Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ1996 25 Sumartónleikar í Skálholtskirkju Kantötur Bachs og einleiksfiðluverk LAUGARDAGINN 27. júlí næst- komandi munu Bach-sveitin í Skál- holti undir stjóm Jaap Schröders fiðluleikara og einsöngvararnir Margrét Bóasdóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson flytja tvær kantötur J.S. Bachs, BWV 32 og 58. Þá mun Jaap Schröder fiðluleik- ari flytja partítu og sónötu eftir Bach og passacagliu eftir Biber fyrir einleiksfiðlu. Efnisskráin um helgina verður sem hér segir: Laugardaginn 27. júlí kl. 14 mun Hans Jóhannsson fiðlusmiður flytja fyrirlestur um þróun fíðlusmíði frá endurreisnar- tíma fram á okkar daga. Kl. 15 mun Jaap Schröder barokkfiðluleik- ari leika partítu í d-moll og sónötu í g-moll fyrir einleiksfiðlu eftir J.S. Bach og passacagliu í g-moll eftir H.I.F. Biber. Kl. 17 verða fluttar tvær kantötur eftir J.S. Bach í flutningi Bach-sveitarinnar í Skál- holti og Margrétar Bóasdóttur sópr- ans og Ólafs Kjartans Sigurðarson- ar bassabarítons undir stjórn Jaap Schröders fiðluleikara. Sunnudaginn 28. júlí kl. 15 verða kantötur Bachs endurfluttar og kl. 17 verður messa með þáttum úr tónverkum helgarinnar. Jaap Schröder er einn af braut- ryðjendum þess að flytja tónlist frá 17.-19. öld á upprunalegan hátt. Hefur hann komið víða við í tónlist- inni, sem einleikari, konsertmeist- ari, í kvartettum og sem stjórnandi og kennari. Schröder hefur kannað fiðlubók- menntir 17. og 18. aldar og hljóðrit- að þekkt og óþekkt verk frá þeim tíma, m.a. einleikssónötur og partít- ur Bachs, verk Leclairs og Bibers og sónötur Mozarts og Beethovens. Hann býr nú í Frakklandi og kennir við tónlistarháskólana í Par- ís og Lúxemborg og einnig kennir hann við Yale tónlistarháskólann. Margrét Bóas- dóttir er kennari við guðfræðideild Háskóla íslands og hjá Slöng- málastjóra þjóð- kirkjunnar. Hún hefur haldið fjölda ljóðatón- leika hér á landi sem erlendis. Margrét hefur lagt sérstaka áherslu á túlkun bar- okktónlistar og sungið einsöngshlut- verk í mörgum helstu kirkjuverkum tónbókmenntanna. Ólafur Kjartan Sigurðarson hef- ur nýlokið tveggja ára söngnámi við The Royal Academy of Music í Ijondon. Samhliða náminu hefur Ólafur Kjartan komið fram víða í Englandi og einnig í Frakklandi. Ólafur Kjartan mun hefja nám í óperudeild The Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow nú í haust. Bach-sveitin í Skálholti var stofn- uð árið 1986 og heldur nú upp á 10 ára afmæli sitt. Eins og nafnið bendir til helgar hún sig flutningi á barokktónlist, einkum hljómsveit- arverkum og kantötum Bachs. Hljómsveitin hefur verið brautryðj- andi hér á iandi við að flytja barokk- tónlist á upprunalegan máta á hljóð- færi þess tíma. Boðið er upp á barnagæslu í Skál- holtsskóla meðan á tónleikum stend- ur og er aðgangur sem áður ókeypis. J.S. Bach Hóf stilltur leikur TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar SAMLEIKUR Á FIÐLU OG PÍANÓ Hildigunnur Halldórsdóttir og Sól- veig Anna Jónsdóttir fluttu verk eft- ir Mozart, Webern og Brahms. Þriðjudagurinn23.júlí, 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á són- ötu í B-dúr, K. 454, eftir Mozart, er hann samdi fyrir Reginu Strina- sacchi, fiðluleikara frá Mantua og iék verkið með henni á tónleikum 29. apríl 1784. Daginn áður hafði Mozart aðeins ritað fiðluröddina og lék píanóhlutverkið eftir minni en hafði á nótnastandinum óskrif- aða nótnapappírsörk, Strinasacchi, þá rétt rúmlega tvítug, hefur verið góður fiðlari, eftir því sem Mozart segir í bréfi til föður síns, ritað fimm dögum fyrir tónleikana. „Hún er sérlega smekkvís og leikur af mikilli tifinningu“. Sónatan hefst á reisulegum hægum inn- gangi, sem er sjálfstæð tónsmíð og eftir smá þagnarbið hefst fyrsti kaflinn leikandi verk í sónötu- formi. Annar þátturinn er hægur, er vel mætti vera Adagio en ekki Andante, eins og Mozart ritaði sem hraðaforskrift Lokakaflinn er sér- lega glaðlegur eins konar, diverti- mento að inntaki. Hildigunnur og Sólveig léku verkið í heild nokkuð slétt og var píanóinu á köflum heldur ofgert í að „nefna hvern tón“ og hefði meiri léttleiki hæft verkinu betur. Samleikur þeirra var annars góður og bestur í loka- kafla verksins, sem er einkar fjör- ug tónsmíð. Annað verkefni tónleikanna voru fjórir þættir fyrir fiðlu og píanó op.7, eftir Anton Webern. Það er sagt um sum ljóðskáld, að þeir hafí ekki þurft að yrkja meira en kemst fyrir í litlu kveri, til að standa jafnfætis þeim sem ort hafa í heilan bókaskáp. Það tekur ekki lengri tíma en sem nemur einum góðum kvöldtónleikum að leika nær öll verk Weberns (31 ópus) og hafa þessi fáu og sérlega stuttu tónverk nægt honum til heims- frægðar. Þættirnir fjórir eru undrastuttar en fagrar tónsmíðar, er hann semur á árunum 1910-15, og voru þeir mjög vel fluttir, af miklu næmi fyrir sérkennilegum blæbrigðum, sem enn í dag vekja mönnum undrun fyrir hnittleika tónmálsins og að þar er ekkert ofsagt og þaðan af síður vansagt. Tónleikunum lauk með G-dúr fiðlusónötunni, op.78, eftir Brahms. Þetta ægifagra verk var að mörgu leyti vel flutt, sérlega upphafsþátturinn, þó hann væri á köflum nokkuð of hægur. Það vantaði meiri „söng“ í hæga þátt- inn og með einhverjum hætti einn- ig það sem kalla mætti „afltökin" í mótun tónmáls lokaþáttarins, sem á köflum var einnig nokkuð hamr- andi hjá píanóinu. „Dynamic“ eða dúnkraftur tónlistarinnar er ekki aðeins fólginn í andstæðum styrk- leikans, heldur einnig í spenntri framvindu tónmálsins, er snertir og við hinum hrynræna innri krafti verksins og ekki þarf að vera óaf- látanlegur, heldur og byggja á andstæðum slökunar og átaka. Hjá Bach er spennan mótorísk en Brahms sérlega sveigjanleg. Hvað sem líður þessum vangaveltum, þá var leikur Hildigunnar og Sólveig- ar um margt ágætur, en í heild nokkuð of hófstilltur og vantaði háskann í flutninginn er var samt bestur í fínlegum flutningi þeirra á fjórum þáttum Weberns. Jón Ásgeirsson Af sýning- arpallinum á sviðið í HUGA þeirra sem atvinnu hafa af því að markaðssetja sí- gilda tónlist, hlýtur fyrirsæta sem tók sellóið fram yfir sýning- arpallinn, að vera hinn full- komni efniviður. Enda eru þrjú útgáfufyrirtæki á höttunum eft- ir hinni rússnesku Ninu Kotovu, en hún er 26 ára gömul og hef- ur m.a. starfað fyrir Chanel og Valentino. Nú hefur Kotova hins vegar ákveðið að leggja sellóleikinn fyrir sig og í sumar flytur hún sellókonsert Rach- maninovs í nokkrum helstu tón- leikasölum Bretlands. f The European er fullyrt að Kotova sé ekki aðeins eftirsótt vegna útlitsins, heldur einnig hæfileikanna, sem séu ótvíræð- ir. En vegna reynslu sinnar af fyrirsætustörfum hafi hún óum- deilanlegt forskot á hljóðfæra- leikara á borð við Anne-Sophie Mutter og Ofra Harnoy, sem reynt hafi verið að skapa kyn- þokkafulla ímynd. Það virðist ekki valda henni neinum áhyggjum að nýta eigi útlit hennar í sölu á tónlist. Kotova segir að ef andlit sitt geti orðið til þess að fólk uppgötvi klass- íska tónlist, sé það af hinu góða. Kotova á að baki langt og strangt tónlistarnám í Moskvu. Ferill hennar hófst hins vegar þegar hún bar sigur úr býtum í Alþjóðlegu útvarpskeppninni í Prag. Framhaldið var brösótt og móðir hennar fullyrðir að þar hafi verið að verki sovésk yfirvöld sem vildu refsa fjöl- skyldunni fyrir velgengni föður Kotova, sem var bassaleikari. Móðir hennar sendi hana því til Þýskalands þegar hún var átján ára og þaðan í framhaldsnám til Bandaríkjanna, þar sem mál- in tóku óvænta stefnu, er Kotovu var boðið fyrirsætu- starf. Hún lét tilleiðast en hafði sellóið með í för og greip í æf- ingar á milli þess sem hún sat fyrir og sýndi fatnað. En nú hefur hún fengið nóg af því og ætlar að snúa sér að sellóinu. Finnska listablaðið „Menning hefur hrósað sellóleik Kotovu í hástert og segir hann nánast fullkominn. Þá hefur rússneski sellósnillingurinn og sljórnand- inn Mstislav Rostropovich hana í nám eftir að hann heyrði hana leika. Kostova fékk frá- bæra dóma fyrir leik sinn í Carnegie Hall í New York fyrr á árinu, og kemur fram í Wig- more Hall og Barbican-listamið- stöðinni á þessu ári. Auk þess að leika á selló, semur hún tón- verk, leikur á píanó og málar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.