Morgunblaðið - 12.06.1996, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 12.06.1996, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 45 Þemavika í Engjaskóla NEMENDUR í Engjaskóla í Grafarvogi notuðu síðustu viku maímánaðar í þema- vinnu. Þemaverkefnið á þessu fyrsta starfsári skólans var næsta nágrenni hans. Farið var í vettvangsferðir, s.s. að Korpúlfsstöðum, í Sorpu, styttugarðinn hans Hallsteins Sigurðssonar og fjaran var vandlega skoðiyi. I lokin var svo sýning á vinnu nemenda þar sem m.a. var sýnt líkan af Korpúlfsstöðum og styttugarði Hallsteins. LÍKAN af Korpúlfsstöðum. Athugasemd frá landbúnaðarráðuneytinu Matur og matgerð Ábætísréttir úr rabarbara * Eru Islendingar hættir að nota rabarbara, spyr Kristín Gestsdóttir, sem býr til gómsæta rétti úr honum. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá landbúnaðarráðu- neytinu: „Athugasemdir landbúnaðarráðu- neytisins vegna frétta og umfjöllun- ar í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 7. júní og í sjónvarpi og dagblöðum um malartöku í landi Krísuvíkur. Landbúnaðaráðuneytið vísar á bug fullyrðingum Lúðvíks Bergvinssonar alþingismanns um að ráðuneytið hafi hyglað gjaldþrota fyrirtæki með því að semja við annan aðila um mal- arnám í landi Krísuvíkur. Hið rétta er að ráðuneytið hafði gert samning um malartöku við Vatnsskarð hf. og rann sá samningur út 1. júlí 1995. Hinn 1. október sama ár var gerður nýr samningur við fyrirtækið Alex- ander Olafsson hf., sem tók á sig skyldur Vatnsskarðs hf. við ráðuneyt- ið um frágang malarnámanna og uppgjör fjárhagsskuldbindinga. Með þessu taldi ráðuneytið hagsmunum sínum best borgið. Ástæðan var sú að Vatnsskarð hf. hafði átt í erfiðleik- um með að standa skil á leigugreiðsl- um til ráðuneytisins og því taldi ráðu- neytið ekki rök til að endurnýja samn- inginn við Vatnsskarð hf. eða heimila fyrirtækinu áframhaldandi rétt til malartöku. Vatnsskarð hf. var úr- skurðað gjaldþrota 1. febrúar 1996, MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Landsbanka íslands: „Auglýsing Landsbanka fslands í Morgunblaðinu sl. laugardag, þar sem bankinn kynnti að hann muni taka forystu um að veija hagsmuni sparifjáreigenda vegna álaganingar skatta á sparifé, hefur vakið verð- skuldaða athygli. Hún hefur þó einnig að því er virðist valdið misskilningi hjá ein- hveijum. Þannig telur þingamður úr skattlagningarnefndinni að Landsbankinn hyggist greiða skatt- inn fyrir sparifjáreigendur með styrk frá ríkinu. Þetta er rangt. Bankinn fékk engan styrk en hinsvegar heim- ild til endurnýjunar hluta víkjandi láns sem hann hefur verið að greiða niður. Þetta er óskylt styrkveitingu og er ekki leið til að greiða niður sparifjárskatt. eða hálfu ári eftir að umsaminn samningstími rann út. í núgildandi samningi sem gerður var íjórum mánuðum fyrir gjaldþrot Vatns- skarðs hf. var sú skylda lögð á núver- andi rétthafa að tryggja skilvísar greiðslur ógreiddra leigugjalda og auk þess góða umgengni um náma- svæðið á sinn kostnað. Landbúnaðarráðuneytið getur ekki fylgst með uppsöfnun skulda hjá öllum þeim fyrirtækjum og ein- staklingum sem það skiptir við og ekki séð fyrir fram hvaða aðilar gætu hugsanlega orðið gjaldþrota í framtíðinni. Fyrstu upplýsingar til ráðuneyt- isins um gjaldþrot Vatnsskarðs hf. komu í bréfi frá Sýslumanninum í Hafnarfirði dags. 9. febrúar 1996, þar sem vakin er athygli á því að fyrirtækið hafi verið úrskurðað gjaldþrota 1. febrúar s.á., en réttur til malartöku í landi Krísuvíkur hafði þá um fjögurra mánaða skeið verið í höndum Alexanders Ólafssonar hf. og Vatnsskarð hf. því ekki lengur tengt ráðuneytinu. Það skal tekið fram að fyrirtæki það sem samið var við 1. október 1995 var stofnað tveim árum áður, eða í október 1993. Af þessu sést að fullyrðingar um að ráðuneytið Fram kom að Landsbankinn geti ekki breytt vöxtum með handafli. Það stendur ekki til. Ljóst er að skattlagn- ing sparifjár er aðgerð sem hefur áhrif til hækkunar markaðsvaxta í landinu. Það kom margsinnis fram í þinginu og þjóðfélaginu þegar fjár- magnstekjuskattur var til umræðu. Landsbankinn stendur vörð um hags- muni sparifjáreigenda. Varðandi lága ávöxtun bankanna á almennum sparisjóðsbókum er þess að geta að þær eru fyrst og fremst til þess falln- ar að nota sem veltufjárreikninga enda önnur innlánsform með hærri ávöxtun í boði varðandi allan annan sparnað. Kemur því nokkuð á óvart að fyrrverandi andstæðingur skatt- lagningar á sparifé sem nú stóð að tillögunum um skattlagninguna skuli með þessum hætti tala gegn hags- munum sparifjáreigenda." hafi flutt námuréttindi frá gjaldþrota fyrirtæki yfir á „nýja kennitölu" eru rangar. Varðandi samninga um malar- töku, þá segir í 1. gr. námulaga nr. 24/1973: „Landareign hverri, sem háð er einkaeignarrétti, fylgir réttur til hagnýtingar hvers konar jarð- efna, sem þar finnast í jörðu eða á, þó með þeim takmörkunum, sem lög þessi tilgreina." Þessi grein námulaga er lagastoð fyrir samning- um um malartöku ríkisins á jarð- eignum sínum sem og annarra land- eigenda. Samkvæmt 9. gr. reglugerðar nr. 96/1996 um Stjórnarráð Islands fer landbúnaðarráðuneytið með mál er varða þjóð- og kirkjujarðir. Við með- ferð ríkisjarða kemur ráðuneytið (jarðeignir ríkisins) fram f.h. rík- issjóðs sem landeigandi. Þannig er um ríkisjörðina Krísuvík. Ráðuneytið leigir flestar ríkisjarðir til búrekstrar en auk þess til margra annarra nota, þ.m.t. til beitar, skóg- ræktar og nýtingar jarðefna. Land- búnaðarráðuneytinu er heimilt að ráðstafa jarðefnum og öðrum hlunn- indum ríkisjarða, en ráðstöfun jarð- efna felur ekki í sér sérstakt náma- leyfi, sem áskilið er í Námulögum.“ Athugasemd frá fjármála- ráðherra MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Friðriki Sophussyni fjármálaráðherra: „I grein Vilhjálms Bjamasonar í Morgunblaðinu í gær kemur fram alvarlegur misskilningur varðandi fyrirhugaða skattlagningu vaxta- tekna af spariskírteinum ríkissjóðs sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Samkvæmt nýsamþykktum lögum er gert ráð fyrir að vaxtatekjur ein- staklinga verði skattskyldar frá og með næstu áramótum. Þetta þýðir að einungis þær vaxtatekjur sem verða til eftir gildistöku laganna verði skattskyldar. Vaxtatekjur sem falla til fyrir þennan tíma verða hins vegar ekki skattlagðar jafnvel þótt þær komi ekki til útborgunar fyrr en eftir gildistöku laganna." ÞEGAR ekið er um sveitir landsins á sumrin má víða sjá breiður af blómstrandi rabar- bara. Þetta var óþekkt sjón áður fyrr þegar ekki fengust ferskir ávextir og rabarbarinn var mikið nýttur, en við megum ekki gleyma honum þótt mikið fáist af ferskum ávöxtun, hann er kærkomin tilbreyting í fæðu okk- ar. Um daginn las ég í virtri bók að í rabarbara væri mikið af járni og kalki auk C-vítamíns, það vissi ég ekki. Nú hefur árað vel eink- um sunnanlands og margir eru farnir að taka upp rabarbarann sem er um þrem vikum fyrr á ferðinni en venju- lega og er jafnvel farin að blómstra. í nágrannalönd- um okkar er tals- vert borðað af rabartíara síðla vetrar og á vorin áður en ávaxta- uppskeran hefst. Bretar gera tals- vert af því að rækta rabarbara á útmánuðum í dimmum gróður- húsum, þá verður hann fölur á litinn og ekki eins súr. Þetta væri athug- andi fyrir íslenska gróðurhúsabænd- ur, þar sem hægt væri að rækta rabarbara á hinum dimmu vetrarmánuðum. Hér áður fyrr meðan ekki fengust ferskir ávextir borðuðu börn oft talsvert af hráum rabarbara, en það er ekki talið hollt auk þess sem eitthvað af blöðunum getur farið ofan í þau, en þau eru tals- vert eitruð. Rabarbari er súr og því getur verið gott að setja aðra ávexti saman við hann. Oftast eru það epli eða jarðarber, en ég bý til mjög ljúffengan ábætisrétt með rabarbara og banönum. Mjög gott er að sjóða svokallað rabarbara-kompot, sem ég hefi ekkert íslenskt nafn á. Þetta kompot má nota í ótal rétti. Kompot er ávextir, ber eða rabar- bari soðinn með sykri, en á ekki að fara í mauk. Ábætisréttur með hrísgijónum 1 dl lítil hrísgijón (grautargrjón) ____________4 dl nýmjólk________ ______‘A tsk. vanilludropar_____ ____________‘A tsk. salt________ ______ 1 stórt egg_________ ____________‘A msk. sykur_______ rifinn börkur af hálfri appelsínu 1 bolli rabarbarakompot, _________sjá hér að ofan smjör og rasp inn i skálina 1. Þvoið hrísgijónin og setjið í pott ásamt mjólk og sjóðið í 15 mínútur. Hrærið þá salt og van- illudropa út í og látið standa í lokuðum pottinum í 10 mínútur. 2. Hrærið eggið með sykri og rifnum appelsínuberki og setjið saman við grjónin. 3. Smyrjið eldfasta skál, strá- ið raspi inn í hana. Setjið graut- inn í skálina og 1 bolla af rabar- barakompot ofan á. 4. Hitið bakaraofn i 190°C, blástursofn í 170-180°C, setjið neðarlega í ofninn og bakið í 40 mínútur. * Rabarbarakompot _____500 g rabarbari_ 300 g flórsykur safi úr tveimur appelsínsum 1. Hreinsið rabarbarann og skerið í þykkar sneiðar. Notið ljósa hnúðinn neðst á honum með. Setjið í eldfasta skál með loki. Kreistið safann úr appelsín- unum og setjið út í ásamt flór- sykrinum. 2. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 180-190°C. Setjið í ofninn og bakið í 30 mínútur. Athugið: Þetta kompot geym- ist vel í kæliskáp. Ábætisréttur með banönum 1 bolli rabarbarakompot, sjá hér að ofan 5 stórir bananar þeyttur ijómi 1. Skerið bananana í frekar þykkar sneiðar og blandið saman við einn bolla af heitu rabarbara- kompoti. Setjið lok yfir skálina og látið standa þannig í 10 mínút- ur. Takið þá lokið af og kælið. 2. Þeytið ijómann. Skiptið kaldri rabarbara/bananablönd- unni í 6-8 skálar eða víð glös á fæti. Setjið ijómann ofan á. Ábætisréttur með búðingi 1 bréf möndlubúðingur (ég notaði Oetker) 2 dl rabarbarakompot 1. Sjóðið búðinginn skv. leið- j beiningum á pakkanum, setjið í skál. Kælið og hvolfið á fat. 2. Hellið 2 dl af heitu eða köldu rabarbarakompoti yfir. Berið j fram með þeyttum ijóma. Athugið: Gott er að rista sax- I aðar möndlur á þurri pönnu og strá yfir. Landsbanki Islands Bankinn fékk ekki styrk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.