn- ara til að hafa áhrif á stefnumótun . í menntamálum. Deilt um heimavistir Þingmenn stjórnarandstöðunnar lögðu fram nokkrar breytingartillögur fyrir 3. umræðu um frumvarpið en þær voru allar felldar, þar á meðal tillaga um að ríkið greiði áfram að fullu kostnað við byggingu heimavista en samkvæmt lagafrumvarpinu skipt- ist þessí kostnaður á milii. ríkis og sveitarfélaga, en gert er ráð fyrir að samið verði um livernig aúkinni kostnaðarþátttöku sveitarfélága yerði mætt. Nðkkrir stjómarþingmenn höfðu í ufnræðu lim frumvarpið lýst andstöðu við þetta, en þeir féllu frá andstöð- unni eftir að Björn Bjarnason lýsti. því yfir, að hann mundi gangast fyr- ir úttekt á þörf fyrir heimavistarrými við framhaldsskólana. Teknar yrðu upþ viðræður milli menntamálaráðu- néytisins og viðkomandi sveitárféiága vegna aukinnar hlutdeildar þeirra í kostnaði og þess hvemig sá munur yrði jafnaður. Alþingi samþykkti einnig í gær lög um kennara og skólastjórnendur grunnskóla, en samkvæmt þeim halda grunnskólakennarar þeim, réttindum sem þéir hafa þegar skólinn færist til sveitarfélaganna nú í ágúst. UMFERÐARRÁÐ, Fararheill og bifreiðatryggingafélögin standa fyrir átaki gegn umferðarslysum 1.-7. júní, sem kynnt var í húsnæði Króks í gær. þar sem greint verður frá hvemig gengið hefur að komast hjá_ slysum og óhöppum í umferðinni. Útvarps- stöðvar munu jafnframt fjalla um umferðina frá ýmsum hliðum þessa daga, en átakinu lýkur 7. júní. Þá verður minnisvarði um Karl Sighvats- son tónlistarmann, sem lést í umferð- arslysi á Suðurlandsvegi 2. júní 1991, afhjúpaður á sunnudag, skammt frá slysstað í grennd við skíðaskálann í Hveradölum. Fylgst verður með fjölda umferð- arslysa og reynt að meta hvort átak- ið og miðlun upplýsinga í kjölfar þess beri árangur og þá hvérsú mikinn; Samstarfíð markar upphaf umferðar- öryggisáætlunar tii 2001 og vonast þeir, sem standa að áætluninni, til þess að takist að vekja almenning og stjómvöld til vitundar um mikilvægi þess að taka sameiginiega á til þess að koma í veg fyrir umferðrslys, seg- ir loks í frétt frá Umferðarráði. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar Ástæðulaust að víkja fyrr en framboð lágu fyrir „EKKERT tilefni var til að víkja úr yfirkjörstjórn fyrr en það lá fyrir hverjir væru í framboði. Fram að þeim tíma var bara um að ræða fyrir- ætlanir manna um að fara í framboð og fráleitt að yfirkjörstjómarmaður víki sæti vegna slíkra hugleiðinga," segir Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. um þá gagnrýni Sigurðar G. Guðjóns- sonar hrl. í Morgunblaðinu i gær, að hann hafí ekki gert nokkrar athuga- semdir þegar meðmælendalistum vegna framboðs Ólafs Ragnars Grímssonar var skilað inn eða vottorð um þá gefíð út. Sigurður er umboðs- maður Olafs Ragnars gagnvart yfir- kjörstjóm. Jón Steinar segir að afskipti hans af meðmælendalistum frá Ólafí Ragn- ari hafi eingöngu verið með þeim hætti að gefa vottorð um að menn á listunum væru heimilisfastir í til- teknum kjördæmum og hefðu aldur til að kjósa á kjördegi. „Þegar kemur að framkvæmd kosninga eru störf yfirkjörstjómar allt annars eðlis. Þá Sigurður G. Guðjónsson vísar til stjón- sýslulaga um hugsanlegt ólögmæti aðgerða Jóns Steinars kann að þurfa að úrskurða um ýmis áiitaefni og framkvæmd kosning- anna, teija atkvæði og úrskurða um vafaatkvæði. Við slík störf reynir á hæfí nefndarmanna. Það er líka skrít- ið að Sigurður skuli í öðru orðinu segja að ég þurfí ekki að víkja en í hinu að ég hefði átt að gera það fyrr.“ Tilhæfulausar samsæriskenningar Sigurður G. Guðjónsson sagði það sína niðurstöðu að Jón Steinar hætti í yfírkjörstjóm til að geta beitt sér í þágu einhvers frambjóðanda. „Ég hef ekki látið uppi stuðning við neinn frambjóðanda og hef ekki í hyggju að gera það opinberlega. Það em hefðbundin viðbrögð manna að búa sér til einhverjar samsæriskenningar og ég get ekki sagt annað en að það er með öllu tilhæfulaust." Jón Steinar kveðst ekki átta sig á hvað Sigurður sé að fara, þegar hann segi ummæli um Ólaf Ragnar á mörk- um þess að vera lögleg. „Ég varð að skýra það út hvers vegna ég vík úr sæti mínu. Það er vissulega rétt hjá Sigurði að dómsmálin, sem ég fer yfir, eru öll skjalfest og ekkert nýtt á ferðinni, en þetta eru ástæður þess að ég vík. Aðalmálið fyrir Ólaf Ragn- ar Grímsson frambjóðanda er, að það er nóg af góðum mönnum til að fram- kvæma þessar kosningar. Hans hagsmunir eru fólgnir í því, að það sé gert af mönnum, sem hafa hlut- lausa stöðu gagnvart honum. Það er ég að tryggja með þessu.“ Sigurður G. Guðjónsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að með ummælum um hugsanlegt ólög- mæti aðgerða Jóns Steinars vísaði hann til stjómsýslulaga. „Jón Steinar vísar sjálfur til stjóm- sýslulaga til að styðja ákvörðun sína og ég geri slíkt hið sama,“ sagði Sig- urður. „Samkvæmt þeim lögum taka stjómvöld sínar ákvarðanir og kynna þær þeim sem málið varðar, áður en þær eru sendar til fjölmiðla. Það er heldur ekki siður stjómvalda, sem taka hlutverk sitt alvarlega, að hnýta í þann sem vanhæfíð beinist að, þeg- ar um slíkt er að ræða. Þá er tekið málefnalega á málum og persónuleg afstaða til viðkomandi aðila á ekki að endurspeglast í niðurstöðunum. Stjómsýsiulögin em réttarreglur framkvæmdavaldsins og eftir þeim verða þeir að fara sem ætla að beita þeim fyrir sig, eins og Jón Steinar gerir." - Vörugjald af bílum Flokkum fækkað ALÞINGI samþykkti í gær fmm- varp til laga um breytingu á lögum um vömgjald af ökutækjum. Sam- kvæmt lögunum fækkar vöm- gjaldsflokkum úr fjómm í þijá. Gjaldflokkamir miðast við sprengirými véla. í 1. gjaldflokk rúmast bflar með 0-1.600 rúm- sentimetra vélar sem bera 30% gjald, í 2. flokk 1.601-2.500 rúm- sentimetra vélar sem bera 40% gjald og í þriðja flokki vélar stærri en 2.500 rúmsentimetrar sem bera 65% gjald. Varamaður í yfirkiörstjórn Akveður sig* á morgun HARALDUR Blöndal hrl., 1. vara- maður í yfírkjörstjóm Reykjavíkur, segist ákveða það á fundi nefndar- innar á morgun hvort hann tekur sæti í kjörstjóminni. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., formaður yfír- kjörstjórnarinnar, ákvað í fyrra- dag, eins og kunnugt er, að víkja sæti úr kjörstjöminni vegna fram- boðs Ólafs Ragnats Grímssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.