Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 15 LANDIÐ FRAMLEIÐENDUR sjónvarpsþáttanna ásamt íslenskum viðmæl- endum sínum. Frá vinstri eru Jón Kjartansson hljóðmaður, Ein- ar Bragason, Andrew Cochran og Fred MacDonald myndatöku- maður. Kanadískir sjónvarpsmenn Islensk alnets- þjónusta kynnt Hveragerði - Framleiðendur sjón- varpsþáttanna Live on the Internet voru staddir í Hveragerði á dögun- um þar sem þeir gerðu hálftíma langan þátt um fyrirtækið Smart Net, sem er alnetsþjónusta í eigu Einars Bragasonar. Þættirnir Live on the Internet hafa verið gerðir í Kanada und- anfarin tvö ár og sýndir í Kanada, Bandaríkjunum og Kóreu. Markmið- ið með þáttunum er að kynna mann- legu hliðina á alnetinu og sýna að það sé meira en vélar og tæki því athyglisvert fólk um allan heim sé að gera áhugaverða hluti með að- stoð alnetsins, eins og Kanadamenn- irnir komust að orði. , Andrew Cochran framleiðandi þáttanna sagði að Smart Net væri fyrsta fyrirtækið á Norðurlöndum sem fengi umfjöllun í þáttunum. Tilgangurinn með komunni hingað væri að sýna hvernig einstaklingar geti skapað sér atvinnu með aðstoð alnetsins á jafn afskekktum stöðum og íslandi og hvernig íslendingar tengjast umheiminum gegnum net- ið. Smart Net þótti ekki síst áhuga- vert fyrir að meirihluti þeirra 50 þúsund netheimsókna, sem fyrir- tækið fær á dag, koma erlendis frá. Því má segja að Smart Net flytji út upplýsingar í stað þess að vera einungis einstefnugata íslendinga í átt, að umheiminum. Húsavík - Ferðamálafélag Húsa- víkur ásamt ferðaþjónustuaðilum og fyrirtækjum á Húsavík hefur áformað að efna til mannfagnaða um þrjár helgar á þessu sumri og var sú fyrsta í júní - Mærudag- ar - um Jónsmessu. Um síðustu helgi fór fram önn- ur hátíðin undir kjörorðinu „Líf og fjör á Húsavik" og stóð sú hátíð í þrjá daga. Skipulögð dagskrá var frá morgni til kvölds og voru þátttak- endur fjölmargir, heimamenn og gestir í bænum. Keppni og sýning- ar voru af ýmsu tagi svo telja má að allir hafi getað fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Verslanirnar sýndu nýjustu tísku, fjalla-fröm- uðir sýndu sín farartæki sem voru hin glæsilegustu, en þurfa dijúg- an skammt af bensíni eða olíu. Mörg húsvísk fyrirtæki sýndu sína framleiðslu og buðu hana á sérstöku kjaraverði. Brunaliðið kynnti starfsemi sína og sýndi sín tæki og tól. Björgunarsveitin Garðar sýndi klif og kleif fimm Fjöldi gesta á Húsavík- urdögum hæða hús Kaupfélagsins. Boðið var upp á hestaleigu í Saltvík og farnar voru skemmtisiglingar um Skjálfanda. Keppt var í aflraunum og urðu Húsvíkingar að sætta sig við að vera sigraðir af aðkomumönnum. Gengið var um miðbæinn um lir stjórn Siguijóns Jóhannessonar, sem sagði sögu fyrri byggðar, gamalla húsa og ýmsu sem flestir viðstaddra höfðu ekki áður um heyrt. Á sunnudeginum messaði sókn- arpresturinn séra Sighvatur Karlsson uppi við Botnsvatn að viðstöddu fjölmenni í góðu veðri, á fallegum stað. Hátíðarhöldunum lauk svo með þátttöku í Landgræðsludegi Olís og Landgræðslunnar á Húsavík í Aðaldalshrauni, vestan flugvallar. Að lokinni gróðursetningu gæddu menn sér við leik og grillaðar pylsur. Þátttakendur þar hefðu mátt vera fleiri, því þar var þarft verk unnið. Sjáanlegur var árang- ur Landgræðslunnar í heftun sandfoks frá fjöru í botni Skjálf- andaflóa, sem fýkur yfir hið fagra Aðaldalshraun og mundi eyða gróðrinum ef ekkert væri að gert. Til hátíðarinnar komu brott- fluttir Húsvíkingar, sem hittu á sama stað gamla vini og kunn- ingja, áttu við þá samræður og upprifjun góðra minninga. Framkvæmdanefnd hátiðanna skipa Arnfríður Aðalsteinsdóttir, Guðlaug Gísladóttir og Þórður Höskuldsson. Morgunblaðið/Silli ÞAÐ var messað undir berum himni við Botnsvatn við Húsavík um síðustu helgi og fjölmenni hlýddi á sr. Sighvat Kai’lsson sóknarprest. Sautján Herradeild Reiss jakkaföt áður 25.900 nú 9.900 Limehouse jakkaföt éður 18.800 nú 9.900 OBVIOUS jakkaföt m/vesti áður 35.900 nú 19.900 Charly's jakkaföt m/vesti áður 32.900 nú 19.900 Skyrtur áður áður 2.900 nú 990 Pólóskyrtur áður 3.900 nú 990 Diesel bolir áður 3.900 nú 1.900 Diesel jakkar áður 8.000 nú 3.900 Eddy's jakkar áður 9.900 nú 5.900 Everlast gallar 2.900 Bindi 2.900—3.900 nú 1,900 Skór allt að 40% afsláttur □ömudeild Dragtir Stakir flnni jakkar Dragtir Jakkaföt áður 16.900 éður 12.900 óður 17.800 áður 19.800 nú 9.900 nú 7.900 nú 10.900 nú 11.900 Skódeild - ný deild! DESTROY ökklaskór éður 7.900 nú 4.900 DESTR0Y sandalar áður 5.600 nú 3.900 Sandalar áður 5,500 nú 2.900 Fínni skór áður 6.900 nú 4.900 Klossar aðeins 2.900 Riders hælaskór áður 6.900 nú 2.900 DESTROY stígvél áður 10.900 nú 4.900 DESTROY reimaðir ökklaskór áður 8.900 nú 5.900 Afgangar og stök pör frá 1.900 Snyrtivörudeild 20—50% afsláttur af undirfatnaðir og sundfatnaði 10—20% afsláttur af sokkum 20—50% afsláttur af töskum 10% afsláttur af snyrtivörum 10—30% afsláttur af sólgleraugum Klútar frá 390 WARNER'S — PANACHE — BALLET — MAIDENFORM — BJORN BORG — 0R0BLU — HANES — HUE ■ihH □pnunartími þessa helgi Laugaveginum: Im.'kl. 10-20 Fös. kl. 10—13 Lau. kl. 10—16 Sun.kl. 13-^TYfr. VERIÐ VELKOMIN Kringlunni, s. 568 9017. Laugavegi, s. 511 1717. Útsölumarkaður í kjallaranum Allt á 990, ótrúlegt! Cafe 17 Girnílegur kjúklingaréttur með Cous cous aðeins 350 Frítt kaffi í dag. K00KAI - MORGAIII - STICKY FINGERS - DIESEL 30—50% afslóttur Blússur áður 5.900 Þykkir bolir áður 4.900 Þunnir bolir áður 1.990 Stakar ffnni buxur áður 6.900 Gallabuxur áður 4.900 Rifla flauelsbuxur áður 4.900 Everlast iþróttagallar nú 2.900 nú 1.900 nú 990 nú 3.900 nú 2.900 nú 2.900 nú 2.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.