Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ1996 43 MINNINGAR HALLGERÐUR LINDA PÁLMADÓTTIR T Hallgerður Linda Pálma- dóttir fæddist í Reykjavík 9. júlí 1949. Hún lést 12. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Fjóla Jóns- dóttir og Pálmi Jó- hannsson. Linda giftist Jó- hanni Guðjónssyni 16. desember 1972 og eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: 1) Hrefna Sig- urbjörg, f. 29. sept- ember 1972, í sambúð með Einari Olafi Matthíassyni. 2) Pálmi, f. 3. júlí 1974, unnusta Sjöfn Ólafsdóttir. 3) Þórey, f. 1. nóvember 1981. 4) Jóhann, f. 28. desember 1986. Útför Lindu fór fram frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 18. maí. Mig langar í örfáum orðum að minnast Hallgerðar Lindu Pálmadóttur. Linda, eins og við kölluðum hana, var móðir bestu vinkonu minnar. Ég kynntist Lindu fyrir um það bil 15 árum þegar ég og Hrefna dóttir hennar urðum vinkonur. Linda var alltaf eins og ein af okkur krökkunum og gat hún setið á spjalli um heima og geima tímun- um saman með okkur Hrefnu. Oftast var margt um manninn á heimili Jóa og Lindu því sjálf áttu þau fjögur börn og voru leikfélagar þeirra ávallt velkomnir í þeirra hús. Linda var há, grönn og dökk- hærð með blágrá augu. Hún var alla tíð mjög hlédræg kona og sótti lítið út fyrir fjölskylduna. Mér var hún alltaf góð. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þessari yndislegu konu og mun ævinlega muna hana eins og hún var. Elsku Jóhann, Hrefna, Pálmi, Þórey og Jóhann litli, sorg ykkar er mikil, en þið eigið góðar minn- mgar um yndislega eiginkonu og móður. Megi algóður guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu stund- um. Blessuð sé minning hennar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Heiða, Kristmann og Aníta Marý. FRIÐRIK GÍSLASON + Friðrik Gíslason fæddist í Hafnarfirði 5. nóvember 1964. Hann lést af' slysförum í Tælandi 26. apríl síðastliðinn og fór útförin fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 21. maí. Þegar Stefán sonur minn hringdi í mig um daginn og til- kynnti mér að Friðrik hefði beðið bana í hörmulegu slysi, varð mér orðfall. Fáum dögum áður hafði hann komið við hjá mér í kaffi- sopa, en tíminn var naumur og við ákváðum að hann kæmi seinna og við mundum eiga góða stund og ræða sameiginlegt áhugamál okk- ar, dulspekina. Ur þessu varð ekki þar sem hann kom ekki lifandi heim úr ferðalaginu sínu. Við kynntumst honum fyrir u.þ.b. 10-12 árum þegar Villi vin- ur okkar kom með hann hingað heim og kynnti hann fyrir okkur. Honum var vel tekið og tókst góð vinátta milli okkar, sem stendur enn, þótt Friðrik hafi farið í lengri ferð en til stóð. Við stöndum eftir slegin óhug því að fyrir nokkrum árum létust tveir aðrir ungir sam- eiginlegir vinir okkar í óhugnan- legu slysi og er þetta mikil blóð- taka af ekki stærri vinahóp. Friðrik var hæglátur maður, stór og stæðilegur, ljúfmenni mikið og gaman að tala við hann um áhuga- mál hans og fleira. Þar sem hann er farinn yfir í annan heim, skilur hann eftir skarð sem ekki verður fyllt og minningar sem enginn getur frá okkur tekið. Lífið var Friðriki dálítið erfitt PETUR PÉTURSSON + Pétur Pétursson stórkaup- maður fæddist í Reykjavík 1. október 1918. Hann lést í Landspítalanum 17. maí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 28. niaí. Pétur Pétursson móðurbróðir minn er látinn. Mín fyrstu kynni af honum, sem ég man eftir, voru áhrifamikil. Ég var drengstauli þegar hann kom á heimilið fær- andi hendi um páska. Við systkin- in fjögur fengum hvert sitt páska- eggið og það þori ég að fullyrða að stærri páskaegg hafa aldrei verið framleidd. Páskaeggin hans Péturs voru fast að því yfirnáttúru- leg og æ síðan hef ég fundið fyrir sérstakri orku í návist Péturs. Og mikilli velvild. Mitt fyrsta sumar- starf sem unglings var í heildversl- un Péturs við Suðurgötuna. Minni fyrstu launagreiðslu í lífinu tók ég við úr hendi Péturs frænda og ég man að mér þótti ekki aldeilis naumt skammtað. I gegnum tíðina hittumst við Pétur ekki eins oft og skyldleiki gaf tilefni til, en allt- af þegar við hittumst fannst mér að það væru að koma páskar. Eitt af síðustu verkum hans var einstaklega vel þegin gjafmildi og drengskapur í garð móður minnar, systur hans. Blessuð sé minning Péturs frænda míns. Og ef þú skyldir nú heyra í mér, Pétur minn, þá bið ég að heilsa ætt- mennum okkar. Einkum Jóni afa, stjúpföður þínum, í von um að ykkur auðnist að renna saman fyrir silung í Þingvallavatninu fyr- ir handan. Friðrik Þór Guðmundsson. Vorvörurnar streyma &b9& Dragtir, kjólar, blússur og pils. Odýr náttfatnaour Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 w LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 - sími 587 1960 stundum en hann stóð það allt af sér og kvartaði aldrei. Ég held að hann sé gömul sál, því hann hugsaði að mörgu leyti um dýpri málefni en ungt fólk á hans aldri gerði og hélt því áfram öll þau ár sem við þekktum hann. Þegar við lítum til baka og hugsum um Þór, Kidda og svo nú Friðrik, þökkum við fyrir þær stundir sem við áttum með þeim. Spumingin er ekki alltaf hve lengi hver ein- staklingur lifir hér, heldur hve mikið hann skilur eftir sig af góð- um minningum og gjörðum. Við sendum móður hans og öðr- um ástvinum okkar innilegustu samúð og biðjum Guð að gefa þeim styrk. Ókvíðinn er ég nú af því ég á þá trú miskunn Guðs sálu mína mun taka í vöktun sína. (H. Pétursson) Þóra, Stefán og Vilhjálmur. Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. '+WL* BORGAR APÓTEK Álftamýri 1-5 GRAFARVOGS APÓTEK Hverafold 1-5 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Borgar Apótek Morgunblaðið/Arn6r GUÐLAUGUR Sveinsson, vikumeistarinn í Sumarbridsi, var með- al þátttakenda í kjördæmamótinu um helgina. Hér tekur hann við sigurverðlaunum í 2. deild sem Kristján Kristjánsson, forseti Bridssambandsins, afhenti. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids 1996 SPILAMENNSKAN í Sumarbrids 1996 heldur áfram. Föstudaginn 24. maí spiluðu 20 pör tölvureiknaðan Mitchell-tvímenning með forgefnum spilum. Meðalskor var 216 og efstu pör urðu: NS Halldór M. Sverriss. - Páll Þór bergsson 266 Sigurður Ámundason - Jón Þór Karlsson 244 Magnús Sverrisson - Guðiaugur Sveinsson 243 AV Sveinn R. Þorvaidss. - Steinberg Ríkharðss. 280 Sigurjón Tryggvason - Pétur Sigurðsson 233 Kristín Þórarinsdóttir - Helga Bergmann 231 Á hvítasunnudag, 26. maí, mættu 10 pör til leiks. Spilaður var tölvu- reiknaður Howell-tvímenningur með forgefnum spilum. Meðalskor var 105 og efstu pör urðu: Þórður Sigfússon - Eggert Bergsson 126 Jacqui McGreal - Anna Guðlaug Nielsen 126 RúnarEinarsson-JónStefánsson 122 Guðlaugur varð fyrsti vikumeistarinn Mikil spenna var á sunnudag um það hvort Rúnari Einarssyni tækist að skjótast upp fyrir Guðlaug Sveins- son í keppninni um fyrsta vikumeist- aratitilinn. Að lokum fór þó svo að Guðlaugur hélt velli. Lokastaðan í fyrstu vikukeppninni varð þessi: Guðlaugur Sveinsson 56 Rúnar Einarsson 50 Halldór Már Sverrisson 4 0 Gylfí Baldursson 38 Magnús Sverrisson 38 Pétur Sigurðsson 33 Sigurður B. Þorsteinsson 32 Að launum hlýtur Guðlaugur glæsi- lega máltíð á veitingahúsinu Þrír frakkar hjá Úlfari. Spilamennska hefst kl. 19 sex daga vikunnar (ekki laugardaga) og er spil- að í húsnæði Bridssambandsins í Þönglabakka 1, 3. hæð. Keppnisstjór- ar eru Sveinn R. Eiríksson og Matthí- as G. Þorvaldsson og taka þerir vel á móti öllum spilurum. Reynt er að hjálpa til við myndun para. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Sunnudaginn 19. maí spiluðu 16 pör í einum riðli: Þorleifur Þórarinsson - Oliver Kristófersson 248 Lárus Arnórsson - Ásthildur Sigurgísladóttir 248 Ólafurlngvarsson-JóhannLútersson 246 . BaldurÁsgeirsson-MagnúsHalldórsson 243 Meðalskor 210 Fimmtudaginn 23. maí mættu 14 pör og spiluðu í einum riðli: Magnús Halldórsson - Ólafur Ingvarsson 204 Þórólfur Meyvantsson - Eyjólfur Halldórsson 192 Elín Jónsdóttir - Lilja Guðnadóttir 178 Sólveig Bjartmarz - Gunnar Bjartmarz 175 Meðalskor 156 t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útfór eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, VALGERÐAR MAGNÚSDÓTTUR, Reykjum í Lundarreykjadal. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi og Sjúkrahúss Akraness. Sigurður Ásgeirsson, Ásgeir Sigurðsson, Björg Sigurðardóttír, Sveinn J. Sveinsson, Freysteinn Sigurðsson, Ingibjörg S. Sveinsdóttir, Ingi Sigurðsson, Magnús Sigurðsson og barnaböm. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra SNÆLAUGS KR. STEFÁNSSONAR, Vanabyggð 2D, Akureyri. Margrét Sölvadóttir, Baldvina Snælaugsdóttir, Margrét Björk Jónsdóttir, Óli'na Snælaugsdóttir, Eggert Arason, Ólaf ía Halldoi sdóttii, Karólfna Stefánsdóttir og fjölskylda, Ráðhildur Stefánsdóttir og fjölskylda, Óskar Stefnnsson og fjölskylda, Anna Stefánsdóttir og fjölskylda, Sigrún Stefánsdóttir og fjölskylda, Kristt'n Stefánsdóttir og fjölskylda. Lokað eftir hádegi í dag, fimmtudaginn 30. maí, vegna útfarar INGVARS AGNARSSONAR, forstjóra. Barðinn, Skútuvogi 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.