Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Kajakmót Flóka Vilgerðarsonar í V atnsfirði DAGANA 1.-5. ágúst næst- komandi verður hið árlega kajakmót Flóka Vilgerðarson- ar haldið við Flókalund í Vatns- firði. Hátíðin hefstkl. 12 fimmtudaginn 1. ágúst með svonefndri ferðakeppni sem einungis er ætluð reyndum kaj- aksiglurum. Daginn eftir kl. 19.30 verður stutt námskeið í félagabjörgun fyrir byijendur en það verður haldið við Flóka- laug. Síðar um kvöldið verður hátíðin síðan sett og verðlaun veitt fyrir ferðakeppnina. Snemma á laugardagsmorg- un verður róið út í úteyjar og sker. Um er að ræða skemmti- lega ferð sem tekur um fjórar klukkustundir. Siglt verður um Vatnsfjörð austanverðan og eyjar og sker á Breiðafirði. Ferð þessi er tilvalin til ljós- myndunar enda mikið dýralíf á svæðinu, bæði selir og fuglar auk mikillar náttúrufegurðar sem eriftt er að njóta með öðr- um hætti. Ferðin er öllum opin sem eru 12 ára og eldri og er sundkunnátta nauðsynleg. Klukkan 15 sama dag verður ferðin endurtekin og um kl. 23 verður varðeldur tendraður í fjörunni við Flókalund. Þar munu hetjur syngja saman og segja sögur af viðburðum dags- ins. A sunnudagsmorgni verður róið um Vatnsfjörð vestanverð- an, inn í botn og út að Bijáns- læk. Um er að ræða fjögurra klukkustunda ferð sem er opin öllum 12 ára og eldri. Klukkan 13 hefst síðan keppni á kajök- um. Keppt verður í ýmsum greinum, þar sem góða skapið verður í fyrirrúmi. í tilefni hátíðarinnar býður Hótel Flókalundur upp á sér- stakt gistitilboð, kr. 2.400 á mann í tveggja manna herbergi ef gist er í þijár nætur. Sér- stakur kajakmatseðill verður í boði alla helgina, sundlaugin verður opin og tjaldstæðið í Vatnsfirði er að sjálfsögðu öll- um opið. Nánari upplýsingar eru veittar í Hótel Flókalundi í síma 456-2011. ■ Siguijón J. Sigurðsson. DAGANA 1.-5. ágúst verður haldin fjögurra daga hátíð við Flóka- lund í Vatnsfirði, þar sem m.a. verður boðið upp á kajaksiglingar milli Breiðafjarðareyja. Síðasta helgi Daladaga SÍÐASTA helgi Daladaga er nú framundan, en undanfarnar vikur hefur þar verið í gangi fjölbreytt skemmtidagskrá; hestaþing, sögugöngur, fjöru- ferðir, dansleikir, siglingar, veiði, Laxdæluferðir og fleira. Dagskrá næstu helgar er að vanda fjölbreytt og má þar nefna að á föstudag kl. 17 verð- ur veitingatilboð og óvæntar uppákomur í Búðardal. A laug- ardag verður gengið um Fagra- dalsfjörur með leiðsögumanni kl. 10 og söguganga um Lauga- svæðið kl. 14. Einnig verður til sýnis í Búðardalsskóla kl. 13-17, fuglasafn, skjalasafn og valdir munir af byggðasafni Dalamanna á Laugum. Eyja- sigling verður kl 18 þar sem siglt verður frá Hjallanesi um eyjarnar í mynni Hvammsíjarð- ar og kl. 20 verður lautarferð í Villingadal á Skarðsströnd. A sunnudag verður kynnis- ferð um Saurbæ með leiðsögn, lagt af stað frá Skriðulandi kl. 13. Þá verður opið hús í Ólafsd- al kl. 15 í tilefni af 100 ára afmæli hússins, en þar var fyrsti bændaskóli íslands stofn- aður árið 1880. Báða dagana verður frítt í veiði í Ólafsdalsá. ^.^a^aiÍLjÍ^^-^FERÐAUPPLÝSíNGAR Ferðaþjónustan Húsafelli. Úrval sumarhúsa og smáhýsa fyrir hópa og einstaklinga. Tjaldstæði. Hestamenn ath. beitarhólf. Uppl. í sima 435-1377. Akureyri: Leigjum út 2-4 manna stúdíólbúðir með öllum búnaði. Opið allt árið. Stúdíóíbúðir, Strandgötu 13, Akureyri, sími 461-2035, fax 461-1227. Gistiheimilið Norðurfirð Svefnpokapláss, Uppbúin rúm.veitingar og tjaldstæði i grendinni. Sími 451-4060 HÓTKl. _____anmg Hótel Áning, Sauðárkróki leggur áherslu á fagmennsku í eldhúsi og sal. Lifandi tónlist fyrir matargesti og þægiieg stemming i koníaksstofunni við opinn arineld. Staðsett í hjarta bæjarins, spölkorn frá golfvellinum. Tialdstæði Ferðaþjónustan Húsafelli. Tjaldstæði, hestaleiga, gönguferðir með leiðsögn, veiðileyfi, verslun og bensínstöð. Uppl. í síma 435-1376. Ferjan Fagranes, (safirði 25.7. Aukaferð með bila kl. 21.00 frá ísafirði, frá Bæjum kl 23.00. 26.7. Frá Isafirði kl. 8.00. Isafjarðardjúp. Frá ísafirði kl. 14.00 Aðalvik - Isafjörður. Skemmtisigling í Vigur kl. 21.00. Söngur og dans. 28.7. Messuferð i Unaðsdal. Frá ísafiröi kl.10.00 viðkoma í Æðey. 29.7. Frá Isafirði kl 8.00 Aðalvik - Hornvík - Aðalvík - Isafjörður. 30.7. Frá Isafirði kl.8.00 ísafjarðardjúp. 1.8. Frá ísafirði kl 8.00 Aðalvík - Hornvík - Aðalvík - Isafjörður. 2.8. Frá Isafirði kl.8.00 Isafjarðardjúp. kl.14.00 Aðalvik - Isafjöröur. Meö Baldriyfir Breiðafiörð Frá Stykkishólmi kl. 10:00 og 16:30 Frá Brjánslæk kl. 13:00 og 19:30 Kynnið ykkur afsláttarkortin og sparið! FERJAN BALDUR Símar 4381120 í Stykkishólmi 456 2020 á Brjánslœk Tjald- og hjólhýsasvæðið á Laugarvatni býður fjölskyldur og ferðalanga velkomna I birkigrónar hlíðar Laugarvatnsfjalis. Heitt og kalt vatn, sturtur, útigrill, leiksvæði fyrir börn. Lágt gistigjald - allt innifalið. Uppl. í s. 486-1272 og 854-1976. Laugarvatn - fjölskyldustaður. "•^^mmmmmmmmm^mmmmmm Ævintýraferðir Á slóðum Sturlunga i Skagafirði Fylgdu slóðum hinna fornu hetja sem háðu eina afdrifaríkustu valdabaráttu Islands, hinn frægi Örlygstaðabardaga. Bjóðum einnig upp á hestaleigu alla daga vikunnar. HESTASPORT Ferðir með leiðsögn Reykjavík - Akureyri um Sprengisand mánudaga og fimmtudaga kl. 08.00 og Akureyri - Reykjavík um Kjalveg miðvikudaga og laugardaga kl. 08.30 Norðurleið-Landleiðir hf., simi 551-1145. Hestar Hestaleigan Reykjakoti í dalnum fyrir ofan Hveragerði Opið allt árið. 1-4 klst. og dagsferðir. Uppl. í símum 483-4462 og 896-6611, fax 483-4911 Símar 453-8021,453-5066 Ævintýrasiglingar um Breiðafjörð með skelveiði og smökkun. Fjölbreytt fuglalíf - lifandi leiðsögn - gisting á Hótel Eyjaferðum. Eyjaferðir, Stykkishólmi, simi 438-1450. PAPEY Draumaland ferðamannsins. Daglegar ferðir með Gisla í Papey. Ógleymanlegt ævintýri. Papeyjarferðir Djupavog.i s. 478-8183, og 478-8119. Bátaferðir - rafting í Skagafirði Skelltu þér í ævintýraferð sumarsins. Spennandi siglingar niður stórskorin jöklagljúfur Skagafjarðar. Við skipuleggjum ferðir eftir þínum óskum alla daga vikunnar. Ævintýraferðir Símar 453-5066, 854-6485. Skemmtilegur og krefjandi 9 holu- golfvöllur i fallegu umhverfi. Ferðaþjónustan Húsafelli. Uppl.fsíma 435-1377. Jöklaferðir Ævintýralegar vélsleðaferðir á Mýrdalsjökul. Opið alla daga. Tveggja tíma akstur frá Reykjavík. Uppl. í símum 568-8888 og 853-4444. Njóttu veðursældarinnar í Húsafellil Sundlaug, heitir pottar, vatnsrennibraut og gufuböð. Opið 10-22 alla daga. Sími 435-1377. /ptPAMm Hrútafirði • Opið frá kl. 8.00 - 25.30 Sími 451 1150 • Fax 451 1107 Fjölbreytilegir gistimöguleikar Sumarhús - svefnpokagisting - uppbúin rúm. Þjóðlegir réttir - spennandi réttir - skyndiréttir. Hótel Bláfell, sími 475-6770. Sól og veitingar allan daginn. Gisting, tjaldstæði, silunga- og laxveiði í Breiðdalsá, einnig sumarbústaðaleiga. Hótel Áning Golf og gisting. Gisting, morgunverður og kvöldverður og endalaust golf! Verð aðeins 5.900 á mann. Ferðaþjónustan Lónkoti Veitingahúsiö Sölvabar, Skagafirði Gisting, matur, kaffi, bar, golf, og ókeypis tjaldstæði. Sími 453-7432 Morgunblaðið/Silli I EINU hinna nýju herbergja Hótels Húsavíkur. Frá vinstri eru Björn Hólmgeirsson hóteleigandi, Magnús Oddsson, ferðamálasljóri og Páll Þór Jónsson, hóteleigandi. Hótel Húsavík stækkar Gönpuskór ÚTIVISTARBÚÐIN viö Umferðarmiðstöðina TÍU ný herbergi hafa nú bæst við Hótel Húsavík. Tvö þeirra eru sér- staklega hönnuð með tilliti til hreyfi- hamlaðra. í hótelinu eru nú 44 her- bergi með 85 rúmum svo það er betur búið til að mæta móttöku stórra rútuhópa og hafa auk þess laus herbergi fyrir aðra gesti. Tveir fullkomnir og vistlegir veit- ingasalir eru í hótelinu og er hægt að leggja á borð fyrir 2-300 manns í þeim stærði. Að auki er þriðji salur- inn notaður í viðlögum. Utlendir ferðamenn virðast á þessu sumri vera fyrr á ferðinni en oft áður, enda hafa veður verið mjög hagstæð. Bókanir fyrir sumarið eru mjög góðar á hótelunum í sýslunni, Reynihlíð, Laugum og Stóru-Tjörn- um. Frá Húsavík eru skipulagðar ferðir til hinna þjóðþekktu staða í nágrenninu, svo sem í Ásbyrgi, að Dettifossi og í Mývatnssveit auk fjallaferða um hálendið þegar það er opið til slíkra ferða. p 100 70 40 GB Sími: 551 9800 og 551 3072
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.