Morgunblaðið - 07.07.1996, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 17
Morgunblaðið/Golli
RÁÐIST hefur verið í gagngerar endurbætur á mannvirkjum Sogsvirkjana og tækjabúnaður endurnýjaður.
FRÉTTIR
Evrópsk skjalamiðstöð við HÍ
Afstaða HÍ jákvæð
HÁSKÓLI íslands myndi taka já-
kvætt í að komið yrði upp evr-
ópskri skjalamiðstöð í tengslum við
hann, að sögn Sveinbjörns Björns-
sonar, háskólarektors, en ennþá
hefur þetta erindi ekki verið borið
upp við skólann.
Nýskipaður sendiherra Evrópu-
sambandsins á íslandi og í Noregi,
John Maddison, hefur mikinn áhuga
á að koma á fót evrópskri skjalamið-
stöð hér á landi. I slíkri miðstöð
væri meðal annars hægt að finna
alla opinbera útgáfu Evrópusam-
bandsins. Þetta kom fram í viðtali
við sendiherrann hér í blaðinu síð-
astliðinn fimmtudag.
Maddison segir að þegar séu
fimm evrópskar skjalamiðstöðvar í
Noregi og venjulega séu þær settar
upp í samstarfi við háskóla. í viðtal-
inu lýsir hann áhuga sínum á sam-
starfi við Háskóla íslands um að
setja á stofn slíka skjalamiðstöð.
Sveinbjörn Björnsson háskóla-
rektor segir að ekki hafi enn verið
haft samband við hann vegna máls-
ins en hann sjái ekki annað en að
háskólinn myndi vera jákvæður ef
sú hugmynd kæmi upp.
Framtíöaráform
Landsvirkjunar
vegna uppbygg-
ingar raforkukerf-
isins velta á eftir-
spurn orkukaup-
enda eftir orku
Flutningsgeta aukin
Mikilvægur þáttur í uppbygg-
ingu Landsvirkjunar er styrking
orkuflutningskerfisins. Gunnlaug-
ur segir að sett verði upp þétta-
virki í línum og spennustöðvum en
þessar framkvæmdir miði að því
að auka flutningsgetu í kerfinu.
Hann segir að hvorki sé með þessu
aukið afl né orkugeta heldur sé
stuðlað að því að tap orku við flutn-
ing hennar minnki.
Brú við Búrfell endurreist
Auk þessara stórframkvæmda
er unnið að nokkrum ólíkum við-
haldsverkefnum. Eitt af því sem
nauðsynlegt hefur reynst að gera
er að endurreisa brú við Búrfells-
virkjun. Ingvar Björnsson segir að
í ljós hafi komið að bitar í brú,
sem reist var um það leyti sem
Búrfellsvirkjun var tekin í notkun,
hafi verið farnir að gefa sig. Hann
segir að þetta hafi komið á óvart
en brúin hafí átt að standa traust
lengur.
Orsök þessa má hugsanlega
rekja til þess að í brúna voru
notaðir innfluttir steyptir bitar.
Þetta sé líklegra fyrir þær sakir
að steypa í Búrfellsvirkjun sé að
öðru leyti góð. Utan brúarbitanna
var sú steypa sem notuð var í
virkjunarmannvirki við Búrfell ein-
göngu íslensk. Ingvar segir að
steypa hafi hvergi gefið sig með
þessu móti í öðrum mannvirkjum
Landsvirkjunar. Kostnaður vegna
brúarsmíðinnar nemur um 65
milljónum króna.
Framtíílin óljós
Þremenningarnir segja erfitt að
segja nákvæmlega til um framtíð
raforkukerfisins og hver orkuþörf
verður í náinni framtíð. Áætlanir
breytist í takt við lögmál framboðs
og eftirspurnar og uppbygging
virkjana á íslandi miðist að sjálf-
sögðu við þarfír orkukaupenda.
Þó sé ljóst að margar stórfram-
kvæmdir séu á döfinni, m.a. bygg-
ing stíflu í Köldukvísl við Syðri-
Hágöngu og hjástíflu norðvestan
Syðri-Hágöngu sem myndar allt
um 40 ferkílómetra lón. Há-
göngumiðlun yrði um 385 gígalítr-
ar að stærð og með miðluninni
mun orkugeta raforkukerfisins
aukast um allt að 200 GWst/ári.
Skipulagsstjóri hefur úrskurðað
að fram þurfi að fara frekara mat
á umhverfisáhrifum vegna fram-
kvæmda við fyrirhugaða Há-
göngumiðlun. Þann úrskurð hefur
Landsvirkjun kært til umhverfis-
ráðherra. Áætlaður kostnaður við
miðlunina er um 1,2 milljarðar
króna.
...SIO
hvellir!
á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn í dag sunnudag kl.14:00
í tilefni af 70 ára afmæli Landhelgis-
gæslunnar verður í dag kl. 14:00 hleypt
af 7 skotum, einu fyrir hvern áratug
starfseminnar, úr einum af elstu munum
Gæslunnar, fallbyssu sem smíðuð var
árið 1892 og var lengi um borð í varð-
skipinu Ægi.
Strax að því loknu lenda tvær björgunar-
þyrlur Gæslunnar, nýja þyrlan TF-LÍF og
TF-SIF á Miðbakkanum.
liggja mun við Miðbakkann, til sýnis og
skoðunar fyrir almenning.
Örskammt frá, í Hafnarhúsinu, stendur
yfir sögusýning Landhelgisgæslunnar.
Þar er saga landhelgisgæslu við ísland
rakin í máli og myndum og með fjöl-
mörgum skemmtilegum munum.
Þorskastríðum og björgunaraðgerðum,
jafnt sem daglegum störfum Gæsluliða
í 70 ár eru gerð skil.
Frá klukkan 14:00 til 17:00 verða
þyrlurnar tvær, varðskipið Týr, sem
ALLIR VELKDMNIR, AÐGANGUR ÓKEYPIS!
Sýningin er opin kl. 14:00 -19:00 ávirkum
dögum og kl. 10:00 - 19:00 um helgar.
Landhelgisgæsla íslands
Athygll ehf.