Morgunblaðið - 07.07.1996, Side 43

Morgunblaðið - 07.07.1996, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 43 FÓLK í FRÉTTUM Vel heppnuð tónleika- ferð ► GRADUALEKÓR Langholts- kirkju fór í tónleikaferð til Fær- eyja og Danmerkur í júní. Siglt var með feijunni Norrænu. Is- lensk þjóðlög voru áberandi á tónleikum kórsins en á efnisskrá eru bæði veraldleg og trúarleg lög. Sungið var á tólf tónleikum, meðal annars í Fuglafjarðar- kirkju í Færeyjum og í Tívolí í Kaupmannahöfn. Kórmeðlimir söfnuðu fyrir ferðinni sjálfir að fullu fyrir utan 4.000 krónur sem fóru til kaupa á sokkabuxum fyrir með- limi og sjóveikiböndum sem lítið komu að gagni að því er þær Arný Ingvarsdóttir, Guðríður Þóra Gísladóttir og Lovísa Arnadóttir tjáðu blaðamanni Morgunblaðsins þegar hann hitti þær og stjórnanda kórsins Jón Stefánsson að máli. „Við sungum ekki bara á tónleikun- um heldur alls staðar þar sem við fórum. Jafnt í verslanamið- stöðvum sem og í skipinu á leið- inni,“ sögðu þær. Þær sögðust hafa fengið góðar móttökur hvarvetna þó einstaka sinnum hafi stúlkur á stöðunum sem kórinn heimsótti sýnt óánægju sína með „innrásina" frá íslandi en stúlkur eru í meirihluta í kórnum, 42 á móti tveimur strákum. Dagskráin var þétt- JÓN Stefánsson sker grindaspik ofaní kórfélaga. skipuð allan tímann og aðeins var einn frídagur. Hann var meðal annars nýttur til að sjá uppfærslu á óperunni Albert Herring eftir Benjamin Britten í Konunglegu óperunni í Kaup- mannahöfn. Meðlimir skiptust á um að skrifa dagbók og hér á eftir birtist hluti úr henni eftir þær Hrafnhildi G. Kvaran og Hildi Guðnýju Asgeirsdóttur. Föstudagurinn 14. júní 1996 Við vöknuðum klukkan átta með fiðring í maganum því stóri dagurinn var runninn upp. í dag átti að fara í Tívolí. Rétt eftir morgunmat fór Óli trommusnill- ingur að reyna hæfileika sína við trommurnar. Ekki voru allir jafnsáttir við þá útkomu því einn kennarinn kom niður þegar snill- ingurinn skrapp frá og húð- skammaði Jónsa í staðinn. Klukkan ellefu lögðum við af stað að skoða containers ’96 safn- ið, hafmeyjuna og vaktaskipti lífvarða (Irottningarinnar á með- an aðrir meðlimir kórsins sungu í beinni útsendingu í útvarpinu. Það heppnaðist eftir aðstæðum. Klukkan fjögur hittust allir fyrir utan Tívolí og klukkutíma síðar var sungið á Plænen í ljósasjói. Klukkan sjö fékk kórinn sér dýr- indismat á veitingastað og eftir það voru öll tæki tívolísins undir- lögð af hressum Gradualingum. Klukkan tólf fóru flest allir heim í háttinn fyrir utan „samtök 78“ og „samtök 79“ sem skemmtu sér langt fram á nótt á Coconut - Beach bar. KÓRINN á sviðinu í Tivolí í Kaupmannahöfn. Utsala - útsalð 1D-S07- afslátlnr Kápur—heitsársúlpDr—sumarúlpQr Opnum kl. 8.00 mánudag. Mörhin B—sími S88 SS18 • Bílaslæði vifl öDflarvegginn • Vorum að taka upp míkíð af fallegum dressum. afsláttur af buxum, bolum og blússum, út næstu víku. EDDUFELLI 2. SÍMI 557 1730. fyrir alvöru kom (MÍstyD Óðinsgötii 2, sttni 551 3577 ALVÖRU Líttu í gluggann. Módel sýnir sund- fatnað frá Roidal milli kl. 13 og 18 næstu daga. Pentium 100MHZ 100MhZ Intel örgjörvi 8mb innra minni 14" lággelsla litaskjár 1280mb harður cjiskur Plug & Play Blos . PCI gagnabrautir Windows 95 lyklaborð Mús Cirrus Logic* Skjákort imb 3.5” disklingadrif (öTíraöa^geisÍadrif) Microsoft Windows 95 UPPSETT B(16( bita’ hljóðkÖftl [ -}2 5 w .hátala r a r:l Http://www.mmedia.is/bttolvur - Grensásvegur 3 - Sími: 5885900 -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.