Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Unnið að fjölþættum framkvæmdum á vegum Landsvirkjunar í sumar Morgunblaöið/Golli VEGNA steypuskemmda hefur reynst nauðsynlegt að endurreisa stíflubrú við Búrfell. Samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar er þetta fremur óvenjulegt en steypa í mannvirkjum við Búrfell er að öðru leyti í góðu ástandi og íslensk. UNNIÐ ER að fjölþættum framkvæmdum við raf- orkukerfi Landsvirkj- unar um þessar mundir en markmiðið með þeim er að auka orkuvinnslugetu kerfísins, einkum til að anna eftirspurn sem eykst með stækkun álvers ÍSAL við Straumsvík. Meðal helstu framkvæmda sem eru í fullum gangi eru, að sögn starfsmanna á verkfræði- og framkvæmdasviði Landsvirkjunar, bygging fimmta áfanga Kvíslaveitu norðan Þóris- vatns, hækkun Blöndulóns, upp- setning nýrra vatnshjóla í Búrfells- virkjun, bygging fyrra áfanga á nýrri Kröflustöð, gagngerar endurbætur á Sogsvirkjunum og loks styrking orkuflutningskerfis- ins. Framkvæmdir við Kvíslaveitu, Blöndu, Búrfell og Kröflu auka orkugetu raforkukerfisins samtals um 665 gígawattstundir á ári (GWst/ári). Orkuþörf vegna stækkunar álvers ÍSAL hefur ver- ið metin 947 GWst/ári. Til þess að mæta því er gripið til fram- kvæmda til aukinnar orkufram- leiðslu en auk þess nýtist umfram- orka í raforkukerfi Landsvirkjunar í þessu skyni. Endumýjun í Sogs- stöðvum miðar að því að viðhalda orkugetu þeirra og við styrkingu orkuflutningskerfisins eykst flutn- ingsgetan umtalsvert. Heildar- kostnaður vegna framkvæmdanna nemur um fimm milljörðum króna og í öllum tilvikum er stefnt að verklokum á síðasta ársfjórðungi næsta árs, 1997. Kvíslaveita stærsta verkefnið Eitt stærsta einstaka verkefnið er bygging fimmta áfanga Kvísla- veitu en þegar hún er fullbúin eykst orkugeta Landsvirkjunar um 300 GWst/ári. Ingvar Björnsson deildarstjóri segir að þessi áfangi sé álíka stór og fjórir fyrstu áfang- arnir sem byggðir voru fyrir um 10 árum. Til samanburðar bendir hann á að Blönduvirkjun framleiði öll um 600 GWst/ári um þessar mundir. Þessi áfangi miðar að því að veita upptakakvíslum Þjórsár austan Hofsjökuls um núverandi Kvíslaveitu í Þórisvatn. Ingvar segir að Þjórsá verði stífluð með 600 m langri og allt að 15 m Orkuríkar framkvæmdir Miklar virkjana- og endumýjunarframkvæmdir standa nú yfír hjá Landsvirkjun. Framkvæmdir miða að því að auka orkuvinnslugetu raforkukerfisins um allt að 665 GWst/ári sem ásamt umframorku kerfísins nýtist til anna orkuþörf vegna stækkunar álvers ÍSAL. Þórmundur Jónatansson hefur tekið saman yfirlit yfir helstu fram- kvæmdir Landsvirkjunar á landinu en heildarkostnaður við þær nemur um fimm milljörðum króna. hárri stíflu og vatninu verði veitt úr lóninu, sem þannig myndast, um nær 2 km langan skurð í núverandi Kvíslaveitu. Verkið hófst í maí síðastliðnum og áætlað er að ljúka því haustið 1997. Heildarkostnaður er áætlaður um 1,1 milljarður króna'. Blöndulón hækkað um 4 metra Framkvæmdir við hækkun Blöndulóns hófust einnig í maí en með þeim verður orkugeta aukin um 160 GWst/ári. Ingvar segir að stíflan í Blöndu og yfir- fall við hana séu hækkuð um fjóra metra en með því móti eykst nýt- anlegt miðlunarrými úr 220 gíga- á vegum Landsvirkjunar Hækkun Blöndulóns +160 GWst/ári 180 millj.kr. Kvíslaveita 5. áfangi +300GWst/ári 1.100 millj.kr. Virkjun Kröflu lokið -1. áfangi +120 GWst/ári 700 millj.kr. Stækkun ISAL orkuþörf 947 GWst/ári Endurnýjun vélbúnaðar í Sogsvirkjun orkugetu viðhaldið 1.200 millj.kr. Búrfell-skipt um vatnshjól +85 GWst/ári 700 millj.kr. Brú endurreist 65 millj. kr. Vatnsaflstöð A Aðveitustöð O Gufuaflstöð Miðlunarlón Stóriðja lítrum í 400 Gl. Eftir hækkunina ) verður flatarmál lónsins um 572 k þegar það er fullt en er fyrir ’ hækkun var flatarmálið 39 km2. » Kostnaður við verkið er áætlaður 180 milljónir króna. Gísli Gíslason deildarstjóri segir að einn liður í uppbyggingu raf- orkukerfisins sé uppsetning nýrra vatnshjóla í öllum hverflum í Búr- fellsvirkjun. Þannig mun afl auk- ast úr 210 megawöttum í 270 MW. Gísli segir að þetta leiði af sér • aukningu í orkugetu sem nemur t 85 GWst/ári. Þetta verk mun ) kosta um 700 milljónir króna og stefnt er að því að framkvæmdum ljúki í árslok 1997. Virkjun Kröflu lokið Nýlega var ákvörðun tekin um að ljúka byggingu Kröflustöðvar i tveimur áföngum sem fullbúin eykur orkugetu um 240 GWst/ári. Fyrirhugað er að setja upp tvær vélar en samanlagt afl þeirra verð- ^ ur 30 MW. í fyrri áfanga sem ljúka P á í lok næsta árs verður 15 MW virkjuð en með því eykst orkugeta um 120 GWst/ári. Gísli segir að þessar framkvæmdir hafi verið hluti af virkjunaráætlunum Lands- virkjunar og Kröflustöð hafi verið hönnuð með þessa stækkun i huga. Kröflustöð verði þannig fullnýtt en ekki er þó hægt að fullyrða að Kröflusvæðið sé fullnýtt. Kostnað- ur við þennan fyrri áfanga loka- ) virkjunar Kröflu nemur um 700 milljónum króna. Endurnýjun í fyrsta sinn í því skyni að viðhalda orku- vinnslugetu þriggja virkjunar- stöðva í Sogsvirkjun eru hafnar gagngerar endurbætur á Ljósa- fossstöð, írafossstöð og Stein- | grímsstöð við Sogið. Gunnlaugur | Nielson yfirverkfræðingur segir í að þetta sé í fyrsta sinn í sögu * Landsvirkjunar sem gengið er í markvissa endurnýjun á búnaði og vélum virkjunar í eigu Lands- virkjunar. Virkjunarstöðvum hefur reglulega verið viðhaldið en gagn- gerar endurbætur aldrei gerðar. Stöðvarmannvirki eru allt að 60 ára gömul og segir Gunnlaugur að með endurbótunum sé stefnt að því að hægt verði að reka stöðv- I arnar með sama afli í önnur 40-50 ) ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.