Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Flúðu frá Þýskalandi til íslands í stríðslok Minntust íslenskra for- feðra í kirkjugarðinum HAGKAUP - fjfrirflölsknlctuna- Morgunblaðið/Kristján GÖTULEIKHÚSIÐ stóð fyrir leiksýningu í Listagilinu um helg- ina sem vakti mikla athygli. Lífgað upp á miðbæjarlífið GOTULEIKHÚSIÐ skemmti bæjarbúum með leiksýningu í miðbænum um helgina á vegum Listagilsins. Að leikhúsinu stendur áhugahópur fólks á aldrinum 11-28 ára og er hann með aðstöðu í Ketilhúsinu í Listagilinu. Þóra Björk Ottesen, ein þeirra sem að Götuleikhúsinu stendur, segir að tilgangurinn með starf- seminni sé m.a. að vekja upp líf í miðbænum fyrir alla fjölskyld- una, auk þess sem aðstandend- urnir leggi mikið upp úr því að skemmta sjálfum sér. Leikstjóri hópsins heitir Jóhanna en kallar sig Jokka og kemur úr götuleik- húsi í Reykjavík. Sýningin um helgina fór fram á gangstéttunum í Listagilinu og segir Þóra Björk að hún hafi vakið mikla athygli. „Við erum rétt að byija og sýningin um helgina var aðeins lognið á undan storminum. Það verður mikið um að vera hjá okkur á næstunni og m.a. munu eldspúarar, stultufólk og trúðar koma fram á okkar vegum,“ sagði Þóra Björk. FJÓRIR bræður, afkomendur ís- lenskrar konu, Eisu Kuhn og þýsks manns, Hans Kuhn, komu saman í kirkjugarðinum á Akureyri á mánu- dag, ásamt ættingjum sínum. Til- gangurinn var að minnast forfeðra sinna og leggja krans á leiði þeirra Sigurjóns Jóhannessonar og Snjó- laugar Guðrúnar Þorvaldsdóttur frá Laxamýri í S-Þingeyjarsýslu og dóttur þeirra Soffíu, sem var amma bræðranna. Elsa móðir þeirra var eina barn Soffíu, sem starfaði sem nuddlæknir á Akureyri. Elsa flúði frá Austur Þýskalandi undir lok síðari heimstyrj aldarinnar árið 1945, með fimm syni sína og settist að á Kífsá í Kræklingahlíð í Glæsibæjarhreppi. Maður hennar og faðir drengjanna var þýskur norrænufræðingur og hann fékk ekki að fara til íslands fyrr en tveimur árum síðar. Fjölskyldan bjó á svæði í Austur Þýskalandi sem Bandaríkjamenn hernámu árið 1945 og afhentu svo Rússum sam- kvæmt samningi iandanna í milli. Fjölskyldan komst burt af svæðinu og til Hamborgar, daginn sem Rússar fengu svæðið afhent og svo áfram með Lagarfossi til íslands nokkru síðar. Ekki þótti fýsilegt að búa á svæðinu undir yfirráðum Rússa, enda misþyrmdu þeir fólki og fóru illa með mannvirki. Fjölskyldan aftur til Þýskalands Fjölskyldan naut aðstoðar A$nl v{tsa\M er í Hmvm Jörðin Garðsvík á Svalbarðsströnd til sölu. Greiðslumark í mjólk 133.000 lítrar, 36 kýr og 50 geld- neyti, vélar í góðu lagi. Einnig jörð með íbúðarhúsi byggðu 1975 að stærð 308m2, tvær íbúðir, ný hlaða 2300 m3 ásamt fjósi fyrir 36 kýr og geldneyti og geymslur. Fjárhús fyrir 186m2 ásamt 890m3hlöðu. Jörðinni fylgir framleiðsluréttur í sauðfé fyrir 150 ær- gildi.Tún um 40 ha. Fjarlægð frá Akureyri um 20 km. Tilboðum í þessar eignir aðskildar eða jörðina í heild sinni með framleiðslurétti, sé skilað til Búnaðar- sambands Eyjafjarðar fyrir 15. ágúst nk. merkt "Bújörð". Nánari upplýsingar veittar þar í síma 462 4477. Morgunblaðið/Kristján FJÖLSKYLDUR bræðranna komu með þeim í kirkjugarð Akur- eyrar, þar sem lagður var krans á leiði forfeðra þeirra. sænska og íslenska Rauða krossins við flóttann. Drengirnir fimm voru á aldrinum 6 mánaða til 13 ára þegar þeir komu til íslands en alls liðu fjórir mánuðir frá því að fjöl- skyldan komst frá Austur Þýska- landi og þar til Elsa kom með dreng- ina til Islands. Tveimur árum eftir að Hans komst til íslands, eða árið 1949, flutti íjölskyldan aftur til Þýskalands. Hans var þá með pró- fessorsstöðu við háskólann í Kiel og eins var heilsu Elsu farið að hraka. Einn bróðirinn, Diðrik, flutti aft- ur til íslands árið 1954 og hefur búið hér á landi síðan. Hann starf- aði lengst af sem framkvæmda- stjóri Nautastöðvar Búnaðarfélags íslands á Hvanneyri en býr nú á Akureyri. Þrír bræðranna búa í Þýskalandi en einn þeirra er lát- inn. Diðrik segist vel muna eftir því er fjölskyldan flúði frá Austur Þýskalandi en hann var þá 10 ára gamall. (fWJj Hótel Havpa Akureyri Gisting við allra hæfi. Pú veler: Fjörið í miðbænum. Friðsældina í Kjarnaskógi eða lága verðið á gistiheimilinu Gulu villunni gegnt sundlauginni. Sími 461 1400. Gekk einsamall yfir Sprengisand Diðrik segir að faðir sinn hafi verið kallaður í heimavarnaliðið í Þýskalandi árið 1945, þegar flestir vopnfærir menn voru úr leik og hann hafi verið í hernum síðustu vikur stríðsins. Hann hafði einnig verið kallaður í herinn undir lok fyrri heimstyijaldarinnar og segir Diðrik að sú reynsla sem hann öðl- aðist á þeim tíma hafi hjálpað föður sínum að komast heill heim úr seinna stríðinu. Sem fyrr segir var Hans norr- ænufræðingur og kom margsinnis til íslands. Hann kom fyrst til ís- lands árið 1922 og kynntist Elsu konu sinni er hann hafði vetursetu á Akureyri 1922-23 og kenndi þá m.a. þýsku í einkatímum. Elsa ólst upp á Akureyri og taldi sig alltaf Akureyring. Hans og Elsa giftu sig 1931 en elsti bróðirinn, Gustav fæddist ári síðar. Allir synir þeirra hjóna fæddust í Þýskalandi en þeir tveir elstu, Gustav og Diðrik komu fyrst til íslands árið 1938. Diðrik segir að faðir sinn hafi eingöngu farið fótgangandi um landið og hann hafi m.a. gengið einn síns liðs yfir Sprengisand. Andrea Gylfadóttir í Deiglunni ANDREA Gylfadóttir söng- kona heldur tónleika í Deigl- unni ásamt hljómsveit sinni í kvöld kl. 21.30. Andrea hefur verið í fremstu röð íslenskra söngvara og brugðið fyrir sig rokki, poppi og jass. Hljómsveit hennar skipa Kjartan Valdemarsson á píanó, Tómas R. Einarsson á bassa og Matthías Hemstock á trommur. Aðgangur að tón- leikunum er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.