Morgunblaðið - 12.07.1996, Síða 6

Morgunblaðið - 12.07.1996, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Kerfisverkfræðistofa Verkfræði- stofnunar Háskóla íslands Ratsjárfiuggagna- hermir seldur til Tékklands FLUGLEIÐSÖGUÞJÓNUSTA Tékk- lands hefur fest kaup á fullkomnum ratsjárfluggagnahermi, AMELIA, sem Kerfísverkfræðistofa Verk- fræðistofnunar Háskóla íslands hef- ur hannað og þróað, en ratsjárflug- gagnahermirinn er sá eini sinnar tegundar í heiminum. Kaupsamning- urinn var undirritaður í gær, og er þetta í fyrsta sinn sem Kerfisverk- fræðistofa HÍ selur íslenskt hátækn- itölvukerfi til erlends aðila. Talið er að salan á ratsjárfluggagnahermin- um til Tékklands geti auðveldað sölu á honum til annarra Evrópulanda og víðar um heim. Ratsjárfluggagnahermir er full- kominn hátækni tölvuhugbúnaður sem hermir eftir ratsjárgögnum og eru það aðallega upplýsingar sem ratsjár fá um ferðir og staðsetningu flugvéla á lofti en einnig er hægt að líkja eftir flugi flugvélanna sjálfra. Ratsjárfluggagnahermir Kerfís- verkfræðistofu HÍ hefur verið í þróun um nokkurra ára skeið, en hann var upphaflega hannaður sem þjálfunar- hermir fyrir flugumferðarstjóra í samvinnu við Flugmálastjórn. Síðar var hermirinn þróaður sem fullkom- inn ratsjárfluggagnahermir til að prófa nýtt ratsjárgagnavinnslukerfi Flugmálastjórnar, sem einnig var samvinnuverkefni Kerfísverkfræði- stofu HÍ og Flugmálastjórnar. Flug- málastjórn hefur einnig notað rat- sjárfluggagnaherminn til að kanna kostnað og hagkvæmni á ýmsum möguleikum í sambandi við flugum- ferðarstjórn á N-Atlantshafi. Flugleiðsöguþjónusta Tékklands er sjálfstætt fyrirtæki sem nýlega var aðskilið frá Flugmálastjórninni þar í landi, og hyggst hið nýja fyrir- tæki nota tölvuhermi Kerfísverk- fræðistofu HÍ til að prófa nýtt rat- sjárgagnavinnslukerfi frá franska rafeindafyrirtækinu Thompson-CSF. Vegna legu Tékklands í miðri Evrópu er mikil flugumferð yfír landinu. Á síðastliðnu ári fóru tæplega 195 þús- und flugvélar um flugstjórnarsvæði Tékklands og spáð er 9% aukningu, sem er 4% meira en spá Alþjóðaflug- málastofnunarinnar fyrir þennan heimshluta gerir ráð fyrir. Morgunblaðið/Halldór PETR Materna, forstjóri Flugleiðsöguþjónustu Tékklands, Anna Soffía Hauksdóttir, forstöðumaður Kerfisverkfræðistofu HÍ, og Þorsteinn Ingi Sigfússon, framkvæmdasijóri Verkfræðistofnun- ar HÍ, við undirritun samnings um kaup Flugleiðsöguþjónustu Tékklands á ratsjárfluggagnahermi sem Kerfisverkfræðistofa Verkfræðistofnunar HÍ hefur hannað og þróað. FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX Lélegri vertíð að ljúka m GRÁSLEPPUVERTÍÐINNI er nú að ljúka. Veið- in má standa til 20. júlí alls staðar við landið nema við innanverðan Breiðafjörð. Þar má veiða til 10. ágúst. Aflabrögð hafa verið léleg og víða hafa trillukarlar hætt veiðum fyrir allnokkru. Það eru aðeins hrognin sem hirt eru úr gráslepp- unni og alls hafa náðst um 8.000 tunnur. I meðal- ári er aflinn hins vegar um 13.000 tunnur. Það vantar því mikið upp á að meðalári sé náð. Reynd- ar hefur verið þokkaleg veiði við Breiðafjörðinn að undanförnu, en það dugir skammt. Það hefur því líklega verið oft sem aflinn hefur verið treg- ur, jafnvel ekki nema einn fiskur. Rafmagnsstj óri segir fjármál Rafmagnsveitu Reykjavíkur valda nokkrum áhyggjum Óvíðunandi afkoma að óbreyttu afgjaldi Stjórnarformaður segir RR geta staðið undir afgjöldum „FJÁRMÁL fyrirtækisins valda nokkrum áhyggjum. Hið háa af- gjald ársins 1995 var lækkað við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1996. Áð óbreyttu afgjaldi til borg- arsjóðs næstu ár og án sérstakra annarra aðgerða yrði afkoma næstu ára ekki viðunandi. Batnandi af- koma Landsvirkjunar kann hins vegar að breyta þessari mynd. Fleira þarf þó að koma til,“ segir Aðalsteinn Guðjohnsen, rafmagns- stjóri, í nýútkominni ársskýrslu Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Áðal- steinn segir að handbært fé fyrir- tækisins hafi verið 420 milljónir í byrjun þessa árs, en verði 330 millj- ónir í árslok. Að öllu óbreyttu verði handbært fé 195 milljónir í lok næsta árs og neikvætt í árslok 1998. „Eins og fram kemur í ársskýrsl- unni var afkoma fyrirtækisins á síðasta ári sæmilega viðunandi, en að öllu óbreyttu, þar á meðal af- gjaldi, stefnir í mjög erfiða stöðu,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Morg- unblaðið. „Afgjaldið er aðeins ákveðið til eins árs í senn, en okkur mundi reynast erfitt að halda í horf- inu ef við þyrftum að greiða 480 milljóna afgjald á næstu árum.“ Verður vonandi lækkað Aðalsteinn sagði að hann vonaði að afgjaldið yrði lækkað við gerð fjárhagsáætlunar borgarinnar í haust. Ef svo færi að það héldist hátt þyrfti eitthvað annað að koma á móti. „Hagur Landsvirkjunar fer batnandi og tveir þriðju hlutar eig- infjár Rafmagnsveitu Reykjavíkur eru bundnir í því fyrirtæki. Ef Landsvirkjun greiddi Rafmagns- veitunni verulegan arð myndi stað- an að sjálfsögðu breytast.“ Aðalsteinn sagði að hafa þyrfti í huga, að framkvæmdaáætlanir RR gætu raskast og þar með af- koman, þrátt fyrir að ávallt væri reynt að hafa borð fyrir báru í þeim áætjunum. „í þessari umræðu um afgjald vil ég benda á, að borgaryfirvöld hafa hækkað afgjaldið jafnt og þétt. Það tók stökk árið 1988 og hefur verið hátt og vaxandi síðan. Árið 1995 kom svo annað stórt stökk, en afgjaldið lækkaði á ný í ár. Af- gjaldið er auðvitað arðgreiðsla fyr- irtækisins til eiganda síns, en ef það verður mjög hátt vekur það upp spurningar um hvar skilin eru milli eðlilegrar arðgreiðslu og skatt- heimtu að hluta til.“ Gjaldskrárhækkun eða lántaka? Aðspurður hvað væri til ráða ef engar forsendur breyttust í rekstr- inum svaraði Aðalsteinn að einhvers konar samdráttur yrði skoðaður, en að auki hlyti að verða gripið til gjaldskrárhækkana eða lántöku. „Hvoruga leiðina kæri ég mig um að fara og ég held að borgaryfir- völd séu á sama máli. Lántaka er bannorð hjá mér og því aðeins af- sakanleg að unnið sé að sérstökum stórframkvæmdum, sem síðar skila arði.“ Aðspurður sagði Aðalsteinn að ef litið væri á hátt afgjald sem skattheimtu að hluta og gjaldskráin hækkuð til að mæta þeim útgjöld- um, kynnu aðrir viðskiptavinir Raf- magnsveitu Reykjavíkur en Reyk- víkingar að hugsa sinn gang. Gjald- skrárhækkun gæti til dæmis verið Kópavogsbúum þyrnir í augum, ef þeir greiddu hærra verð fyrir raf- magnið vegna „skattheimtu" af þessu tagi. Aðspurður hve hátt afgjaldið mætti vera, svo Rafmagnsveitan stæði vel að vígi, kvaðst Aðalsteinn ekki vilja svara, því upphæð af- gjaldsins. væri í raun pólitísk ákvörðun. „Við gerð fjárhagsáætl- unar næsta árs vil ég hins vegar sjá þetta gjald lækkað, sé þess nokkur kostur,“ sagði rafmagns- stjóri. Afgjald Rafmagnsveitu Reykja- víkur var 595 milljónir árið 1995, en var lækkað á þessu ári í 483 milljónir. Alfreð Þorsteinsson, for- maður stjórnar veitustofnana borg- arinnar, telur Rafmagnsveituna geta staðið undir þessum afgjöldum og segir að miðað við fyrstu fimm mánuði ársins stefni nú í að afkoma Rafmagnsveitunnar verði betri í ár en í fyrra. í ræðu stjórnarformannsins á fundi borgarstjórnar fyrir skömmu sagði hann að athugasemdir um að of há afgjöld hefðu neikvæð áhrif á handbært fé veitustofnana kæmu honum spánskt fyrir sjónir. Sú spurning vaknaði, hvað þessi fyrir- tæki þyrftu mikið handbært fé um áramót. „Rafmagnsveitan hefur haldið því fram að hún þyrfti að hafa 500 milljónir. Hvað hefur Raf- magnsveitan að gera við 500 millj- ónir í kassa um áramót eftir að hafa greitt sínar skuldir, til dæmis gagnvart Landsvirkjun? Ég held að Rafmagnsveitunni dygði fullkom- lega að hafa um 200 milljónir," sagði Alfreð. Hann benti jafnframt á, að á síð- asta kjörtímabili hefði borgarstjórn verið sammála um að eðlilegt væri að veitufyrirtæki borgarinnar greiddu sem næmi 4% af hreinni endurmetinni eign í arð til borgar- sjóðs. Ef þeirri reglu væri fylgt greiddu veitufyrirtækin um 1.280 milljónir, en greiða nú aðeins hærri upphæð. Þar munaði þó ekki miklu og ef um einkafyrirtæki væri að ræða væru kröfurnar töluvert meiri. Alfreð ítrekaði að veitufyrirtækjun- um hefði verið gert að leita leiða til að spara í rekstri og það hefði t.d. skilað sér í samstarfi í inn- heimtu, útboðum o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.