Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Bróðir okkar, EYJÓLFUR INGJALDSSON, Hrafnistu, andaðist 20. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Ingjaldsson. t Hjartkær faðir okkar, SIGURHANS HALLDÓRSSON, Austurbrún 4, lést í Landspítalanum að kvöldi 22. júlí. Ragnhildur Ásmundsdóttir, Einar Sigurhansson. t Ástkær faðir okkar og sambýlismaður, BJÖRN KRISTJÁNSSON frá Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum föstudaginn 26. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd annarra vandamanna, Dætur hins látna og Snjólaug Baldvinsdóttir. t Jarðarför sonar míns og bróður okkar, KRISTJÁNS BREIÐFJÖRÐ BJÖRNSSONAR, Faxabraut 18, Keflavík, fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 26. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Unnur Sturlaugsdóttir og börn. t Útför eiginmanns míns og föður okkar, JAKOBS ÁRMANNSSONAR, bankamanns, Álfheimum 62, Reykjavík, sem lést laugardaginn 20. júli, verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. júlí kl. 13.30. Signý Thoroddsen, Bergljót Njóla Jakobsdóttir, Ármann Jakobsson, Sverrir Jakobsson, Katrín Jakobsdóttir. Ástkær móðir okkar og amma, ELÍN SIGURÁST BJARNADÓTTIR, Disarstöðum, Sandvíkurhreppi, sem lést 20. júlí, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 27. júlí kl. 13.30. Jóna Hannesdóttir, Erna Hannesdóttir, Sindri Freyr Eiðsson, Oddgeir Ágúst Ottesen, Hannes Þór Ottesen, Trausti Geir Ottesen, Linda B. Guðmundsdóttir. t Okkar kæra GUÐNÝ BJARNADÓTTIR frá Stapadal, Asparfelli 8, lést aðfaranótt þriðjudagsins 23. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Margrét Guðmundsdóttir, Friðrik Ágúst Helgason, Jóhann Bogi Guðmundsson, Gerður Guðmundsdóttir, Þór Whitehead, Dröfn Guðmundsdóttir, Sigurður Skúlason, Guðmundur Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐMUNDUR STEINSSON + Guðmundur J. Gíslason, leik- skáldið Guðmundur Steinsson, fæddist í Steinsbæ á Eyrar- bakka 19. apríl 1925. Hann lést í Landspitalanum í Reykjavík 15. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 23. júlí. Guðmundur Steins- son, félagi minn og vin- ur, var óvenjulegur maður. Hann bar persónu sem var látlaus en í senn afar stolt, líkt og hann hefði sérstakan aðgang að vitneskju um einhver grundvallar- sannindi eða leynda dóma sem hann byggði líf sitt og starf á en hirti svo sem ekki um að tíunda við fólk að öðru leyti. Og hann var undarlega laus við aldur, ekki brenndur marki neinnar ákveðinnar kynslóðar, hvorki ytra né innra, sem sést til dæmis af því að ég hafði þekkt hann vel í meira en áratug áður en ég vissi að hann var ekki bara fáein- um árum eldri en ég heldur næstum á aldri við foreldra mína. Allt þar til krabbameinið laust Guðmund þungum og miskunnarlausum hrammi fyrir rösku ári var hann með ólíkindum unglegur í útliti og fasi. Þessi sonur fátæks erfiðisfólks, fæddur í litlu sjávarþorpi, síðar fluttur á mölina í öðru þorpi sem kallaðist höfuðborg, var heimsborg- ari í þess orðs fyllstu merkingu. Hann var að vísu alltaf með upp- runa sinn á hreinu, í fámennri byggð norður við ysta haf. Það var honum eðlileg og sjálf- sögð staðreynd eins og til dæmis að hann var hvítur karlmaður. En ég hef aldrei þekkt neinn sem fallið hefur jafnauðveldlega inn í aðstæður hvar sem var, í austri eða vestri, norðri eða suðri, hvort sem var í háborgum heimsmenningarinnar eða útnárum afskekkta og afskiptra jaðar- svæða. Hann breytti þó aldrei sjálf- ur um lit til að passa við umhverf- ið. Hann var alltaf eins, eðlilegur og heill, og féll því áreynslulaust inn í hvar sem var. Það er kannski merkilegt að margir af helstu rithöfundum Ís- lendinga á þessari öld hafa sprottið upp meðal venjulegs fólks í alþýðu- stétt og haldið síðan ungir út í heim án þess að eiga krónu í handraðan- um. Guðmundur var sannarlega ekki fæddur með silfurskeið í munni og ég býst við að mörgum þyki nokkurri furðu sæta að ungur, blá- snauður piltur eins og hann skyldi hafa áræði og seiglu til að yfirgefa ísland að nýlokinni heimsstyijöld- inni síðari og halda það síðan út að dvelja um tíu ára skeið við lindir vestrænnar menningar án þess að eiga nokkrurn bakhjarl nema trú á sjálfan sig. Þegar Guðmundur tók að hasla sér völl sem leikskáld, upp úr 1960, mætti hann satt að segja talsverðri tortryggni af hálfu stjómenda leik- t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN EIRÍKSSON frá Neskaupstað, sem andaðist í Sjúkrahúsi Húsavíkur þann 19. júlí, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 27. júlí kl. 14. Guðný Björnsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Halldór Kristinsson, Vilhjálmur Björnsson, Jakobína Sörensdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍSABET HALLDÓRSDÓTTIR, Leifsgötu 3, Reykjavík, sem lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. júlf, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minn- ast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið eða Hjartavernd. Jóhann Jónsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Ragnar M. Amazeen, Margrét Jóhannsdóttir, Björn B. Jónsson, Jón Jóhannsson, Súsanna Steinþórsdóttir, Halldór Jóhannsson, Kristín Jóhannsdóttir, Hörður Ó. Guðmundsson og barnabörn. t Útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, ANDREU GUÐMUNDSDÓTTUR, Snorrabraut 56, er lést í Landspítalanum 17. júlí, verð- ur gerð frá Bústaðakirkju föstudaginn 26. júlí kl. 15.00. Guðrún Sveinjónsdóttir, Jóhannes Árnason, Guðmundur Sveinjónsson, Guðmunda Kjartansdóttir, Sveinjón Jóhannesson, Helena Albertsdóttir, Árni Jóhannesson, Stella Hjörleifsdóttir, Kristín Andrea Jóhannesdóttir, Sigurður S. Pálsson, Halldóra S. Guðmundsdóttir, Finnur Jóhannsson, Lilja Guðmundsdóttir, Guðmundur Vignir Hauksson, Andrea Guðrún Guðmundsdóttir, Eysteinn Sigurðsson, Helga Guðmundsdóttir, Ævar Kjartansson, barnabörn og barnabarnabörn. húsanna og einnig listafólks sem þar starfaði. Hann var gagnmennt- aður maður, sem bjó yfir mikilli þekkingu og óvenjulegu næmi, en áhugi hans beindist fremur að eðli leiklistarinnar og aðferðum en fræðilegum bollaleggingum. Hug- myndir Guðmundar um leikhús voru um margt frábrugðnar þeim sem þá voru mest áberandi í íslenskri leiklistarstarfsemi og hann var ekk- ert að liggja á skoðunum sínum né gagnrýni fremur en ungum lista- og menntamönnum er gjamt. Ekki jók það á vinsældir hans. Og eftir að Forsetaefnið, fyrsta leikrit Guð- mundar sem sýnt var í Þjóðleikhús- inu, hlaut heldur dræmar viðtökur árið 1964, þótti mörgum við hæfi að afskrifa þennan nýja höfund, enda liðu hvorki meira né minna en 11 ár þar til næsta leikrit eftir hann var sett þar á svið. Aftur á móti flutti Gríma, félagsskapur upplýsts leiklistarfólks sem Guðmundur var aðili að, nokkur verka hans. Klaufaskapur hins unga íslenska atvinnuleikhúss og skammsýni, sem birtist m.a. í því að hafa ekki vit á að rækta samstarf við höfunda, bitnaði ekki bara á Guðmundi Steinssyni. Fleiri skáld sem áhuga sýndu á að skrifa fyrir leiksvið ráku sig á vegg á þessum ámm. Margt af því fólki hefur aldrei komist yfir vonbrigði sín og gengur jafnvel enn um götur fullt beiskju yfir að hafa þurft að sjá draum lífs síns verða að engu vegna afstöðu þeirra sem þjóðin fól forræði leiklistarstofnana sinna. Víst var Guðmundur beiskur og uggandi um framtíð sína eins og aðrir. En hann gafst ekki upp. Hann skrifað ár eftir ár leikrit eftir leik- rit - fyrir skúffuna. Hann hélt áfram að vinna af sömu elju og vandvirkni þótt hann fengi ekki að sjá og heyra árangur sköpunar sinn- ar nema á pappír og í hugskoti sínu. Þetta ber ekki aðeins vott um óvenjulegan viljastyrk Guðmundar heldur sannfærði það líka smám saman alla um að þessi maður mundi ekki láta neitt aftra sér - hann væri leikskáld af köllun og héldi sínu striki hvort sem hann hefði leikhús eða ekki. Hins vegar vissi varla neinn hvað það væri sem þessi gáfaði og geðfelldi maður var alltaf að sýsla við að setja saman. Með sýningu Þjóðleikhússins á Lúkasi 1975 hófst hins vegar alveg nýr kafli í lífi Guðmundar Steinsson- ar sem þá var orðinn fímmtugur að aldri. Leikritið vakti verðskuldaða hrifningu, efni þess var djúpt og áleitið, efnistökin báru vott um kunnáttu og listfengi. Allt í einu varð ljóst að þessi höfundur var ekki sá vandræðagripur sem margir höfðu sagt hann vera. Sumir töldu reyndar að verkin hlytu bara að hafa batnað og þroskast við geymsl- una í skúffu Guðmundar svo að nú væri rétt að hleypa þeim út. Árið eftir sló Guðmundur síðan rækilega í gegn með sýningu Sólar- ferðar í Þjóðleikhúsinu. Verkið reyndist eitt mesta kassastykki sem leikhúsið hefur sýnt og aflaði Guð- mundi almennra vinsælda, en þó var það ekki fyrr en með sýningu Þjóð- leikhússins á Stundarfriði sem segja má að Guðmundur Steinsson hafí verið búinn að öðlast viðurkenningu þeirra sem sjá um opinbera gæða- stimplun leiklistarfólks. En þar með var líka ísinn brotinn og þá tóku útlendingar að keppast við að sýna verk Guðmundar. Enginn íslenskur leikritahöfund- ur síðan á dögum Jóhanns Sigur- jónssonar og Guðmundar Kamban hefur vakið aðra eins athygli leik- húsa í öðrum löndum og Guðmund- ur Steinsson. Erlendis er hann þekktasti leikhúsmaður okkar á síð- ari hluta þessarar aldar og verk hans Stundarfriður langfrægasta leikrit sem skrifað hefur verið á íslandi. Það verður að segjast eins og er að Guðmundur naut aldrei þeirrar eðlilegu samvinnu við íslenskt leik- hús sem kynni að hafa leitt til gæfu fyrir báða aðila. Einhver mundi lík- lega halda að leikhúsin og það fólk sem þar starfar tæki fagnandi hveiju bitastæðu innlendu verki. En sú hefur því miður ekki alltaf orðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.