Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Kristín Alda Jónsdóttir fæddist á Siglufirði 19. april 1931. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Stefanía Guðrún Stefáns- dóttir, f. 14.7. 1890, d. 1.5. 1936, og Jón Kristjánsson, fv. rafveitusljóri á Siglufirði, f. 21.4. 1890, d. 27.6. 1969. Alsystkini Kristínar voru Sæmundur, Hulda, Bára, látin, Ægir, látinn, Gústaf, lát- inn, Laufey Alda, lést nokkurra mánaða, Sigurlaug og Björgvin Dalmann. Hálfsystkini Kristín- ar, börn Jóns og Önnu Sig- mundsdóttur, eru Páll, lést fimm daga gamall, Erling Þór og Edda. 26. desember 1950 giftist Það var heldur ónotaleg tilfinn- ing 14. júlí sl. þegar konan mín hringdi frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur og sagði: Hún mamma er látin. Andlát hennar bar mjög brátt að, þá fóru minningamar að hrannast upp. Langar mig nú að minnast hennar með örfáum línum. Frá því að ég kom í fjölskylduna var mér vel tekið, oft hef ég hugs- að hvað ég var lánsamur að eiga Kristín eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðjóni Frimanns- syni, f. 22.11. 1928. Börn hans og Krist- ínar eru: 1) Dreng- ur, lést í fæðingu 30.11. 1951. 2) Helga, f. 29.11. 1952, maki Grímur Jón Grímsson, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 3) Reynir Ómar, f. 9.3. 1954, maki Vilborg Stefánsdóttir, þau eiga þijú börn. 4) Þorbjörg, f. 16.7. 1955, maki Gunnar Guðjónsson, þau eiga þijá syni. 5) Frímann Elvar, f. 26.2. 1960, maki Guðrún Lilja Rúnarsdóttir, þau eiga þijá syni. 6) Guðbjörn, f. 4.3. 1964. Útför Kristínar Öldu verður gerð frá Þjóðkirkjunni í Hafn- arfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. hana sem tengdamóður og vil ég þakka henni fyrir alla aðstoðina sem hún og Gaui veittu okkur. Það var á afmælisdegi sonar okkar sem við sáumst síðast. Þá fórum við í kaffi til Stínu ömmu. Gaui afí var þá úti á landi. Hún var svo hress og dugleg, hún hafði tekið upp nokkra fótboltaleiki fyrir mig, Já, það var sama hvað maður bað Stínu ömmu um, alltaf var Stína tilbúin að rétta hjálparhönd. Gaui afi, ég veit að þú átt marga að, en engu að síður þá veistu að þú ert ávallt velkominn á Laugarás- veginn til okkar. En minning um góða konu mun ávallt fylgja þér. Gunnar Guðjónsson, Guðjón Hólm, Davíð og Fannar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífeins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verld var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fenp að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku amma. Það er með mjklum söknuði að við kveðjum þig. Öll áttum við með þér ljúfar og dýrmætar stundir, sem aldrei gleymast. í huga okkar áttu alltaf stað sem yndisleg amma og konan sem kenndi okkur svo margt. Elsku afi, við biðjum góðan guð að styrkja þig í sorginni. Guðjón, Grímur og Kristín Aida. Snemma á sunnudagsmorgun þegar Elvar frændi minn hringdi og sagði; hún mamma dó í nótt, þá varð mér að orði: Ég trúi því ekki; og ég trúi því varla enn. Hún Stína frænka farin svo snögglega á besta aldri frá okkur, á afmælis- degi móður sinnar, sem lést frá henni ungri. Ég sem ætlaði að hringja í hana á laugardaginn, en hætti við það og hugsaði, ég hringi frekar eftir helgina, af því við þurf- um að tala svo mikið saman og þá höfum við betra næði og tíma. Ég sem átti eftir að segja henni svo margt. Það leið varla sú vika að við töluðum ekki saman í síma,~ stundum daglega, eða oft á dag. Þú varst ekki bara Stína frænka, móðursystir mín, þú varst líka besta vinkona mín og trúnaðarvin- ur, þú komst sem slík inn í líf mitt eftir að ég hafði misst bestu vin- konu mína, á unga aldri. Þú varst kletturinn minn og ég gat alltaf leitað til þín, við áttum margt sam- eiginlegt og oft sagðir þú við mig: Þú ert alveg eins og ég, við erum svo líkar. Þú varst yndisleg eigin- kona, móðir, amma og langamma. Heimilið þitt var fallegt og ávallt snyrtilegt. Síðast þegar ég talaði við þig varstu að þvo kristalinn þinn, aldrei var ryk að finna hjá þér, allt svo fágað og fínt og fuílt borð af tertum kæmi maður í kaffí til þín. Það mæddi mikið á þér, sem sjómannskona þurftir þú að sjá um heimilið og uppeldi barnanna að miklu leyti ein og þér fórst það vel úr hendi því mannvænleg eru börn- in ykkar, þau sem lifa þig. Þú varst höfðingleg og gerðir allt með stæl. Ég vil þakka þér að þú komst í minn stað, á meðan ég var erlend- is nýverið að hafa stöðugt samband við foreldra mína á Siglufirði, og ég veit að þau minnast þín með hlýju og þakklæti, enda litu þau á þig sem hálfgerða fósturdóttur sína, þar sem þau tóku þig tíma- bundið inn á heimili sitt, þá unga og móðurlausa. Það er svo margt sem við áttum eftir að bralla saman og svo margt sem ég átti eftir að þakka þér fyrir, Stína mín, en það verður að bíða betri tíma. Hvað ég mun sakna þín. Elsku hjartans Gauji minn, þú hefur misst mikið og ég veit að það verður erfitt fyrir þig að hafa ekki Stínu þína lengur hjá þér, en minningin um góða konu er þó huggun harmi gegn. Elsku Gauji, Helga, Reynir, Obba, Elvar, Guð- björn og fjölskyldur, megi góður Guð græða sár ykkar fljótt og vel; og sólin fara að skína á ný í hjarta ykkar. Elva Guðbrandsdóttir. Á laugardaginn sátum við bræð- ur í góðu yfirlæti í Öldutúni hjá ömmu og afa og bauð amma okkur ís og fleira góðgæti, en á sunnudag- inn var amma horfin og kemur aldr- ei aftur. En við vitum að hún er nú hjá Guði og að henni líður vel þar. Hún amma var alltaf heima og alltaf tilbúin að taka á móti okkur. í eldhúsinu hennar ömmu var ein skúffan dótaskúffa og var þar allt- af til dót að leika sér með þegar við komum I heimsókn. Við bjuggum einu sinni á neðri hæðinni hjá ömmu og afa og var þá oft hlaupið upp og áttum við þar griðastað. Tii dæmis var gott að geta hlaupið upp til ömmu og borðað þar ef ekkert gott var í matinn hjá okkur. Amma bakaði bestu kleinur í heimi og fengum við oft sendar heim kleinur í boxi og þurfti stundum að fela boxið fyrir pabba svo hann kláraði ekki kleinurnar strax. Þegar amma bak- aði kleinur lagði kleinuilminn yfír skólalóðina og var þá freistandi að skreppa til hennar í frímínútum og næla sér í nokkrar. Elsku amraa, við þökkum þér fyrir hvað þú varst góð við okkur. Guð blessi minningu þína. Ásgeir Yngvi, Arnar Pálmi og Brynjar Smári Elvarssynir. KRISTÍN ALDA JÓNSDÓTTIR + Máney Krislj- ánsdóttir var fædd í Reykjavík 16. maí 1961. Hún lést 29. júní síðast- liðinn. Máney var dóttir hjónanna Rósu Kristínar Stefánsdóttur og Kristjáns Röðuls skálds. Þau eru bæðin látin. Máney giftist Garðari Hliðari Guðmundssyni, f. 16. maí 1962. Börn þeirra eru Sig- mundur Bjarki, f. 9. mars 1981, og Rósa Kristín, f. 24. október 1985. Útför Máneyjar fór fram frá Dómkirkjunni 11. júli. Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund, en lofaðu engan dag fyrir sólarlagsstund. (M. Joch.) Hversu oft erum við ekki minnt á fallvaltleika lífsins, en samt kemur dauðinn okkur alltaf jafnmikið á óvart. Ung kona, aðeins 35 ára og tveggja bama móðir, Máney Krist- jánsdóttir, er skyndilega burt kölluð, til fundar við Guð sinn. Það gerðist svo snöggt. Hún hafði fengið flogak- ast, sem leiddi hana til dauða. Mig langar að minnast hennar. Ég hef þekkt hana frá því að hún var bam, móðir hennar hét Rósa Kristín og var saumakona. Hún var dagfarsprúð og mjög vönduð kona, var vandvirk og skilaði verkum sín- um vel unnum. Það sást líka á telp- unni hennar, sem var alltaf svo fal- lega klædd. Faðir Máneyjar var Kristján Röð- uls, skáld. Þau voru ólík, foreldrar hennar, samt báru þau gæfu til þess að miðla því besta til dóttur sinnar. Þegar Máney átti að hefja skólagöngu, þá sjö ára gömul, kom mamma hennar til mín og spyr mig hvort ég geti haft litiu telpuna sína í smátíma, því að hún sjálf þurfti að fara í meðferð á Heilsuhælið í Hveragerði. Ég átti þá dóttur, jafn gamla Má- neyju, og reyndar fjög- ur börn önnur. Við bjuggum í litlu hús- næði, en samt var ekki hægt að neita þessu. Það, að sýna mér og fjölskyldu minni þvílíkt traust, var svo mikils virði. Svo kom áfallið, sem enginn átti von á. Rósa var fljótlega flutt á Landspítalann og lést þar, eftir stutta legu. Næstum daglega fór ég með Máneyju til hennar á spítalann, allt þar til hún kvaddi þennan heim. Þær stundir eru mér dýrmætar í minningunni. Þann vetur var Máney hjá okkur á daginn, en hjá pabba sínum um nætur og um helgar. Hún ólst því upp hjá föður sínum. Það myndaðist gott samband milli þeirra. Kristján Röðuls var sér- stakur persónuleiki, það fór ekki framhjá neinum, hver hann var, þá hann gekk um götur. Oft sá maður hann leiða Máneyju sér við hlið, og alltaf fannst mér hún líta upp til hans. Það var líka stutt í bros pabba hennar þá er við mætt- umst og tókum tal saman. Lengst af bjuggu þau í Bergsstaðastræti. Góðar vinkonur átti Máney í ná- grenninu á skólaárum sínum. Vil ég þar nefna Jóhönnu, sem bjó í sama húsi, Kristínu, dóttur mína á Nönnugötu, og Sólveigu á Baldurs- götu. Eg veit að þær minnast henn- ar allar með söknuði. Það var alltaf glatt í kringum hana, enda var hún bráðvel gefin og skemmtileg. Ég hef nú dvalið við minningar, þá er við þekktumst sem best. Nú tók alvara lífsins við. Máney kynnt- ist góðum pilti, Garðari H. Guð- mundssyni, ættuðum úr Dalasýslu. Þau giftu sig árið 1984. Heimili þeirra var hlýlegt og börnin þeirra tvö, Sigmundur Bjarki, 15 ára og Rósa Kristín, 10 ára, bera því vitni, að foreldrar þeirra önnuðust þau af alúð og kærleika. Það komu vegatálmar á leið þeirra, eins og stundum vill verða, og leiðir skildu. Ég átti langt samtal við Máneyju á 35 ára afmæli hennar 16. maí í vor. Þá sagði hún mér að þau Garð- ar ættu sama afmælisdag og að Rósa Kristín, dóttir þeirra, bæri svo mikla umhyggju fyrir pabba sínum að henni þætti slæmt að geta ekki líka verið hjá honum. Hún sagði mér líka að heilsan væri ekki nógu góð, en bömin sín vissu um þessi flogaköst og fylgdust vel með sér. I október sl. lést faðir Máneyjar, orðinn aldraður maður og lasburða. Það gladdi hana mjög að geta verið hjá honum síðustu stundimar. Það kom líka í ljós þá, hvað hún var dugleg við að sjá um útför hans. Henni tókst að ná sambandi við börn Kristjáns, en þau em fjögur á lífí, Stefanía, Björk, Lára og Þráinn, en látinn er Eriingur, sem lét eftir sig dóttur sem hún hafði einnig samband við. Stefanía og Björk hafa reynst Máneyju og bömum hennar mjög vel. Það mynduðust góð tengsí á milli þeirra. Mér er líka kunnugt um að systumar lögðu sig allar fram, ásamt bömum Máneyjar og Garðari, að gera útför hennar sem fallegasta. Ég bið Guð að launa þeim það og halda verndarhendi sinni yfír þeim og ijölskyldum þeirra. Ekki má gleyma Guðlaugu, móð- ursystur Máneyjar og fjölskyldu hennar. Þar átti hún gott skjól, bæði þegar hún missti móður sína og líka á allri sinni vegferð með börnin sín. Guðlaug saknar frænku sinnar mikið, á ábyggilega eftir að fylgjast með Sigmundi og Rósu. Vinkona Rósu sálugu, Margrét Að-' alsteinsdóttir, bjó í Bergsstaða- stræti þegar Máney var að alast upp. Hún leitaði oft til hennar og Margrét var alltaf tilbúin að rétta henni hjálparhönd. Það sást best við fermingu Sigmundar. Hún lét sig ekki vanta til þess að hjálpa til við allan undirbúning og gera daginn ánægjulegan fyrir drenginn og okk- ur öll sem komum í ferminguna. Ester, tengdamóðir Máneyjar og öll fjölskylda Garðars reyndust henni og börnunum alla tíð vel. Enn reynir á samheldni þeirra, Garðar hefur flutt suður og myndað heim- ili með börnunum sínum, Sigmundi Bjarka og Rósu Kristínu. Ég og fjölskylda mín sendum þeim einlægar samúðarkveðjur. Ég bið góðan Guð að vaka yfír velferð þeirra allra og að þau haldi uppi miningu móður sinnar í anda gleði og kær- leika og minnist orða frelsarans: „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.“ Guð blessi minningu Máneyjar Kristjánsdóttur. Petrína Kristín Steindórsdóttir. Við viljum með örfáum orðum kveðja tengdadóttur okkar, Má- neyju, í hinsta sinn. Við kynntumst Máneyju Krist- jánsdóttur árið ’80. Þá var hún kaupakona á Staðarfelli í Dölum og þar kynntist sonur okkar henni og þau felldu hugi saman. Máney var hrein og bein, sagði sína meiningu hvort sem manni líkaði betur eða ei, en var einnig blíð og góð og trygg, sannur vinur. Eftir að Máney og sonur okkar slitu samvistum kom hún alltaf til okkar og var hjá okkukr í sumarfríinu sínu, utan tvö sumur, enda vorum við flutt austur á Norðfjörð, en hjá okkur dvaldist hún í viku í sumar og fór suður + Birgir Steindórsson fæddist í Siglufirði 8. júlí 1950. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 9. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Siglu- fjarðarkirkju 16. maí. Mér er orða vant er ég minnist frænda míns Birgis Steindórssonar frá Siglufirði, sem er látinn langt um aldur fram aðeins 45 ára að aldri. Stuttri en erfiðri baráttu er lokið og þrautir á enda. Minningarnar hrannast upp frá því að ég var hjá Kiddu frænku á Sigló á sumrin og leit upp til þessa skemmtilega frænda sem ég átti þar og nennti að hafa mig, stelp- una, með þótt stutt væri í stríðnina. í seinni tíð var oft langt á milli samfunda okkar en alltaf var eins og við hefðum hist síðast í gær. Innilegt faðmlag og hlýtt viðmót einkenndi hann. Elsku Ásta, synir, tengdadóttir, mánudaginn 24. júní og andaðist laugardaginn 29. júní. Máney, það er margs að minn- ast, það var svo gaman að hafa þig, þú varst svo lífsglöð og kát. Það var gaman að heyra þig segja frá og gera grín að sjálfri þér, því það gerðirðu óspart. Bömin þín, Sigmundur Bjarki og Rósa Kristín, hafa misst mikið, við biðjum góðan Guð að styrkja þau og blessa. Garðar, við vonum að Guð verði með þér og þínum börnum og hjálpi þér að axla þessa ábyrgð sem hvílir nú á þér. Guð blessi minningu Máneyjar Kristjánsdóttur og hafðu þökk fyrir allt og allt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þínir tengdaforeldrar, Esther og Guðmundur. litla afastelpan Ásta Björk og Gunnar. Söknuðurinn er mikill en ég bið góðan guð að styrkja ykkur. Tíminn læknar, tíminn græðir, tár í kyrrþey mýkir lund. Lífsins innstu leyniþræðir, leiða huggun á þinn fund. (Brynjólfur Ingvarsson.) Kristín Árdal. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til biaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. I»að eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. MÁNEY KRISTJÁNSDÓTTIR BIRGIR STEINDÓRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.