Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 39 ' MORGUNBLAÐIÐ I I I I I I I I I I I I i I I I raunin. Ég held að ég fari ekki með rangt mál þegar ég fullyrði að miklu meiri tregðu gæti oft hjá leikhús- fólki að sýna verk eftir höfunda sem ekki fara troðnustu slóðir heldur en jafnvel hjá hinum almenna leikhús- gesti að láta teyma sig á eitthvað nýtt. Við íslendingar höfum verið duglegir að hæla sjálfum okkur af því að vera opnir fyrir nýjungum og margvíslegum menningar- straumum en sannleikurinn er sá að leikhús okkar, eins og reyndar leikhús flestra landa, er mjög sjálf- hverft, mér liggur við að segja sjálf- umglatt, og efniviður leiksýninga, verkin, leika þar ekkert aðalhlut- verk. Leikrit trufla minna þá sem ráða ferð leikhússins eftir því sem þau koma lengra að, annaðhvort að höfundurinn sé útlendur eða dauð- ur, helst hvorttveggja. En Guðmundur stóð aldrei einn í baráttu sinni við þursa leiklistar- innar. Kristbjörg Kjeld stóð alltaf eins og klettur við hlið manns síns, trúði á hann og óð eld fyrir hann. Ég var um langt skeið vitni að ástríku og nánu sambandi þeirra hjóna og samheldni í smáu og stóru. Heimili Kristbjargar og Guð- mundar hefur löngum verið glæsi- legt og smekklegt. Þótt telqur væru sjálfsagt ekki meiri en í meðalagi tókst þeim hjónum með ráðdeildarsemi og góðum smekk að búa einstaklega fallega um sig. Guðmundur hafði ótrúlega gott nef fyrir vönduðum hlutum. Hvort sem það var í antíkbúð við Porto- belio Road í London eða í viðskipt- um við indíána við upptök Amaz- on-fljóts, með lendaskýlu eina klæða, virtist Guðmundur alltaf ramba á það rétta og takast að ná í það á viðráðanlegu verði. Innsæi hans og útsjónarsemi hefðu au- Ijóslega getað nýst vel á öðrum sviðum en leikhússins ef hann hefði kosið sér annan starfsvett- vang. Guðmundur sagði mér á einni ferð okkar félaga um íjarlægar slóð- ir, að mig minnir eftir daglangan akstur þar sem við töluðum einung- is saman með því að fleygja fram frumsömdum málsháttum, að hann hefði ungur einsett sér að eiga ein- falt og auðvelt líf. Ég hló að þessu því að mér virtist líf hans vera allt annað en einfalt og auðvelt. En ég sá að honum var alvara og síðar varð mér Ijóst að með þessu átti hann við að það að hann sigldi af eðlislægri hagsýni ævinlega framhjá flókinni starfsábyrgð og skyldum sem hætta var á að legðu hömlur á skapandi starf hans því að það hafði alltaf forgang burtséð frá umbun umheimsins. Ég tel mig hafa þekkt Guðmund Steinsson vel. Við áttum afar margt sameiginlegt, áhugamál okkar og smekkur fóru oftar en ekki saman, konur okkar unnu saman og heimil- in hafa átt náið samneyti gegnum þykkt og þunnt um aldarfjórðungs skeið. Við ferðuðumst oft saman á leikskáldaþing víðs vegar um heim eða fórum kynnis- og skemmtiferðir hér heima eða erlendis, við bjuggum oft saman í hótelherbergjum, borð- uðum saman og fórum saman á leik- sýningar. Þótt ég leiti með logandi ljósi í huga mínum man ég aldrei eftir að okkur yrði sundurorða þótt HÁALEITIS APÓTEK Háaleitisbraut 68 VESTURBÆJAR I APÓTEK Melhaga 20-22 eru opin til kl. 22 -á- Næturafgreiðslu | eftir kl. 22 annast I Háaleitisapótek I MINNINGAR fáir mundu líklega segja að ég eða Guðmundur værum þeirrar gerðar sem ævinlega er sammála síðasta ræðumanni. Hann var hreinlyndur og traustur vinur, algerlega laus við hégóma og undirhyggju. Genginn er góður drengur og vit- ur. Við Helga og börn okkar öll þökkum honum samfylgdina. Krist- björgu, Þórunni, Jens og fjölskyld- unni allri sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu Guðmundar Steinssonar. Örnólfur Árnason. Ég kynntist Guðmundi Steinssyni fyrir tveimur árum, þegar hann kom til Krýsuvíkur til að kynna sér starf- semina þar, vegna leikrits sem hann var að skrifa og fjallaði meðal ann- ars um þau mál sem við erum að fást við í Krýsuvík. Guðmundur fékk strax mikinn áhuga á þeirri starfsemi sem fram fer í Krýsuvík. Hann dvaldi í Krýsu- vík um tíma til þess að fá frið og næði til að ljúka við leikritið Stakka- skipti. I Krýsuvík kynntumst við Guð- mundi sem hæglátum manni, með þægilega framkomu og laus við alla óþarfa tilgerð. Tengdist hann mörg- um heimilismönnum vinarböndum með einlægri umhyggjusemi sinni. Allir kunnu vel við Guðmund og þó virtist hann aldrei gera neitt til þess eins að þóknast öðrum. Guðmundur var margflókinn maður í einfaldleika sínum og engan vegjnn aðgengilegur hvetjum sem er. Það var eins og maður þyrfti að uppfylla einhver óáþreifanleg skilyrði til þess að fá að umgangast hann. Þetta gerði það að verkum að menn fundu til sín í návist hans. Samúð hans með þeim sem minna mega sín var mikil og vildi hann gjarnan gera sitt til að rétta hlut þeirra og var það helst tilfinning réttlætis, sem hann bar á torg. Aðrar tilfinningar hafði hann meira fyrir sig. Sjálfur átti ég margar góðar sam- verustundir með Guðmundi. Sér- staklega náðum við vel saman á okkar mörgu gönguferðum um svæðið og ræddum við þá oft mikið saman. Nærveru þessa heilsteypta manns, sem gat látið svo lítið fyrir sér fara, í því stórbrotna umhverfi sem Krýsuvík er, gaf fyrirheit um betra líf. Kristbjörgu, börnum og barna- börnum votta ég innilega samúð. Ég kveð góðan vin og ég veit að hans mun vera saknað. Martin Tausen Götuskeggi, forstöðumaður í Krýsvík. Þegar vinir manns deyja þá er erfitt að sætta sig við það að þar sem áður var opinn faðmur, ljóm- andi augu, er nú tómið. Reynslan kennir hinsvegar að síðar þegar þess er mest þörf birtast hughreyst- andi andlit þeirra fyrir hugskotsjón- um; í gleðskap þar sem þeir hefðu átt að vera er stundum eins og heyr- ist kunnuglegur hlátur; og jafnvel kann maður að standa sig að því að ræða við þá hástöfum þegar enginn annar er nærri. Þannig hverfa vinir aldrei alveg. Ég á mér þá von að á stundum sinnuleysis og efasemda komi Guð- mundur Steinsson til mín, með sitt ljúfa yfirbragð og ákefð í einlægum, alvarlegum augum, og áminni mig sem áður um þá ábyrgð sem fylgir því að vera maður. Við Jón og Dalla þökkum Guð- mundi samvistirnar. María Kristjánsdóttir. • Fleiri minningnrgreinar um Guðmund Steinsson bíða birting- ar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, DANÍEL GUÐMUNDSSON, vörubifreiðastjóri frá Vestmannaeyjum, Furugerði 17, Reykjavfk, sem lóst í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 19. júlí, verður jarðsunginn frá Aðventkirkj- unni í Reykjavík föstudaginn 26. júlí kl. 15.00. Marta Hjartardóttir, Hafdís Danfelsdóttir, Yngvi Ögmundsson, Guðbjartur Daníelsson, Lára Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarni Danfelsson, Jóhanna Kristinsdóttir, Daníel Guðni Daníelsson, Petrfna Sigurðardóttir, Hjörtur Kristján Danfelsson, Kristín Guidice. t Þökkum vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR THORODDSEIM, Tómasarhaga 32. Sérstaklega er þeim þakkað, sem veittu henni aðstoð og umönnun síðastliðin ár. María K. Tómasdóttir, Jón G. Tómasson, Sigurlaug E. Jóhannesdóttir, Sigurður Tómasson, Rannveig Gunnarsdóttir, Kristfn Tómasdóttir, Jóhannes Sigvaldason, Herdfs Tómasdóttir, Sigurður K. Oddsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför GUÐJÓNU BENEDIKTSDÓTTUR, Norður-Reykjum, Mosfellsbæ. Guðrún S. Jónsdóttir, Bjarni Sigurðsson, HaukurG. Jónsson, Erla Jónsdóttir, Sofffa Jónsdóttir, Sigurjón Ingason Guðlaug D. Jónsdóttir, Helgi Guðjónsson, Einar Jakobsson, Rúnar Jakobsson, Helga Rósa Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR, Úthaga 14, Selfossi, áðurtil heimilis á Oddhóli, Vestmannaeyjum. Magnúsfna Sæmundsdóttir, Friðrik Friðriksson, Sæmundur Sæmundsson, Anna Margrét Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR EIRÍKSDÓTTUR. Örn Ævarr Markússon, Halla Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, RAGNHEIÐAR HARALDSDÓTTUR, Melhaga, Gnúpverjahreppi. Guðlaugur Ólafsson, Sigrún Guðlaugsdóttir, Haraldur Guðlaugsson, Ólafur Guðlaugsson. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við,- andlát og útför HELGA J. JÓNSSONAR, Kópavogsbraut 1A. Elín Helgadóttir, Jón Björn Helgason, Kolbrún Gunnlaugsdóttir, Hilmar Þ. Helgason, Jón Eiríksson, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, stjúpmóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR G. BJÖRNSSON, Vesturgötu 54A, Reykjavík. Sérstakar þakkir til ferðafélaga hennar í Færeyjaferð Félags eldri borgara. Margrét Sveinsdóttir, Jakob Hálfdanarson, Hildur Hálfdanardóttir, Karl Karlsson, Hadda Hálfdanardóttir, Jón Hálfdanarson, Kristín Steinsdóttir, Þórný Björk Jakobsdóttir, Valdimar Reynisson, Jón Víðis Jakobsson, Hlynur Sveinn Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn Lokað verður í dag, fimmtudaginn 25. júlí, vegna jarðar- farar HRINGS JÓHANNESSONAR, listmálara. Gallerí Borg v/lngólfstorg. Lokað Vegna jarðarfarar HRINGS JÓHANNESSONAR, listmálara, verður Gallerí Fold lokað í dag frá kl. 13.00 til 15.00. Gallerí Fold, Rauðarárstíg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.