Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUBAQUR 25. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Býrtil veiði- stjóm- kerfií Afríku BRYNHILDUR Davíðsdóttir visthagfræðingxir hefur verið ráðin til að taka þátt í vinnu sem miðar að því að móta tillögur um auðlindastýringu á Viktoríuvatni í Afríku. Verkið, sem er hluti af dokt- orsverkefni hennar, er styrkt af Alþjóðabankanum, FAO og ESB. Líffræðilegum fjölbreyti- leika Viktoríuvatns hefur ver- ið líkt við Galapagoseyjar. Til skamms tíma fundust þar um 300 tegundir af sömu ætt fiska. A síðustu 15-20 árum hafa 200 þeirra dáið út. Veiðistjórn í miklum ólestri Brynhildur sagði að vís- indamenn grunaði að þetta mætti rekja til þess að ný tegund, Nílarkarfi, var sett í vatnið í þeim tilgangi að auka afrakstur þess. Ofveiði ætti einnig hugsanlega þátt í þessu. Hún sagði að verkefn- ið væri að rannsaka hvað gerðist og búa til módel að veiðistjómkerfi á vatninu, en stjórn veiðanna er í miklum ólestri. Spurning væri hvort ætti að takmarka veiðar al- mennt og beita svæðislokun- um eða hvort ætti að auka veiðar á fullvöxnum Nílar- karfa. ■ 200 tegundir/8 FRETTIR ísafjarðarbær og félagsmálaráðherra undirrita samning Morgunblaðið/Sverrir LOGREGLAN í Reykjavík vaktar hús í Mjölnisholti þar sem sala og dreifing á fíkniefnum hefur farið fram. Setið um hús í Mjölnisholti Leitað á 10-20 manns á dag LOGREGLAN í Reykjavík hefur und- anfama daga leitað á öllum sem hafa lagt leið sína inn í hús eitt í Mjölnis- holti þar sem sala á fíkniefnum hefur farið fram. Geir Jón Þórisson aðai- varðstjóri segir að ieitað sé á öllum sem fara inn í húsið og koma út úr því. „Það er fíkniefnafólk sem venur komur sínar í þetta hús. Þarna er bæði rafmagns- og heitavatnslaust og þetta er ekki mannabústaður," sagði Geir Jón. Aðgerðir lögregiunnar hafa staðið yfir frá því á föstudag og verður haldið áfram í ótilgreindan tíma. Geir Jón segir að þetta sé þekkt fíkni- efnabæli. Hann segir að leita hafí þurft á fólki 15-20 sinnum á dag og sumum oftar en einu sinni. „Það er frekar lítið sem hefur fundist af fíkni- efnum enda vita menn að það þýðir ekkert að vera að bera efnin inn eða út. Þó hefur fundist eitthvað af efn- um,“ segir Geir Jón. Hann segir að þeir sem komi í húsið séu margir „góðkunningjar“ lögreglunnar en einnig hafi borið á því að ungt fólk, einkum ungar stúlk- ur, hafí komið þangað. Ekki er vitað hve margir búa í húsinu. Flóttamennirnir koma til landsins á sunnudag ísafirdi. Morgunblaðið. FLÓTTAMENNIRNIR þrjátíu og tveir, sem forsvarsmenn ísafjarðar- bæjar hafa boðið til búsetu á ísafirði, eru væntanlegir til bæjarins aðfara- nótt næstkomandi sunnudags. Um er að ræða fimmtán fullorðna ein- staklinga og sautján börn sem skipt- ast í sjö fjölskyldur. Að sögn Sigríðar Hrannar Elías- dóttur hjá Svæðisskrifstofu Rauða krossins á ísafírði, hafa ísfirðingar verið mjög jákvæðir gagnvart komu flóttamannanna. „Flóttafólkið legg- ur af stað frá Belgrad snemma á laugardag og flýgur til Frankfurt í Þýskalandi. Þar mun Jón Tynes, fé- lagsmálastjóri ísafjarðarbæjar, taka á móti fólkinu og verða því samferða alla leið til ísafjarðar. Fólkið þarf að dvelja í níu klukkustundir á flug- vellinum í Frankfurt en þaðan mun það fljúga með flugfélaginu Atlanta til Keflavíkur. Síðan fer fólkið beint upp í flúgvél íslandsflugs og áætluð lending á ísafjarðarflugvelli er á milli klukkan eitt og tvö aðfaranótt sunnudagsins," sagði hún. Njóta allrar þjónustu Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri ísafjarðar, skrifuðu í gær undir samning milli ráðuneytisins og Isafjarðarbæjar vegna komu flóttamannanna. í samningnum er Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra skoðar íbúðir sem ætlaðar eru flóttamönnunum sem væntanlegir eru á sunnudag. gengið út frá því að flóttamennirnir njóti samskonar félags- og heil- brigðisþjónustu og aðrir íbúar sveit- arfélagsins. ísafjarðarbær mun um eins árs skeið leggja fólkinu til íbúðarhús- næði og rekstrarkostnað þess, stofn- kostnað og fastagjald síma og fram- færslueyri í samræmi við reglur bæjarins. Einnig mun ísafjarðarbær hlutast til um atvinnumiðlun, skóla- göngu barna, íslenskukennslu, fé- lagsráðgjöf og aðra félagslega þjón- ustu. í fjárhagsáætlun ísafjarðarbæjar vegna móttöku flóttamannanna er gert ráð fyrir að framfærslukostnað- ur þeirra verði 8,2 milljónir króna fyrsta árið. Kostnaður vegna húsa- leigu, raforku og hita er áætlaður rúmlega 5 milljónir króna, og gert er ráð fyrir að kostnaður vegna ís- lenskukennsiu verði 4,2 milljónir. Ríkissjóður mun greiða kostnað vegna komu flóttamannanna og veru þeirra hér á landi fyrsta árið. Heild- arkostnaður Isafjarðarbæjar er áætlaður rúmar 22 milljónir. Morgunblaðið/Þorkell LANGAR biðraðir myndast við vegabréfaskoðun í Leifsstöð ferðalöngum til mikillar gremju. Fríhöfnin missir tekjur vegna tafa við innritun og eftirlit Flugleiðir vilja fjölga borðum um nær helming FRÍHOFNIN á Keflavíkurflugvelli verður af umtalsverðum tekjum á álagstímum vegna tafa við innritun farþega, vegabréfsskoðun og vopna- leit, en að sögn Margrétar Hauks- dóttur hjá Flugleiðum og Gottskálks Olafssonar aðaldeildarstjóra Toll- gæslunnar á Keflavíkurflugvelli, er aðstöðuleysi í Leifsstöð um að kenna. Þeirra mat er að fjölga þyrfti inn- ritunarborðum í Leifsstöð til að kom- ast hjá þeim flöskuhálsi, sem mynd- ast daglega yfír háannatímann, auk þess sem bæta þyrfti við afgreiðslu- línum við vegabréfaskoðun og vopnaleit. „Við hjá Flugleiðum höfum trú á því að laga megi ástandið með því að fjölga innritunarborðum. Tillaga þess efnis liggur nú á borði utanrík- isráðuneytisins, sem þarf að gefa samþykki fyrir öllum breytingum á flugstöðvarsvæðinu," segir Margrét, en tillagan gerir ráð fyrir fjölgun borða úr 14 í 24 talsins. „Eins og gefur að skilja, erum við mjög ósátt við þetta eins og er enda býður þetta aðeins upp á biðraðir og óþægindi fyrir farþega. Því fyrr sem leyfi fæst fyrir fjölgun borða, því betra. Það er í raun ótrúlegt hvað fólk sýnir mikla stillingu. Einnig höfum við orðið vör við að margir hafa nýtt sér svokallaða flýtiinnritun, sem boðið hefur verið upp á frá Scandic- hótelunum síðustu mánuði.“ eins og þær væru í dag, leyfðu ekki hraðari afgreiðslu. Tollgæsian gæti ekki, þrátt fyrir mikið álag, Ieyft sér að slaka á öryggiskröfum. Númer eitt væri að ná farþegunum í gegn áður en röskun á brottfarartíma þyrfti að koma til, en dæmi væru um allt að 1.200-1.300 farþega, sem farið hefðu í gegn á þremur korter- um. Gottskálk segir það vera dýran kost að fjölga vopnaleitarkerfum. Hins vegar væri gert ráð fyrir tals- verðum breytingum til batnaðar samfara Schengen-aðild árið 1998. Eitt vegabréfahlið hefur aldrei verið notað Gottskálk sagði að aðstæðurnar, Aðeins tvö vopnaleitartæki eru í notkun í Leifsstöð og aðeins tvö vegabréfahlið eru að jafnaði opin ef fleiri en 350 farþegar eiga brottför á sama klukkutímanum, að sögn Gottskálks, annars bara eitt. Þriðja hliðið, sem til staðar er, hefur aldrei verið tekið í notkun frá opnun flug- stöðvarinnar. Guðmundur Karl Jónsson, forstjóri Fríhafnarinnar, segir erfitt að meta tekjutap Fríhafnarinnar sökum þessa. Ljóst væri að biðraðir, sem sköpuðust iðulega á neðri hæð flug- stöðvarbyggingarinnar, kæmi iðu- lega niður á þeim tíma, sem farþegar hefðu ráðgert í fríhafnarverslun, þrátt fyrir að hafa mætt með góðum fyrirvara í flugstöðina. Fríhöfnin verður/29 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.