Morgunblaðið - 12.07.1996, Page 35

Morgunblaðið - 12.07.1996, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ1996 35 GUÐRÚN RAGNHEIÐUR RÖGNVALDSDÓTTIR LÍNDAL + Guðrún Ragn- heiður Rögn- valdsdóttir Líndal, húsfreyja í Reykja- vík, fæddist 16. júní 1915 í Hnausakoti í Miðfirði, V-Húna- vatnssýslu. Hún lést á öldrunar- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Landakoti, 2. júlí sl. Foreldrar Guð- rúnar Ragnheiðar voru Þorbjörg Guðmundsdóttir, húsfreyja í Hnausakoti, fædd 22. febrúar 1893 á Tröðum í Staðarsveit, Snæfellsnesi, dáin 19. desem- ber 1976 í Hafnarfirði, og Rögnvaldur Líndal Hjartarson, bóndi i Hnausakoti, fæddur 15. júlí 1876 á Hólmavík, dáinn 27. Þú kvaddir þennan heim á fögr- um sumardegi. „Komið þið út og njótið sum'arblíðunnar,“ hefðir þú sagt. Hversu oft vorum við ekki úti i náttúrunni með þér, bæði á sólar- og rigningardögum. Minn- ingarnar streyma fram. Þjórsárdalur; þú í útilegumanna- leik með okkur krökkunum, klappa Ljóma sem líka fékk að vera með, röltir með okkur fram á brún og horfðir á okkur að leik í ánni. Við komum að sjálfsögðu rennandi blaut til baka en þú tókst því með jafnaðargeði. Hversu marga göngutúra fórstu með okkur um bæinn? Klambra- tún, Hljómskálagarðurinn, styttur bæjarins; ævintýrastaðir sem þú ætíð varst tilbúin að sýna okkur. Bíltúrar á sunnudagsmorgnum. Leikir, glens og gleði og nestið góða á eftir. Utreiðartúrar; þú á Bleikaling og við krakkarnir til skiptis á Silfurtopp og Krumma. Litlar tær urðu oft kaldar og þá .var áð við heita lækinn, þær hitaðar í stígvél- unum og svo var hægt að halda af stað aftur. Þær eru óteljandi stundirnar sem við höfum eytt saman. Sem börnum fannst okkur sjálfsagt að fara oft í viku til „ömmu á Rauðó“. Sem fullorðin dáumst við að því hversu mikinn tíma þú hafðir alltaf fyrir okkur. Hann er dýrmætur í endurminningunni. Vegna veikinda þinna varstu í raun farin fyrr frá okkur. Sorgin hefur því komið smám saman en skellur ekki á okkur með fullum þunga núna. Við munum þig fyrir allt það sem þú varst okkur „amma á Rauðó“, sem alltaf var tilbúin að fá okkur í heimsókn, leika við og með okkur, spjalla og taka okk- ur sem fullorðnum einstaklingum. Þú átt þinn skerf í þroska okkar og sá skerfur lifir áfram þótt þú kveðjir þennan heim. Við trúum því að þér líði vel þar sem þú ert núna og þökkum því með gleði fyrir allar okkar góðu samveru- stundir. Hvíl þú í friði. Þin barnabörn, Eiríkur Almar, Ragnheiður Ýr og Haraldur Eyjar. Á síðasta andartakinu hættir sólin að hníga og flýpr í lausu lofti eins og brennandi skip í fjarlægum skýjum. Gullin rák brúar öldurnar og ég geng inn í endalaust sólarlagið og kem aldrei til baka. (S.H.) Þegar ég kveð vinkonu mína Guðrúnu Ragnheiði Rögnvalds- dóttur hinstu kveðju er sú kveðja blönduð gleði og trega. Gleði yfir desember 1920 í Hnausakoti. Fyrri eiginmaður Guðrúnar Ragnheið- ar var Jón Óskar Guðlaugsson, vél- stjóri í Reykjavík, fæddur 14. septem- ber 1915 í Garði, Gullbringusýslu, dá- inn 16. desember 1994. Þau skiidu. Sonur þeirra _ er Grétar Hreinn Ósk- arsson, verkfræðing- ur, fæddur 3. mars 1938. Siðari eigin- maður Guðrúnar Ragnheiðar er Eiríkur Elí Stefánsson, skrif- stofustjóri í Reykjavík, fæddur 19. júní 1921 í Haga, Gnúpveija- hreppi, Arnessýslu. Eiginkona Grétars Hreins er Ingibjörg Guðfinna Haraldsdóttir, gjald- keri og húsfreyja í Reykjavík, fædd 19. apríl 1942. _ Börn þeirra eru: Eiríkur Álmar, verkfræðingur í Bandaríkjun- um, fæddur 14. ágúst 1964; Ragnheiður Ýr, sjúkraþjálfari í Reykjavík, fædd 26. ágúst 1966, gift Ólafi Sverrissyni, verkfræðingi í Reykjavík, fæddur 27. mars 1965 í Reykja- vík, dóttir þeirra er Gríma Katrín, fædd 17. mars 1996; og Haraldur Eyjar, lögreglu- þjónn í Reykjavík, fæddur 24. mars 1969 í Reykjavík, kvænt- ur Mjöll Þórarinsdóttur, fædd 16. janúar 1970 á Isafirði, syn- ir þeirra eru Frosti, fæddur 29. janúar 1993, og Logi, fædd- ur 13. júni 1996. Utför Guðrúnar Ragnheiðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. því að nú er Ragna, eins og hún var alltaf kölluð, horfin til æðri og bjartari heima og laus við líkam- legt og andlegt böl sem Elli kerling lagði henni á herðar síðustu æviár- in. En treginn við burtför hennar er sár, því það er eins og tilveran sé daufari og litlausari þegar hún er horfin af sjónarsviðinu. Það er nú einu sinni svo að hver góður samferðamaður á sér sér- stakt hólf í hugskoti manns og við andlát ættingja eða vinar er eins og dyrnar að þessu hólfi opnist og minningarnar streyma fram án afláts. Eftir 45 ára kynni mín af Rögnu eru þessar minningar stór og dýrmætur sjóður sem gott er að orna sér við. Á yngri árum var ég ein af mörgum heimagöngunum á Rauðarárstíg 1 hjá Rögnu og Eiríki. Þessi fyrstu kynni þróuðust upp í vinskap sem aldrei rofnaði eða bar skugga á. Svipir úr slitr- óttu minningasafni leita á hugann við andlát Rögnu. Ég man hve hlý og alúðleg hún var i viðmóti en jafnframt var hún mjög glaðlynd, sannur gleðigjafi öllum þeim er voru í nálægð hennar. Efst í huga mér er sumarferða- lag sem Eiríkur og Ragna buðu okkur þrem vinkonum með sér í austur á Fljótsdalshérað á heima- slóðir mínar sumarið 1958. Eiríkur var bílstjórinn sem alltaf hafði á reiðum höndum sínar einstöku at- hugasemdir um það sem fyrir augu og eyru bar og þá sérstaklega um hætti fólks á Héraði. Ragna hló þá dillandi hlátri sem smitaði alla viðstadda. Þessir sumargestir urðu því fólki sem við heimsóttum ógleymanlegir. Þegar ég ber þetta ferðalag saman við sumarferðalög dagsins í dag, þegar sjálfsagt þykir að fara til erlendra landa og stranda í sum- arfrínu og njóta allra dásemda sem ferðamanninum stendur þar til boða, held ég að sumarfríið 1958 verði mér hugstæðara vegna þess að gleðin var ríkjandi frá fyrsta til síðasta dags. Fyrir mörgum árum sagði Ragna við mig, eftir að hafa lesið minningargrein sem ég hafði skrif- að. „Heyrðu vinkona, þú hefðir fátt svo fallegt að segja um mig ef þér hugkvæmdist að minnast mín látinnar." Ég svaraði henni á þá leið að hún hefði tvo mjög góða kosti sem væru eðalkostir góðrar manneskju; hún væri mikill barna- og dýravinur og að þetta tvennt lýsti vel sálarþroska hennar. Auk þess væri hún alltaf í forsvari fyr- ir þá sem minna mættu sín í líf- inu. Sjálf átti Ragna aðeins eitt barn, soninn Grétar Hrein, en hún átti alltaf ótalmörg uppáhaldsbörn, bæði börn vina og vandamanna og einnig börn sem ólust upp í ná- grenninu. Síðar komu þijú yndisleg barnabörn og á síðustu árum barnabarnabörn. Það var þessi hlýja útgeislun og glaðlegt viðmót sem laðaði börn og ungt fólk sér- staklega að henni. Ragna var mjög lagin og natin við skepnur og hún var mikil hesta- kona. Bleikaling, mjög viljugan gæðing, átti hún lengi. Svo villtur var hann að á fárra færi var að ráða við hann, en mér fannst hann alltaf eins og lamb þegar hún var annars vegar. Ragna átti oftast kanarífugla og gaman var að fylgj- ast með þegar hún hleypti þeim út úr búrinu. Þegar átti að hýsa þá kallaði hún til þeirra svo maður gat ímyndað sér að hún kynni fuglamál því þeir komu og settust á öxl hennar eða útrétta hönd. Minnisstætt er mér þegar sonur minn á fermingaraldri fann slasað- an snjótittling nálægt hesthúsum Fáks og bjargaði honum úr hönd- um hestamanns sem ætlaði að af- lífa hann. Með fuglinn kom hann heim og hringdi í Rögnu sem kom eftir skamma stund ásamt Eiríki og ekið var af stað með fuglinn í vondri færð og leiðindaveðri í leit að dýralækni sem hafði aðsetur uppi í Mosfellssveit. Þegar gert hafði verið að sárum fuglsins tók Ragna hann í fóstur þar til hann var gróinn sára sinna, en þá fór hún með hann á þær slóðir sem hann fannst á. Ragna var gædd góðum gáfum samfara miklum mannkostum. Hún var ljóðelsk og átti ekki erfítt með að koma saman vísu þó að hún flíkaði því ekki. Hún var trú- kona og leitandi í andlegum mál- um. Þó svo að við værum ekki allt- af samstíga í trúarskoðunum, fannst mér fróðlegt að fara í guðs- þjónustur hjá hinum ýmsu sértrú- arsöfnuðum með Rögnu, því hún var aldrei fordómafull, heldur hlýddi með opnum huga á boðskap- inn. Það sýndi hvert umburðar- lyndi hún hafði til að bera. Ragna var félagslynd, hún gladdist með glöðum og hryggðist með hrygg- um. Þær eru óteljandi ánægju- stundirnar á heimili Rögnu og Ei- ríks yfir spilum og spjalli sem koma upp í hugann á þessum tímamótum og verða seint fullþakkaðar. En nú eru þær að baki og Ragna tekur ekki oftar brosandi á móti gestum á heimili sínu. Minningin um þessa dýrðardaga fyrnast þó ekki þeim sem nutu þar fágætrar gestrisni. Ég er þess fullviss að það var vilji æðri máttarvalda að ævidögum Rögnu væri lokið og ég veit að önnur verkefni bíða hennar vafalaust, minnug ritningargrein- arinnar í Biblíunni. „Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig.“ Að leiðarlokum þakka ég Rögnu vinkonu allar samverustundir og bið henni blessunar Guðs á nýjum leiðum. Eiríkur minn, Grétar, Lóla og börn, Guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk á sorgarstundu. Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir. t Bróðir minn og mágur, INGÓLFUR AÐALBJARNARSON, lést á vistheimilinu Bjargi fimmtudaginn 11. júlí. Sigrún Aðalbjarnardóttir, Jón Pálmarsson. t Ástkær systir okkar og frænka, JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR, Efstasundi 11, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju mánu- daginn 15. júlí kl. 13.30. Fyrir systkina hönd og annarra vanda- manna, Ólína Ólafsdóttir Baldvin B. Sigurðsson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SÆMUNDSDÓTTIR frá Mið-Mörk, Vestur-Eyjafjöllum, Kirkjuhvoli, Hvolsveilr, verður jarðsungin frá Stóradalskirkju laugardaginn 13. júlí kl. 14.00. Sæmundur Sveinbjörnsson, Ragnhildur Ólafsdóttir, Sigurjón Sveinbjörnsson, Jóna Gerður Konráðsdóttir, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Ágúst Oddur Kjartansson, Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir, Karl S. Karlsson, Sigurbjörn Sveinbjörnsson, Sigurlín Sigurðardóttir, Guðmundur Sveinbjörnsson, Gísli Sveinbjörnsson, Hrafnhildur Sigurvinsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, Guðjón Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir okkar og mágur, KRISTJÁN ÞÓRARINN ÓLASON frá Isafirði, verður jarðsunginn frá (safjarðarkirkju laugardaginn 13. júlí kl. 14.00. Birgir Ólason, Jakob Ólason, Ásgeir Ólason, Guðmundur Ólason, Gunnar Pétur Ólason, Anna Jóna Ágústsdóttir, Eygló Eymundsdóttir, Torfhildur Jóhannesdóttir, Stefanía Sigurðardóttir, Kristin Jónsdóttir, Jens Markússon og aðrir aðstandendur. t Þökkum aðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS GUÐFINNSSONAR, Smáratúni 2, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Kumb- aravogi og Ljósheimum. Kristin Benediktsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Oddbjörg Inga Jónsdóttir, Einar Ársæll Sumarliðason, Guðfinnur Jónsson, Helga Dagmar Emilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför míns ást- kæra eiginmanns, föður okkar og tengdaföður, ELÍASAR MAGNÚSAR FINNBOGASONAR, Grundargötu 16, Grundarfirði. Petrea Guðný Pálsdóttir, Steinbjörg Eliasdóttir, Guðný Elíasdóttir, Páll G. Elíasson, Margrét Eliasdóttir, Elín Katla Elíasdóttir, Finnbogi Elíasson, Kjartan Elíasson, Arni Eiríksson, Ólafur Æ. Jónsson, Þorkell P. Ólafsson, Steinar Helgason, Sigurlaug J. Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.