Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ1996 35 MÁLVERK Hrings Jóhannessonar, Kvöld við vatnið. 1985. Olía á striga. hugann við hans hinztu spor að þar færi maður á sjötugsaldri, enda var honum í ríku magni gefín sú for- vitni og lífsorka sem að öllum jafn- aði verður einna helzt fundin í tápmiklum börnum. Hringur var mikill átthagamaður og verður hann nú til moldar borinn í fæðingarsveit sinni, sem var hon- um gjöful uppspretta öndvegis- verka. Þangað hvarf hann hvert vor jafnskjótt og leiði gaf, og kom til. höfuðborgarinnar að hausti klyfjað- ur dýrum arði fágætrar töfrasjónar sinnar og alúðar. Lengi mun Hring- ur lifa í hugskoti vina sinna, vaskur og kvikur, augun frán og snör og með fádæmum glögg á kjarna þess sem fyrir þau bar — sem að sínu leyti var fijó trygging fyrir langlífí eðalborinna verka þessa vandvirka og ofurskyggna listamanns. Þorsteinn frá Hamri. Það hefur orðið brátt um tvo félaga mína úr Handíða- og mynd- listarskólanum, eins og skólinn hét er hann á árum áður var til húsa á efstu hæðinni á Laugavegi 118. Hörður Ingólfsson teiknikennari og íþróttafrömuður, sem varð bráð- kvaddur í Kaupmannahöfn fyrir skömmu, var samtíða mér fyrstu tvö árin. Hann var ákaflega góður og prúður félagi, en leiðir skildu að skólanum loknum vorið 1949 og áttu eftir að skarast óverulega eftir það. Minnist ég þess helst að hann var mjög upptekinn af hestamynd- um Ásgrims Jónssonar, einkum þar sem fólk er á flótta undan eldgosi, á meðan ég eftirgerði á sama tíma Modigliani og Picasso, svo þar hafði hann ótvírætt vinningin um þjóðleg- 'heit. Hringur Jóhannesson, sem blóð- krabbi lagði að velli á skömmum tíma, var hins vegar á fyrsta ári þegar ég framlengdi skólavistina um nokkra mánuði eftir áramótin 1950 og aðskildi einungis eitt mikið og grænt tjald, sem skifti stofunni bekkina, svo nálægðin var áþreifa- leg. Hann var þar í fríðum hópi listspíra og er þar Guðmundur Guð- mundsson (Erró) nafnkenndastur, en einnig má nefna Sigríði Björns- dóttur og Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá. Frá þeim tíma höfum við Hringur verið góðkunningjar og iðulega tekið tal saman meður því að báðir létum við á tímabili mikið að okkur kveða í félagsmálum myndlistarmanna og höfum alla tíð verið vel virkir á sýningavettvangi. Segja má, að Hringur hafi fetað einstigi í íslenzkri myndlist um myndefni einfaldra og óvæntra sjónarhorna, mikið til frá æskuslóð- um í Aðaldal í Þingeyjarsýslu. Hann bjó yfir mikilli og sérstæðri tækni, enda framúrskarandi teiknari að upplagi, vann myndir sínar mjög vel og eignaðist smátt og smátt stóran hóp aðdáenda, sem hélt tryggð við hann. Þó var lifibrauðið lengstum einnig kennsla við Mynd- listarskóla Reykjavíkur á vetuma og mun Hringur þá hafa málað minna, kannski teiknað meira og undirbúið næstu töm á æskuslóðun- um, og þannig séð var hann ramm- íslenzkur listamaður. Og þótt myndsviðið væri afmarkað var því fjarri að um einhæfni væri að ræða, því Hringur hafði sérstakt lag á að lifa sig inn í sín einföldu myndefni, er hann var svo fundvís á, sem er einmitt veigur og leyndardómur allrar sannrar listar. Hann var einn- ig mjög meðvitaður um erlenda núlistastrauma og studdi við bakið á ungu nýlistarfólki, þótt sjálfur væri hann mjög heimakær og fylgd- ist aðallega með heimslistinni úr fjarlægð. Hringur hélt þannig seint utan til útlanda til að kynna sér hana augliti til auglitis og t.d. fór hann i fýrsta skipti til Parísar á þessu ári og þá einungis í fímm daga ferð. En hann mun hafa verið mjög ánægður með ferðalagið og heimsborgina, kvaðst vilja fara aft- ur. Laust eftir hádegi á sólbjörtum degi í lok Listahátíðar átti ég erindi í Sparisjóðinn. Er ég geng upp Skólavörðustíg sé ég mann kvikan í fasi vinda sér út af Mokka kaffi í velþekktri sveiflu og stefna upp stíginn. Ég kenndi þar Hring Jó- hannesson og var hissa að sjá hann á hásumri, er maðurinn alla jafna heldur sig til norður í Aðaldal. Skyndilega og ósjálfrátt lítur hann við, sér mig og veifar glaðhlakka- legur til mín þarna spölkom neðan við homið á mótum Bergstaða- strætis, er hugsi eitt andartak, en snýr sér svo brosandi við og bíður mín. Við tökum tal saman og fór vel á með okkur enda fundurinn óvæntur. Þótti mér Hringur hafa elst síðan ég sá hann síðast og eitt- hvað þreytulegur, setti það þó ekki endilega í samband við veikindi, frekar að fólk eins og eldist i gegn- um vini sína og kunningja sem verða misoft á vegi þess, og breyt- ist sumt hratt er komið er á þetta aldursþrep. En áður en mér hug- kvæmdist að spyrja sérstaklega um líðan hans kemur maður yfir götuna og fór greitt. Var þar kominn Vil- hjálmur Bergsson, búsettur í Diisseldorf, og hækkaði á okkur risið enda skiljanlega ekki daglegt brauð að hitta á hann. Vilhjálmur hafði frá ýmsu markverðu að segja af ástandinu í listaborginni og Þýskalandi almennt, en svo segir hann og er mikið niðri fýrir: „Mikið er þetta fallegt listhús í gamla hús- inu þama“ og bendir í suðvestur. „Þú meinar Stöðlakot" segjum við og samsinnum honum. Við erum svo á fullu í listilegum skeggræðum er maður kemur upp stíginn og er hann sé okkur tekst hann á loft og verður eitt sólskinsbros. Var þar kominn Hreinn Friðfinnsson til langs tíma búsettur í Amsterdam og lagði nú til nýjan tón í samræð- urnar. Datt mér eitt andartak í hug, að hér hefði fyrir dularfulla skikkan skaparans og úr mörgum áttum rekist saman áhugaverður sýningarhópur, því allir værum við ólíkir að upplagi, en myndum þó koma út sem sterk heild. En það var ekki mikill tími til slíkra vanga- velta, því peningastofnunin beið óþolinmóð eftir afborgunum og vöxtum af skuldabréfi svo ég kvaddi hópinn. Það var á slíkri upphafinni sólskinsstund á sólardegi að ég sá Hring Jóhannesson síðast og þannig er við hæfi að að minnast þessa ágæta listamanns, í birtu og yl óvæntrar uppákomu og sjónarhorns á mannlífsvettvangi. Bragi Ásgeirsson. Júlímánður norður í Aðaldal er uppskerutími, ekki einungis bónd- ans og laxveiðimannsins, heldur einnig náttúruskoðandans. Skáld- konan Hulda, Þingejdngur sjálf, talar um „himinkyrrar aftanstund- ir“ þessarar árstíðar. Grösin á Laxárbökkum eru þá úr sér sprottin, þau teygja sig niður undir yfirborð vatnsins og hlykkjast taktfast þar sem strauma þyngir, dýjamosinn hefur fengið á sig sinn- epsgula slikju, silfurgráar mosa- breiðurnar sem sleikja innan rauð- brugðna gervigígana skarta um- komulausum grænjöxlum í roðnu lyngi. Hross hafa teiknað nýjan slóða umhverfis nokkur símuldrandi kaldavermsl, ferðalangur hefur misst rósóttan vettling milli þúfna, nokkrir heybaggar liggja ósóttir á túnjaðri. Allt merkir þetta eitthvað. Það vitum við nú, þökk sé Hringi Jóhannessyni listmálara. Hann beið þessa uppskerutíma og þessara ummerkja með óþreyju, hvort tveggja var hluti náttúrulegr- ar hringrásar sem hann gaum- gæfði, teiknaði og málaði frá því í byijun maí og fram í september á hveiju ári. Þegar vorið og Aðaldal- urinn kölluðu héldu honum engin bönd suður í Reykjavík, ekki einu sinni heimsviðburðir í myndlistinni, sem hann hafði þó helgað líf sitt. í miðju kafi við skrásetningu á sí- breytileika „regnblárra sumarland- anna“ sem ólu hann og mótuðu kenndi Hringur sér meins og var látinn nokkrum dögum seinna, að- eins 63 ára gamall. Og við sem áttum eftir að „taka út“ páskaferð hans til Parísar, þangað sem hann var að koma í fyrsta sinn á fjörutíu ára myndlistarferli. Að sönnu er þetta lýsing á sveita- manni, ef til vill síðasta sveita- manni í íslenskri myndlist. Umfram allt sveitamanni sem tjáði betur og af meiri skáldskap en nokkur annar íslenskur myndlistarmaður, hvernig íslensk sveit fer hallloka fyrir þétt- býli og til viðbótar hvernig hið af- markaða og smáa getur falið í sér hið óendanlega stóra. Þrátt fyrir áratuga viðveru i Reykjavík bar Hringur ævinlega með sér uppruna sinn, í göngulag- inu, í skarplegu og hvimandi augna- ráði þess sem skimað hefur eftir skepnum, í búmannslegri forsjáln- inni. Og á góðri stund, sem voru margar í lífi hans, var það harmón- ikkan ein sem gat komið honum til að hreyfa leggi og liði á dansgólfi. Þetta fas Hrings, í bland við stráks- legt útlitið og innilegan hláturinn sem fór alla leið upp í falsettu þeg- ar góð saga eða djörf staka voru undir, kom stundum flatt upp á þá sem töldu heimsmannslega alvöru vera garantí fyrir góðri myndlist. Það sem Degas sagði um Monet mætti heimfæra á Hring: „Hann er bara eitt auga, en hvílíkt auga.“ Hringur hugsaði með augunum og sjónmennt hans var einhver sú yfir- gripsmesta sem ég hef kynnst. Það sem sjálfur listfræðingurinn hafði eytt mörgum mánuðum í að stúdera af bókum skynjaði hann og skildi í sjónhendingu. Jafnvel framúr- stefnan sem birtist á sýningum yngstu myndlistarmanna og hafði aðeins verið defíneruð í útlendum fagtímaritum sem Hringur kunni ekki að lesa lá ljós fyrir eftir nána skoðun og stuttan konferens með nokkrum skrafskúmum á Mokka. Mat Hrings á verkum kolleganna var óbrigðult og það sem er óvenju- legra, mat hans á eigin verkum var það einnig. Á haustin hittumst við iðulega á vinnustofu hans til að •skoða afrakstur sumarsins norður í Aðaldal og þá lögðum við — nán- ast orðalaust — til hliðar þær mynd- ir sem ekki „gengu upp“. Þegar ég tók saman bók um myndlist Hrings fyrir nokkrum árum var mat hans á eigin verkum stranglega hlutlægt og laust við alla viðkvæmni. Sjónminnið, vandvirknin og smekkvísin nýttust Hringi ekki ein- ungis í myndlistinni; hann var eftir- sóttur upphengjari alls konar sýn- inga og matsmaður, auk þess kenn- ari af guðs náð, eins og að minnsta kosti tvær kynslóðir myndlistar- nema geta vitnað um. Hann var heldur enginn sveita- maður þegar kom að því að fóta sig í myndlistarlífinu í Reykjavík. Sýn- ingar sínar skipulagði hann með löngum fyrirvara og af kænsku, ræktaði sambönd við „rétta“ aðila og vissi upp á hár hvernig kaupin gerðust á eyrinni. Hins vegar kom honum ekki til hugar að laga verk sín að þörfum markaðarins, eltast við stefnur og strauma sem ekki hreyfðu við vitund hans. En kænskan, strákskapurinn og ólíkindalætin fengu aldrei dulið drengskapinn. Hringur var mikill og nærgætinn vinur vina sinna, réttlætiskennd hans var rík og fáir myndlistarmenn gáfu eins mörg listaverk til styrktar góðum málefn- um. Þegar upp er staðið setti Hringur Jóhannesson sennilega eins mikinn svip á umhverfi sitt í Reykjavík eins og túnin og hraunin kringum Haga. Leiðin frá Lækjartorgi, upp Lauga- veg og Skólavörðustíg, með við- komu á Mokka og vinnustofunni á Bjarnarstígnum, og aftur niður Njarðargötuna var hans rúntur. Á þessari leið gafst ráðrúm til að ræða ábyrgðarlaust um menn og málefni, kannski fletta gömlum skruddum hjá Snæ bróður í Banka- strætinu, bijóta til mergjar sýning- arnar í bænum, nýjustu ljóðabók Þorsteins frá Hamri, útlit á nýjum húsum og gömlum, leggja drög að næstu ferð í Aðaldalinn. Af fundi hans hvarf maður ævinlega glaður og margs vísari. Listamanninum þakka ég marg- háttaða myndlistarlega upplifun og fölskvalausa vináttu í aldarfjórð- ung. Ástvinum hans sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Aðalsteinn Ingólfsson. Kveðjafrá Listasafni Islands í dag verður borinn til moldar Hringur Jóhannesson, einn merk- asti myndlistarmaður okkar íslend- inga úr hópi þeirra er fram komu,- á sjónarsviðið í byijun sjöunda ára- tugarins. Þó að Hringur ætti heima í Reykjavík í áratugi var hann ætíð trúr uppruna sínum og æskustöðv- unum í Aðaldal í Suður-Þingeyjar- sýslu. Þangað leitaði hann sér að sumrinu endurnæringar og inn- blásturs. Myndir hans þaðan eru ljóðrænar í raunsæi sínu. Einfald- leiki og upphafning hins hversdags- lega einkenndi myndir hans alla tíð. Hringur sat í safnráði Listasafns íslands 1981-1988 og vann þai fórnfúst og óeigingjarnt starf. í öllum málum var hann ráðhollui og vandvirkur. í safnráði var hann næmur og kröfuharður í mati sínu - á verkum til safnsins og hafði þai að leiðarljósi listræn gæði óháð stí og stefnum, enda var hann for- dómalaus i afstöðu sinni til mynd- listar, eins og sæmdi góðum lista- manni. Sást það m.a. glöggt í stuðningi hans við SÚM-hópinr þegar hann kom fram, bæði innar FÍM og opinberlega. Að leiðarlokum vill Listasafn Ís- lands þakka Hringi störf hans þágu safnsins og ómetanlegan sker til íslenskrar myndlistar. Bera Nordal. Hún var Sár andlátsfregn vinai míns og kollega Hrings Jóhannes sonar, svo andstæð var hún lífsgleð inni og sköpunarkraftinum sem ein kenndu hann. Hinn svipmikli málar og mannvinur stendur ekki lengu við trönurnar. Með verkum sínun markaði Hringur sérstæðan kafla íslenskri listasögu og var þar afger andi stærð. Kynni okkar Hrings hófust fyri 20 árum er ég hóf kennslu vi< Myndlistaskólann í Reykjavík, þa sem Hringur var aðalkennari í mál un og teikningu. Segja má a< Hringur hafi verið kjölfesta skólan og aðdráttarafl í áratugi. Ófáir eri þeir myndlistamenn er hófu listnán sitt hjá Hringi og var hann allta fullur áhuga um listferil þeirra. Éj minnist samstarfs okkar í Félag íslenskra myndlistarmanna á þein stórstígu tímum er unnið var æ stofnun heildarsamtaka myndlista manna. Ég minnist starfa okkar Safnráði Listasafns íslands og stjóm Myndlistaskólans í Reykja vík. Hringur var ákveðinn í skoðun um en það einkenndi viðhorf han og störf að í þeim fólst víðsýni o< þekking á íslenskri myndlist, unni og sett fram á þann hægláta hát að öllum líkaði. Við Gerður geymum vel í hug skoti okkar þær góðu heimsókni til Hrings þar sem lífsgleðin o, kímnigáfan sem var honum í bló borin, var svo allsráðandi að han hreif okkur hin með sér. Og nú á sumardögum er við fyrii hugum gönguför um Víknafjöl norðan heiða er standa hátt yfi Aðaldal, munum við minnast Hring í birtu kvöldsólarinnar með útsýi yfir dalinn sem fóstraði Hring ung an og varð æ síðan uppspretta allr hans bestu verka. Vertu sæll Hringur. Aðstandendum vottum vi dýpstu samúðarkveðjur. Helgi Gíslason. 0 Fleiri minningargreinar um Hring Jóhannesson bíða birtinga og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.