Morgunblaðið - 12.07.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 23
Fyrir litlar
stofur
og stórar
TONLIST
Sigurjónssafn
KAMMERTÓNLEIKAR
Dvorak: Sónatina í G Op. 100; Beet-
hoven: Vorsónata; Kreutzersónata.
Hlíf Siguijónsdóttir, fíðla; David
Tutt, píanó. Listasafni Sigurjóns Ól-
afssonar, þriðjudaginn 9. júli kl.
20:30.
TÓNLEIKARNIR í Sigurjónssafni
á þriðjudagskvöldið var stóðu undir
merkjum Vínarklassískrar stofutón-
listar. Hinn litli en notalegi högg-
myndasalur í kyrrlátri Laugarnesvin-
inni var allvel setinn gestum, og úti
fyrir naut rigningarsudda með háu
rakastigi, sem ævinlega þykir hlið-
hollt gróðri, söng og bogastrokum.
Orðið „stofutónlist" hefur löngum
verið haft um kammerverk stórra
sem smárra meistara, og til sanns
vegar má færa, að uppruna sinn á
greinin að rekja til heimilisþarfa. í
Vínardagblöðum fyrir rúmum tveim
öldum var t.d. ekki óalgengt að sjá
smáauglýsingar á við „Þjónn óskast
til herbergisstarfa og undirleiks á
fiðlu.“ En sem kunnugt er leiddu
Haydn, Mozart og Beethoven fiðlu-
sónötuna og píanótríóið langt út fyr-
ir þröngan stakk lítilla herbergja og
hæfileika áður en lauk og gerðu að
sígildum viðfangsefnum langmennt-
aðra atvinnumanna.
Sónatína Antoníns Dvoráks í G-
dúr Op. 100 á sér Vínarklassískar
rætur, þrátt fyrir að hafa verið sam-
in öld eftir háskeið heiðlistar í Amer-
íkudvöl bæheimska tónskáldsins
1892-95, eða nánar tiltekið á tveim
vikum í nóvemberlok 1893, skömmu
fyrir frumflutning Nýjaheimssinfó-
níunnar í Carnegie Hall 16. desem-
ber. Sónatínuna tileinkaði Dvorák
börnum sínum sex, og ekki er ólík-
legt, að hann hafi hugsað hana í og
með til brúkunar á heimilinu í Prag,
því hún er tiltölulega viðráðanleg og
þannig nærri rótum sinnar greinar.
Engu að síður er þetta skemmtileg
og á köflum frumleg tónsmíð; t.a.m.
er nærri því Tsjækofskíjskur vetrar-
ævintýrablær yfir miðkafla 2. þáttar,
og Seherzóið er á þjóðlegum nótum
bæheimskum, eins og Dvorák var
lagið á efri árum. Annars er stefja-
mál sónatínunnar nokkuð mótað af
nágrannaverkunum, „ameríska"
kvartettinum og 9. sinfóníunni (Úr
Nýja heiminum), einkum hvað varðar
notkun fimmtónastigans, því penta-
tónísk hugsun engilsaxneskra þjóð-
laga flæðir gegnum alla fjóra þætti
verksins.
Þau Hlíf og David fluttu þessa
heimilistónlist Dvoráks vel en var-
færnislega; „Allegro risoluto“ 1.
þáttar hljómaði sem fremur hikandi
allegretto, og tempó Scherzósins var
í settlegra lagi. David Tutt lék eink-
ar mjúklega á hinn frábæra flygil
listasafnsins, og Hlíf sýndi flesta
kosti góðs tónlistarmanns að öðru
leyti en að tónn hennar var ekki
nógu kammermúsíklegur, ef svo má
að orði komast. Hann virtist oft nak-
inn, jafnvel kvíðinn, og ekki í fullu
samræmi við þá áhyggjulausu vellíð-
an sem manni finnst þurfa að um-
lykja „heimilistónlist atvinnu-
manna“. Hvort sem stafaði af hlut-
fallslega mikilli hljómsveitarspila-
mennsku í seinni tíð eða ekki, þá
hefði tónninn einhyern veginn þurft
að vera meira heillandi; e.t.v. með
beitingu meira og hraðara víbratós.
Alltjent var ekki upphitunarleysi um
að kenna, því fiðlutónninn breyttist
lítið sem ekkert allt fram að síðustu
nótu kvöldsins.
Hinar víðþekktu fiðlusónötur Be-
ethovens nr. 5 og 9 í F-dúr og A-
dúr, Op. 24 og 47, kenndar við Vor-
ið og franska fiðlusnillinginn Rodolp-
he Kreutzer, ætti ekki að þurfa að
kynna. Það vill hins vegar oft gleym-
ast, að flestar hinna tíu fiðlusónatna
Beethovens eru æskuverk frá 1.
sköpunarskeiðinu; Vorinu var lokið
1801, Kreutzer 1803. Samt er veru-
legur munur á nr. 5 og nr. 9, bæði
að lengd og tjáningu. Andi vínar-
klassískrar heimilis- og dívertimentó-
tónlistar svífur enn yfir Vorinu. í
Kreutzer er „2. sköpunarskeiðið"
aftur á móti skollið á með fullum
þunga: „heróísk" snemmrómantík,
mun meiri úrvinnsla, stórauknar
tæknikröfur til flytjenda. Þykir verk-
ið snilldarlegt að allri gerð, þrátt
fyrir þá ótrúlegu staðreynd, að sónat-
an var samin í flýti í tilefni af komu
George P. Bridgetowers til Vínar,
svo að Beethoven og hinn ungi þel-
dökki fiðlugarpur gætu náð að flytja
nýtt verk saman á tónleikum.
Sónötumar voru hvarvetna vel
mótaðar af þeim Hlíf, og var leikur
þeirra undantekningarlítið mjög
samtaka, bæði í rytma og styrk.
Tutt sýndi víða glæsilegan og dún-
mjúkan leik, er þurfti sjaldan að
greiða hoftoll í formi „loftnótna“ á
stangli, þegar goðum var storkað
með fisléttu tipli á ljóshraða. Slíkt
ber að virða; vogun vinnur, vogun
tapar, og hinn einbeitti áhættupían-
isti virtist iðulega geta hrist jafnvel
hröðustu nótnarunur skýrt og skil-
merkilega fram úr erminni með sára-
lítilli fyrirhöfn. Hlíf átti áberandi
auðvelt með tvígripaleik og var í litl-
um vandræðum með að halda góðum
hraða, líka þegar nótnablaðið var
hvað svartast, þó að ögn skapmeiri
áherzlubeiting hefði stundum verið
við hæfi.
Hafi í Vorinu enn eimt svolítið
eftir af varfærnislegri túlkun á Són-
atínu Dvoráks - og þá einna mest
í loka-rondóinu - losnaði tilfinnan-
lega um hömlur flytjenda í hinni
miklu Kreutzersónötu, lokaatriði tón-
leikanna. Slagaði flutningurinn þar
stundum upp í glæsileika, einkum
þó í jötunmóði Presto-kaflanna
(seinna Prestóið var Finale-þáttur
verksins). Þó að Tilbrigðaþáttinn
(Andante con variazioni) hefði mátt
gæða meiri spennu, var flutningurinn
í heild góður og gæddur þokka og
yfirsýn þroskaðra tónlistarmanna.
Ríkarður Ö. Pálsson
Veflistasýning í
Galleríi Lundi
ODDNÝ E. Magnúsdóttir opnar
veflistasýningu laugardaginn 13.
júlí kl. 14 í ASH Galleríinu Lundi
í Varmahlíð.
Oddný E. Magnúsdóttir stundaði
nám við Myndlista- og handíðaskóla
íslands á árunum 1969-1973 og
útskrifaðist úr Vefnaðarkennara-
deild. Þetta er önnur einkasýning
Oddnýjar en hún hefur tekið þátt
í nokkrum samsýningum. Oddný
er búsett á Húsavík og kennir
mynd- og handmennt við Borgar-
hólsskóla.
Sýningin stendur til 31. júlí og
er opin frá kl. 10-18 alla daga.
Jeeves
vaknar
til lífsins
HVORT ástæðan var sú að
Andrew Lloyd Webber gat ekki
sætt sig við að eiga eitt „flopp“
að baki, eða einhver önnur, skal
ósagt látið. I vor var að minnsta
kosti frumsýnd ný og endur-
bætt útgáfa af söngleik hans
og Alans Ayckbourn, sem settur
var á fjalirnar árið 1975 og
kolféll. „By Jeeves" heitir hann
eftir samnefndum þjóni úr bók-
um P.G. Wodehouse og verður
ekki annað séð en að vel
hafi tekist til við endur-
bæturnar.
Gagnrýnin var skelfi-
leg á sínum tíma. „Skelfi-
legt“ og „ófyndið" sögðu
stærstu blöðin um sýn-
inguna, sem skartaði
m.a. kvikmyndaleikaran-
um David Hemmings.
Uppfærslan var feikna-
dýr, Ayckbourn er eitt
þekktasta leikskáld
Breta og hefði ekki átt
að verða skotaskuld úr
því að færa sögu Wode-
house upp á svið, en allt
kom fyrir ekki, hætta
varð sýningum eftir tæpan mán-
uð. Webber hafði þá slitið ár-
angursríku samstarfi við Tim
Rice, en þeir áttu að m.a. að
baki Jesus Christ Superstar. Og
í kjölfar „Jeeves“ lá leiðin upp
á við, „Cats“ var frumsýndur
árið 1981 og „Sunset Boule-
vard“ árið 1994.
Endurbæturnar á söngleikn-
um eru algerar. Ayckbourn seg-
ist hafa hent fyrra handritinu
STEPHEN Pacey, Malcolm Sinclair og Lucy Tregear í nýrri og
endurbættri útgáfu af „By Jeeves" eftir Andrew Lloyd Webber
og Alan Ayckbourn.
ist það vart í söng-
leikjaheiminum að
reynt sé að vekja mis-
lukkaðar uppsetning-
ar til lífsins. Ayckbo-
urn var tíu daga að
rissa upp rammann að
söngleiknum og Web-
ber hófst handa við að
semja lög í kringum
það. I fyrri uppfærsl-
unni var söngleikur-
inn hins vegar mikið
til saminn í kringum
lögin og það segir
Ayckbourn að hafi
ekki gengið.
Aðeins tvö lög úr fyrri útgáf-
unni eru í uppfærslunni nú. Þeg-
ar tvímenningarnir höfðu lokið
við hana, fékk um hundrað
manna útvalinn hópur að segja
álit sitt. Smávægilegar breyting-
ar voru gerðar að tillögu hóps-
ins og að því búnu var verkið
sett upp í Scarborough. Fékk
það frábæra dóma í maí sl. og
er nú á leið til West End £ Lund-
ÁNÆGÐIR með endurbæturnar; Webber
og Ayckbourn.
og endurskrifað verkið að öllu
leyti. Hann og Webber kenna
því um hvernig fór í fyrra
sinnið, að þeir sem ekkert vit
höfðu á söngleikjum hefðu ráðið
of miklu, í krafti viðskiptavits-
ins.
Webber tók örlög söngleiks-
ins nærri sér og hringdi árlega
í Ayckbourn á frumsýningaraf-
mælum „Jeeves“. Leikskáldið
þijóskaðist lengi við, enda þekk-
unum.
UTSALA
-nerra-
GARÐURINN
Kringlunni