Morgunblaðið - 07.07.1996, Side 8
8 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Rafmagnsbíll gefinn á Þjóðminjasafnið:
Án efa einn merkileg-
asti bíll aldarinnar
- segir Rósa Ingólfsdóttir sem mun sýna hann á handverkssýningu
' *HJI III
h°GrfuMD
ÞAÐ þarf ekki nema rétt að stinga honum í samband góði.
PHILIPS
Qlæáilegar
gjafir
hragð
óem
er aó!
Ef þú vilt gefa brúöhjónum
fallega og nytsamlega gjöf
þá eigum við PHILIPS
heimilistæki í miklu úrvali.
PHILIPS framleiðir
glæsileg heimilistæki, sem
þrýða hvert heimili.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500
Umboösmenn um land allt.
Hagstofur í markaðssókn
Gagnaöflun
og upplýs-
ingamiðlun
DAGANA 2.-5. júlí
hélt Hagstofa ís-
lands 5. ráð-
stefnu „Alþjóðasamtaka
um opinbera hagskýrslu-
gerð“, International
Association for Official
Statistics, í Reykjavík.
—Hverjir eru aðilar að
IAOS samtökunum?
„í samtökunum eru
framleiðendur og not-
endur hagskýrslna, bæði
stofnanir og einstakling-
ar. Flestir þátttakend-
urnir á ráðstefnunni
þengjast hagstofum
þeirra 36 ríkja sem áttu
fulltrúa á ráðstefnunni."
—Hvert var viðfangs-
efni ráðstefnunnar?
„Það skiptist í grófum
dráttum í tvennt. Fyrri
hluti ráðstefnunnar
beindist að gagnaöflun fyrir hag-
skýrslur. Sá síðari að miðlun hag-
skýrslu upplýsinga.
Hvað gagnaöflun snertir er
mjög áhugavert að nýta tölvu-
tækni í gagnaöflun frá fyrirtækj-
um án þess að þau þurfi að hafa
mikið fyrir því að veita upplýs-
ingar. Ennfremur er mikilvægt
að nýta stjórnsýsluskrár sem
mest.
I stað þess að senda út langa,
flókna spurningalista á pappír þá
er hægt að senda upplýsingar á
tölvutæku formi. Sumar hagstof-
ur eru bytjaðar að afhenda fyrir-
tækjum spurningapakka á diskl-
ingum sem þau fylla með upplýs-
ingum um fyrirtækið. Þetta þýðir
að ekki þarf að endurtaka neitt
og þau geta notað upplýsingarnar
í eigin viðskiptum. Hagstofa ís-
lands er að byija að beita þess-
ari vinnuaðferð varðandi launa-
skýrslur í samráði við kjararann-
sóknarnefndir aðila vinnumark-
aðarins og opinberra starfs-
manna.“
—Nú eru til ýmiss konar stjórn-
sýsluskrár, er ekki hægt að nýta
gögnin úr þeim í hagskýrslur?
„Stjórnsýsluskrár, s.s. þjóð-
skrá, fyrirtækjaskrár, skrár
skatta- og tollyfirvalda, eru mis-
góðar eftir þjóðfélögum. Norður-
löndin standa mjög framanlega
en þau eru nánast einu ríkin sem
hafa þjóðskrár og mörg ríki hafa
engar af þessum skrám og þurfa
því að gera viðamiklar kannanir
sem eru mjög tímafrekar, bæði
fyrir spyijendur og svarendur.
Auk þess er miklu ódýrara að
nota skrár en kannanir til að afla
gagna. Ríki sem hafa stjórnsýslu-
skrár geta einnig sam-
tengt gögn úr þeim og
könnunum við gerð
hagskýrslna og þannig
aukið bæði hagkvæmni
og afköst. Ásamt því
að vera áreiðanlegri og víðtækri
heldur en þær hagskýrslur þar
sem aðeins önnur aðferðin er
notuð.“
—Geta hagstofur ekki nýtt sér
alnetið í upplýsingamiðlun?
„Þrátt fyrir ótvíræða kosti al-
netsins hefur það ekki eingöngu
jákvæðar hliðar heldur fylgja því
ýmis vandamál. Alnetið gefur
mjög mikla möguleika á dreifingu
en á móti kemur, hveiju á að
dreifa og hvemig? Á að setja öll
gagnasöfnin inn á netið og veita
síðan almennan aðgang að því
eða á að selja aðgang og hvaða
Hallgrímur Snorrason
►Hallgrímur Snorrason er
fæddur 29. janúar 1947 í
Reykjavík. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum
í Reykjavík árið 1966, B.sc. í
hagfræði 1969 frá Edinborgar-
háskóla í Skotlandi og M.sc.
gráðu í hagfræði frá Lundar-
háskóla í Svíþjóð árið 1972.
Hallgrímur var hagfræðingur
hjá Þjóðhagsstofnun 1972 til
ársloka 1984 og hagstofustjóri
frá 1985. Hann sat í stjórn
IAOS 1991-93 og var forseti
samtakanna 1993-95. Hann er
kvæntur Þóru Gylfadóttur og
á 4 börn og 2 fóstursyni.
Upplýsingum
miðlað á
alnetinu
hætta felst í því? Það er ekki
hægt að setja hagskýrsluupplýs-
ingar inn á netið sem hægt er
að rekja til einstaklinga og ein-
stakra fyrirtækja. Aðalatriðið er
að það verður að móta stefnu i
þessum málum og það sem fyrst,
því margar hagstofur, m.a. sú
íslenska, eru nú þegar komnar
með upplýsingar á netið. Það er
að vísu misjafnt hversu langt
hagstofur hafa gengið í dreifing-
unni.“
—Hversu ítarlegar upplýsingar
er Hagstofa íslands með á alnet-
inu?
„Við höfum farið varlega í sak-
irnar og bjóðum frekar upp á
almennar upplýsingar um þjóðina
og hagkerfið hér heldur en að
vera með ítarlegar upplýsingar
um hagtölur. Á heimasíðu okkar
kemur fram hvar og hvemig
hægt er að nálgast frekari upp-
lýsingar sem við dreifum með
öðmm hætti.
-------- Við höfum hagnýtt
veraldarvefinn til að
dreifa upplýsingum um
ráðstefnuna og öllum
gögnum hennar. Þetta
er nýjung sem vakti
mikla ánægju og athygli ráð-
stefnugesta.“
—Eru hagstofur farnar út í
markaðssetningu?
„Hagstofur eiga að líta á þjóð-
ina sem þær þjóna sem markað
og einhveijar hagstofur hafa
skipulagt starfsemina þannig að
hún snúi að markaðnum og aukið
þannig tengslin við hann.
Við seljum okkar framleiðslu á
markaðnum. Þannig sjáum við
hvaða upplýsingar fyrirtæki og
stofnanir sækjast helst eftir og
getum því komið á móts við þarf-
ir markaðsins."