Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 HRINGUR JÓHANNESSON + Hringur hannesson fæddist í Haga í Aðaldal 21. des- ember 1932. Hann lést í Landspítalan- um 17. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jóhannes Frið- laugsson, kennari og rithöfundur, f. 29. september 1882, d. 17. september 1955, og Jóna Jak- obsdóttir húsfreyja, f. 8. janúar 1904, d. 11. apríl 1983. Hringur var fimmti í röð 8 systkina og eru þau öll á lífi. Hugi, f. 24. júlí 1923, Snær, f. 10. nóvember 1925, Heiður, f. 28. mars 1928, Völundur, f. 23. ágúst 1930, Fríður, f. 29. janúar 1935, Dagur, f. 26. mars 1937 og Freyr, f. 18. ágúst 1941. Hringur kvæntist 23. júní 1959 Sigurbjörgu Guðjónsdótt- ur, f. 23. júní 1939, og eignuð- ust þau fjögur börn. 1) Dögg, f. 26. nóvember 1959, gift Sig- urði Jakob Vigfússyni. 2) Heiða, f. 25. febrúar 1961, gift Magnúsi Asgeir Magnússyni og eiga þau 1 son en Heiða á einn- ig dóttur með Smára Eiríks- syni. 3) Hrafn, f. 2. júní 1963. 4), Þorri, f. 9. september 1966. Sambýliskona hans er Sigrún Halla Halldórsdótt- ir og eiga þau eina dóttur. Sigurbjörg og Hringur skildu árið 1989. Sambýl- iskona Hrings síð- astliðin 6 ár var Bryndis Halldóra Bjartmarsdóttir, f. 17 apríl 1944. Hringur útskrif- aðist úr Handíða- og myndlistarskóla íslands árið 1952 og hélt siriíi fyrstu einkasýningu árið 1962. Alls urðu einkasýningar hans tæpar fjörutíu og samsýningar um sjö- tíu, bæði hér á landi og erlend- is. Hringur myndskreytti fjöld- ann allan af blöðum, tímaritum og einnig margar byggingar. Hann var kennari við Handiða- og myndlistarskóla íslands 1959-1962, Myndlistaskólann I Reykjavík frá 1962 og í sljórn skólans frá 1965. Hringur var í sljórn og sýningarnefndum FÍM um 15 ára skeið og i sfjórn og fulltrúaráði SÍM 1984-1988. Hann sat í safnráði Lista- safns íslands 1981-1988. Hring- ur verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfn- in kl. 13.30 en jarðsett verður í Nesi í Aðaldal laugardaginn 27. júlí kl. 14.00. Skrapp í skissutúr. Kem klukkan fimm. Hringur. Á björtum sumar- dögum þegar Aðaldalurinn brosti við öllu lífi og Hvammsheiðin reis mjúk mót himinssól mátti oft sjá miða með þessum orðum á hurðinni hjá Hring. Þá fór hann á vit ævin- týranna, suður í Botna eða að Álfta- tjörn, norður að á eða austur í Rauðuskál. Botnarnir voru honum svo einkar kærir. Þar veiddi hann lonturnar í Iitlu, tæru lindalækjun- um í bernsku sinni, þar suðu þeir bræðurnir sér egg í hraungjótunum og leyndust í hellum og skútum í útilegumannaleikjunum. Það var engin tilviljun að Botnarnir voru það fyrsta sem hann sýndi okkur Dúddu þegar ég kom í Haga í fyrsta sinn. Aldrei leið heldur það vor að Hringur færi ekki að kanna hreiðr- in í Botnunum. Hann þekkti alla fugla, var hreinasti sérfræðingur i öllum þeim andaskara sem gistir tjamir og læki Aðaldalsins. Og í stíl þeirra Hagabræðra hét það auðvitað að þeir væra svo andríkir. Og það var táknrænt fyrir áhuga hans að síðustu dagana sína heima í dalnum, þegar kraftamir vora nær þrotnir, kom hann inn í bæ til að segja mér að hann hefði séð húsönd- ina okkar á tjöminni fyrir neðan með fimm unga. En við höfðum haft sameiginlegar áhyggjur af ágangi sílamávanna. Hagi og Aðaldalurinn, það var hans veröld. Þar fékk hann þann kraft, innblástur og lífsfyllingu sem entist honum langan vetur í Reykja- vík. Á hveiju vori kom hann, eins og farfuglamir, skrifaði komudag- inn á vegginn, og á hveiju hausti flaug hann, eins og þeir, með sarp- inn sinn fullan af dýrmætri upp- skeru, og skráði á sama hátt brott- farardaginn á vegginn, svo og þann myndafjölda sem hann hafði málað. Það var unun að fylgjast með vinnubrögðunum hans, iðjuseminni, snyrtimennskunni og regluseminni. Einhver sem kom í heimsókn spurði um málarasloppinn hans. Ja, ég mála nú bara í þessum fötum, sagði Hringur og benti á fötin sín, þar sem ekki sást málningarsletta. Upp úr níu var hann kominn að trönun- um, málaði fram að mat með pásu fyrir eina og eina filterslausa Cam- el, Svo var aftur málað fram að kaffí og svo fram að kvöldmat. Aldrei gripið í pensil eftir kvöld- . mat. En blýanturinn var aldrei langt undan. í glugganum lá blokkin þar sem hvert blaðið af öðra fylltist af fígúram úr fylgsnum hugans eða einhverju nærtækara úr erli dagsins eins og „Eili að hrista mottur" og „Daggi að berjast við kálf“. Á vinnustofunni var allt í sínum föstu skorðum, gamla dótið á veggnum grafíð upp úr raslahaugum og skúmaskotum gamla Hagabæjarins þar sem pabbi og mamma, afi og amma bjuggu langa ævi. Og undir stendur kistan þar sem ég settist hjá Degi mínum í fyrsta sinn, óvit- andi um að ég ætti eftir að verða ein af Hagamúsunum. En kvenna- maðurinn Hringur var naskur á kynferðismálin eins og fyrri daginn og sá hvað verða vildi og smellti mynd af þessum verðandi hjóna- kornum á kistulokinu, aðeins kort- eri eftir að þau kynntust! Honum hefur sjálfsagt litist vel á ráðahag- inn, þekkti Guffu sína frá gamalli tíð í Tungu og löngu búinn að fyrir- gefa bæði mér og Dúddu öll bemskubrekin, þegar við smá hnát- ur gerðum honum ýmsa grikki í þeim tilgangi að hrekja frá honum stelpurnar sem sóttu í þennan sæta, dökkhærða, söngelska strák sem okkur fannst við einar eiga. Já, það var oft fjörugt í Tungu hjá Sigga og Settu, bæði í kjallaranum þar sem þeir Hringur og Hugi bjuggu og á loftinu hjá Birnu og Snæja. í miðstöðinni kraumaði í bragginu, Hringur spilaði á gítarinn og kjall- arinn fylltist af gleði, konum og söng. Hvað var þá eðlilegra en að yrkja: Bjart er nú um vík og vog vermir sólin rekka. Gott er að vera ungur og eiga nóg að drekka. Og það var ekki eina vísan hans Hrings. í brúarvinnunni með Huga og Bóbó og í vegavinnunni á Tjör- nesi fuku kviðlingarnir frá honum, stundum tvíræðir og fjölluðu oftar en ekki um kynferðismálin eins og þeir Hagabræður orða það. Því Hringur var ekki aðeins lista- maður. Hann var mikill gleðimaður, drykkjumaður og kvennamaður sem geislaði af sexappíl og sjarma, stæltur og snaggaralega vaxinn, dökkur og strákslegur til síðustu stundar. Hann elskaði lífið, mátu- lega sjálfselskur eins og listamanna er háttur, ljúfur í umgengni svo af bar, tillitssamur, rómantískur, vel gefínn og fróður, en umfram allt góður drengur. MINNINGAR En nú er hann skroppinn í skissu- túrinn langa. Aldrei meir situr hann í kvöldsólinni á tröppunum vestan- undir, eða skýst út með myndavél- ina til þess að taka mynd af sér- stæðu skýi sem á að verða uppi- staða í næsta listaverki. Aldrei meir telur hann litlu skjólstæðing- ana sína, húsandarungana á tjörn- inni, eða málar sefbrúskana á Álfta- tjörninni. Aldrei meir kemur hann kvikur á fæti inn í eldhús og segir, namm, namm, eru pönnukökur. Aldrei meir jafnar hann heyið í hlöð- unni eða sest við eldhúsborðið og lítur yfir Dag. Hagi án Hrings verð- ur aldrei sá sami. En eftir lifa öll fallegu listaverkin hans okkur til gleði og huggunar og minninguna um góðan dreng geymum við í hjarta okkar í vissu þess að Hring- ur lifði góðu og ríku lífí, þótt allt of fljótt húmaði að hið hinsta kvöld. Og grasið og stráin sem hann öðr- um fremur kenndi okkur að sjá og meta munu gróa á leiði hans í kirkjugarðinum í Nesi og fuglarnir hans allir syngja fyrir hann vöggu- ljóð. Blessuð sé minning Hrings Jóhannessonar og Guð styrki alla þá sem elskuðu hann. Guðfinna Ragnarsdóttir. Hringur, sem hringrás lífsins lifð- ir þú og hrærðist. Þú skapaðir, lifð- ir, hlóst, drakkst og söngst, og þeg- ar dagur var að kveldi kominn lagð- ist þú allt of fljótt til hvílu að okk- ur fannst, alveg eins og þegar sólin sest of oft snemma. Þú fylltir lífið myndum sem voru okkur öllum upplyfting og gleði á köldum vetrar- kvöldum og færðu sólskin og yl inn í lífið. Hringur okkar sem sagðir brelln- ar sögur og lifðir hratt og vel. Hvernig eigum við að skilja það að þú hafír nú sofnað svefninum langa og lífið hafí rænt okkur þér. Þá er gott að vita í öllu því hugarangri að svo lengi sem fíflar, sóleyjar og strá blakta á túni og ísinn myndar skrítnar myndir á tjörnunum á vor- in og gaddavír rís hátt mót sól og bláum himni mun Hringur mála heiðríkju á himnum. Sigurlaug Dagsdóttir. Kveðja frá stjórn Myndlista- skólans í Reykjavík Hringur Jóhannesson er látinn. Hringur hóf störf við Myndlistaskól- ann í Reykjavík árið 1962. Skólinn var þá til húsa í Ásmundarsal við Freyjugötu og var talsvert minni þá en nú. Hringur var einn um kennslu í teikningu og málun næstu árin á eftir. Hann tók sæti í stjórn skólafélagsins árið 1965 og sat óslitið í stjórn skólans í þijá áratugi eða til ársins 1995, að hann baðst undan endurkjöri. Hann átti því mikinn þátt í þeirri breytingu á kennsluskipan og miklu uppbygg- ingu sem í vændum var. Eftir tveggja áratuga vera í Ásmundar- sal var skólinn fluttur árið 1978 að Laugavegi 118. Skömmu síðar var aðsetur skólans flutt í núver- andi húsnæði að Tryggvagötu 15. Aðsókn nemenda að skólanum hafði aukist verulega og fjölgun í kenn- araliði var óhjákvæmileg. Á þessum umbreytingatíma í skipulagi skóla- starfs var Hringur sem kjölfesta og aðalkennari. Skólinn allur bar svipmót hans nærvera og starfs. Samfellt kenndi hann við skólann í 25 ár, þar til hann árið 1987 tók sér hlé frá kennslu. Við þau tíma- mót lét nærri, að hans eigin sögn, að helmingur allra starfandi mynd- listarmanna hefðu verið nemendur hans um lengri eða skemmri tíma. Hringur kom aftur til starfa síðustu ár og leiðbeindi þá lengra komnum nemendum í málun. Hringur var mjög farsæll í starfi, hvort sem um var að ræða kennslu eða í stjórn skólans. Hann lét sér annt um nem- endur sína, enda vinsæll og eftir- sóttur kennari. Á hljóðlátan hátt miðlaði hann kunnáttu sinni. Hann lagði áherslu á akademisk vinnu- brögð, en ekki síður var hann upp- örvandi kennari, sem bar virðingu fyrir vinnu hvers og eins nemanda og var fundvís á hið upprunalega. Hann var tenging við fortíð skól- ans, vinur eldri og yngri myndlistar- manna og áhugamanna um mynd- list, kennari þeirra og ráðgjafí. Stjórn Myndlistaskólans þakkar honum ómetanlegt framlag hans til stjómunar skólans og fyrir kennslu hans við skólann. Stjórnin kveður hann með söknuði og virðingu. Börnum hans, ættingjum og nánum vinum vottar stjórn skólans dýpstu samúð. Umfram allt, ekki hafa hana í minningargreinastíl. Hringur stóð á stigapallinum fyr- ir framan vinnustofuna á Skóla- vörðuholtinu einn febrúarmorgun- inn, sprækur og brosandi og tilefn- ið var grein sem hann hafði beðið undirritaða að skrifa í sýningarskrá yfirlitssýningar á verkum hans á vetri komanda. Vildi hafa góðan fyrirvara á hlutunum og lét sér annt um hitt og þetta smálegt við- komandi skrifunum. Hefði ekki þurft að koma óvart jafn skipulagð- ur og nákvæmur og hann sjálfur var í sinni vinnu. Nei, ætli ég reyni ekki að leiða umfjöllunina í kvenlegan hring með endinn fólginn í upphafinu. Megin- kosturinn er þá sá að listamaðurinn getur verið staddur hvar sem er á ferli hringsins, ávallt jafn fjarri eða jafn nálægt endapunktinum. Og set síðan inn í hringinn setningar um nánd og kyrrð, um spegil og tíma, um sjónarhorn og ramma, vitna í einn franskan heimspeking eða svo og enda svo á upphafínu þínu norð- ur í Aðaldal. Hvað segirðu um það? Hringur hló og leiddi mig inn í dýjamosa og sumartjarnir á víð og dreif um vinnustofuna. Benti mér á gjörning þar sem lágstemmd vetr- arsólin hafði brotist skáhallt gegn- um hvítar hýjalínsdulur fyrir glugg- unum, og hitt fyrir pollsauga í vinnslu á trönunum. Samskipti manna eru nokkur stopul augnablik á víð og dreif og næst sá ég Hringi bregða fyrir við Bastillutorgið í París í vor, kvikum, með strákslegt yfírbragð og örlítið upphafinn í fasi. Heimsmaður fram í fíngurgóma eins og svo mörg náttúrubörn. Kom á óvart að gam- all skólabróðir Errós væri í sinni fyrstu ferð til borgarinnar við Signu. En umfram allt, sagði hann þar sem við tókumst í hendur á stiga- pallinum fyrir framan vinnustofuna á Skólavörðuholtinu og handtakið var þéttingsfast og hlýtt. Ekki í minningargreinastíl. Ég á talsvert eftir. Auður Olafsdóttir. Stórt skarð hefur verið höggvið í nánasta frændgarð minn og aldrei hefur verið jafn þungbært að setj- ast við orðin. Það er erfítt að lýsa fyrir ókunnugum glóðinni í augun- um, glaðværð hugar og handa, ákafanum í hreyfingunum þegar Hringur dansaði um vinnustofuna í Haga, að glugganum til að gá til birtu og veðurs, til að bregða sjón- aukanum upp og skoða hest í kjarr- inu á hinum bakkanum, að strigan- um til að renna fíngri snöggt yfír einhvern blett, að hraunöskubakk- anum til að drepa í filterlausri sígar- ettunni. Iðandi, kvikur, kátur, vagg- andi á hælunum með hendur í vös- um, að velta vöngum yfír einhverri spurningu frá drengnum. Stundum var hann sjálfur eins og lítill dreng- ur, í einhverri jólagleði, stundum eins og íhugull bóhem frá suðræn- um stað. Ég sá föðurbróður minn aldrei lotinn af þunga þessa heims, hann virtist svífa niður Skólavörðustíginn á leið inn á Mokka, grannur og smágerður, trefíllinn flaksaði, aug- un skimuðu eftir útlínum allt í kring og ef við mættumst pírði hann þeim andartak og virtist í þungum þönk- um eina örstund áður en glaðnaði yfir honum aftur. Hringur kunni flestum betur að skemmta sér og smita umhverfi sitt með eilítið stríðnislegri kímni og einstökum og sjaldgæfum þokka. Ég hef alltaf skilið hvers vegna konur hrifust gjarnan af honum, hvers vegna hann var vinamargur; Hringur var einfaldlega heillandi frá öllum hlið- um. Ég vildi óska að ég tryði á hugmyndina um framhaldið og allir kæmum við aftur, glaðbeittir og elskir að konum. Við gætum verið hóflega við skál við það tækifæri. „Drengur" sagði hann — og dró seiminn, „eru menn eitthvað skakk- ir í dag?“ Og síðan hljómaði smit- andi strákslegur hlátur manns sem gerði skissur að meistaraverkum þegar best lét, þegar snjóa leysti í dalnum og stundum aðeins fyrr. Ég ætla ekki að þykjast skilja af hveiju dauðinn ákvað að sýna klæmar nú á miðju sumri, fyrir- varalaust og með óvægnum hætti eins og honum einum er lagið. Dauðinn sem virðist á stöðugu und- anhaldi í veröld þar sem pensill gæðir hversdagsleikann töfrum og galdri. Vorið er ósjaldan að koma í verkum Hrings eða þar ríkir há- sumar langra skugga af heysátum og sólbjartra spegilmynda; þar er myrkrið yfirleitt að hopa. Nú leitar maður hins vegar ósjálfrátt feigðar- boða í myndum úr þokunni, í mynd- um af yfírgefnum hlutum, í mynd- um af skugga manns, í myndum af tjörninni og þessum einstaka hólma margra andlita í henni miðri. Samt veit ég að þótt dauðinn eigi síðasta pensilfarið sem fyrr, er það einskisvert þegar haft er í huga vandvirknislega unnið lífsverk mál- arans frá Haga í Aðaldal. Hann var í senn sonur þessa dals og höfundur. Aðaldalur, allt niður í smæstu skugga, er ekki samur án sýnar Hrings á hann, aðeins ófullgerð mynd, drög að náttúru. Með úthugsuðu og fínlegu handbragði, óvæntri sýn sem hlýtur að teljast í anda ljóðsins oft og tíð- um og litaskynjun sem fáir hafa yfir að ráða — en umfram allt með einstökum persónutöfrum og nær- veru — setti Hringur ekki aðeins Aðaldal á landakort listarinnar, heldur gæddi hann þennan vart lófastóra blett af landinu birtu sem slokknar seint. ísland hefur misst listamann. Heimurinn er fátækari. Sindri Freysson. Svo mjög sem mér kom að óvör- um helfregn Hrings Jóhannessonar er mér á hinn bóginn ljúft að minn- ast langra kynna og þakka dýrmæt- ar stundir. Um þriggja áratuga skeið og gott betur bar fundum okkar saman oft og jafnaðarlega. Við gengum saman grýttar brautir og sléttar, og fyrir bar að okkur féll í hlut sapvinna að tilteknum verkefnum. Á vináttu okkar brá aldrei skugga; allt far Hrings í minn garð og minna var hreinskipt- ið, hressandi og drengilegt. Hringur gat á stundum virzt nokkuð sjálf- hverfur maður, í aðra röndina var hann einfari, sem að búmannshætti kunni betur við að skynja upp á eigin spýtur hvar hann væri stadd- ur. Það dró þó engan veginn úr næmi hans fyrir öðru fólki nema síður væri; hann var mikill mann- þekkjari, opinn fyrir umhverfi sínu, stefnum þess og straumum, og valdi úr því ekki einungis það sem honum kom í hag, heldur var hann og til- finningaríkur þátttakandi í líðan og lífi annarra, leik og starfi. Með honum var gott og lærdómsríkt að vinna og við hann hollt að skrafa, hlýða á yfírvegaðar og varfærnar ályktanir hans um margvísleg efni, blandnar æðruleysi og góðlátlegri kímni. Að baki öllu sem hann sagði og lagði hönd að mátti greina ríku- lega útilátna þrautseigju. Nemendur Hrings munu nú minnast og sakna handleiðslu hans, sem var orðlögð fyrir samvizkusemi og nákvæmni. Kom þar tvennt til ekki sízt: mannþekkjarinn og hin staka þolinmæði, sem ætíð gaf svig- rúm, tíma og tækifæri. Hringur var frábitinn dómhörku og dómgirni og í mannlasti tók hann aldrei þátt, fremur en aðrir þeir sem hafa ekki glutrað niður brosinu. í framgöngu var Hringur einna líkastur léttfær- um unglingi; enginn leiddi að því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.