Morgunblaðið - 30.05.1996, Síða 25

Morgunblaðið - 30.05.1996, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FIMMTUDAGUR 30. MAÍ1996 2 5 Genf. Reuter. SKELFILEGT ástand blasir við í stórborgum á næstu öld vegna mannfjölgunar ef stjórnvöld grípa ekki til aðgerða til að skapa fleiri störf, að sögn Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar (ILO). Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinn- ar sem birt var á þriðjudag. Þar segir að þrátt fyrir að ástandið sé verst í þróunarlöndun- um sé einnig hætta á ferðum í borgum iðnríkja á borð við Banda- ríkin og löndum Evrópusambands- ins. „Arið 2000 mun helmingur mannkyns búa og starfa í borgum, og mest fjölgun verður í borgum þróunarlandanna," sagði Kather- ine Hagen, aðstoðarframkvæmda- stjóri ILO er skýrslan var kynnt. „Þetta fólk þarf á störfum að þátta og aukinn vopnaburður, ráði ríkjum. I skýrslunni segir að atvinnu- leysi aukist sífellt og að árið 2025 verði um 1,2 milljarðar manna án vinnu til viðbótar við það sem nú er, en árið 1990 lifðu um 400 milljónir manna í fátsekt og án vinnu. Skýrsla stofnunarinnar minnir á varnaðarorð margra hag- fræðinga um að ekki megi láta markaðsöflin ein ráða ferðinni við atvinnusköpun. falli og minna lýsingarnar á fjöl- Skýrsluhöfundar minna ennfrem- margar kvikmyndir og vísinda- ur á að um miðja öldina hafí einung- skáldsögur um sama efni. í skýrsl- is New York og London náð 10 unni segir að eingöngu með því milljónum íbúa. Nú séu þær borgir að veita fólki vinnu verði komist fjórtán, þar af tíu í þróunarlöndum. hjá yfirfullum stórborgum þar sem Arið 2015 geti „risaborgimar" verið hungur, sjúkdómar, glæpirogvan- orðnar 27 og um 80% allra íbúa næring, svo og aðskilnaður kyn- þeirra muni búa í þróunarlöndum. Vara við skelf ing-arástandi í stórborgum halda, eigi borgirnar að þróast sem miðstöðvar efnahagslegra tæki- færa og siðmenningar, fremur en aðsetur ójafnræðis og ömurleika," sagði Hagen. I skýrslunni er dregin 'upp afar dökk mynd af því hvernig ástand- ið í stórborgum getur orðið í versta BBC gagn- rýnt fyrir skortá þjóðrækni London. Reuter. STJÓRNENDUR breska ríkisút- varpsins, BBC, hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að ætla að nota söng Evrópusambandsins, „Óðinn til gleðinnar" eftir Ludvig van Beethoven, sem kynningarstef í útsendingum frá Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu, sem hefst 8. júní, í stað breskrar tónsmíðar. Bretum er mjög uppsigað við allt, sem kemur frá meginlandi Evrópu, um þessar mundir vegna banns Evrópusambandsins við út- flutningi á nautgripaafurðum í kjöl- far kúariðumálsins. Akvörðun BBC hefur orðið sem olía á þann eld. Menntamálaráðherra Bretlands, Gillian Shephard, sagði um helgina að sér þætti þessi ákvörðun ótrúleg og formaður íhaldsflokksins, Brian Mawhinney, kvað undarlegt að BBC gæti ekki stutt við bakið á bresku liðunum með breskri tón- list. John Butcher, þingmaður íhaldsflokksins, kvaðst hafa krafið BBC skýringa: „Enginn neitar því að Beethoven var gott tónskáld, en að velja þýskt verk sem einkennis- stef okkar keppni er ótrúlegt." Reiði Breta í kúariðumálinu hef- ur beinst sérstaklega gegn Þjóð- veijum og í skoðanakönnun kváð- ust 47% Breta vilja hefna með því að banna þýskan innflutning. Því má bæta við að 15 af hund- raði breskra kvenna ætla að ferð- ast úr landi meðan á keppninni stendur, að sögn ferðaskrifstofa. Breskir stjórnmálamenn hafa ekki enn vænt þær um skort á þjóð- rækni. PETUNl Mjög harðgerð síblómstrandi sumarblom á stjúpuverði. 10 stk. í bakka á aðeins Valdatafl í Úkraínu Nýr forsæt- isráðherra tilnefndur Stórblómstrandi Petúníur Kíev. Reuter. LEONÍD Kútsjma, forseti Úkra- ínu, tilnefndi á þriðjudag Pavlo Lazarenko til að gegna embætti forsætisráðherra í stað Jevhens Martsjúks sem var rekinn á mánu- dag. Lazarenko var áður fyrsti aðstoðarforsætisráðherra. Kútsjma sakaði Martsjúk um að huga meira að eigin valdabraski en efnahagsstjórn. Samskipti þeirra höfðu farið mjög versnandi síðustu mánuði og segja heimildar- menn að forsetinn hafi litið á Mart- sjúk, sem nú verður þingmaður á ný, sem líklegan keppinaut. Lazarenko er 43 ára gamall. Hann er menntaður í landbúnaðar- fræðum og var áður æðsti embætt- ismaður í Dnépropetrovsk-héraði en þaðan er Kútsjma og Lazarenko er dyggur stuðningsmaður hans. Er Lazarenko fimmti forsætisráð- herra Úkraínu frá því að landið varð sjálfstætt 1991. Hægt hefur gengið að koma á umbótum og lífs- kjör almennings eru mjög léleg. 10 smá- blómstrandi Petúníur Milliflora (ísl. þýð. hundrað blóma)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.