Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 SARA DÖGG ÓMARSDÓTTIR + Sara Dögg Óm- arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 5. febrúar 1982. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kveldi 17. júlí síð- astliðins. Foreldrar hennar eru Ómar Sverrisson, f. 25.11. 1955, d. 20.1. 1985, og Aðalbjörg Ólafs- dóttir, f. 11.1. 1959. Albróðir _ Söru Daggar var Ólafur Bergmann Ómars- son, f. 14.1. 1978, d. 10.4. 1996. Hálfbræður Söru sammæðra eru Hörður Freyr Harðarson, f. 31.7. 1988, og Arinbjöm Harðarson, f. 28.8. 1992. Fósturfaðir Söm til margra ára var Hörður Stefán Harðar, f. 10.12. 1948. Sara Dögg gekk í Melaskóla og Breiðagerðisskóla en síðan lá leið hennar í Einholtsskóla. Utför Söru Daggar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Elsku Sara mín. Þetta er svo sárt. Hver hefði trú- að að þín jarðarför yrði sú næsta eftir að við fylgdum Öla bróður þín- um þann 18. apríl síðastliðinn. Og þú sem valdir sálmana og lögin með mér. Nýbúin að fermast, aðeins tveimur dögum áður, þar sem við glöddumst öll fjölskyldan saman og þá dó Óli. Þetta var allt mjög erfitt fyrir þig, en þú skrifaðir svo fallega minningargrein um hann. Þegar við kvöddumst föðmuð- umst við og sögðum hvor annarri að við elskuðum hvor aðra áður en þú fórst í langa göngu með 10 unglingum um Homstrandir og ég hugsaði með mér hvað ég væri nú ánægð og stolt af þér. I þessari ferð ortir þú mjög fal- legt saknaðarljóð til Óla sem ég mun alltaf geyma hjá mér, elsku Sara mín, auk fleiri ljóða. Þú kunn- ir nefnilega að skrifa, yrkja og syngja og hafðir ekki langt að sækja þá hæfiieika. Elsku Sara mín, ég veit að pabbi þinn og bróðir munu taka vel á móti þér og leiða þig áfram hinum megin. Eg kveð þig, elsku barnið mitt, með einni af bænunum sem ég kenndi þér þegar þú varst litla telp- an mín. Vertu nú yfír og alit um kring með eilífri blessun þinni sitji pðs englar saman i hring sænginni yfir minni. Þín elskandi, mamma. Ég fékk þessa frétt á næturvakt aðfaranótt 18. júlí. Ég starði á dótt- ur mínu, Dóru, það getur ekki ver- ið satt, aftur. Hún kom til mín að morgni 11. apríl sl. og tilkynnti Erfidiykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUCLEIÐIR IIÖTEL LOFTLEIIIIR mér andlát Óla bróður hennar. Hvað er að gerast, hvað á að leggja á eina móður og Ijölskyldu? Sara mín er fimmta persónan sem fer úr þessum hjartagalla. Sara hafði aldrei fund- ið fyrir neinu. Ég hef alltaf sagt, það veit enginn sinn næturstað. Ég græt þegar ég skrifa þessar fátæk- legu línur til þín, elsku Sara mín. Þú varst svo mikil ömmustelpa í gegnum árin. Ég enda þessar fátæklegu línur, með að segja þér að amma þín elsk- aði þig. Guð veri með þér. Þín amma, Helga Ósk Kúld. Það er óhætt að segja að lífið geti verið grimmt þó stundum geti það verið gott. En það getur verið svo stutt að það sé ekki óhætt að leika sér með það og það þykir mér nú þegar ég horfi á eftir þér, elsku Sara mín. Þú þráðir að lifa hratt og kannski sem betur fer því ann- ars hefðir þú kannski ekki upplifað allt sem lífíð bauð þér á þinni stuttu ævi. Þegar ég sest nú niður aðeins þremur mánuðum eftir að bróðir þinn dó og set saman minningarorð um þig finnst mér þetta allt vera draumur sem ég vona að ég vakni af sem fyrst og að allt verði eins og áður. En jjetta er svo sárt, ég vakna ekki. Ég klíp mig í höndina og kemst að því að ég er vakandi. Þú þurftir sjálf að horfa á eftir föður þínum aðeins rétt að verða þriggja ára og fékkst því aldrei það tækifæri sem okkur flestöllum hlotnast í lífinu, að eiga þinn eina sanna pabba. Sem er okkur öllum, sem til þekkja, gott veganesti í líf- inu. Þér þótti það sárt og það kom svo vel í ljós þegar þú tókst þátt í undirbúningnum fyrir jarðarför bróður þíns — þér fannst lífið svo grimmt og þú margspurðir þig þeirrar sömu spurningar og ég spyr mig nú. Af hveiju? Þú áttir allt líf- ið eftir og þurftir svo að fá sanna þig í svo mörgu. En lífið var svo stutt að þú fékkst aldrei tækifæri til þess og það fínnst mér sárt. Þú fórst í mikla og erfiða margra daga ferð um Vestfirði og komst heim sátt og glöð. Þetta var erfitt en þú lést þig hafa það. Þú komst við heima en hittir ekki móður þína þar sem hún var stödd erlendis. Þú hringdir í ástina þína og talaðir það lengi að það lá við að það þyrfti að taka af þér símann en þá var líka ekki vitað að það væri í síðasta sinn. Þú og Lena Huld frænka þín fóruð í bæinn og skemmtuð ykkur konunglega en sú ferð verður ekki farin aftur. Hún endaði svo snöggt. Svo snöggt að orð fá því með engu lýst. Þú hafðir kynnst Steindóri og þú varst svo sæl með hann. Mamma þín og pabbi voru líka ung þegar ástir tókust með þeim og afrakstur þeirrar ástar voru þú, Sara mín, og Óli, bróðir þinn. En nú hefur hún misst ykkur öll. Það er sagt að guð elski þá er deyja ungir og ég verð að reyna að trúa því að svo sé þó ég verði lengi að átta mig á því. Því ég get ekki séð tilganginn með þessu öllu. Það eina sem ég sætti mig í raun við, fyrst að svona fór, er að faðir þinn og bróðir hafa tekið vel á móti þér í nýjum heim- kynnum. Elsku Sara mín, ég skal hafa hug minn allan hjá móður þinni og bræðrum og styrkja þau eftir fremsta megni á þessum erfiðu tím- um. „Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim MIIVIIMINGAR mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta mannsins, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Er ekki bik- arinn, sem geymir vín þitt, brennd- ur í eldi smiðjunnar? Og var ekki hljóðpípan, sem mildar skap þitt, holuð innan með hnífum? Skoðaðu hug þinn vel þegar þú ert glaður og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Sum ykkar segja: „í heimi hér er meira af gleði en sorg.“ En aðrir segja: „Nei, sorgirn- ar eru fleiri." En ég segi þér, sorg- in og gleðin ferðast saman að húsi þínu og þegar önnur situr við borð þitt sefur hin í rúmi þínu. Þú vegur salt milli gleði og sorgar. Jafnvægi nærð þú aðeins á þínum dauðu stundum. Þegar sál þín vegur gull sitt og silfur á metaskálum hlýtur gleðin og sorgin að koma og fara. (Spámaðurinn — Kahlil Gibran.) Elsku Sara mín, þakka þér fyrir allt og allar góðu stundirnar á þinni stuttu lífsgöngu. Minningin um þig lifir í hjarta mínu og þar ætla ég að geyma hana. Góði Jesús bróðir besti, blessun þína veittu mér. Þú ert lífsins læknir mesti, ljósið heimsins er fylgja ber. Aðeins þinn ég þráði frið, þig ég einan hjálar bið. Þú einn getur þerrað tárin, þú einn getur læknað sárin. (Margrét Jónsdóttir.) Elsku Alla systir, Hörður Freyr, Arinbjörn Steindór, afar, ömmur og aðrir aðstandendur. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Guð veri með ykkur. Elsku Sara mín, hvíl þú í friði. minning þín er ljós í lífi mínu. Halldóra Ólafsdóttir (Dóra frænka) Hér sátum við fyrir 3 mánuðum og skrifuðum minngarorð um syst- urson okkar, Ólaf Bergmann ðm- arsson, aðeins 18 ára. Nú skrifum við um systur hans, Söru Dögg Ómarsdóttur, 14 ára. Já, það er stutt á milli þeirra, svo stutt frá því Sara skrifaði að hún biði eftir að Óli kæmi heim, nú er hann kominn og búinn að ná í hana og fara með til pabba þeirra er lést árið 1985. Margar eru þær minningamar sem upp í hugann koma, minningar sem við geymum um frænku okkar. Elsku Alla systir, Hörður Freyr, Arinbjörn, afar, ömmur og aðrir aðstandendur, Guð gefi ykkur styrk nú aftur á sorgarstund. Blessuð sé minning frænku okk- ar. Ragnheiður Ólafsdóttir, Ólafur Már Ólafsson. Það var töfrandi nótt í Kjarans- vík á Ströndum daginn fyrir síð- asta göngudaginn. Þá um kvöldið höfðum við félagar í Hálendishópn- um setið í kring um bálið og rætt um framtíðina; hvað við ætluðum að gera þegar við kæmum heim og hvernig við vildum að framtíðin kæmi til okkar. Og ekki síst hvern- ig við gætum sjálf einhverju um það ráðið. Þessi nótt var eins og þær ger- ast fegurstar á íslandi. í birtu órofa dags og hlýrri kyrrð fylgdumst við með andardrætti náttúrunnar og vildum njóta þessarar síðustu næt- ur út í ystu æsar. Logar eldsins léku sér að gömlum smáreka og við fylgdumst með deginum og sólinni láta undan ásókn næturinn- ar. Loks gekk hún til viðar og á eftir fylgdu litbrigði himins sem gera ferðamenn á Ströndum auð- ugri. Sara Dögg var glöð þessa nótt. Löngu ferðalagi og oft átakamiklu var að ljúka og full ástæða til að hlakka til heimferðar. Sara hafði oft þurft að taka á í ferðinni. Hún hafði sigrast á lofthræðslu sinni og barðist við eymsli í hné og í lok ferðarinnar fann hún, að hún hafi sigrast á verkefni sem hún hefði ekki trúað að óreyndu að hún gæti. í ferðinni fann hún fyrir styrk sín- um og afli og vissi að vitneskjan um þann kraft var gott veganesi inn í framtíðina. Það var ánægju- legt að taka þátt í gleði hennar og eftirvæntingu þessa nótt. Útitekin og svolítið sólbrennd hjalaði hún um framtíðina og vin sinn norður í landi og hvað hún hlakkaði til að koma heim. Við eldinn söng hún fyrir okkur samferðamenn sína ljóð og lög sem hún hafði samið á leið- inni. Þar naut hún raddar sinnar sem var eftirtektarverð hjá svo ungri stúlku. Þrátt fyrir ungan aldur hafði Sara Dögg þolað erfiða reynslu og djúpa sorg. Ung missti hún föður sinn og síðastliðið vor, rétt eftir fermingu sína, missti hún fáum árum eldri bróður sinn, sem var henni kær. Sara bar með sér að hún hafði þroska og reynslu sem var þungbær 14 ára stúlku og úr þeirri reynslu sinni var hún að vinna. Það var með gleði og óvissu eftir- væntingarinnar sem hópurinn kvaddist að morgni 17. júlí. Öhrein og velkt eftir tvær vikur á fjöllum kysstumst við og föðmuðumst við í Hinu Húsinu, þess viss að í fram- tíðinni leyndist fyrirheit um birtu og að minnsta kosti loforð um heitt bað og góða máltíð eftir allt þurr- fóðrið í ferðinni. Tíu tímum síðar var Sara Dögg látin. Það eina sem við fáum í vöggu- gjöf er lífið sjálft, langt eða stutt eftir atvikum, og réttlæti eða sann- girni fylgir þar ekki með. Samt er erfitt að sætta sig við að ungt fólk, manneskjur sem eru að hefja það skeið lífsins að verða fullorðin, sjálfstæð og ráðandi um líf sitt, skuli hrifið brott á þennan hátt. Nú hefur Sara Dögg hafið annað ferðalag. í þá ferð hafa faðir henn- ar og bróðir áður lagt og vonandi liggja leiðir þeirra saman. Á þeim endurfundi óska ég að himnarnir verði eins gjöfulir á ljósadýrð sína og þeir voru Söru Dögg og okkur félögum hennar á Ströndum. Aðalbjörg, aðrir aðstandendur og ástvinir. Við sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur og geymi ykkur allt gott í sorg ykkar. Blessuð sé minning Söru Dagg- ar. Fyrir hönd Hálendishópsins 1996, Þórarinn Eyfjörð. Okkur brá í brún er við heyrðum þá sorgarfrétt að Sara væri látin svona skömmu á eftir bróður sínum Óla, en hann lést 10. apríl sl. að- eins 18 ára. Sara og Óli voru börn Ómars Sverrissonar og Aðalbjargar Ólafsdóttur. Ómar lést í janúar 1985, 30 ára gamall. Blessuð sé minning hans. Elsku Alla, orð megna ekki að tjá hugsanir okkar á þessari sorgarstund, en okkur langaði að kveðja þessi ungmenni með fáein- um orðum, þó að það megni ekki mikið í þinni harmþrungnu sorg. Sara, þessi unga og kraftmikla stúlka, aðeins 14 ára, hver er til- gangurinn? Nýkomin úr ævintýra- ferð um hálendi Islands og síðan um kvöldið í tívolí til að gleðjast með öðru ungu fólki og skemmta sér og þá allt í einu er lífið búið. Er nokkuð skrýtið þó spurt sé? En við verðum að trúa því að tilgang- urinn sé einhver og þá sérstaklega í tilfellum þar sem ungt fólk er hrifið burt með svo skjótum hætti. Hið almáttuga hlýtur að hafa hugs- að stórt í sambandi við Söru og Óla, þau gegna nú eflaust æðri verkefnum i landi eilífðarinnar, þangað sem við öll förum. Elsku Alla og aðrir aðstandend- ur. Orð mega sín lítils eins og ég sagði, en við biðjum þess að þið komist frá sorginni og getið horft til baka og glaðst yfír því sem þið áttuð í Söru og Óla. Guð geymi um alla eilífð systkin- in ungu og varðveiti ykkur um ókomin ár. Vilborg, Árni og börn. Sara skólasystir okkar er dáin. Hún byijaði 9 ára með okkur í skóla og í rauninni tóku fáir eftir henni, enda hrinnti hún líka flestum frá sér með hörku. En þeir sem kynntust henni fyrir alvöru vissu að þetta var bara brynja og að Sara væri þannig manneksja sem hægt væri að tala við fyrir alvöru og treysta. Mjög fáir kynntust þó þeirri hlið því hún var ekki allra. Sara var mjög félagslynd, mætti á öll böll og tók þátt í öllu félagslífi í skólanum, einnig fór ún oft á skauta og var mjög óvenjulegt ef maður hitti hana ekki þar. Það verður skrítið að koma á skauta- svellið í vetur og engin Sara þar. Við söknum hennar. Við sendum mömmu hennar og bræðrum samúðarkveðjur. Ólöf, Sirrý, Barbara og Kristín. Elsku Sara frænka. Það er svo sárt að horfa á eftir þér. Þú sem varst svo _ung. Lífið getur verið svo grimmt. Ég skil ekki enn þá að þú sért farin. Heimurinn getur verið svo harður. Þú varst ný búin að vera í mjög langri skemmtiferð með ungu fólki. Þú sem varst svo glöð þegar þú komst í bæinn. Svo hittumst við og gerum okkur glaðan dag. Mér finnst svo gott að hafa verið hjá þér á þínum síðustu stundum. Þú varst alltaf svo glöð og frísk týpa. Allir eiga sorgarstundir. Og það getur verið sárt. Þú misstir föður þinn þegar þú varst þriggja ára. Og Óla bróður þinn fyrir stuttu. Þú varst svo sterk. Þú stóðst við hlið móður þinnar og varst eins og klettur. • Það er svo lítið sem ég segi. Ég trúi bara ekki að þú sért farin. Það er sagt að Guð elski þá er deyja ungir. Elsku Sara frænka, hugur minn er hjá móður þinni og bræðrum þínum. Elskq Sara mín, þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Og all- ar góðu stundirnar sem eru svo margar. Minningin um þig mun lifa með mér í mínu hjarta og þar sem ég mun ætíð geyma hana um ókomna tíð. „Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. (Kahlil Gibran) Elsku Alla frænka, Hörður Freyr, Arinbjörn Steindór, afar, ömmur og aðrir aðstandendur. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Guð veri með ykkur. Elsku Sara, megir þú hvíla í friði. Minning þín er minning mín. Þín frænka, Lena Huld Sigurðardóttir. í dag kveðjum við Söru frænku. Eða Söru hennar Öllu. Maður á svo erfitt með að trúa þessu. Af hveiju? Það er svo stutt á milli sorga. Lífið virðist vera svo grimmt þegar það hrífur ungt fólk í burtu. Elsku Sara, þú áttir svo margt eftir að prófa og þú áttir stóra tækifærið eftir í lífinu. Elsku Sara frænka, ég hugsa til þín með sökn- uði. Elsku Alla, Hörður Freyr, Arin- björn og allir sem eiga um sárt að binda. Guð styrki okkur öll í þess- ari miklu sorg. Minning Söru lifir í hjarta mínu. Þinn frændi, Rúnar Sigurður Sigurðsson. Það er svo erfitt að skilja ráðstaf- anir Guðs um lífíð og dauðann. í einni andrá er ung stúlka í blóma lífsins hrifin á brott. Það kemur sem reiðarslag og maður fyllist angist að nú skuli hún Sara Dögg vera dáin, aðeins þrem- ur mánuðum eftir andlát bróður hennar. Maður spyr sig aftur og aftur, hvers vegna? En vegir Guðs eru órannsakanlegir og maður fær aldrei svar við spurningunni áleitnu, hvers vegna? Orð mega síns lítils á svona stundum, en við vitum þó að nú er hún Sara Dögg komin til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.