Morgunblaðið - 12.07.1996, Side 24

Morgunblaðið - 12.07.1996, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 12. JÚU 1996 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Evrópsk sam- vinna styrkir íslensk fyrirtæki ÍSLENDINGAR taka núna þátt í um 50 evrópskum samstarfsverk- efnum á sviði rannsóknar- og tækniþróunar, sem Evrópusam- bandið (ESB) styrkir. U.þ.b. 15 fyrirtæki eru beinir þátttakendur í verkefnunum en mun fleiri fyrirtæki koma að þeim með því að þiggja faglega ráðgjöf frá innlendum eða er- lendum sérfræðing- um. En tæknistofnan- ir og Háskólinn taka þátt í mun fleiri verk- efnum en fyrirtækin. Æskilegt væri að fleiri fyrirtæki væru virkir þátttakendur í þeim, því allt bendir til að á þann hátt skili niðurstöðurnar fljót- ast og best tilætluðum árangri fyrir atvinnu- lífið. Enda setur fram- kvæmdastjórn ESB oft skilyrði um að fyrirtæki séu þátttakendur í samstarfsverkefnum til að þau fái styrki. Á undanförnum mánuðum hafa fjölmörg fyrirtæki um allt land verið heimsótt og haldnir hafa verið margir kynningarfundir á vegum Kynningarmiðstöðvar Evrópurannsókna (KER), til að kynna fyrirtækjum þá möguleika sem standa til boða í samvinnu við fyrirtæki og rannsójtnaraðila í öðrum Evrópulöndum. í ljós hefur komið að þeir sem stjórna fyrir- tækjunum hafa mikið af góðum hugmyndum um vöruþróun, hvernig afla ætti nýrra markaða eða annað sem gæti styrkt stöðu fyrirtækja þeirra. Sumar þessara hugmynda, þótt góðar séu, falla ekki undir þau markmið sem ESB setur um verkefni sem eru styrkt. En aðrar hugmyndir væru vel til þess fallnar og gætu átt góða möguleika á að verða samþykktar. Lítil fyrirtæki hagnast mest En hver er ávinningurinn og hvers vegna ættu menn að eyða dýrmætum tíma og peningum í að sækja um styrki til tæknilegra samstarfsverkefna með erlendum fyrirtækjum? Svarið er að sjálf- sögðu; von um aukinn hagnað og bætta samkeppnisstöðu fyrirtækj- anna. Auk þess hefur komið í ljós, meðal fyrirtækja í öðrum Evrópu- Biddu um Banana Boat sólbrúnkufestandi Atter Sun el þú vill festa solbrúnkuna lil mánaða um leiD og þú nærír hiíðina með Aloe Vera, E-vítam., kollageni og lanólíni. o Sértiannaðar Banana Boat bamasólvarnir #15, #29, #30 og 50#. Krem, úði, þykkur salvi og sffli. □ Banana Boat naeringarkrem Bnin-án sólar m/sólvöm #8. o Hraðgræðandi Banana Boat varasalvi steyptur úr Aloe Vera m/sólv. #21, E-vítamín m/sólvörn #30; kirstuberjum, vatns- melónum, blðnduðum ávðxtum m/sólv. #15, Bragðgóðir. □ Hvers vegna aó txirga 1200 kr. fyrir kvartlrtra af Aloe geli þegar þú getur leng'ð sama magn al 99,7% hreinu Banana Boat AJoe Vera geli á 700 kr ? Eða tvöfalt meira magn af Banana Boat Aloe Vera geli á 1000 kr. Án spírulínu, til- búinna lyktarefna eða annarra ertandi ofnæmisvalda. Biódu um Banana Boat í sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur. Banana Boat E-gel fæst líka hjá Samtökum psoriasis- og exem- sjúkfnga. Heilsuval - Barónsstjg 20 ct 562 6275 löndum, sem hafa lengri reynslu af þátttöku í fjölþjóðlegum rann- sóknar- og þróunarverkefnum, að þau telja það mikilsverða viður- kenningu á starfsemi sinni að fá samþykkta umsókn frá ESB um styrk vegna rann- sóknar- eða þróunar- verkefnis. Fyrirtækin taka upp samstarf við fyrirtæki í sömu starfsgrein í öðrum löndum og oft leiðir eitt samstarfsverkefni af öðru, sem hefur í för með sér aukna víð- sýni og samstarf langt út fyrir það sem upp- haflega var gert ráð fyrir. Nýleg athugun í Svíþjóð sýnir að lítil fyrirtæki hagnast mest á þátttöku í sam- starfinu. Stjómendur þeirra telja mikilverð- ast að hafa náð nýjum viðskipta- samböndum, tekið upp nýja fram- leiðsluhætti og farið að framleiða nýjar vörur. Árangur íslensku fyrirtækjanna af þátttöku í verkefnunum verður íslendingar taka þátt í um 50 evrópskum sam- starfsverkefnum, segir Emil B. Karlsson, flest- um á sviði rannsóknar- o g tækniþróunar. ekki hægt að meta fyrr en að nokkrum árum liðnum, þar sem flest þeirra eru nýhafin og áætlað er að þeim ljúki eftir 2 - 4 ár. Þó er hægt að meta árangurinn af fjölda samþykktra umsókna og upphæð styrkja sem fengist hafa. Um 31% íslenskra umsókna í 4. rammaáætlun ESB, sem er helsti vettvangurinn á þessu sviði, hafa verið samþykktar en að meðaltali eru einungis 20% umsókna sam- þykktar. Meðaltal styrkja til ís- lensku þátttakendanna er um 10 millj. kr. vegna hvers verkefnis en nemur allt að 50 - 60 millj. kr. í einstaka tilvikum. Aðstoð í formi peninga og leiðbeininga Einn helsti þröskuldurinn fyrir því að lítil íslensk fyrirtæki, sem hafa góða verkefnishugmynd, leggi í að leita sér að hentugum samstarfsaðilum í öðrum Evrópu- löndum og geri umsókn sem er vandasamt verk ef vel á að vera, er hversu tímafrekt og kostnaðar- samt það er. Þetta vandamál ein- skorðast þó ekki við ísland, heldur önnur Evrópulönd einnig. En þröskuldurinn er ekki óyfirstígan- legur og nú er lögð áhersla á að gera endurbætur á umsóknarferl- inu svo það verði einfaldara og fljótvirkara í sniðum. Dæmi sem sannar hvað hægt er að gera ef góð hugmynd að verkefni er til staðar og vilji er til framkvæmda sannast hjá Máka hf. á Sauðár- króki, sem er tveggja manna fyrir- tæki og stjómar samstarfsverkefni með Svíum og Frökkum. Verkefn- ið gengur út á ræktun hlýsjávar- fisks á norðlægum slóðum. Nú þegar hefur, bæði hér á landi og innan framkvæmdastjórnar ESB, verið byggt upp kerfí til að auðvelda litlum fyrirtækjum þátt- Emil B. Karlsson töku í verkefnum. Nokkrir helstu þættir þess eru eftirtaldir: - Kynningarmiðstöð Evrópu- rannsókna, KER, er ein af næstum 60 sambærilegum miðstöðvum um alla Evrópu. Henni er m. a. ætlað að leiðbeina litlum fyrirtækjum sem hafa í hyggju að taka þátt í evrópsku tæknisamstarfí og finna hugmyndum þeirra heppilegan farveg. Það getur verið innan 4. rammaáætlunarinnar, Evreka áætlunarinnar eða COST-sam- starfsins. Ennfremur vinnur KER að því að miðla til fyrirtækja niður- stöðum úr rannsóknarverkefnum sem er lokið og gætu hentað ís- lenskum fyrirtækjum. - Hægt er að fá fjárhagslega aðstoð við að kanna fýsileika verk- efnishugmyndar á frumstigi og til að gera umsókn til ESB. Rann- sóknarráð íslands veitir styrki til undirbúnings umsókna, sömuleiðis veitir ESB styrki sem nema allt að 3,6 millj. kr. til könnunar og undirbúnings umsóknar. Þá má einnig nefna Norræna iðnaðar- sjóðinn sem aðstoðar fyrirtæki í tveimur eða fleiri Norðurlandanna sem taka sig saman um að sækja um verkefnastyrki til ESB. Áð lokum má nefna að á sumum tæknisviðum fara fulltrúar fram- kvæmdastjórnar ESB yfír drög að umsóknum, umsækjendum að kostnaðarlausu og benda á þau atriði sem betur mega fara til að endanleg umsókn verði samþykkt. - Á Iðntæknistofnun er starf- rækt Evrópumiðstöð lítilla og miðl- ungsstórra fyrirtækja. Hlutverk hennar er að aðstoða fyrirtæki við að komast í viðskiptasamstarf eða fínna viðeigandi evrópska sam- starfsaðila á öðru sviði. Það er meðal annars gert með því að skipuleggja svokölluð fyrirtækja- stefnumót víða um Evrópu þar sem fulltrúar fyrirtækja hittast og koma sér saman um samstarf á einhveiju því sviði sem þeim hent- ar. - í Brussel eru starfandi tveir íslenskir vísindafulltrúar í sendi- ráðinu og einn starfsmaður iðnað- ar- og viðskiptaráðuneytisins. Þeirra starf er mjög mikilvægt við öfiun sambanda og til að hafa vakandi auga yfir möguleikum sem standa Islendingum til boða. Þá eru íslenskir sérfræðingar í öllum stjórnarnefndum hinna mis- munandi undiráætlana sem falla undir 4. rammaáætlunina. Pólitík og 4. rammaáætlunin Á kynningarfundum um þessi mál sem KER hefur staðið fyrir um landið hafa komið fram sjónar- mið um hvort ísland ætti eða ætti ekki að taka þátt í samstarfi við Evrópusambandslöndin. Eg tel ekki rétt að tengja þá pólitísku spurningu við það hvort íslensk fyrirtæki ættu að taka upp rann- sóknar- og þróunarsamstarf við fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum. íslendingar greiða núna um 200 millj. kr. á ári til 4. rammaáætlun- ar ESB. Á móti höfum við sama rétt og aðrar þjóðir, sem greiða til sjóðsins, til að fá verkefni styrkt. Á því eina og háifa ári sem lið- ið er frá því að 4. rammaáætlun- in hófst og íslendingar fengu sama rétt og ESB þjóðirnar til þátttöku í rannsóknar- og þróun- aráætlunum innan hennar, hefur komið í ijós að íslendingar eru eftirsóttir samstarfsaðilar. Hér á landi er'til verkþekking og kunn- átta sem hefur verið byggð upp og aðlöguð að sérstæðu atvinnu- og menningarlífi okkar. Við erum því engan veginn bara þiggjendur í samstarfi við annað evrópskt atvinnulíf, heldur ekki síður veit- endur. Höfundur er kynningarsljóri Iðntæknistofnunar og starfar fyrir Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna, KER. Flutningur stofn- ana er nauðsyn EFTIR fyrirheit margra ríkisstjórna og áratugalanga baráttu sveitarstjórnarmanna um flutning ríkis- stofnana út fyrir höf- uðborgarsvæðið, hef- ur loksins verið tekin ákvörðun, sem markar þáttaskil í þessum efn- um. Umhverfísráð- herra, Guðmundur Bjarnason, að fengnu samþykki ríkisstjórnar íslands, hefur ákveðið að flytja starfsemi Landmælinga íslands til Akraness. Ákvörð- un ráðherrans og ríkisstjórnarinnar hefur truflað hið smurða gangverk tilverunnar í Reykjavík og ráðherrann er skammaður fyrir að framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar. Meðal annars hefur leiðarahöfundur Morgunblaðsins í tvígang fjallað um málið auk þess sem blaðið hef- ur sótt efni sitt og afstöðu aðallega til þingmanna höfuðborgarsvæðis- ins og starfsmanna Landmælinga og vitanlega komist að einlitri nið- urstöðu um að flutningur stofnana af höfuðborgarsvæðinu út á land sé af hinu illa. Ástæða er til að gera tilraun til að andæfa svo þröngri hugsun sem blaðið og ýmsir aðrir hafa sett fram í um- fjöllun sinni. Ástæður stofnanaflutnings Tilflutningur stofnana er aðferð til að jafna aðstöðu milli byggðar- laga og til að styrkja búsetu á ákveðnum svæðum. Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra fann þetta ekki upp, en hann hefur af áræði gengið gegn málsvörum tregðunnar í þessu efni og fram- fylgt stefnu ríkisstjórnarinnar. Á liðnum árum hefur verið rætt um aðgerðir til að hamla gegn flutn- ingi af landsbyggðinni til höfuð- borgarinnar, en eins og kunnugt er hafa af atvinnuástæðum nokkr- ar „landmælingar“ og fjölskyldur þeirra flust til Reykjavíkur. Sá flutningur hefur ekki verið þrauta- laus fyrir það fólk sem því hefur þurft að sæta. Minnkandi kvóti, sameining fiskvinnslufyrirtækja og gjaldþrot fyrirtækja hefur gert landsbyggðarfólki lífið erfitt og víða hefur það flosnað upp til að höndla hamingjuna í Reykjavík. Tilflutningi stofnana er ætlað að styrkja byggðir og draga úr flutningi fólks á höfuðborgarsvæð- ið, þar sem nú búa 65% þjóðarinn- ar. Þessi tilflutningur fólks hefur m.a. haft það í för með sér að nú er krafist jöfnunar atkvæðisréttar þ.e. fleiri þingmenn höfuðborgar- svæðisins á kostnað þingmanna landsbyggðarinnar. Á móti er kraf- ist eðlilegrar hlutdeildar lands- byggðarinnar í stjórnsýslu lands- ins, m.a. með tilflutningi stofnana. Landsbyggðarfólk sættir sig ekki við svör í því efni að kannski eigi að setja nýjar stofnanir upp úti á landi eða skoða vel og rækilega hvort ekki finnist stofnun til flutn- ings þar sem þannig háttar að flutningurinn komi eki við neinn. Þegar vandi steðjar að einhæfu atvinnulífí byggðarlaga er einsýnt að fólk leitar til þeirra staða sem fjölbreytnin er meiri. Þennan veru- leika þarf að hafa í huga þegar flutningur stofnana er metinn. Flutning Lanmælinga íslands má ekki skoða sem einstaka aðgerð heldur í samhengi þess að fleiri stofnanir fylgi á eftir. Tregða emb- ættismanna til að fylgja þessari stefnu ríkisstjórnarinnar og nei- kvæð umfjöllun fjölmiðla út frá þröngu sjónarhorni má ekki verða til þess að aðrir ráðherrar en umhverfisráðherra heykist á að fram- fylgja raunverulegri og virkri byggða- stefnu. Atvinnuöryggi ríkis- starfsmanna Þegar flutningi Landmælinga íslands til Akraness er and- mælt hafa ýmsir haft áhyggjur af atvinnuör- yggi opinberra starfs- manna og jafnvei maka þeirra. Enginn hefur hingað til haft áhyggjur af atvinnuöryggi þeirra sem starfa að grunnatvinnu- greinum á landsbyggðinni. At- vinnuöryggi þeirra hefur birst reglulega í fjölmiðlum í formi talna um atvinnuleysi. í sama tölublaði og umhverfisráðherra er skam- maður fyrir að gera það sem aðrir stjórnmálamenn hafa talað um, en ekki þorað að framkvæma, fagnar Morgunblaðið því að skera eigi fjárlög næsta árs niður um fjóra milljarða. Bregður þá svo við að lítið fer fyrir áhyggjum leiðarahöf- undar hvar sá niðurskurður lendir Gætt hefur fordóma, segir Gísli Gíslason í þessari fyrstu grein af þremur, í umgöllun um flutning ríkisfyrirtækja. og hveijir það verða sem tapa þar störfum. í heilbrigðisgeiranum hef- ur stofnunum og deildum verið lokað og á sama tíma og hallalaus- um fjárlögum er fagnað fá þeir sem framfylgja stefnu ríkisstjórnarinn- ar óvægna meðferð fjölmiðla og sagt að ákvarðanir þeirra séu bara pólitískar og geðþóttaákvarðanir að auki. Við flutning Landmælinga til Akraness er ekki verið að segja fólki upp heldur að flytja starfs- vettvang þess til. Vitanlega eru aðstæður fóks misjafnar gagnvart slíkum flutningi. Þess vegna á að gera það sem hægt er til að koma til móts við fólk til að auðvelda því flutninginn. Eðlilegt er einnig að taka mál þeirra sem ekki geta flutt til skoðunar m.t.t. hvort unnt sé að útvega þeim önnur störf á vegum ríkisins. Flutningur stofn- ana frá höfuðborgarsvæðinu bygg- ist ekki á mannvonsku heldur stefnu sem ætlað er að styrkja byggðir landsins. Sú stefna, ekki síður en hallalaus fjárlög, kann að reynast einhveijum óþægileg, en það dregur ekki úr mikilvægi verk- efnisins. Umfjöllun fölmiðla, þingmanna höfuðborgarsvæðisins, að Rann- veigu Guðmundsdóttur undanskil- inni, og ýmissa embættismanna um tilflutning Landmælinga til Akraness hefur byggst á þröngu sjónarhorni og hugsunarhætti höf- uðborgarbúans. Gætt hefur for- dóma í garð landsbyggðarinnar á þeim nótum að störf fagmanna í höfuðborginni séu allt of flókin til þess að þau verði unnin af ein- hveiju viti fjarri menningunni. Þessari umfjöllun mótmælir fólk á landsbyggðinni og ætlast til þess að stefnu ríkisstjórnarinnar um til- flutning stofnana sem lið í byggða- stefnu verði fylgt eftir. Höfundur er bæjarstjóri á Akranesi. Gísli Gíslason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.