Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C 167. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Blóðsúthellingar í Colombo á Sri Lanka 67 manns deyja í sprengj utilræði Colombo. Reuter. Reuter BJÖRGUNARMAÐUR horfir út um gat á farþegalest í Colombo á Sri Lanka eftir mannskætt sprengjutilræði í gær. AÐ MINNSTA kosti 67 manns týndu lífi og 450 særðust, þar af 60 alvar- lega, í sprengjutilræði í farþegalest í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, í gær. Enginn lýsti sprengjutilræðinu á hendur sér en C.V. Gooneratne, iðn- aðarráðherra Sri Lanka, sagði skæruliðasamtök tamíla hafa verið að verki. „Skæruliðarnir ráðast á okkur hérna vegna þess að öryggis- viðbúnaðurinn í miðborg Colombo er svo mikill," sagði ráðherrann. Nokkrir þeirra sem særðust sögð- „Synda- skattur“ í Kína Peking. Reuter. YFIRVÖLD í borginni Tianjin í norðurhluta Kína hyggjast leggja „syndaskatt“ á fóik sem er í sambúð utan hjónabands, að sögn fréttastofunnar Xinhua í gær. Fólki sem „lifir í synd“ í borginni verður gert að greiða allt að 1.000 yuan, jafnvirði 8.000 króna, samkvæmt regl- um sem borgarstjórnin hefur samþykkt. Þetta er í fyrsta sinn sem ógiftu fólki í sambúð er refsað í Kína. Yfirvöld settu ennfremur strangari reglur um starfsemi fyrirtækja sem reyna að finna maka handa einhleypu fólki. Bannað verður að kynna við- skiptavini fyrir útlendingum í makaleit. ust hafa forðað sér úr lestinni eftir að dularfullur böggull hefði fundist í henni. Þeir hefðu hins vegar farið aftur í lestina eftir að hafa heyrt að engin sprengja hefði fundist. Tveir handteknir Tveir menn voru handteknir eftir tilræðið. Tveir vagnar eyðilögðust og það þótti benda til þess að tvær sprengjur hefðu sprungið. Tamílskir íbúar á svæðinu flýttu sér í felur af ótta við hefndarárásir sinhala, sem eru þorri íbúa eyjunnar. Stjórnarhermenn náðu mikilvæg- um herbúðum í Mullaitivu á sitt vald á ný í gær eftir eina mannskæð- ustu bardagana í stríðinu á Sri Lanka sem staðið hefur í 13 ár. Skæruliðar flúðu úr herbúðunum eftir sjö daga bardaga, sem kostuðu hundruð manna lífið. Skæruliðarnir beijast fyrir sjálfstjórn tamfla í norð- ur- og austurhluta eyjunnar. Olga í Búrúndí Forsetinn flýr í sendiráð Bujumbura. Reuter. SYLVESTRE Ntibantunganya, for- seti Búrúndís, flúði í gær í sendiráð Bandaríkjanna í Bujumbura vegna ólgunnar í landinu. Ungir vígreifir tútsar, vopnaðir hnífum og spjótum, gengu fylktu liði um götur höfuð- borgarinnar en talsmaður hersins, sem er undir stjórn tútsa, sagði að valdarán væri ekki í undirbúningi. Ntibantunganya er fertugur og af ættbálki hútúa, sem eru í meiri- hluta í Búrúndí. Daginn áður hafði hann flúið undan tútsum, sem veitt- ust að honum þegar hann kom til útfarar 340 tútsa er hútúar myrtu á laugardag. Forsetinn flúði með þyrlu í sendi- ráðið. Uprona, stærsti flokkur tútsa í landinu, kvaðst hafa hætt stuðn- ingi við samsteypustjórnina sem mynduð var í lok ársins 1994. Vangaveltur voru um að Ntibant- unganya kynni að segja af sér vegna ástandsins og setjast að í nágranna- ríkinu Tansaníu. Átök hútúa og tútsa hafa kostað 150.000 manns lífið frá október 1993. Jólasveinar þinga 150 JÓLASVEINAR frá 18 lönd- um sitja árlegt jólasveinaþing, sem er nú haldið í 33. sinn í Kaupmannahöfn. Myndin til vinstri er af nokkrum þátttak- endanna, Hollendingi sem er klæddur eins og Svarti-Pétur, Hollendingi og Belga í gervi heil- ags Nikulásar og jólasveini frá Þýskalandi. Fyrir aftan þá stend- ur sænskur jóiasveinn. Reuter Reiði meðal ættingja þeirra sem fórust með TWA-þotunni Kvartað yfir upp- lýsingaskortinum East Moriches. Reuter. LEITIN að braki og líkum þeirra, sem fórust með breiðþotu flugfélags- ins TWA fyrir viku, var hert í gær og ættingjar fórnarlambanna kvört- uðu yfir því að þeim væru ekki veitt- ar nægar upplýsingar um gang leit- arinnar. Ættingjar fórnarlambanna mót- mæltu við hótel í New York og hróp- uðu kröfur um að þeim yrði hlíft við misvísandi upplýsingum og greint tafarlaust frá gangi leitarinnar. Ættingjar Frakka, sem fórust í þotunni, sökuðu bandarísk yfirvöld um að hafa ekki gert nóg til að frnna líkin og kröfðust þess að franskir embættismenn yrðu sendir til að fylgjast með leitinni. Þotan var á leið til Parísar og 45 Frakkar voru á meðal þeirra 230 sem fórust. George Pataki, ríkisstjóri New York, ræddi við ættingja fórnar- lambanna í rúma klukkustund í gær og reyndi að sefa reiði þeirra. Hann lofaði að þeim yrði skýrt fyrst frá nýjum upplýsingum um leitina. „Fjölskyldurnar vilja fá upplýs- ingarnar áður en fréttamannafund- irnir eru haldnir," sagði hann. Misvísandi frásagnir Oánægja ættingjanna blossaði upp vegna misvísandi frásagna emb- ættismanna um hvort fleiri lík hefðu fundist á hafsbotni. Pataki sagði á þriðjudag að kafarar hefðu séð „fleiri tugi“ líka, jafnvel allt að því 100, sem hefðu verið föst í bútum úr skrokki vélarinnar á 32 metra dýpi. Robert Francis, varaformaður ör- yggis- og samgöngunefndarinnar, kvað þetta ekki rétt og sagði: „Það hafa ekki fundist nein lík, sem ekki hafa náðst á land." Pataki vildi þó ekki draga orð sín ti! baka í gær og kvað bjartsýni ríkja um að tæk- ist að ná fleiri líkum af hafsbotni. Viku eftir að þotan splundraðist skömmu eftir flugtak frá New York hefur tæpur helmingur fórnarlamb- anna og minna en 2% braksins fund- ist. Rannsóknarmennirnir hafa ekki getað sagt með vissu hvort þotan hafi splundrast af völdum sprengju, flugskeytis eða vélarbilunar. ■ 120 kafarar taka þátt/20 Reuter Óeirðir í Istanbúl ÞRÍR fangar höfðu í gær dáið vegna mótmælasveltis urn 300 fanga í tyrkneskum fangels- um, sem staðið hefur í tvo mánuði, og margir eru nær dauða en lífi. Dómsmálaráð- herra landsins sagði í gær að ekki stæði til að verða við kröf- um fanganna um að loka al- ræmdu fangelsi, Anatolia. Fangarnir eru félagar í vinstri- hreyfingum, sem hafa verið bannaðar. Óeirðir hafa blossað upp í Istanbúl vegna málsins og á myndinni eru lögreglu- menn að slökkva eld sem stuðningsmenn fanganna kveiktu í strætisvagni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.