Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Hundrað ár liðin síðan St. Jósepssystur komu til landsins
Brautryðjendur í íslensk-
um velferðarmálum
Hundrað ár ern síðan
að St. Jósepssystur
komu hingað til lands.
Þær höfðu mikil áhrif á
íslensk velferðarmál og
stofnuðu hér fyrstu
stóru spítalana, í Landa-
koti og í Hafnarfirði og
tvo barnaskóla. Þórdís
Hadda Yngvadóttir
kynnti sér sögu
St. Jósepssystra.
ENNAN dag fyrir hundrað
árum, eða 25. júlí 1896,
lauk 350 ára klausturs-
lausu tímabili á Islandi
þegar fjórar konur úr reglu St. Jós-
epssystra stigu á land í Reykjavík
af gufuskipinu Láru.
Systumar tóku strax til hendinni
að bæta úr brýnni þörf á læknisað-
stoð, fátækraaðstoð og menntamál-
um barna og hófu barnakennslu og
hjúkrunarstörf. Segja má að St. Jós-
epssystur hafi verið brautryðjendur
í íslenskum velferðarmálum, þær
stofnuðu fljótlega barnaskóia í
Reykjavík og Hafnarfirði og fyrstu
spítalana með nútímasniði hérlendis.
Þær byggðu St. Jósepsspítala í
Landakoti, sem vígður var í október
árið 1902, með 40 sjúkrarúmum, og
þannig fjölgaði sjúkrarúmum hér-
Íendis um rúman þriðjung.
Þær söfnuðu fé og byggðu svo
St. Jósepsspítali í Hafnarfirði og var
hann vígður árið 1926, með 40
sjúkrarúmum. Á vegum ríkisins var
svo Landspítalinn vígður árið 1930
og þá tvöfaldaðist fjöldi sjúkrarúma
í Reykjavík í 284 rúm. Sjúkrahús
Reykjavíkur í Fossvogi var svo vígt
árið 1958.
Stofnuðu tvo barnaskóla
Systurnar stofnuðu tvo barna-
skóla, Landakotsskóla sem var vígð-
ur árið 1909 og barnaskóla í Hafnar-
firði 1930 og í nýju skólahúsi 1938.
Frá upphafi ráku þær sjúkraskýli á
Fáskrúðsfirði fyrir franska sjómenn
til 1904, en þúsundir franskra sjó-
manna voru hér á sumarvertíð á
þeim tíma. Systurnar voru 54 talsins
þegar þær voru flestar, milli 1950-65
og störfuðu þær ýmist í skólunum
eða á spítölunum, í Reykjavík og
Hafnarfirði.
Systurnar hættu srnám saman
störfum sínum í spítulunum og skól-
unum sökum aldurs og dvelja nú sjö
systur á hvíldarheimilinu í Garðabæ
og fjórar í Reykjavík. Þær eru allar
af þýsku bergi brotnar og eru flest-
ar íslenskir ríkisborgarar. Þær elstu
hafa verið hér í allt að 60 ár.
Ríkissjóður keypti Landakotsspít-
ala í Reykjavík árið 1976 og Hafnar-
fjarðarbær og ríkissjóður íslands
keyptu St. Jósepsspítala í Hafnar-
firði og leikskóla systranna í Hafnar-
firði um áramót 1987-88.
Með stofnun spítalans í Landakoti
árið 1902 varð bylting í heilbrigðis-
málum hérlendis. íslendingar áttu
loks kost á boðlegri spítalavist en
áður þekktist. Aldahvörf urðu í
læknisfræði um aldamótin 1900 með
uppgötvun svæfíngalyfja og þróun
varna gegn sóttkveikjum. Auk fleiri
sjúkrarúma, voru á spítalanum og
handlækninga- og skurðstofa. Spít-
alinn var jafnframt kennsluspítali
fyrir Háskóla íslands allt til ársins
1930 þegar Landspítalinn tók við
því hlutverki. Fjórir læknar störfuðu
Morgunblaðið/Sverrir
ST. JÓSEPSSYSTUR frá Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð og Bandaríkjunum heimsóttu íslensku syst-
urnar í tilefni hundrað ára afmælisins St. Jósepssystra hér á Islandi. Hér má sjá hópinn áður enn
hann lagði upp í ferðalag um Suðurland í gær.
í Reykjavík þegar starfsemi spítal-
ans hófst og lögðu þeir sjúklinga inn
á St. Jósepsspítala í Landakoti. Syst-
urnar greiddu og götu íslensku
læknanna í námi erlendis.
Stofnun St.
Jósepssystrareglunnar
Regian kennir sig við heilagan
Jósep, fósturföður Krists. Jósep var
starfssamur og umhyggjusamur og
var verndari heimilisins. I fórnar-
starfi sínu vilja St. Jósepssystur að
feta í hans fótspor.
St. Jósepssystur eru í hópi nokk-
urra hreyfinga sem rekja upphaf
sitt til róttækra nýjunga í klaustur-
lífi á 16. og 17. öld. Fyrirmyndin
var Jesúítareglan sem hafnaði hefð-
bundinni innilokun og meinlætalifn-
aði, en tók upp þjónustustarf úti í
samfélaginu þar sem þörfin var
mest.
Á 17. öld ríkti mikil fátækt og
neyð í Frakklandi í kjölfar trúar-
bragða- og borgarastyijalda. Marg-
ar ekkjur og ungar konur brugðust
við þessu neyðarástandi í samein-
ingu á kristilegum grunni. Ungur
prestur, séra Médaille, úr Jesúíta-
reglunni í Suður-Frakklandi kynntist
þessum konum og fannst sambýlis-
form og fórnfýsi þeirra bera merki
um nýja og áður óþekkta gerð reglu-
lífs. Hann einbeitti sér að fá þessa
hreyfingu viðurkenningu innan
kirkjunnar og frumkvæði hans varð
uppspretta þess félgasskapar sem
seinna fékk nafnið St. Jósepssystur.
Ekkjubúningur verður
klausturbúningu
Kirkjulögin gerðu ekki ráð fyrir
slíkum klaustursamfélögum enda
þekktist aðeins innilokað klausturlíf
í íhugunarreglum svo sem í Bene-
diksreglu eða Karmelreglu. Séra
Médaille lagði hugmyndir sínar fyrir
yfirmenn sína og hlaut ávítur fyrir.
Hann gafst þó ekki upp, heldur
stofnaði með konunum litla hópa
sem tóku að sér að kenna börnum
og annast sjúkt og gamalt fólk. Þær
klæddust ekkjubúningi þeirra tíma
sem síðar varð að klausturbúningi.
Vinnan og líknarstarfið var ekki
eini tilgangur samfélagsins heldur
einnig samfélag við Krist í reglu-
bundnu bænalífi. Árið 1651 var regl-
an fyrst formlega viðurkennd sem
klausturfélag. Reglan breiddist út
og árið 1812 stofnaði biskupinn í
Chambéry klaustur St. Jósepssystra
í sínu biskupsdæmi og af þeirri grein
reglunnar koma systurnar á Islandi.
Reglan berst til
Norðurlanda
Árið 1849 fengu Danir stjórnar-
skrá og með henni trúfrelsi. Dönsk
kona, sem hafði kynnst starfsemi
St. Jósepssystra og heillast mjög,
skrifaði priorinnunni í Chambéry
bréf þar sem hún lét í Ijós aðdáun
á starfi systranna og bað um systur
til spítalastarfs í Danmörku. Príor-
innan misskildi bréfið sem ekki var
annað en tjáning á óljósum hug-
myndum á þann hátt að til staðar
væri sjúkrahús og að beðið væri
eftir systrunum. í kjölfarið fóru syst-
ur til Kaupmannahafnar 1857, en
enginn var til að taka á móti þeim.
Með hjálp góðra manna fengu þær
gistingu í ónotuðu hesthúsi og voru
þar fyrst um sinn. Þrátt fyrir byrj-
unarörðugleika voru systurnar fljót-
ar aðlagast og um 1861 sóttu 100
börn skóla hjá systrunum og 1875
var reist sjúkrahús sem þær ráku
allt til ársins 1980.
Árið 1894 kom séra Jón Sveins-
son, betur þekktur sem Nonni, til
Líta á ísland
sem sitt heimaland
í TILEFNI hundrað ára afmælis
St. Jósepssystra á íslandi eru hér
í heimsókn tuttugu og þrjár St.
Jósepssystur frá Danmörku,
Þýskalandi, Svíþjóð og Bandaríkj-
unum. Systurnar hafa ferðast vitt
og breitt um Suðurland og sótt
m.a. messu í Skálholtskirkju.
Ein systirin segir að margt
hafi breyst síðan hún kom til
landsins árið 1964. Þá hafi syst-
urnar verið um fjörtíu talsins en
þeim hafi fækkað mikið siðan og
dregið sig úr samfélagsstörfum,
eftir því sem aldurinn hefur færst
yfir. Tvær síðustu systurnar
hættu að vinna í Landakotsspítala
í fyrra. Nú búa fjórar systur í
Reykjavík og starfa þær við
Landakotskirkju. Sjö systur
dvelja á hvíldarheimilinu í
Garðabæ. Hún segir framtíð regl-
unnar hér á Iandi vera óljósa og
óvíst sé hversu lengi þær geti enn
starfað. Minna er um að ungar
konur gangi í regluna og því fari
systrunum fækkandi.
Allar systurnar ellefu sem hér
búa, eru frá Þýskalandi. Hún seg-
ir að flestar systumar hafi byijað
á að ganga í aðalklaustrið i Dan-
mörku og margar hafi unnið þar
á spítulum. Þaðan hafi leiðin svo
legið til íslands. Þegar hún kom
til landsins árið 1964 störfuðu
yfir 30 systur á Landakoti og um
12 unnu í Hafnarfirði.
Hún segir að systrunum hafi
fundist mjög gott að búa hér og
séu fyrir löngu farnar að líta á
ísland sem sitt heimaland og sum-
ar hafa búið hér mjög lengi, í
allt að 60 ár.
Fólk biður um fyrirbænir
Systurnar í Reykjavík byija
daginn með morgunbæn og fara
svo til morgunmessu. Eftir hana
ganga þær í störf dagsins í prests-
húsinu og kirkjunni. Systurnar á
hvildarheimilinu í Garðabæ
leggja áherslu á bænahald, þar
sem meiri tími gefst til þess. Syst-
irin segir að oft komi þangað fólk
og biðji um fyrirbænir. Það sé
ekki endilega kaþólikkar heldur
SYSTIR Bente og hjúkrunar-
kona skammta mat handa
sjúklingum á St. Jósepsspitala
í Hafnarfirði.
geti það verið af öllum trúfélög-
um. Ekki sé spurt um trúfélag
þegar fólk kemur og sjáfsagt sé
að biðja fyrir öllum.
I dag halda systurnar sérstaka
hátíð i Garðabæ. Á laugardaginn
verður hátíðarmessa í Landakots-
kirkju kl. 10.30 þar sem Bernard-
in Gantin kardináli prédikar. Eft-
ir messu verður móttaka fyrir
gesti á Hótel Sögu. Á sunnudag-
inn verður hátíðarmessa í St. Jós-
epskirkju í Hafnarfirði.
FYRSTU St. Jósepssystur sem
komu til landsins fyrir hundr-
að árum voru fjórar. Þær voru
Marie Ephrem, príorinna frá
Frakklandi, Marie Clementia,
frá Danmörku, Marie Thecla,
frá Danmörku og Justine, sem
einnig var dönsk.
Islands og kannaði möguleika á a.ð
stofna aftur kaþólskt trúboð á Is-
landi. Mikil fátækt var hér þá og
holdsveiki landlæg. Hann safnaði
fyrir byggingu sjúkrahúss í Reykja-
vík í Frakklandi og víðar. Ári síðar
komu tveir danskir prestar sem sett-
ust að í Landakoti. Þann 25. júlí
1896 steig svo séra Max Osterham-
mel ásamt fjórum St. Jósepssystrum
á land í Reykjavík.
Mikil örbirgð
hér á landi
Mikil örbirgð var hér á landi þeg-
ar fyrstu systurnar komu hingað.
Systir Clementia eldri var ein þeirra
og segir í frásögn hennar að byijað
hafi verið að kenna í litlum skóla
tveimur kaþólskum börnum og
fyrsta skólaborðið hafi verið strok-
fjöl sem hvíldi á gluggakistu og
náttborði. Hálfu ári síðar voru nem-
endur orðnir ellefu. Ekki leið á löngu
áður en fátæka fólkið kom til þeirra
með fingurmein, slæmsku í auga og
annað þess háttar og bað þær ásjár.
Oft á dag kom fólk að spyija um
læknirinn, en þannig var ein systirin
ávörpuð. Systir Clementia minntist
jafnframt á þakklæti fólksins sem
til þeirra leitaði og blessunarorða
þeirra.
Systurnar voru frumkvöðlar á
mörgum sviðum í Reykjavík. Auk
þess að stofna fyrsta nútíma spítal-
ann á landinu létu þær gera fyrir
sjúkrahúsið mesta brunn á íslandi
og Jeggja fyrsta holræsið hérlendis.
Á spítalanum fóru fram margar
af fyrstu framförunum hérlendis í
læknavísindum, t.d. 1 krabbameins-
aðgerðum, magaspeglunum, fyrsta
aðgerð var gerð þar vegna heilaslyss
og fór m.a. þar fram nám sjúkral-
iða. Árið 1935 verður þar vísir að
fyrstu barnadeild á íslandi. Landa-
kotspítalinn sinnti einn í áratugi öll-
um heilaslysum á íslandi og fyrsta
læknaráð við íslenskan spítala var
stofnað á Landakoti árið 1968.
Fluttu með sér
mikla þekkingu
Ólafur H. Torfason, blaðamaður
og rithöfundur, sem er að vinna að
bók um sögu St. Jósepssystra á ís-
landi, segir að systurnar hafi gætt
mikils sparnaðar í rekstri og hafi
verið útsjónasamar. „Systurnar
fluttu með sér mikla þekkingu til
iandsins og voru margar þeirra vel
menntaðar í hjúkrun, kennslu og í
viðskiptafræði og gátu því rekið stór
fyrirtæki eins og spítalana og skól-
ana með miklum myndarbrag. Það
má segja að þær hafi verið okkar
þróunarhjálp, þegar við þurftum
mest á að halda.“
Ólafur segir að framlag þeirra
hafí verið ómetanlegt. „Það má segja
í fyrsta lagi hafi þær haft mikil
áhrif sem konur, er komu í þjóðfélag
þar sem konur voru ekki mikils
metnar. Þær ráku fyrirtæki og unnu
að uppbyggingu mikilvægrar stofn-
unar og e.t.v. hafa þær haft áhrif á
vitund kvenna um hvers þær voru
megnugar. í öðru lagi hafa þær inn-
leitt öflugt sjálfboðastarf, sem
þekktist varla áður hérlendis. í þriðja
lagi hafa þær innleitt nýjungar í
heilbrigðisþjónustu og valdið bylt-
ingu í mörgu þar að lútandi, t.d.
hreinlæti. Einnig hafa þær haft mik-
il andleg áhrif með bænalífi og fleiru
sem tengdist kirkjustarfi," segir Ól-
afur.