Morgunblaðið - 07.07.1996, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ
6 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996
"" ERLENT
Afleiðingar stríðsins í Bosníu
Múslimar óttast
ítök mujaheddin
íslamskir heittrúarmenn láta sífellt meira
til sín taka í Bosníu.
RÁN á bosnískri unglings-
stúlku hefur orðið til
þess að minna múslima
á hvaða áhrif dvöl trú-
bræðra þeirra, sem börðust við hlið
þeirra í stríðinu, hefur haft á dag-
legt líf. Ætlun þeirra sem rændu
stúlkunni var að gifta hana muja-
heddin-manni sem barðist í Bosníu-
stríðinu. Hafa erfiðleikar við að
segja frá atburðinum í fréttum
glögglega sýnt þá hræðslu sem rík-
ir á meðal margra múslima við
heittrúaða.
Stúlkan sem um ræðir er
fimmtán ára, heitir Eldina Mes-
inovic og á heima í þorpi skammt
frá borginni Zenica í Mið-Bosníu
en þar náðu heittrúarmenn einna
mestri fótfestu í stríðinu. Eldina
var á leið heim úr skólanum dag
einn síðla í júní, er eldri kona kom
að máli við hana og bauð henni
inn í kaffi. Stúlkan drakk það og
segist þegar hafa fundið mikinn
þrýsting í höfðinu og að síðan
hafi henni sortnað fyrir augum.
Hún vaknaði á miðnætti í myrkv-
uðu herbergi, með mikinn höfuð-
verk.
Konan sem byrlaði Eldinu svefn-
lyf er ein örfárra heittrúaðra músl-
ima í þorpinu sem fjölskyldan býr
í. Telur faðir Eldinu að konunni
hafí verið greitt fyrir að útvega
mujaheddin-manninum brúði. Hef-
ur fjölskyldu stúlkunnar verið sagt
að hún hafí átt að verða önnur eig-
inkona mujaheddin-mannsins.
Ekki fyrsta ránið
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
stúlku af svæðinu er rænt í þessu
skyni en foreldrar Eldinu segja hins
vegar að ekki hafi verið sagt opin-
berlega frá slíkum málum fyrr en
nú. Fólk sé undir miklum þrýstingi
að segja ekki frá, þess séu dæmi
að menn hafí orðið fyrir barsmíðum
og hrækt sé á konur á götum úti
láti þær sjá sig í stuttum pilsum
eða þröngum buxum. Þá geti menn
ekki fengið sér bjórsopa í garðinum
sínum af ótta við að mujaheddin-
menn slái dósina úr höndum þeirra
og helli sér yfír þá.
Eldina slapp úr klóm nágranna-
konunnar en svo var þó ekki lögregl-
unni fyrir að þakka. Konan hafði
beðið þorpsklerkinn, imam, um að
koma í kring skyndigiftingu fyrir
stúlku sem hefði „náðst“. Klerkur-
inn lét fjölskylduna vita og réðist
faðir Eldinu til inngöngu á heimili
konunnar. Þá hafði hún verið sólar-
hring í haldi, enn undir áhrifum
lyfja og í svörtum skósíðum kufli.
Er fréttist að stúlkan væri laus
úr prísundinni, réðust fjórir æva-
reiðir mujaheddin-menn á föður
hennar og frænda, börðu þá og
skutu á hús fjölskyldunnar.
Reynt að þagga málið niður
Stúlkunni var rænt 21. júní, að-
eins fimm dögum áður en Banda-
ríkjamenn lýstu því yfir að „allir
útlendir herir“ væru á brott frá
Bosníu eins og gerð var krafa um
ÍSLAMSKIR vígamenn í Bosníu.
í Dayton-friðarsamkomulaginu.
Bosníska sjónvarpið og dagblöð þar
í landi hafa reynt að birta sögu
Eldinu en aðeins eina, ritskoðaða
útgáfu hefur borið fyrir augu al-
mennings. Ástæðan er þrýstingur
bosnískra stjórnvalda, sem vilja
ekki_ styggja heittrúaða.
„Ég barðist í fjögur ár undir
merkjum bosníska hersins en sagði
lögreglunni eftir ránið að ég sæi
eftir hveijum þeim degi sem ég
hefði verið i herklæðum í skotgröf-
unum,“ segir Fahruddin Mesinovic,
faðir Eldinu. „Þessir mujaheddin-
menn eiga fé og hafa völd og njóta
verndar yfirvalda. Við höfum ekki
þorað að senda dóttur okkar í skól-
ann eða fara út úr húsi frá því að
henni var rænt. Ég hef ekki farið
til vinnu, við eru fangar á heimili
okkar.“
Fæstir múslimar í Bosníu voru
Reuter
strangtrúaðir fyrir stríð, sérstak-
lega í borgunum en það hefur
breyst á þeim fjórum árum sem
barist var.
Fjöldi fólks úr þorpum og sveit-
um hefur flúið til borganna og
þúsundir heittrúaðra hermanna,
flestir frá Mið-Austurlöndum,
komu til landsins til að beijast við
hlið múslimanna. Þeir náðu víða
fótfestu og því fer íjarri að þeir
séu allir farnir frá Bosníu, þrátt
fyrir að Dayton-friðarsamkomu-
lagið kveði á um það.
„Hvað svo sem þeir gerðu fyrir
okkur í stríðinu, þá reyna þeir nú
að þröngva gildismati sínu og siðum
upp á okkur,“ segir Kasena, móðir
Eldinu. „Við erum múslimsk fjöl-
skylda, meiri múslimar en þeir eru...
Þeir eru mafíósar. Þeir búa á meðal
okkar en einangra sig. Hvaða sann-
ur múslimi myndi ræna bami?“
Fegrar
og bætir
O
garðinn
Þú færð allskonar grjót hjá
okkur, sand og sérstakan
sand í sandkassann.
Við mokum efninu á bíla eða
kerrur og afgreiðum það líka
í sterkum plastpokum, sem
þú getur sett í skottið á
bílnum þínum.
Simi: 577-2000
BJÖRGUN HF.
SÆVARHÖFÐA 33
Afgreiðslan er opin: Mánud. - fímmtud. 7.30 - 18.30,
föstud. 7.30 - 18.00, laugard. 8.00 - 17.00.
Opið í hádeginu nema á laugardögum.
Biskup gagnrýnir
siðferðishnignun
London. Reuter.
ERKIBISKUPINN af Kantaraborg
í Bretlandi gagnrýndi á föstudag
þá siðferðishnignun sem orðið
hefði, og sagði trú hafa verið gerða
að áhugamáli í landinu.
Dr. George Carey, leiðtogi
ensku biskupakirkjunnar og
þeirra 70 milljóna fólks sem til-
heyra henni um allan heim, sagði
að svo virtist sem fólki væri selt
sjálfdæmi í siðferðisefnum. „Það
er eins og maður eigi að bjarga
sér sjálfur. Við höfum glatað vit-
und um mun á réttu og röngu,“
sagði Carey í viðtali við breska
ríkisútvarpið, BBC.
í ræðu, sem Carey flutti í lá-
varðadeild breska þingsins um sið-
ferðilega velferð þjóðfélagsins
kvartaði hann yfir því, að Guð
hafi verið „gerður hornreka, sem
persónulegt áhugamál." Kirkju-
sókn í Bretlandi hefur minnkað
stöðugt frá aldamótum og sagði
Carey að mörgu fólki þætti nú
skammarlegt að tala um trúmál
og siðferði á opinberum vettvangi.
í niðurstöðum skoðanakönnun-
ar, sem breska dagblaðið The Da-
ily Telegraph birti á föstudag,
kemur fram að einungis fimmtung-
ur Breta telur að þjóðin sé sam-
stíga í siðferðisefnum, og hátt í
75 af hundraði töldu að einstakl-
ingar hefðu of mikið val í siðferðis-
efnum.
Carey hvatti til samstarfs for-
eldra og skóla, og milli kirkjunnar
og stjórnvalda. „Það væru mistök
ef út úr skólum landsins kæmi
fólk sem hefði kunnáttu og vilja
til þess að takast á við efnahags-
lega keppinauta okkar, en gæti
ekki komið saman heillegri setn-
ingu um merkingu og tilgang lífs-
ins eða hefði ekki hugmynd um
hvað það merkir að vera góður
þegn og siðaður einstaklingur.“
I grein í dagblaðinu The Daily
Telegraph sagði Carey að siðferði
skipti höfuðmáli í öllum þáttum
samfélagsins. Ef stjórnmálamenn
væru ekki ráðvandir og stæðu við
orð sín væri framtíð lýðræðis-
þjóðfélagsins ógnað. Það sama gilti
um kaupsýslu. „Án heiðarleika og
trúmennsku leysist kaupsýsla upp
í skipulagslausan bófahasar.“
5
*
O
CD
ui
Sjónvarpið mikil-
vægara en vatn
í FÁTÆKRAHVERFUM ind-
verskra stórborga á borð við Nýju-
Delhi og Kalkútta hefur sjónvarp
náð gífurlegum vinsældum. Félags-
fræðingar hafa komist að því, að
mörgum íbúanna þykir sjónvarp
vera mikilvægara en menntun,
matur og hreint vatn.
Indverski félagsfræðingurinn
Namita Unnikrishnan sagði í við-
tali við kanadíska dagblaðið The
Globe and Mail að þetta afgerandi
mikilvægi sjónvarpstækja ætti sér
engin fordæmi. Ástandið veldur fé-
lagsfræðingum og bamasálfræð-
ingum nokkrum áhyggjum.
Málsvarar sjónvarpsstöðva
segja, að þegar best láti geti sjón-
varp rofið fjötra stéttaskiptingar,
trúar og kynjamisréttis. Gagnrýn-
endur segja, að sjónvarpið hafi
orðið til þess, að fátækum Indveij-
um líði eins og útlendingum í eigin
landi.