Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ________________________LISTIR_______________________ íslendinga sögur og orðstöðulykill í rafrænni útgáfu Morgunblaðið/Árni Sæberg AÐSTANDENDUR nýja geisladisksins með íslendinga sögum og orðstöðulykli ásamt forseta íslands. Frá vinstri: Halldór Guðmunds- son, frú Vigdís Finnbogadóttir, Axel Gunnlaugsson, Sigurður Svavarsson, Eiríkur Rögnvaldsson, Guðrún Ingólfsdóttir, Bragi Halldórsson, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson. Orðstöðulykillinn __ geymir öll orð Islendinga sagna * Fyrsti geisladiskurinn með texta allra Islend- inga sagna og orðstöðulykli var afhentur forseta íslands á Bessastöðum í gær. Mar- • grét Sveinbjömsdóttir kynnti sér diskinn. SEGJA má að gamli og nýi tíminn mætist í myndskreytingu á . kápu geisladisksins, þar sem teflt er saman gömlum og snjáðum skinnhandritum og öllu nútímalegri tölvuskjá. GEISLADISKUR með texta allra íslendinga sagna og orðstöðulykli er kominn út hjá bókaforlagi Máls og menningar. Fyrsta eintak disks- ins var afhent forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, á Bessa- stöðum í gær. Geisladiskurinn er einkum ætlað- ur fræðimönnum, skólum, bókasöfn- um og stofnunum, og mun að sögn útgefenda auðvelda mjög rannsóknir á orðaforða, stíl, málfræði og bók- menntalegum einkennum íslendinga sagna. Texti íslendinga sagna sem finna má á disknum er að stofni til sá sem prentaður var í útgáfu Svarts á hvítu fyrir tíu árum, með nokkrum leið- réttingum. Orðstöðulykillinn geymir öll orð íslendinga sagna, að frátöld- um sérnöfnum, og hafa þau verið greind í orðflokka. Auk þess hafa allar beygingarmyndir hvers orðs verið færðar undir eina uppfletti- mynd. Á disknum er ennfremur merkingarflokkuð skrá yfír öll nafn- orð íslendinga sagna, og skrár með upplýsingum um orðaforða einstakra sagna. Hvatning Vigdísar mikils virði í ávarpi sem Halldór Guðmunds- son, útgáfustjóri hjá Máli og menn- ingu, flutti við afhendinguna á Bessastöðum í gær kom fram að ef efni geisladisksins hefði verið gefið út á bók, hefði það fyllt um 20-30 þúsund prentaðar síður. Halldór sagðist einnig hafa veitt því athygli að Vigdís Finnbogadóttir hefði í ára- mótaávörpum sínum undanfarin tvö ár hvatt til rafrænnar útgáfu á bók- menntaarfinum og þætti honum sú hvatning mikils virði. Því hefði að- standendum útgáfunnar þótt vel við hæfi að færa forsetanum fyrsta ein- tak geisladisksins að gjöf. Vigdís kvaðst hreykin og þakklát fyrir þann heiður sem sér væri sýnd- ur með því að henni væri gefinn diskurinn. Að sögn Eiríks Rögnvaldssonar, aðalritstjóra orðstöðulykilsins, mun útgáfan nýtast fræðimönnum á öll- um sviðum sem fást við íslenska menningu og Islenskt þjóðfélag til foma. Þegar hafi fjölmargir fræði- menn sýnt útgáfunni áhuga. Þar megi til dæmis nefna málfræðinga, bókmenntafræðinga, lögfræðinga, sagnfræðinga, þjóðfræðinga, mann- fræðinga og félagsfræðinga. Útgáf- an muni þó ekki síður gagnast þeim sem séu að fást við texta eða skrifa ræður og vilji grípa til tilvitnunar eða orðasambands til að skreyta mál sitt. Þeim sé með þessari nýjung gert mjög auðvelt fyrir að leita, jafn- vel þó að þeir muni ekki nema eitt eða tvo orð úr þessu tiltekna orða- sambandi. Á, ær eða eiga? Orðstöðulykillinn tekur til allra íslendinga sagna. Vísumar era ekki teknar inn í orðstöðulykilinn, en þær eru hins vegar með í textanum. í lyklinum era öll orð sem fyrir koma í lausa málinu, að frátöldum sémöfn- um. Orðin eru greind í orðfiokka, nafnorð í kyn, og allar beygingar- myndir hvers orðs færðar undir eina uppflettimynd. Eiríkur segir að meginvinnan við orðstöðulykilinn hafi verið í því fólgin að greina allan orðaforðann í orð- flokka og greina sundur samhljóða myndir orðanna, og hafi það verið mikil handavinna. „Við getum til dæmis tekið orðið „á“, sem getur í raun verið fjögur mismunandi orð; forsetning, beygingarmynd af nafn- orðinu „ær“, nafnorð í merkingunni „vatnsfall" og beygingarmynd af sögninni „að eiga“. Ef leitað er í texta í ritvinnslu er hægt að leita uppi öll dæmi um orðmyndina „á“, en slík leit greinir ekki í sundur," segir Eirík- ur. Orðstöðulykilinn er settur þannig upp að hvert dæmi um orð fær sér- staka iínu þar sem sjá má í hvaða samhengi það stendur. Sem dæmi nefnir Eiríkur að samtengingin „og“ komi alls um 40.000 sinnum fyrir í íslendinga sögunum og því fái hún heilar 40.000 línur í orðstöðulyklin- um. í hverri línu birtist eitt dæmi um orðið „og“ ásamt nokkram næstu orðum á undan og á eftir, raðað í stafrófsröð eftir fyrsta staf sem kem- ur næst á eftir samtengingunni. Til hliðar sjáist í hvaða sögu og á hvaða blaðsíðu þetta tiltekna samhengi birt- ist. „Með þessu móti má sjá margt í sambandi við orðafar og orðanotkun sem maður myndi kannski ekki at- huga annars. Þannig má átta sig á fíngerðum merkingarblæbrigðum. Það hefur komið í Ijós við athuganir okkar að alls kyns fastir frasar og orðasambönd era miklu algengari en við höfðum áður talið,“ segir Eiríkur. Alldjarflega barist og alldrengilega varist Ömólfur Thorsson, einn ritstjóra orðalykilsins, sýndi blaðamanni nokk- ur dæmi um lýsingarorðið „alldjarf- lega“. í ljós kom að það stóð oftast með sögninni „að berjast". Hins veg- ar var lýsingarorðið „alldrengilega" oftar en ekki í félagsskap sagnarinn- ar ;,að vetjast". Út frá orðstöðulyklinum hefur ver- ið unnin skrá þar sem nafnorð era flokkuð eftir merkingu. Reynt var að skipta þeim heimi og því þjóðfé- lagi sem sögumar lýsa í merkingar- svið og fella síðan hvert nafnorð undir eitt eða fleiri þessara sviða. Flokkamir í skránni era alls 54, þar af 21 yfirflokkur. Sá flokkur sem hefur að geyma flest orð ber yfir- skriftina Mannlegt eðli, sá næst- stærsti Náttúran og sá þriðji í röð- inni er flokkurinn Átök. Eins og seg- ir í handbók sem fylgir geisladiskn- um, ætti þetta ekki að koma lesend- um íslendinga sagna á óvart, því þær fjalli fyrst og fremst um samskipti manna og umhverfi þeirra. Sérorð og samstæður Á geisladisknum er að finna ítar- legar upplýsingar um samsetningu orðaforða í íslendinga sögum, tíðni orða og orðmynda og orðaforða ein- stakra sagna. Til dæmis er stór hluti orðaforða sagnanna orð sem aðeins koma fyrir í einni þeirra eða tveim- ur. Þau orð sem aðeins finnast í einni sögu era nefnd sérorð, þau sem koma fyrir í tveimur kallast samstæður. í handbókinni kemur fram að álykta megi að þær sögur sem hafí hátt hlutfall af sérorðum séu verk sögu- meistara sem leggi mikla rækt við tungumálið og virðist þekkja vel til annarra sagna. Á hinn bóginn séu þær sögur sem hafí færri sérorð verk manna sem standi nærri hefðbund- inni orðræðu íslendinga sagna. Örnólfur segir diskinn vera hand- hægt vinnutæki sem komi miklu efni á framfæri á aðgengilegan hátt og gefí yfirsýn sem ekki hafi verið möguleg áður. Ekki hafi verið lögð sérstök áhersla á myndræna fram- setningu þar sem hlutirnir veltist, skoppi eða opnist, eins og tíðkist í eiginlegri margmiðlun. Því sé ekki rétt að viðhafa orðið margmiðlun um þessa útgáfu, réttara sé að tala um rafræna útgáfu. Texta íslendinga sagna ritstýrðu Bragi Halldórsson, Jón Torfason, Sverrir Tómasson og Ömólfur Thors- son. Ritstjórar orðstöðulykils era Bergljót Kristjánsdóttir, Eiríkur Rögnvaldsson (aðalritstjóri), Guðrún Ingólfsdóttir og Örnólfur Thorsson. Umsjón með tölvuvinnslu og forritun hafði Axel Gunnlaugsson hjá Úrlausn - Aðgengi ehf., en Prentsmiðjan Oddi annaðist frágang umbúða. Orð- stöðulykillinn er unninn með styrk frá hug- og félagsvísindadeild Vís- indasjóðs íslands og hafa Háskóli íslands, Kennaraháskóli íslands og Stofnun Árna Magnússonar lagt til tæki og aðstöðu. Geisladiskurinn er sá fyrsti sem Mál og menning gefur út og er áætlað söluverð um 70.000 krónur. LÖNG BIÐRÖÐ var komin við innganginn að húsagarðinum á Nörregade strax upp úr klukkan 15 en tónleikarnir hófust ekki fyrr en klukkustundu síðar. Greinilegt var að margir höfðu und- irbúið sig af kostgæfni. Sumir höfðu með sér sólstóla og teppi og aðrir voru með kræsingar úr eldhúsinu heima hjá sér eða vinflösku. Sólin skein í Kaupmannahöfn í fyrsta sinn í marga daga og það var bros á vör þeirra sem vora komnir saman innan við mörg hundruð ára gamla múra Kaupmannahafnarháskóla. Palmieri hefur stundum verið nefndur brjá- læðingurinn í Latin-tóniist. Þetta skilja þeir sem hafa heyrt hann leika á píanóið sem í höndum hans er ekki síður ásláttarhljóðfæri. Palmieri stofnaði Mambó-sveitina Mambó kóngririnn Jazzhátíðin í Kaupmannahöfn stendur nú sem hæst. Á miðvikudag sótti Guðjón Guðmunds- son tónleika Eddie Palmierís og fjögnrra manna Mambó- sveitar hans í Konsistoriegarðinum í gamla Kaupmannahafnarháskólanum. Cunjunto La Perfecta 1961 og síðan hefur sú sveit verið upprennandi suðuramerískum hrynsveitarmönn- um eins og Jazz Messengers var bandarískum jazztónlistarmönnum. Tónlistin er Mambó eins og Palmieri og Tito Puento hafa gert vinsæla um allan heim, einfaldur en þrálátur og síendurtekinn hljómagangur í píanói og fjölþætt slagverk, congas og trommur, kontrabassi og básúna. Palmieri kynnti sveit sína í upphafi tónleikanna en síðan var tónlistin látin tala. Palmieri sýndi ljóðrænari hliðar sínar í inproum áður en ómenguð Kúbu-tónlistin flæddi fram, og hamraði rytmann stundum með handleggjum til áhersluauka. Brian Lynch er einn magnaðasti básúnuleikari sem ég hef lengi heyrt. Hann er skrautfjöðrin í þéttri sveit Palmieris, spilar á efstu hæðum og beitir hringöndun þegar á þarf að halda. Góður Islandsvinur, Jens Winther, lék með seinni hluta tón- leikanna og Palmieri var svo hrifinn af hröðum strófum hans að hann bauð honum á sviðinu að spila með sér þegar hann ætti leið næst til New York. Á Axeltorv við Vesterbrogade lék á þriðjudag danska fusion-sveitin Science Fiction Quartet. Sveitin sú er með óvenjulegri hljóðfæraskipan, básúnu, gítar, bassa og trommu og spilaði dálítið kalt fönk. Greina mátti áhrif frá John Scofield í gítarleik Niclas Knudsen. Framundan era svo tónleikar Jim Hall og Joe Lovano, Bent Jædig verður með kvartett á SAS Royal hótelinu og tríó Thomas Clausen verður á Grábræðratorgi (Alex Riel og Mads Vinding).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.