Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KYNNING í LAUGAVEGSPÓTEKI I dag, fimmtudag 25/7 kl. 13-18 ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Hraðakstur á Geirsnefi? HUNDAEIGANDl hringdi og sagði að þeir ættu nú orðið í fá hús að venda með hunda sína önnur en Geirsnefíð. „Nú er búið að gera hringveg á Geirsnefi og merkja þar 30 km há- markshraða. Sumir hunda- eigendur setja hunda sína út úr bílnum á staðnum og láta þá hlaupa eina, en spæna sjálfir á bílunum þennan hringveg svo stundum liggur við slysum. Það ætti að ioka þessum hring, því í raun er óþarfi að aka þarna á bílum. Hundaeigendur ættu bara að skokka sjálfir með hundum sínum, enda fylgdust þeir þá betur með því að hirða upp eftir þá eða annast á annan hátt.“ Hundaeigendur ganga yfirleitt prýðilega um Geirsnefið en bílamir eiga ekkert erindi þangað. „Ferðafélagi barnanna“ UM LEIÐ og ég þakka Sjálfsbjörgu fyrir prýðis- góða snældu og bók sem þau selja undir yfirskrift- inni „Ferðafélagi bam- anna“ vil ég benda fólki á að þetta er mjög góð gjöf fyrir börn. Pakkinn kostar saman um 2000 krónur og er hann vissulega pening- anna virði. Þetta er selt í gegnum síma. Fólki mismunað í heilbrigðis- kerfinu GUÐNÝ Pálsdóttir hringdi vegna fréttar sem hún las í Morgunblaðsinu sl. þriðjudag, þess efnis að hjón hefðu fengið 67% end- urgreidd af rútufargjaldi milli Húsavíkur og Akur- eyrar vegna barnsfæðing- ar. Hún sagði að sér þætti bara gert vel við þau! Guðný segist sjálf vera sjúklingur á Vestfjörðum og hafi oft þurft að leita sér lækninga til Reykjavík- ur, og nú síðast vegna uppskurðar sem ekki var hægt að framkvæma fyrir vestan. Hún segist ekki fá neinn ferðastyrk vegna þessa, þar sem hún „teljist læknuð". Henni finnst að fólki sé mismunað eftir landshlutum og eftir sjúk- dómum, og jafnvel virtist sem oft væri um geðþótta- ákvarðanir að ræða hveijir fengju bætur og hveijir ekki. Tapað/fundið Kápa tapaðist LJÓS gráleit kápa með ljósröndóttu fóðri tapað- ist í ferð Iðunnarfélaga á Suðurnes þann 23. júní sl. Eftir var skilin önnur kápa. Kannist einhver við að hafa tekið kápu í mis- gripum er hann beðinn að hringja í síma 551-1364. Gleraugu í Markarfljótsgljúfri SJÓNGLERAUGU með bláum örmum fundust í Markarfljótsgjúfri sl. laug- ardag. Gleraugun voru skilin eftir hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Göngustafur fannst GÖNGUSTAFUR er í óskilum í Snekkjuvogi 19. Stafurinn er stillanlegur, grár málmstafur með stuðningshólk fyrir hand- legg. Eigandi hans er beð- inn að hringja í síma 553-3389. Myndavél tapaðist MYNDAVÉL af gerðinni Canon mini tapaðist á Álfa- skeiði í Hreppum 6. júlí sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 553-2756. Kona á tjaldstæði á Kirkjubæjar- klaustri ELDRI kona sem var á tjaldstæði á Kirkjubæjar- klaustri 16. júlí sl. og var að leika sér við böm er beðin að hafa samband við Huldu í síma 567-0836. Myndavél fannst MYNDAVÉL fannst á Ing- ólfstorgi þriðjudaginn 23. júlí sl. Upplýsingar í síma 552-3941. Gleraugu töpuðust GLERAUGU í gylltri um- gjörð töpuðust i miðbæn- um sl. þriðjudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 551-2804 eða 551-1446. Gæludýr Páfagaukur fannst BLÁR páfagaukur fannst við hús í Stigahlíð sl. þriðjudag. Upplýsingar í síma 553-9399. Hjá okkur fæst allt fyrir hið fullkomna svefnherbergi. Svefnherbergishúsgögn í miklu úrvali, sængur, koddar, lök, rúmasvuntur, rúmteppi, púðarofl. ofl. Komdu í stærstu dýnuverslun landsins. Scrta - allt að 20 ára ábyrgð og 14 daga skiptirétlur. HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfði 20 - 112 Kvík - S:587 1190 LOFTA PLÖTUR OG LÍM Nýkomin sending EINKAUMBOÐ Ío Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29, Reykjavík, sími 553 8640 Vantar þig VIN að tala við? Við erum til staðar! VINALÍNAN 561 6464 • 800 6464 Víkverji A ISLENDINGAR hafa í áratugi varið frítíma sínum í leit að sólinni í fjarlægum löndum. Vík- veiji og fjölskylda hans ákváðu fyr- ir stuttu að taka þátt í þessari leit og freista þess að breyta sér úr hvítum endurskinsmerkjum í sól- brún öfundarefni sundlaugargesta hér heima. En þegar á hólminn var komið reyndist þetta ekki eins auðvelt og reiknað var með. Það er nefnilega mikil íþrótt að liggja rétt í sólbaði og ekki nema fyrir vel þjálfaða að verða jafnbrúnir á öllum skrokknum (ef undan er skilið það óþolandi fólk sem verður allt kaffibrúnt um leið og það rekur nefið út í sólina). Fjölskylda Víkverja er enn í byij- endaflokki í sólbaðsíþróttinni og því opnaðist nýr heimur þegar leyndar- dómar sólbaðsins lukust smátt og smátt upp. Víkveiji komst til dæmis að því að til er fræðigrein sem heitir sólar- olíufræði. Mismunandi tegundir sólarolía gefa mismikla vörn fyrir sólargeislunum og það er gefið til kynna með tölum á olíuglösunum. Það getur verið býsna flókið að reikna út hvaða styrkleika á að nota í hvert skipti og þá verður að taka með í reikninginn hvað sólar- skrifar... landaferðin hefur staðið lengi, hvað sólbaðið hefur staðið lengi, hvaða tími dagsins er o.s.frv. Þá eru sum- ir líkamspartar viðkvæmari fyrir sólargeislunum en aðrir, auk þess sem veija þarf betur þá hluta sem ef til vill hafa fengið heldur mikinn sólarskammt daginn áður. Því verða sóldýrkendur helst að eiga mikið sólarolíusafn svo hægt sé að bera rétta olíu á rétta staði á réttum tíma. xxx STELLINGARNAR á sólbekkn- um þurfa að vera úthugsaðar svo sólin nái að skína í hvern krók og kima. Sumar eru raunar heldur óþægilegar, sérstaklega þegar hlið- arnar eru teknar, eins og þar heitir á sólbaðsmáli. Þá vill innri hlið handleggjanna oft verða útundan og áfram skjannahvít. Lerkaðir- ferðafélagar Víkverja veltu því fyrir sér hvort ekki væri hægt að hanna hinn fullkomna sól- baðsmann. Sá mætti auðvitað ekki hafa neinar hliðar og handleggirnir þyrftu að koma fram úr btjóstinu svo auðveldara væri að stilla þeim í sólbaðsstellingar. Víkvetja var sagt að besta brúnk- an næðist á ströndinni þar sem sólin endurspeglaðist af hafinu. Fjölskyldan arkaði því einn daginn niður á strönd og fann lófastóran blett í mannhaftnu þar sem hægt var að leggjast á handklæði. Gallinn var sá að þaðan sást ekkert til hafs- ins og öðru hvoru komu vindhviður sem feyktu sandi og sólhlífum yfir söfnuðinn og eftir það lét fjölskylda Víkvetja hótelgarðinn duga. XXX EFTIR tvær vikur snéri fjöl- skylda Víkvetja heim með steikt læri, grillaðan hrygg og sviðakjamma. Það verður að viður- kennast að sólbrúnkan á Víkveija er ekki af þeirri tegundinni sem menn sýna stoltir í sundlaugunum. Hún er ekki nægilega jöfn og áferð- arfalleg; sumir brúnkublettirnir liggja raunar undir grun um að vera marblettir eftir sólbekkina. Og Víkveija klæjar enn á ýmsum stöð- um þar sem sólin náði í gegnum sólarvörnina þegar ekki voru notuð rétt númer af sólarolíu. En enginn verður óbarinn biskup og Víkveiji er strax farinn að hlakka til næstu sólarlandaferðar, nú þegar byij- endamistökin eru að baki og sól- brúnka framtíðarinnar bíður jöfn og flekkjalaus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.