Morgunblaðið - 12.07.1996, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Stafrænar
bókmenntir
Skáldskapur sem einungis er til í tölvutæku
formi er enn lítið útbreiddur, segir Krístján
B. Jónasson, öfugt við t.d. tölvuleiki sem
þó eru geymdir og seldir á sama hátt og
skáldskapurinn, þ.e. sem CD-ROM diskar
eða sem disklingar.
Morgunblaðið/Einar Falur
PÉTUR Gunnarsson er einn þeirra rithöfunda sem notar tölvu
að einhverju leyti við störf sín.
AÐ ER vart lengur til sá
rithöfundur eða ljóðskáld
sem ekki vinnur verk sín
að öllu eða einhveiju leyti með
vélum sem byggjast á stafrænni
geymslu upplýsinga. í raun má
segja að allar bókmenntir nútím-
ans séu, þrátt fyrir að þær birtist
lesendum í hefðbundnu bókar-
formi, stafrænar bókmenntir þar
sem þær eru á ákveðnu vinnslu-
stigi einungis til sem stafrænar
einingar sem ekki eru sýnilegar
nema með tilstilli vélbúnaðar sem
„þýðir“ þær yfir í skiljanleg tákn.
Hins vegar halda flestir höfundar
sig enn við bókina sem höfuðsam-
skiptamiðil á milli skriftar og við-
takanda. Skáldskapur sem einung-
is er til í tölvutæku formi er enn
lítið útbreiddur öfugt við t.d. tölvu-
leiki sem þó eru geymdir og seldir
á sama hátt og skáldskapurinn,
þ.e. sem CD-ROM diskar eða sem
disklingar.
í raun er það ekkert furðulegt
þegar þess er gætt að það eru
ekki nema 10-12 ár síðan fyrstu
verkin komu á markað sem bein-
línis voru skrifuð fyrir tölvur og
sem ekki var hægt að lesa nema
á tölvuskjám. Þar við bætist að
frumskilyrði fyrir að hægt sé að
semja tölvuskáldskap er að til séu
forrit sem gera höfundum kleift
að móta texta á annan hátt en
gert er í hefðbundnu prentmáli.
Þrátt fyrir að Apple-fyrirtækið
hafi þegar árið 1987 komið fram
með standard-forritið „Hyper-
Card“, sem gerði þetta mögulegt
(seinna var systurforritið „Tool-
book“ þróað fyrir Windows), þá
fannst mörgum það of takmarkað,
höfundarnir fóru sjálfir að þróa
eigin forrit. Til dæmis þróaði
tölvuskáldið Rod Willmot höfunda-
og ofurtextaforritið „Orpheus“
fyrir DOS upp úr vinnu sinni við
rafljóðið „Everglade" sem hann
lauk við árið 1990 (forritið og
„Everglade“-disklinginn er hægt
að panta hjá Hyperion Softword,
535 Duvemay, Sherbrooke, QC,
Canada JIL 1Y8).
Mest notaða
forrit tölvuskálda
Michael Joyce, sem árið 1987
skrifaði ofursöguna „Aftemoon, a
story“, þróaði samhliða ritstörfun-
um forritið „Storyspace" fyrir
Apple Macintosh-tölvur ásamt Jay
David Bolter (sem einnig er höf-
undur merkilegrar bókar um af-
leiðingar og áhrif ofurtextakerfa
á hugvísindi og bókmenntir) og
John B. Smith, en það virðist vera
mest notaða forrit tölvuskálda nú
um mundir. (Forritið má nálgast
hjá framleiðanda: Eastgate Sy-
stems, 134 Main Street, Wat-
ertown, MA 02172, USA (e.mail:
eastgate@world.std.com og alnet:
http://www.eastgate.com) sem og
þau verk sem það var notað til
að skrifa eins og: „Afternoon“ e.
Joyce, „Quibbiling“, e. Carolyn
Guyer (1993) og „Victory Garden"
e. Stuart Moulthrop. í millitíðinni
er forritið jafnt til fyrir Macintosh
og Windows en HTML útfærslu-
möguleikar fyrir veraldarvefinn
em aðeins til fyrir Macintosh).
Jafnvel þótt höfundar hafi í millit-
íðinni nýtt sér þessi forrit jafnt
sem önnur, eins og t.d. ofurtexta-
forritið Iris (framleiðandi: User
Ware, Ted Husted, 4 Falcon Lane
E., Fairport NY 14450, USA. Hjá
sama aðila má einnig nálgast hina
stórgóðu ofursögu „Tavern"
(1990) e. Anastasia Smith) til að
skrifa athyglisverða texta, án
nokkurra breytinga á forritunum
sjálfum, er það engu að síður svo
að mög góð þekking jafnt á vél-
sem hugbúnaði er nauðsynlegt til
að gera meira úr efniviðnum en
aðeins að byggja upp venjulega
bók á tölvuskjá.
Kunnáttuleysi
Þeir örfáu þekktu rithöfundar
sem tekið hafa þessum nýja miðli
fagnandi eins og t.d. Robert Coo-
ver, sem reyndar kennir skapandi
tölvuskriftir við Brown-háskólann
í Bandaríkjunum (upplýsingar um
tilraunir þessa hóps: „Hypertext-
Hotel“ http://duke.cs.brown.edu:
8888/), hafa ekki skrifað mikið
sjálfir á ofurtextaformi, einfald-
lega, að þeirra sögn, sökum kunn-
áttuleysis í tölvuefnum. Jafnvel
„cyberpunk“ höfundurinn William
Gibson, sem með sögum eins og
„Neuromancer“ (1984), lýsti
möguleikum þess heims sem fyrst
nú er að verða til með útbreiðslu
alnetsins og nýjum rannsóknum í
erfðafræði hefur ekki mikið feng-
ist við tölvuskriftir. Hann á samt
þátt f einni athyglisverðustu til-
rauninni sem gerð hefur verið til
að nota miðilinn, hið stafræna
form, til hins ítrasta. „Sagan“
„Agrippa (A Book of the Dead)“
er saga á disklingi sem eyðir sér
sjálfri um leið og flett er áfram
yfir á nýja skjámynd.
Á hinn bóginn ætti tölvuskáld-
skapur í sjálfu sér ekki að koma
neinum þeim sem eitthvað hefur
kynnst tölvum og tölvutækni á
óvart. Allir þeir sem til dæmis
hafa eitthvað átt við alnetið hafa
þegar „unnið“ í ofurtextaum-
hverfi, sama umhverfi og notað
er fyrir ofurskáldskap. „Hypertext
Markup Language“ (HTML), sem
sem nú er orðið að stöðluðu boð-
skiptaumhverfi rafrænna texta á
veraldarvefnum,. er byggt upp á
nákvæmlega sama hátt og um-
hverfi tölvuskáldskapartexta. Val-
myndir tengjast hver annarri í
gegn um auðkennd tengiorð sem
leiða lesandann áfram á nýjar slóð-
ir og síðan koll af kolli og oft er
það undir hælinn lagt hvort úr
þessan siglingu verði saga eða
ekki. í stað þess að leita að bein-
hörðum upplýsingum leitar tölvu-
sæfarinn að „skáldlegum" upplýs-
ingum, að lykilorðum sem opna
honum leið inn í nýja textavídd.
Það segir sig sjálft að uppbygging
slíkrar sögu þarfnast gífurlegrar
skipulagningar áður en hún er
skrifuð eigi að verða úr þessari
ferð eitthvað meira en venjulegur
tölvuleikur. Ofurtextaformið opn-
ar möguleika á margmiðlun, á því
að lesandinn geti sjálfur tekið virk-
ari þátt í lestrinum en hægt er í
venjulegri bók auk þess sem hægt
er að vinna með myndir, hljóð og
töflur en alla þessa möguleika
verður höfundurinn að kunna að
nota um leið og hann hlýtur að
þurfa að búa yfir þeim hæfíleikum
sem við alla jafna búumst við af
rithöfundum. Ef til vill verðum við
að bíða þess, eins og Robert Coo-
ver hefur reyndar spáð, að upp
vaxi kynslóð höfunda sem líta á
þennan miðil' sem „náttúrulegt“
umhverfí sitt áður en virkilega
byltingarkennd verk verða skrifuð
fyrir tölvur. En fyrst og fremst
verður að bíða þess að verkin verði
skrifuð á umfangsmiklum upplýs-
inganetum eins og alnetinu eða
hinum stóru háskólanetum í
Bandaríkjunum, þá fyrst ijúfa þau
endanlega þær takmarkanir sem
felast í takmörkuðu geymsluplássi
disklinga og diska.
Margir „ferðamöguleikar“
Því það sem er spennandi við
verk eins og „Victory Garden“
(1991) eftir Stuart Moulthrop er
ekki hvað síst hve ótrúlega marg-
ir „ferðamöguleikar" eru þar fyrir
hendi. Margar sögur eru sagðar
sem vísa allar á eina aðalpersónu
en þræðimir sem lesandinn býr til
eru stöðugt rofnir af tilvitnunum,
upplýsingum og lagatextum sem
leiða ferðina síðan aftur að nýrri
sögu. Það sem er þó mest sting-
andi er að lesandinn veit aldrei
fyrir víst hvar hann er staddur í
textavefnum. Hann gengur inn í
stjamkerfí af boðum sem virðast
eftir því sem ferðinni miðar áfram
ekki eiga sér nein mörk. Þetta er
reyndar tilfínning sem æði margir
alnetssæfarar kannast við en í
tölvuskáldskap verður hún enn
meira sláandi sökum þess að kerf-
ið virðist í senn lokað og óendan-
legt vegna þess hve mörg boð eru
tengd innbyrðis.
Það sem meira er, engir tveir
lesendur lesa þessa sögu eins. Einn
„notandi" getur setið við tölvuna
spenntur og valið eina skjámynd
á fætur annarri á meðan annar
gefst fljótlega upp vegna þess að
þau tengsl sem hann hefur fundið
eru ekki að hans skapi. Hin fagur-
fræðilega „heild“, ein meginstoð
hefðbundins bókmenntamats verð-
ur einfaldlega tilviljunarkennd
(eins og módernistar allra landa
voru reyndar búnir að segja okkur
oft og mörgum sinnum). Hún er
aðeins háð því hvernig lesandann
ber að kerfínu, hvaða möguleika
hann velur. Hin línulega hugsun,
sem margir ofurtextafræðingar
telja að hverfí um leið og hætt
verður að prenta bækur til fræði-
legra nota í háskólum og risavax-
in upplýsinganet taki við hlutverki
þeirra, er þrátt fyrir slíka spádóma
alltaf fyrir hendi. Lesandinn fylgir
ákveðinni leið í gegnum upplýs-
ingakraðakið en á þessari leið
reynir miklu meira á hæfíleika
hans til að raða saman ólíkum
upplýsinga- og sögubrotum en í
venjulegum prentmiðlum. Milljónir
manna um allan heim hafa kynnst
þessum nýja lestri í gegnum alnet-
ið og þegar þess er gætt að verald-
arvefurinn er í sínu núverandi
formi ekki nema nokkurra ára
gamall er vart að búast við því
að skáldskapur í tölvutæku formi
verði verulega fyrirferðarmikill
fyrr en eftir nokkur ár. Allir sem
tengdir eru við netið geta gengið
að alnetsforlögum eins og ljóða-
smiðju Bandaríkjamannsins Mark
Amerika
(http://www.altx.com/amer-
ika.online), upplýsingasíðum eins
og „Hypertext Fiction and the
Literary Artist“ (http://wims-
ey.com/anima/HFLAhome.html)
eða upplýsingum um „online“
bækur
(http://www.cs.cmu.edu/Web/
books.html) sem og hérlendum
heimasíðum líkt og Drápusíðunni
(http://this.is./craters). Hins veg-
ar veit ég ekki til þess að enn
hafí verið skrifað uinfangsmikið
tölvuskáldverk á íslensku, verk
sem einungis er hægt að lesa í
ofurtextaumhverfí. Það verður
spennandi að sjá hvort einhver
áræðir að taka það stökk á kom-
andi árum.
Höfundur er
bókmcnntngngnrýnandi á
Morgunblaðinu.
Þæfð tröll í
Homstofu
GRETA Sörensen pijónahönn-
uður og Selma Egilsdóttir
handverkskona verða í Horn-
stofunni dagana 12.-17. júlí.
Greta Sörensen mun sýna
hönnun sína og pijónavél.
Mynstrin sækir hún í gömul
útsaums- og pijónamynstur en
litaval og áferð í íslenska nátt-
úru s.s. hraun og mosa. Greta
Sörensen lauk námi frá textíl-
deild MHÍ 1973 og framhalds-
námi frá Listaháskóla Stokk-
hólms 1993. Hún hefur tekið
þátt í sýningum hérlendis og
á Norðurlöndunum.
Selma Egilsdóttir sýnir heil-
þæfð tröll þar sem hún formar
höfuð tröllanna og notar tog
í hár þeirra. Minna þau á sögu-
persónur í ævintýrum. Einnig
mun hún sýna bangsa og
skemmtileg dýr ásamt hand-
spunnu bandi er hentar vel í
vefnað. Selma hefur unnið við
handverk um langt skeið og
hefur starfað með Þingborgar-
hópnum síðastliðin ár.
Sýningin er opin frá kl.
13-18.
Olíumyndir í
Humarhúsinu
LISTAMAÐUR mánaðarins í
Humarhúsinu Amtmannsstíg
er að þessu sinni Guðrún E.
Ólafsdóttir eða Gunnella.
Hún sýnir þar 16 litlar olíu-
myndir sem flestar eru unnar
á sl. 12 mánuðum. Gunnella ii
lauk námi frá MHÍ 1986 og
hefur síðan starfað að mynd-
list, var m.a. síðast með einka-
sýningu í Listhúsinu við
Engjateig í maí 1995.
Ljósmynda-
verk sýnd í
Galleríi Greip
SÝNING á verkum Veronique
Legros verður opnuð laugar-
daginn 13. júlí í Galleríi Greip.
Veronique lauk námi í vor
frá Ecole D’art De Cargy í
Frakklandi. Hún sýnir hér ljós-
myndaverk en sýningin stend-
ur til sunnudagsins 28. júlí og
er opin frá kl. 14-18 alla daga
nema mánudaga.
Ljóðskáld
á Lækjar-
brekku
ANNA S. Björnsdóttir og
Tryggvi V. Líndal munu lesa
upp úr ljóðum sínum á veit-
ingahúsinu Lækjarbrekku
sunnudaginn 14. júlí kl. 14.40.
Allir velkomnir.
Anna og Tryggvi hafa bæði
gefið út ljóðabækur og eru
félagar í Rithöfundasambandi
íslands sem ljóðskáld og
greinahöfundur.
Tónleikar
Negulnagla
NEGULNAGLARNIR leika
jazz á Jómfrúartorginu, Lækj-
argötu 4, á morgun, laugar-
dag, kl. 16 en hljómsveitina
skipa Hilmar Jensson, gítar,
Þórður Högnason, bassi og
Einar Scheving, trommur.
Gestur á tónleikunum verður
Óskar Guðjónsson tenórsaxó-
fónleikari.