Morgunblaðið - 12.07.1996, Síða 25

Morgunblaðið - 12.07.1996, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 25 AÐSENDAR GREIEMAR Um flutning Landmælinga Islands og leiðaraskrif SU AKVÖRÐUN Guðmundar Bjarnasonar, umhverfisráðherra, að flytja starfsemi Landmælinga Islands til Akraness hefur vakið verðskuldaða athygli. Með henni er stigið stærsta skrefið til þessa við að framfylgja þeirri stefnu stjórnvalda að flytja opinberar stofnanir út á land. Margir hafa orðið til að fagna því, en aðrir hafa gagnrýnt ákvörðunina, m.a. leiðarahöfundar Morgunblaðsins og DV. Hér verða stuttlega rakin tildrög þessarar ákvörðunar um- hverfisráðherra og gagnrýni svar- að, en nokkurs misskilnings virðist gæta í nefndum leiðurum og í sumum tilvikum er farið rangt með staðreyndir. Breyttar forsendur Athugun á flutningi Landmæl- inga hófst í tíð fyrri ríkisstjórnar og var síðan endurvakin að tilhlut- an núverandi umhverfisráðherra. Fyrrverandi umhverfisráðherra lét m.a. gera athugun á viðhorfum starfsmanna til flutnings og voru þau neikvæð. Þá var auk þess gerð í júní 1994 úttekt á vegum Framkvæmdasýslunnar og Hag- sýslu ríkisins á kostnaði við flutn- ing stofnunarinnar til Akraness. Helstu niðurstöður þeirrar úttekt- ar voru að hægt væri að ná fram hagræðingu í nýtingu húsnæðis og minnka húsrýmisþörf, sértekjur stofnunarinnar mynda minnka lít- illega við flutning og kostnaður ríkisins til langs tíma litið, aukast. Kostnaður við fasteignakaup á Akranesi og í Reykjavík var áætl- aður tæplega 200 miiljónir. Undir- búningur að ákvörðun ráðherra hefur staðið yfir í umhverfisráðu- neytinu síðustu mánuði. Við þá vinnu var m.a. höfð hliðsjón af því starfi sem áður hafði verið unnið í fyrri ríkisstjórn. Leitað var lög- fræðiálits um réttarstöðu starfs- manna, haft samráð við fjármála- ráðuneytið, rætt ítrekað við for- svarsmenn Akranesbæjar, könnun gerð á húsnæðismöguleikum og lögð drög að nýrri löggjöf um land- mælingar og kortagerð, svo fátt eitt sé nefnt. Þá var að nýju beðið um álit Hagsýslu ríkisins og Fram- kvæmdasýslunnar á hugsanlegum flutningi Landmælinga íslands til Akraness, kostnaði, kostum og göllum. í minnisblaði Hagsýslunn- ar kemur fram að nokkrar for- sendur varðandi flutning hafi breyst. Verið væri að ráðast í gerð vegganga undir Hvalfjörð, mögu- leikar á hraðvirkum gagnaflutningi milli landshluta hefðu auk- ist, fyrir lægju drög að frumvarpi til nýrra laga um landmæling- ar og kortagerð, ekki væri gert ráð fyrir að haldið yrði úti sölu- og markaðsdeild í Reykjavík og húsnæði á Akranesi væri nú boðið til leigu. Ekki aukinn kostnaður Guðjón Ólafur Jóhannsson Niðurstaða Hag- sýslunnar var sú að dregið hefði úr ókost- um þess að flytja Landmælingar íslands til Akraness. Fram- kvæmdasýslan taldi mismun á húsnæðiskostnaði í Reykjavík og á Akranesi vart verða ráðandi við ákvarðanatöku um staðsetningu stofnunarinnar. Framkvæmda- nefnd, sem ráðherra hefur skipað til að annast flutninginn og und- irbúa starfsemi Landmælinga ís- lands á Akranesi, mun m.a. á næstu vikum ganga frá samning- um um húsnæðismál og jafnframt vera í samstarfí við Framkvæmda- nefnd um einkavæðingu um aukin útboð á verkefnum stofnunarinn- ar. Ljóst er að rekstur stofnunar- innar á Akranesi mun ekki kosta ríkissjóð meira fé en í Reykjavík. Tölur um hundrað milljóna kostn- að við flutning eru úr lausu lofti gripnar og eiga ekki við nein rök að styðjast. í fyrrgreindu minnis- blaði Hagsýslu ríkisins er lögð áhersla á að nægur fyrirvari sé á flutningi. Umhverfisráðherra hef- ur ákveðið að stofnunin taki að fullu til starfa á Akranesi í ársbyij- un 1999 og er gert ráð fyrir að starfsfólk tilkynni fyrir 1. janúar 1998 hvort það vill starfa hjá stofnuninni á Akranesi. Með þessu gefst góður tími til að undirbúa flutning og starfsemi stofnunar- innar á nýjum stað, svo og gott ráðrúm fyrir starfsfólk til að huga að sínum málum. Umhverfisráð- herra mun að auki skipa sérstakan starfshóp, sem eingöngu mun ein- beita sér að málefnum starfs- manna, m.a. um aðgang að félags- legri þjónustu, húsnæðismál, vinnu fyrir maka o.s.frv. Mestu skiptir þó að ákvörðunin hefur verið tekin og að óvissu um stað- setningu Landmælinga íslands hefur verið eytt. Það hefur lengi verið stefna stjórn- valda að flytja opin- berar stofnanir út á land. Lítið hefur hins vegar orðið úr fram- kvæmdum. Skógrækt ríkisins var þó flutt til Egilsstaða og embætti veiðistjóra til Akur- eyrar. Báðar þessar stofnanir starfa með miklum blóma á nýj- um stað og er engin ástæða til að ætla annað en að starfsemi Landmælinga íslands verði a.m.k. jafngóð á Akranesi og í Reykja- vík. Það eru úrelt við- horf að halda því fram að öll opin- ber stjórnsýsla og stofnanir hins opinbera eigi að vera í Reykjavík. Með ákvörðun Guðmundar Bjarna- sonar, umhverfisráðherra, um flutning Landmælinga íslands til Akraness hefur verið stigið stærsta skref til þessa í flutningi opinberra stofnana út á land. Það þarf kjark og þor til að taka slíka ákvörðun og hafa fjölmargir orðið til að fagna henni. Stóryrtir leiðarar Aðrir hafa hins vegar fundið henni allt til foráttu, m.a. leiðara- höfundar Morgunblaðsins og DV. Hafa þar verið höfð uppi stór orð, Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu fHirpnliléib -kjarni málslns! Flutningur Landmæl- inga var ákveðinn, segir Guðjón Olafur Jóns- son, að vandlega athug- uðu máli og er pólitísk ákvörðun og endanleg. en þau standa ekki að sama skapi á styrkum grunni. Ritstjóri DV fullyrðir t.d. að ráðherra hafí á undanförnum árum fengið Alþingi til að samþykkja viðamikla sér- hönnun og endurbætur á húsnæði Landmælinga í Reykjavík fyrir rúmlega fimm milljónir. Hér er verulega hallað réttu máli, enda hefði ritstjórinn mátt sjá, hefði hann haft svo lítið við að líta í fjárlög, sem Alþingi hefur sam- þykkt, að engin fjárheimild er fyr- ir umræddum endurbótum og þær hafa verið gerðar án vitundar og samþykkis ráðherra eða annarra í ráðuneyti hans. Léiðarahöfundar hafa lítið gert til að afla upplýs- inga um ákvörðun ráðherra, held- ur slegið fram fullyrðingum um „geðþóttaákvörðun", „óboðleg“ vinnubrögð, „sukk og svínarí, rugl og ráðleysi", svo eitthvað sé nefnt úr stóryrtum leiðurum síðustu daga. Ummæli þessi dæma sig sjálf og verða að teljast dæmi um óvönduð vinnubrögð. Vandleg athugun Það er t.d. fullyrt að engin rök séu á bak við ákvörðun ráðherra, þó svo að þau hafi legið fyrir frá því að hún var tilkynnt. Eru það „engin rök“ að vilja hrinda í fram- kvæmd yfirlýstri stefnu stjórn- valda? Auðvitað geta menn verið ósammála þessarri stefnu, en það er athyglisvert að sumir þeirra sem gagnrýna flutning Landmælinga segjast vera sammála- stefnunni, en ósammála framkvæmdinni í þessu tilviki. Slíkt er ekki trúverð- ugt. Það er heldur ekki dæmi um vönduð vinnubrögð að vitna í gamlar niðurstöður, en sleppa því að minnast á gjörbreyttar forsend- ur fyrir flutningnum, t.d. varðandi samgöngur og húsnæðismál, sem gefa þar með allt aðra og betri niðurstöðu varðandi fjármál og rekstur stofnunarinnar. Kjarni málsins er sá að stjórnvöld stefna að flutningi ríkisstofnana út á land. Ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar, umhverfisráðherra, um flutning Landmælinga íslands er tekin í samræmi við þá stefnu og með samþykki ríkisstjórnar. Hún er tekin eftir langan aðdrag- anda og að vandlega athuguðu máli af hans hálfu og mun ekki hafa í för sér aukinn rekstrar- kostnað fyrir ríkissjóð. Þessi stefna stjórnvalda er pólitísk. Ákvörðun ráðherra er því pólitísk - og endanleg. Höfundur er aðstoðarmaður umhverfisráðherra og formaður Framkvæmdanefndar um flutning Landmælinga Islands til Akraness. ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR vegna tímabundinnar lokunar og breytinga á húsnæði Borgarkringlunnar. Við gerum allt vitlaust fram á laugardag. E.s. Opnutn aftur í haust! Borgarkringlunni 2. hæð HÚSASMIÐJAN Skútuvogi 16 • Sími 525 3000 Helluhrauni 16 ■ Sfmi 565 0100 Max utanhússmálning er þrœlsterk akrylmálning frájotun. • MAX er með 7% gljáa. • MAX er vatnsþynnanleg. • MAX er í'áanleg í hundruðiun litatóna. • MAX hefur reynst einkar vel á íslandi. Málaðu strax>c -m «- * y • • *XX1GC/ u tauliiissi iiáluiu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.