Morgunblaðið - 07.07.1996, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYINIDIR
KVIKMYNDIR/STJÖRNUBÍÓ, Sambíóin og Borgarbíó á Akureyri hafa tekið til sýninga
nýjustu kvikmynd Jim Carrey. Hún heitir Algjör plága á íslensku en Cable Guy á fmmmálinu.
UPPHAFIÐ var það að Steven (Matthew Brod-
erick) fékk mann í heimsókn til að tengja fyrir sig
kapalsjónvarpið.
SJÓNVARPSMAÐURINN (Jim Carrey) gerist Al-
gjör plága og yfirtekur líf Stevens.
FORELDRAR Stevens falla fyrir fleðulátum manns-
ins sem kallar sig Chip Douglas og vita ekki að
góðsemi hans byggist á vafasömum hvötum.
BESTI
VTNUR
ALGJÖR plága fjallar um
Steven Kovacs (Matt-
hew Broderick) og
mann sem birtist einn
góðan veðurdag í íbúðinni hans
og heimtar að fá að vera besti
vinur hans, hvað sem það kostar.
Þetta hófst þegar Steven var
nýhættur með kærustunni sinni
og var að flytja í nýja íbúð. Hann
langaði til að fá sér áskriftarsjón-
varp og vinur hans benti honum
á heillaráð til að græða í þeim
viðskiptum. Ráðið er að bjóða
manninum sem kemur til að
tengja kapal áskriftarsjónvarpsins
upp á svört viðskipti. Hann fái
peninga og Steven í staðinn
ókeypis áskrift. En það er þegar
fundum Stevens og sendimanns
kapalsjónvarpsins (The Cable
Guy) ber saman sem örlög arki-
tektsins unga ráðast. Steven á
eftir að komast að því að það er
ekkert til sem heitir ókeypis
áskriftarsjónvarp.
Þessi náungi frá kapalsjónvarp-
inu er algjör plága. Hann vill enga
50 dollara, hann vill bara að þeir
Steven verði bestu vinir og í hans
huga er nei ekkert svar.
„í raun og veru er Steven
heppilegt fómarlamb fyrir klikkað
fólk af því að hann kann ekki að
segja nei,“ segir Jim Carrey, gam-
anmyndastjaman sem leikur titil-
hlutverk myndarinnar, manninn
sem yfirtekur líf Steven Kovacs.
„Margir eiga, eins og Steven, erf-
itt með að segja öðm fólki hvenær
það er að fara yfir mörkin sem
maður setur um sjálfan sig og inn
á manns eigið svæði og Steven
kann ekki heldur að standa með
sjálfum sér þannig að þegar hann
loksins segir nei, og setur mörk
þá hefur þessi náungi lag á að
spila með hann, snúa dæminu við
og halda uppi þrýstingi þangað til
Steven gefur eftir.“ Og ef Steven
gefur ekki eftir er ekki á góðu von.
En Steven er ekki bara í vand-
ræðum vegna þessa ofboðslega
almennilega nýja vinar sem hann
hefur eignast. Það bætist við að
fólkið sem hann hefur umgengist
og tengst nánustum böndum, t.d.
Robin fyrrverandi kærastan hans,
finnst nýi vinurinn ofboðslega
innilegur og góður náungi.
Foreldrar Stevens hrífast iíka
með og sér til ama og reiði sér
Steven að hann megnar ekki að
koma þeim í skilning um hvað það
eiginlega er sem getur verið at-
hugavert við það að eiga svona
góðan vin; einhvern sem vill bók-
staflega allt fyrir mann og með
manni gera.
En Rick, manninum sem var
besti vinur Stevens, áður en mað-
urinn með áskriftarsjónvarpið
kom til skjalanna, sárnar það hve
gjörsamlega honum hefur verið
hafnað. Hann fer að gangast fyr-
ir rannsókn á því hver hann sé í
raun og veru þessi maður sem
kallar sig stundum Chip Douglas.
Þá kemur ýmislegt í ljós og það
skýrist af hveiju Jim Carrey segir
að Algjör plága sé mynd sem sé
gerð í anda Hitchcock og Jerry
Lewis. Það er þó ekki vafi á að
áhrifin frá Jerry Lewis eru sterk-
ari og greinilegri.
Höfundur handrits Algjörrar
plágu heitir Lou Holtz og þetta
er fyrsta handrit hans serii fest
er á filmu. Fram til þess tíma
starfaði hann sem aðstoðarsak-
sóknari í Los Angeles borg og
skrifaði kvikmyndahandrit heima
hjá sér á kvöldin.
Hann hætti hjá saksóknara eft-
ir að framleiðendumir Andrew
Licht og Jeffrey A. Mueller, sem
síðast gerðu Waterworld, keyptu
af honum handritið. Þeir fengu
mann að nafni Judd Apatow til
liðs við sig, en hann er fomvinur
Ben Stillers, leikarans, sem sló í
gegn sem leikstjóri Reality Bites,
og einnig vinur Jim Carreys. Þeir
tveir kynntust við gerð sjónvarps-
þáttanna In Living Color, þar sem
Carrey sló upphaflega í gegn.
Apatow ákvað að leiða þá sam-
an, Carrey og Stiller, og fá þá til
að vinna saman að gerð Cable
Guy. Það var auðsótt mál að fá
Stiller en til að fá Jim Carrey í
titilhlutverkið þurfti að punga út
20 millj. bandaríkjadala, 1.360
milljónum íslenskra króna. Það
er hæsta fjárhæð sem kvikmynda-
leikari hefur fengið fyrir leik í
gamanmynd til þessa. Síðan sett-
ust Apatow, Stiller og Carrey nið-
ur og ræddu næstu skref.
„Við þrír komum okkur saman
um að grundvallarsálfræðin í
myndinni ætti að vera raunveru-
leg og f|'alla um þennan hræðilega
mann, sem er svo skelfílega með-
virkur og í svo mikilli þörf fyrir
ytri staðfestingu á sínu eigin ágæti
UPPGJÖR aðalpersónanna er í riddarastíl.
að hann veður á skítugum skónum
yfir tilfinningaleg mörk allra ann-
arra til þess að sækja sér þá stað-
festingu," segir Ben Stiller. „En
af því að Jim Carrey er í aðalhíut-
verki þá er þessi náungi samt á
einhvem hátt viðkunnanlegur,
jafnvel þegar stjómleysið er al-
gjört, vegna þess að við vitum að
í raun og vera er hann bara að
leita sér að vini.“
Stiller segist líka hafa lagt
áherslu á að í Cable Guy væri Jim
Carrey að taka þátt í sömu mynd
og allir aðrir. Þess vegna þurfti
að fínstilla fíflaskapinn sem ein-
kenndi Ace Ventura, Mask og
Dumb and Dumber án þess þó að
hörðustu aðdáendur þeirra mynda
yrðu fyrir of miklum vonbrigðum.
Að sjálfsögðu var þó ekki gengið
of langt að þessu leyti.
Jim Carrey er sjálfum sér líkast-
ur í tveimur óborganlegum senum
í myndinni. I annarri leikur hann
körfubolta upp á líf og dauða af
slíkri ákefð að önnur eins harka
sést ekki einu sinni þegar Dennis
Rodman og Charles Barkley mæt-
ast undir körfunni. .
Þá hermir hann á ógleymanleg-
an hátt eftir Grace Slick, söngkonu
hljómsveitarinnar Jefferson Air-
plane þegar hann syngur lagið
Somebody to Love á þann hátt sem
honum einum allra núlifandi
manna væri lagið.
Eins er uppgjör aðalmannanna
ógleymanlegt í lok myndarinnar
og greinilegt að þá er áskriftar-
sjónvarpskallinn ekki með mörk
ímyndunar og raunveruleika alveg
á hreinu.
í hlutverki Stevens Kovacs er
Matthew Broderick, sem varð
sennilega frægastur fyrir leik í
Ferris Bueller’s Day Off en hefur
síðan m.a. leikið í Biloxi Blues,
Glory, War Games, Family Busi-
ness og Freshman. Matthew Brod-
erick hefur mest leikið á sviði und-
anfarin ár og hann hlaut t.d. Tony
verðlaunin, eftirsóttustu verðlaun
bandarískra sviðsleikara, sl, ár.
Foreldra Stevens leika gamla
brýnið George Segal og Diane
Baker og fyrram unnustuna leikur
Lesle Mann. Meðal þeirra sem
koma fram í smáum gestahlut-
verkum í myndinni era svo Eric
Roberts, Janeane Garofalo, Tabit-
ha Soren úr MTV og sjónvarps-
þáttastjórinn Conan O’Brien.
Cable Guy var framsýnd vest-
anhafs í júnímánuði og hefur náð
talsverðum vinsældum þar eins og
við er að búast þegar mynd með
Jim Carrey er annars vegar. Þessi
Kanadamaður er á fáeinum áram
orðinn að sannkallaðri stofnun í
skemmtanaiðnaðinum vestanhafs
og honum gengur allt í haginn.
Honum skaut upp á stjörnuhim-
ininn eins og fyrir tilviljun þegar
fyrri myndin um gæludýraspæjar-
ann Ace Ventura náði gífurlegum
vinsældum. Síðan hefur hann gert
fjórar myndir og allar eiga þær
sameiginlegt að hafa rofið þann
100 milljóna bandaríkjadala múr
sem skilur milli stórmynda og
sæmilega vinsælla mynda. Allt
bendir til að Cable Guy muni einn-
ig skila sér í stórmyndaflokkinn.