Morgunblaðið - 23.07.1996, Síða 19

Morgunblaðið - 23.07.1996, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 19 Á NÁMSSKRÁ The Commedia School í Danmörku er tveggja mánaða trúðanámskeið, sem að sögn Elvars Loga Hannessonar, sem stundar nám við skólann, var erfiðasta námskeiðið á síðasta námsári. Uppistaðan i skólanum er suður-evrópskt leikhús og nám- ið tekur tvö ár. „Þetta er eini skólinn í Evrópu um þessar mundir sem leggur áherslu á greinar eins og Comme- dia dell’arte, Kabarett, Tragidíu og svo framvegis," segir Elvar Logi, en i skólanum eru alls kennd níu svið leiklistarhefðarinnar. Nemendur eru fimmtán talsins og eru víðsvegar að úr veröldinni. Auk Elvars er annar íslenskur nemi sem heitir Róbert Snorrason. „Við enduðum fyrsta námsárið á tveggja mánaða trúðafræðum, en á undan því fengum við þjálfun í persónusköpun, grímugerð og Að gefnu tilefni ÞESS misskilnings hefur gætt í fjölmiðlum í kjölfar frumsýningar Leikfélags ís- lands á Stone Free, eftir Jim Cartwright, að leiklistar- gagnrýnandi blaðsins, Sveinn Haraldsson, hafi byggt leik- dóm sinn um verkið á lokaæf- ingu, en ekki frumsýningu. Morgunblaðið vill leiðrétta þennan misskilning og skýra um leið hver vinnubrögð leik- listargagnrýnenda eru. Gagn- íýnandi fylgist með aðal- æfingu og jafnvel fleiri æf- ingum fyrir frumsýningu leikhússverks. Þannig er hann kunnugur verkinu, þeg- ar að frumsýningu dregur. Leikdómurinn er svo skrifað- ur beint í kjölfar frumsýning- ar, hann birtur í Morgunblað- inu daginn eftir og gildir um þá sýningu eina. Sú stað- reynd að ákveðnum upplýs- ingum um texta verksins og umgjörð leiksins er safnað saman fyrir frumsýningar- kvöld hefur engin áhrif á lokadóm. Ritstj. Nýjar bækur • ÚT ER komin íslenski hestur- inn - litir og litbrigði. I henni eru 85 ljós- myndir sem sýna jafnmarga liti og litbrigði íslenska hests- ins. Friðþjófur Þorkelsson, Ijósmyndari og gæðingadómari í Mosfellsbæ, hefur fundið hesta sem bera þessa liti og myndað þá. Myndirnar sýna hestana í ís- lensku um- hverfi. Sigurður A. Magnússon rekur í formála sögu og sér- kenni íslenska hestsins, lit hans, ætt og uppruna. For- málinn er prýddur fjölmörgum ljósmyndum Friðþjófs. Báðir eru þeir Friðþjófur og Sigurður reyndir hestamenn og hafa áður komið við sögu útgáfu bóka um íslenska hestinn. Formáli Sigurðar og mynda- textar bókarinanr eru á fjórum tungumálum: íslensku, dönsku, ensku og þýsku. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 133 bls., íhandhægu broti, innbundin ogprentuð íprent- smiðjunni Odda. Verð 1.980 kr. Friðþjófur Þorkelsson Sigurður A. Magnússon Trúðslæti erfíðasta námsgreinin sögumonnsku. Þegar trúðanám- skeiðinu lauk fórum við á leiklist- arhátið í Eistlandi og sýndum af- raksturinn á klukkustundarlangri trúðasýningu," segir Elvar Logi. „Góður trúður þarf að hafa persón- una á hreinu jafnt sem söguna, en það tekur mörg ár að ná góðri leikni í trúðatækni. Það kom mér á óvart hve mikið púl þetta er,“ segir Elvar Logi. „Sérstaða trúðs- ins innan leiklistarinnar liggur í því að hann þarf að geta sungið, leikið, spilað á mörg hljóðfæri og svo verður hann að hafa fulla sljórn á umhverfinu um leið og hann á að láta eins og tveggja ára gamalt barn,“ segir Elvar Logi og bætir því við að trúðurinn sé lægst setti þegninn í persónugalleríi leik- listarinnar. Elvar Logi ákvað að fara í skól- ann þegar hann sá bækling hjá samnemanda sínum í Fjölbrauta- skólanum í Ármúla. „Mér fannst þetta spennandi og sá að þetta var nokkuð sem ég hafði ekki áður reynt.“ Inntökuskilyrðin eru að sögn Elvars Loga ekki ströng, en hann flaug til Danmerkur og fór í viðtal. „Síðan fékk ég jákvætt svar og demdi mér í þetta. Skóiagjöldin eru ekki ýkja há að mati Elvars Loga, en fyrir síð- asta námsár greiddi hann 250 þús- und krónur. Skólinn er einkarek- inn og fékk Elvar Logi ekki náms- lán í vetur, en mun fá lán fyrir seinna árinu. „Skólinn er að öðlast viðurkenningu um þessar mundir og hróður hans hefur aukist mikið ívetur." Hvernig bregst, fólk við þegar þú segist hafa verið að læra trúðs- læti í skóla? „Margir verða kindar- legir í framan og spyija hvort þetta þurfi að læra sérstaklega, en auðvitað er ekki við því að bú- ast að fólk fyllist lotningu svona fyrsta kastið." Ætlar Elvar Logi að innleiða nýjungar í islensku leikhúslífi að námi loknu? „Mér þætti áhugavert að vinna með grímur og vonandi mun þekking mín og áhugi nýtast í íslensku leikhúslífi." ELVAR Logi í hlutverki trúðsins Sebastíans. ^Verum rúmgóð hvort við annað - fáum okkur rúm frá Ingvari & Gylfa. JN/Iikið úrval af einstaklings- og hjóna- rúmum af öllum stærðum og gerðum. Fjölmargir möguleikar í dýnum; tvöfalt dýnukerfi, gormadýnur eða latexdýnur. lítið inn í Sjón er sögu ríkari - glæsilega verslun okkar að Grensásvegi 3, Reykjavík. auping rúmbotnarnir vinsælu passa í öll rúm, ný eða gömul. Ef endurnýjun stendur fyrir dyrum kynntu þér auping rúmbotnana, sem hægt er að hækka við höfða- og fótlag, ýmist loft- eða rafknúið. Úrval af dýnum, rúmfötum, auping heilsukoddum og rúmteppum. auping P ÓSTSENDUM Greiðslusamningar í BOÐI! Grensásvegi 3, 108 Reykjavík. Sími: 568 1144. Fax: 588 8144. .AN/S9

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.