Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ1996 47 FRETTIR ! < i i < Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson DALVAR kominn á hliðina og Daníel við það að falla á brautina. Fyrir mestu að Dalvar slapp heill fra þessu ÞEIR félagar hverfa í rykmökkinn enda sópuðu þeir brautina góðan spöl áður en þeir staðnæmdust. DALVAR var fh'ótur að spretta á fætur en Daníel beið átekta meðan hann var að ná andanum eftir fallið. „ AÐALATRIÐIÐ er að Dalvar slapp heill fráþessu óhappi," sagði Daníel Jónsson sem keppti á hesti síiiiim Dalvari frá Hrappsstöðum í úrslitakeppni alhliða gæðinga hjá hestamanna- félaginu Fáki á annan í hvíta- sunnu. Þegar kom að lokaatriði keppninnar, skeiðinu, vildi það óhapp til að Dalvar, sem kominn var á mikla siglingu, missti ann- an framfótinn og stakkst á haus- inn í orðsins fyllstu merkingu og Daníel að sjálfsögðu með. Virtist í fyrstu sem stórslys hafi orðið, klárinn spratt þó ftjótlega á fætur en Daníel lá hreyfingarlaus eftir. „Ég missti andann við fallið og ákvað að hreyfa mig ekki fyrr en það væri komið í lag," segir Daníel sem er sjálfur hruflaður nokkuð víða um likamann og gengur hál skakkur þessa dagana en segist verða fjjótur að jafna sig. Aðspurður hvað hefði ollið því að Dalvar féll, segist Daníel helst halda að hann hafi runið ásteini.„Hann er á plastbotnum og hallast ég helst að því að hann hafi runnið til á plastinu. Það er alveg klárt að hann hef- ur ekki gripið fram á sig því ekkert sér á fótunum. Eg hef ekki orðið var við neinar veilur í fótum á þessum hesti og þykir mér því ólíklegt að ástæðan geti verið af þeim sökum. Dalvar er með einhverja alsterkustu fætur af þeim hestum sem ég hef haft undir höndum. En í þessu sam- bandi er líka rétt að það komi fram að yfirlagið á Asavelli þar sem keppnin fór fram er alls ekki gott, það vita allir sem vitfa vita og að mínu mati löngu orð- ið tímabært að endurnýja það. Með þessu er ég þó ekki að full- yrða að það sé eingöngu ástæð- an fyrir þessu falli," sagði Daní- el ennfremur. Dalvar fær nú viku frí, segir Daníel, en þá tekur við undir- búningur fyrir fjórðungsmótið sem haldið verður á Gaddstaða- flötum við Hellu í júlí. „Stefnan er sett á sigur í A-flokki gæð- inga. Ég tók mikla áhættu þegar ég mætti með hann hjá Fáki á móti þessum graðhestum því hann var ekki í sínu albesta formi, sjálfur haf ði ég ekki sest nema svona fimm sinnum á hann í allan vetur en faðir minn og systir hafa séð um að þjálfa hann. Nú verða hlutirnir teknir föstum tökum og get ég lofað því að við mætum tvíefldir til leiks á Gaddstaðaflötum," segir Daníel og bætir við að hann lofi því að keppinautarnir þar skuli fá að hafa fyrir sigrinum takist þeim á annað borð að hafa þá félaga undir. Sýknaður eftir að vitni dró fyrri framburð til baka 37 ÁRA gamall maður, sem dæmd- ur hafði verið í 5 mánaða fangelsi fyrir kynferðislega áreitni við tvo 12 ára gamla drengi, hefur verið sýknaður af öllum sakargiftum. Hæstiréttur vísaði dómi yfir mann- inum heim í hérað að nýju í nóvem- ber sl. og tók Héraðsdómur Suður- lands það að nýju til meðferðar. Sakfellingin var upphaflega byggð á framburði drengjanna tveggja og þriðja jafnaldra þeirra. Eftir að fyrri dómurinn var kveðinn upp og maðurinn sakfelld- ur hafði sá piltur samband við verjanda mannsins og sagði að framburður sinn hefði verið rang- ur. Móðir piltsins taldi að hinn ákærði hefði borið á hann fé til að fá hann til að draga vitnisburð- inn til baka en pilturinn sagði það rangt og kvaðst hafa sjálfviljugur dregið fyrri vitnisburð til baka þar sem hann hefði séð eftir því að bera rangt á fyrri stigum málsins. í dóminum kemur fram að mað- urinn hafði allt frá upphafi neitað að hafa gerst sekur um það at- hæfi gagnvart drengjunum sem honum var gefið að sök. „Er frásögn ákærða af sam- skiptum hans og drengjanna í sjálfu sér ekki ótrúverðug. Af henni er hins vegar ljóst, að sam- skipti þessi hafa ekki í alla staði verið við hæfi. Þannig lét ákærði það átölulaust viðgangast að drengirnir viðhefðu kynferðislegar athafnir á heimili hans að honum viðstöddum. Er því áður lýst í hverju þetta atferli þeirra fólst," segir í sýknudómi Héraðsdóms Suðurlands. „Við sakarmat í máli þessu er óhjákvæmilegt að líta til þess að frásagnir [drengjanna tveggja] af kynferðislegum samskiptum þeirra og ákærða virðast í fyrstu hafa gengið út á það, að hann hafi sýnt þeim klámmyndir og hvatt þá til sjálfsfróunar. Samtal sem þeir áttu við bróður [annars þeirra] skömmu áður en kæra var lögð fram sýnist vera fyrsta vísbendingin um að þeim hafi verið misboðið af ákærða á annan hátt. Skýrsla var ekki tekin af bróðurnum þá, er málið sætti rannsókn hjá lögreglu, en hann var viðstaddur þegar dreng- irnir gáfu sínar skýrslur þar. Rýra þessir rannsóknarhættir mjög gildi vitnisburðar hans fyrir dómi. Að auki vekur sá undanfari kæru sem hér er lýst vissar efasemdir um réttmæti sakargifta á hendur ákærða. í sama farveg hnígur nú framburður piltsins [sem dró fyrri vitnisburð sinn til baka], en sé tek- . ið mið af honum fær frásögn [ann- ars piltanna] um hinar meintu sak- ir ákærða ekki staðist að öllu leyti." „Þá þykir nokkru varða við sak- armat nú að skýrsla var ekki tekin af stjúpföður [annars piltanna] en eftir því sem best verður séð hafði hann umtalsverð afskipti af málinu áður en lögreglurannsókn í því hófst," segir í dóminum. \ Þá segir að drengirnir tveir hafi staðfastlega borið á þann veg við rannsókn málsins að ákærði hafi viðhaft þá háttsemi gagnvart þeim sem honum er gefin að sök í ákæru. Sá framburður, ásamt sakargögn- um að öðru leyti er hins vegar ekki til þess fallinn að vega á móti þeim vafa sem að mati dóms- ins er um sök ákærða og meðal annars er fólginn í því sem að framan er rakið. Þykir þannig ekki vera komin fram um sekt ákærða nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rök- um," segir í dóminum. Maðurinn var því sýknaður og kostnaður vegna málsvarnarlauna verjanda hans, Gísla Gíslasonar, hdl., var felldur á ríkissjóð. Norna- veiðar - myndir vantaði MORGÚNBLAÐIÐ birti í gær svargrein Alberts Tómassonar, fyrrverandi flugstjóra, við grein Sigurðar Benediktssonar (23. maí sl.) um „réttmæti snertilendingar á vatni í æfingaskyni fyrir hugs- ánlega nauðlendingu, á litlum eins hreyfils flugvélum". Tvær myndir, sem áður höfðu birzt með grein Sigurðar, áttu að fylgja svargrein Alberts, enda skýra þær að hluta til texta henn- ar. Vegna mistaka varð svo ekki. Velvirðingar er beðizt á þessum mistökum og myndirnar tvær fylgja hér með. Sú fyrri er af Jodel-flugvél sem strýkur vatnið. Hin síðari af álft (mynd: Hjálmar Bárðarson) „með fætur á vatn- inu". JODEL-FLUGVEL strýkur vatnið en vængir eru á flugi. SUMARBUÐIRNAR í Kaldárseli. Stúlknaflokkur í Kaldárseli ÁLFT lendir á vatni (með fætur á vatninu). MYNDBANDAGERÐ, varðeld- ur, gönguferðir, íþróttir, ævin- týraleikir og fræðsla um kristna trú og Biblíuna. Þessi atriði verða m.a. á sérstökum fimm daga flokki fyrir 12-15 ára stúlkur í sumarbúðum í Kaldár- seli, sunnan Hafnarfjarðar, 14.-19. ágúst í sumar og stend- ur skráning nú yfir. Verð fyrir flokkinn er 10.000 kr. Dvalarflbkkur þessi er nýjung í starf i sumarbúðanna. Auk þess sem fyrr er talið má búast við nætursprelli og ýmsum óvæntum uppákomum þessa fimm daga. Sumarbúðir KFUM og KFUK í Kaldárseli hafa starfað í 70 ár og grundvallast starfsemin á boðskap Biblíunnar. Daglega er því veitt fræðsla um kristna trú og bænir. Skráning fer fram á skrif- stofu KFUM og KFUK, Holta- vegi 28 í Reykjavík, kl. 8-16 virka daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.