Morgunblaðið - 12.07.1996, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 12.07.1996, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BORGÞÓR BJÖRNSSON + Borgþór Björnsson fæddist á Gijótnesi á Melrakkasléttu, N-Þingeyjarsýslu hinn 5. apríl 1910. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 4. júlí sl. Foreldrar Borgþórs voru Björn Guðmunds- son, f. 20. maí 1874, bóndi á Grjótnesi, og Aðalbjörg Páls- dóttir, f. 2. október 1870, ljósmóðir. Systkini Borgþórs voru: Jóhanna, f. 3. júlí 1901, Guðmundur, f. 2. apríl 1903, Gunnar Páll, f. 30. janúar 1905, og Baldur, f. 11. september 1907. Gunnar Páll er sá eini eftirlifandi af systkinunum. Auk þess ólu foreldrar Borg- þórs upp frá unga aldri Halldór Gunnar Stefánsson. Hinn 12. ágúst 1939 kvæntist Borgþór Ingu Erlendsdóttur, f. 29. októ- ber 1910, sem lifir mann sinn. Foreldrar hennar voru Erlend- ur Erlendsson frá Skálholti í Biskupstungum og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir frá Grund í Svínadal. Þau stunduðu búskap að Hnausum i Húnavatnssýslu. Börn Ingu og Borgþórs eru: 1) Jóhanna Borgþórsdóttir, f. 1. ágúst 1940, kennari. Maki hennar er Haukur Bjarnason, f. 4. maí 1934, lögfræðingur. Börn þeirra: Bjarni, f. 5. september 1969, lögfræðingur, Þór, f. 19. mars 1972, B.A. í sljórn- máiafræði, og Arn- ór Gauti, f. 5. ágúst 1982, nemi. 2) Bald- ur Björn Borgþórs- son, f. 3. febrúar 1947, húsgagna- smiður. 3) Erlendur Borgþórsson, f. 10. mars 1951, versl- unarmaður. Maki hans er Odd- björg Friðriksdóttir, f. 29. júní 1953, skrifstofumaður. Börn: Guðjón Þór, f. 15. ágúst 1970, arkitekt (móðir Sigrún Marin- ósdóttir), Elmar Þór Erlends- son, f. 8. maí 1978, verslunar- skólanemi og Steinar Örn, f. 18. maí 1981, nemi. 4) Margrét Borgþórsdóttir, f. 15. nóvember 1953, flugfreyja. Maki hennar er Grétar Magnússon, f. 7. októ- ber 1945, verktaki. Börn þeirra: Borgþór Grétarsson, f. 16. október 1977, verslunarskóla- nemi, Inga Rún, f. 2. ágúst 1982, nemi, og Grétar Atli, f. 5. nóv- ember 1988, nemi. Borgþór verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Á fögru sumarkvöldi kvaddi tengdafaðir minn Borgþór Björns- son þennan heim. Nú er hann horf- inn yfir móðuna miklu til æðri máttarvalda, þar sem ég veit að honum verður vel tekið. Fyrstu kynni mín af þessum heiðursmanni voru er ég fyrir rúmum tuttugu árum, ungur maður, kom inn á heimili þeirra hjóna með yngri dótt- ur þeirra. Þau hjónin tóku mér strax afar vel og reyndust mér sem bestu foreldrar. Fyrir það er ég þeim ævinlega þakklátur. Borgþór er fæddur og uppalinn á Gijótnesi á Melrakkasléttu. Fæð- ingarstaðurinn var alla tíð mjög ofarlega í huga hans og margar kvöldstundir sátum við og ræddum saman kosti og galla Gijótnesjarð- arinnar, sem hann taldi með betri bújörðum á landi hér með tilliti til dúntekju og veiðimennsku á árum áður. Um þetta vorum við ekki allt- af sammála, en eitt veit ég, að þetta var sá staður sem honum þótti sem vænst um. Þótt Borgþóri liði vel á Grjótnesi vissi hann að handan hæðarinnar biðu tækifærin. Það varð því úr að hann hélt til náms í Menntaskólann á Akureyri þar sem hann dvaldi í þijá vetur, en sökum fjárskorts lauk hann ekki námi þar. Hann hélt til Reykjavíkur og hóf nám utanskóla í Samvinnuskóla Reykjavíkur og lauk því með sóma á tveimur árum. Ekki lét Borgþór hér staðar numið. Hann vildi sjá hinn stóra heim og nema meira. Það varð því úr að hann hélt til Bretlands til fram- haldsnáms í verslunarfræðum. Þar dvaldi hann við nám og störf í eitt ár. Námsferill Borgþórs er kannski ekki langur á nútíma mælikvarða en fyrir rúmlega sjö áratugum hef- ur þetta þótt stórvirki fyrir fátækan bóndason af Sléttunni að taka sig upp frá æskustöðvunum og halda út í hinn stóra og harða heim. Þar kom fram aðalhæfileiki Borgþórs, sem var kjarkur og þor til þess að takast á við erfið verkefni. Eftir heimkbmuna starfaði hann fyrsta áratuginn við verslunarstörf, en stofnaði síðan sitt eigið fyrirtæki sem hann starfaði við á meðan heilsa og kraftar leyfðu. Þegar ég kom inn í líf þeirra hjóna höfðu þau byggt sér myndar- legt hús á Mánabraut 17 í Kópa- vogi. Þar sköpuðu þau sér fallegt og hlýlegi heimili sem gaman og gott var að koma á. Borgþór var Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfí í númer 5691181. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða • eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. mikið náttúrubam og naut þess að vera út í náttúrunni hvort heldur í fallega garðinum sínum heima, eða á sumarbústaðalandi sínu þar sem hann stundaði tijárækt af miklum eldmóð og var stoltur af. Borgþór var með eindæmum barngóður maður og voru það ófáar stundirnar sem barnabörnin dvöldu í góðu yfir- læti hjá afa og ömmu í Kópavogi. Á þeim stundum leið afa vel. Eg er þess fullviss að þau hugsa nú til afa síns með söknuði í bijósti og þakklæti í huga fyrir allar ánægju- stundirnar sem hann veitti þeim. Borgþór var víðlesinn maður og átti fjöldann allan af góðum bókum, hvort heldur það voru íslenskar bókmenntir eða erlend fræðirit. Við lestur þessara bóka undi hann sér vel nú síðari árin. Síðustu tíu ævidagana dvaldi Borgþór á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og naut þar aðhlynn- ingar góðs hjúkrunarfólks, sem á svo sannarlega þakklæti skilið. Þetta var erfiður tími fyrir hann og fjölskyldu hans og var það yndis- legt að hann skildi kveðja þennan heim með eldri dóttur sína og börn- in hennar sér við hlið, fólkið sem hafði sinnt honum svo vel á erfiðum tíma. Þannig tel ég að hann hafi helst viljað hafa sína síðustu daga, umvafinn ástríkri fjölskyldu sinni. Borgþór minn, nú er komið að leiðarlokum, ég þakka samfylgdina sem var mér bæði ánægjuleg og þroskandi. Síðasta handtak okkar stundarfjóðung áður en þú kvaddir þetta jarðneska líf mun mér seint úr minni líða. Ég kveð þig með trega og veit að handan móðunnar miklu mun þér líða vel. Elsku Inga, börn og barnaböm, ég veit að söknuður ykkar er mikill, en minningin um góðan mann mun lifa með ykkur og lina þjáningar ykkar. Ég votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Þinn tengdasonur, Grétar Magnússon. Hér sit ég einn inni í herbergi og hugsa um símtalið sem ég fékk áðan. Ég bjóst svo sannarlega ekki við því að fá fréttir af því að hann afi minn væri búinn að yfirgefa þetta erfiða líf. Ég ákvað að reyna að vera sterkur en einhvernveginn flaug sú ákveðni út í veður og vind er ég fann tár renna niður kinnar mínar. Á þessu stutta augnabliki flugu hjá mér minningar af honum Borgþóri afa mínum er hann var að vinna inn í Byggi, uppi í sumar- bústað, segjandi sögur af Gijótnes- inu eða bara inni á Mánabrautinni kæru. Þær voru ekki ófáar næturn- ar sem ég eyddi með honum afa mínum og vaknaði síðan ekki sjald- an upp við ilminn af steiktu beikoni og eggjum, sem oftast einkenndi morgna með honum afa mínum. Mér finnst einhvern veginn eins og ég hafi svikið hann afa minn með því að hafa ekki verið heima hjá honum er hann kvaddi þennan hijálega heim og einnig það að geta ekki fylgt honum til grafar. Ég veit það hinsvegar mjög vel að hann afi minn hefði viljað að ég myndi klára mína dvöl hér úti og láta þetta ekkert á mig. Heimkom- an mun verða mér dálítið erfiður tími, vitandi það að ég muni ekki hitta hann Borgór afa minn við komuna. Ég á kannski dálítið erfitt með að tjá tilfinningar mínar til einhvers sem maður tók alltaf sem sjálfsagðum hlut, en núna geri ég mér grein fyrr því, að ég ber djúp- ar tilfinningar til hans og mun ég svo sannarlega sakna þess að hafa hann ekki til staðar. Ef þú heyrir til mín, afi minn, ætla ég að vona að þú hafir skilið sáttur við þennan heim og vona ég að þú vitir það að þú munt ávallt eiga sérstakan stað í hjarta mínu og ég mun sakna þín sárt. Ég mun ávallt vera þinn „Gijóti“! Ömmu Ingu og mömmu minni sendi ég mínar hinstu samúðar- kveðjur. Ég finn ótrúlega mikið til með ykkur og geri mér grein fyrir því að þið eigið erfiðan tíma fram- undan. Mamma mín, þú veist að hér úti átt þú son og ecuadorska fjölskyldu, sem stendur með ykkur öllum. Mér finnst ég ekki þurfa að segja fleiri orð að sinni en að lokum vil ég biðja bæn sem við biðjum oft hér í Ecuador og hefur huggað mig mikið að undanfömu. Guð: Veittu mér þá ró að sætta mig við alla þá hluti sem ég get ekki breytt. Veittu mér hugrekki til þess að breyta öllu því sem ég get breytt. Veittu mér visku til þess að greina á milli. Borgþór Björnsson, lengi lifi minning þín!! Borgþór Grétarsson í Ecuador. Elsku afi minn er dáinn. Mér fannst svo erfitt að skilja það þegar mamma mín sagði mér að hann afi í Kóp hefði kvatt þennan heim síð- astliðið fimmtudagskvöld. Efst í huga Borgþórs afa var Gijótnes, æskustöðvar hans, barnabörnin og sumarbústaðurinn.þangað sem hann fór í og gróðursetti tré. Afi hafði mjög gaman af að sýna okkur barnabömunum ljósmyndir frá þessum stöðum og hann gat enda- laust sagt okkur sögur frá þeim. Að ógleymdum myndunum sem hann málaði af þessum tveimur stöðum og finnst mér þær falleg- ustu myndir sem til eru frá Gijót- nesi og sumarbústaðnum. Heima í Gullsmáranum var afi alltaf klædd- ur í gráan blazer, hvíta skyrtu og einlitar buxur. Mér fannst alltaf svo mikil reisn yfir honum. Afi talaði mikið um Bretland og ekki að ástæðulausu, þar sem hann sem komungur maður dvaldi þar við nám og átti síðan viðskipti við þetta land allt sitt líf. Elsku afi minn, nú er sálin þín komin til mömmu þinnar og pabba sem þú talaðir svo mikið um upp á síðkastið. Nú líður þér vel. Blessuð sé minning þín, elsku afi minn. Amma mín, ég votta þér mína dýpstu samúð og megi góður guð styrkja þig í sorg þinni. Þín dótturdóttir, Inga Rún. Elsku afi, takk fyrir alla ástina, góðvildina og hamingjustundirnar sem þú gafst mér allt mitt líf. Afi: heimsborgari, sveitamaður og séntilmaður sem ávallt leist út eins og enskur aðalsmaður. Heiðar- legur, sterkur, hjartahlýr, hugaður, trúr og traustur. Aldrei sýndirðu nokkuð annað en gleði og góðvild, alltaf sama jafnaðargeðið. Gull af manni. Minningarnar: hlýjan, fróðleikur- inn, beikon og egg, te, National Geografic Society, ættfræði, Grjót- nes, klassísk tónlist, málaralistin, bólið hans afa, rólegheitin, arinn- inn, sumarbústaðurinn, trén þín, bækurnar, kontórinn, sögurnar... Afi, þú ert sú besta fyrirmynd sem ég get hugsað mér, ég elska þig og sakna meira en nokkurs annars. Þessar línur úr Hávamálum lýsa þér vel: , Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur ið sama en orðstír. Deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Þinn sonarsonur, vinur, samlista- maður og gijóti. Guðjón Þór. í dag verður afi minn, Borgþór Björnsson, borinn til grafar. Hann lést 4. júlí síðastliðinn eftir stutta Iegu á sjúkrahúsi. Það var á fallegu sumarkvöldi sem afi ákvað að kveðja þennan heim. Hann hafði nímri viku áður veikst skyndilega. Á þessum stutta tíma naut ég þeirra forréttinda að fá að vera hjá honum síðustu ævi- kvöldin. Það var ætíð gott að vera í ná- vist afa og ömmu á Mánabrautinni í Kópavogi. Þangað leituðum við barnabörnin í hlýju og kærleika. Andrúmsloftið var alltaf gott og andinn sem ríkti á heimilinu endur- speglaði samband þeirra, sem var alla tíð mjög gott. Afi hafði þann vana að gróður- setja tré í fallega garðinum sínum þegar barnabörnin fæddust hvert af öðru. í garðinum hans afa var farið í ýmsa leiki og stundum jafn- vel haldið í heilu útilegurnar með gamla hvíta tjaldið hans. Þegar þrekið var á þrotum hjá okkur var farið og skoðað hvað afi hafði fyrir stafni. Afi minn kallaði mig alltaf nafna sinn. Fylltist ég ávallt miklu stolti þegar hann ávarpaði mig þannig. Hann var alltaf tilbúinn til þess að leika við okkur barnabörnin, fræða okkur um tijárækt eða segja okkur frá heimaslóðum sínum, Gijótnesi. Einnig er mér ljúft að hugsa til allra stunda okkar afa í verslun hans Byggi. Þar unnum við saman og ræddum allt milli himins og jarð- ar. Persónuleiki afa míns var sér- staklega sterkur. Jákvæðni, bjart- sýni og hlýja voru með hans stærstu kostum. Hann var hávaxinn og myndarlegur maður. Hann stundaði íþróttir á sínum yngri árum, aðal- lega fijálsar íþróttir. Ég minnist afa við lestur heimsbókmennta, málandi málverk, hlúandi að garð- inum sínum eða sumarbústaðnum. Af honum geislaði lífskraftur til síðasta dags. Afa þótti alveg einstaklega vænt um barnabörnin sín og var hvert og eitt sérstakt í hans augum. Hann sýndi áhugamálum og námi barna- barna sinna mikinn áhuga. Eins ef eitthvað bjátaði á, þá var afi alltaf fyrstur til að hughreysta og vanda- málin urðu að engu er hann sló á léttari strengi. Sjálfur velti hann sér ekki upp úr óþarfa áhyggjum. Afi var á sínum yngri árum langt á undan sinni samtíð. Hann var bóndasonurinn sem braust til mennta og gerðist heimsborgari, tók hann til dæmis ástfóstri við Lundúnaborg. Þangað fór hann eins oft og færi gafst. Sagði hann eitt sinn við mig, að hann þekkti betur strætisvagnakerf rauðu vagnanna í Lundúnum en strætisvagnakerfið í Reykjavík. Hann klæddist bresk- um fötum og gekk með hatt og staf. Hann líktist helst breskum aðalsmanni. Vera hans í Bretlandi setti svip sinn á hann það sem eft- ir var ævinnar. Svo sterk voru áhrif- in að þjóðardrykkur Breta, te, varð uppáhaldsdrykkurinn minn í kring- um sjö ára aldur. Afi hafði sterk áhrif á þá sem umgengust hann. Kveðjustundin við afa á spítalan- um er ein sú erfiðasta sem ég hef upplifað. Það að fá að halda í hönd- ina á afa sínum síðustu andartökin eru forréttindi sem fáir fá að njóta. Síðasta stund Ingu, ömmu, með afa á spítalanum mun heldur aldrei líða mér úr minni. Þau áttu að baki rúm sextíu ár í ást, sátt og samlyndi. Á þeim árum eignuðust þau fjögur börn og níu barnabörn, sem nú þurfa að sjá á bak einstökum manni. Elsku amma mín, missir þinn er mikill. Þú hefur séð á bak ástríkum eiginmanni og vini til rúmlega sex- tíu ára. Og elsku mamma, þú hugs- aðir alltaf svo vel um afa og átt eftir að sakna hans mikið eins og amma, systkini þín og við barna- börnin. Elsku afi minn, takk fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti með þér. Þær munu aldrei líða mér úr minni. Sú von að eiga eftir að hitta þig aftur síðar, slær eilítið á mikinn söknuð. Þór Hauksson (nafni). Borgþóri Björnssyni kynntist ég fyrst er sonur okkar giftist dóttur hans Margréti. Borgþór var ákaf- lega virðulegur maður sem vakti strax athygli fyrir reisn sína og myndarskap og þegar maður fór að ræða við hann fann maður hvað hann var mjög fróður um menn og málefni enda verið mikið í viðskipta- lífinu og þar kynnst mörgum máls- metandi mönnum og á þá minntist hann líka oft við mig þegar við hitt- umst. Borgþór var aðallega í versl-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.