Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 29 fEnrjpJsiMaM STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ER OFVEIÐIA FLÆMINGJA- GRUNNI? EFTIR nokkur ár verða aðeins til minningar um Flæmska hattinn sem veiðisvæði. Sú er skoðun Jóhanns Bergs Þorbergssonar, stýrimanns á Andvara frá Vestmannaeyjum, ef ekki kemur til einhvers konar veiðistýring. í viðtali við Úr verinu, sérblað Morgunblaðsins um sjávarútveg, sl. miðvikudag segir hann að þegar hafi dregið mjög úr veiði á Flæmingjagrunni, þar sem um 80 skip hafa verið við rækjuveiðar, flest íslenzk, en einnig færeysk, grænlenzk, norsk og rússnesk. Viðvaranir íslenzka sjómannsins um ofveiði mega vera okkur íhugunarefni. Úthafsveiðar okkar hafa stóraukizt. Við sækjum þorsk í Smuguna, rækju á Flæmska hattinn, síld í Síldarhafið og karfa á Reykjaneshrygg. íslenzk útgerð hefur sótt ómæld verðmæti í þjóðarbúið á þessi fjarmið. Ekkert er eðlilegra, ekki sízt á tímum nauðsynlegra veiðitakmarkana á heima- slóð. Hitt er miður að ekki hefur tekizt samkomulag við önnur ríki um veiðar okkar á tvennum úthafsmiðum. Ann- að þeirra er Flæmski hatturinn. Rækjan á Flæmingjagrunni heyrir undir N-Atlantshafs- fiskveiðistofnunina (NAFO). ísland lagði á þeim vettvangi til að settur yrði heildarkvóti á veiðarnar og honum skipt milli aðildarríkja. Það varð hins vegar ofan á hjá NAFO að binda veiðarnar sóknartakmörkunum. Samkvæmt þeim máttu 18 íslenzk skip stunda veiðar samtals í 1.200 daga. íslendingar mótmæltu og eru óbundnir af ákvörðuninni. Mun fleiri íslenzk skip munu reyna fyrir sér á svæðinu á þessu ári. Það er miður að ekki náðist samkomulag um veiðistýr- ingu og máski tekst betur til á NAFO-fundi í september nk. Fiskveiðiþjóðir þurfa að umgangast sjávarauðliridir af sömu fyrirhyggju á íjarmiðum og innan eigin fiskveiðilög- sögu. I þeim efnum þarf sú fiskveiðiþjóðin, sem mest á í húfi um viðvarandi arð af sjávarauðlindum, að ganga á undan með góðu eftirdæmi. Og stuðla að sátt um skynsam- lega nýtingu úthafsmiða. REYNSLUSAGA FRA HÚSAVÍK REYNSLUSAGA ungra húsvískra hjóna er eignuðust son á dögunum vekur upp ýmsar spurningar. Fæðingar- deild Sjúkrahúss Húsavíkur var lokað í sparnaðarskyni í einn og hálfan mánuð frá og með 1. júni og urðu því fjór- ar húsvískar konur að fæða börn sína á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Hjónin Ágúst Óskarsson og Judit Hjálmarsdóttir voru meðal þeirra og varð Ágúst að fara sex ferðir milli Húsavík- ur og Akureyrar sökum þessa. Ferðastyrkur Trygginga- stofnunar nam 1.466 krónum en það samsvarar 67% af rútufargjaldi báðar leiðir milli þessara staða. Þau ákváðu hins vegar að þiggja ekki styrkinn heldur gefa hann þess í stað ríkisstjórninni. I gjafabréfinu óska þau jafnframt eftir því að þetta kerfi verði endurskoðað. Það hafi verið hugsað sem jöfnunartæki fyrir þá er þurfa að sækja lækn- ingu utan heimabyggðar en sé nú orðið hjákátlegt og veiti takmarkaða hjálp. Það má til sanns vegar færa að styrkir af þessari stærð- argráðu geri lítið til að koma til móts við þann kostnaðar- auka er þessar fjölskyldur verða fyrir vegna sumarlokana. Og vissulega er erfitt að réttlæta það að dýrara eigi að vera að eiga börn á Húsavík frá 1. júní til 15. júlí en aðra tíma ársins. Á hinn bóginn er það ávallt álitaefni hversu langt eigi að ganga í að greiða kostnað af þessu tagi. Auðvitað er það deginum ljósara að aldrei verður hægt að jafna aðstæð- ur landsmanna að fullu í þessum efnum. Samgöngur milli Húsavíkur og Akureyrar eru orðnar það greiðar að bæjar- ferð getur varla talist langt ferðalag í samanburði við til dæmis þær vegalengdir sem er að finna á höfuðborgarsvæð- inu. í mörgum landshlutum getur fólk hins vegar neyðst að sækja læknisþjónustu langa og oft ekki greiðfæra leið, hvort sem er vegna barnsfæðinga eða annars. í slíkum til- vikum hlýtur að teljast eðlilegt og sjálfsagt að komið sé til móts við fjölskyldur af hálfu hins opinbera, en þá jafn- framt þannig að styrkurinn þjóni tilgangi sínum. Á górða þúsund kennarar 42 þúsund grunnskólabarna flytjast til 170 sveitarfélaga 1. ágúst Starfsmenn sveitarfé- laga og fulltrúar kennara um allt land vinna þessa dagana hörðum höndum að lokaundirbúningi vegna yfirtöku sveitarfé- laga á rekstri grunnskól- ans 1. ágúst. í grein Omars Friðrikssonar kemur fram að kennarar telja ýmsa þætti enn óljósa. Flestir viðmæl- endur eru þó þeirrar skoðunar að samvinnan gangi vel við þennan umfangsmesta verk- efnaflutning til sveitar- félaga í áratugi. Kostnaðaryfirfærsl- AN er á sjöunda milljarð króna. Verið er að flytja á fjórða þúsund kennara á milli vinnuveitenda. Aðalbrejdingin er fólgin í því, að um er að ræða flutning frá miðstýrðum aðila, þar sem öll laun voru reiknuð og greidd út og öll stýring kennslu og yfirstjóm var hjá mennta- málaráðuneytinu, yfir til sveitarfélag- anna. Framvegis verður engin miðstýr- ing. Sveitarfélögin ráða þessu sjálf og það sem þau kæra sig um að vinna saman vinna þau saman og það sem þau kæra sig ekki um að vinna saman vinna þau hvert fyrir sig,“ segir Sigur- jón Pétursson, starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem hefur unn- ið að þessu verkefni vegna yfirfærsl- unnar á undanförnum mánuðum. „Samstarf við alla aðila, kennara- samtökin, ráðuneytin og aðra aðila er mjög gott. Þetta gengur mjög ljúft og lipurlega," sagði Siguijón. Síðustu vik- ur hefur mest vinna verið lögð í að færa útreikning og greiðslu launa frá ríkinu yfir til launaskrifstofa sveitarfé- Iaganna. Um er að ræða stærsta einstaka verkefnaflutning frá ríki til sveitarfé- laga sem um getur hér á landi áratug- um saman. Á síðasta skólaári voru nemendur í grunnskólum landsins um 42.200 og við flutning grunnskólans eru kennarar rúmlega þijú þúsund í 2.635 stöðugildum og leiðbeinendur 509 í 324 stöðugildum eða samtals 3.549 starfsmenn. Annað starfsfólk við grunnskólann á vegum rikisins er um 100, þannig að allt að 3.700 starfs- menn fiytjast frá ríki til sveitarfélag- anna, samkvæmt upplýsingum Bjöms Bjarnasonar menntamálaráðherra. Björn sagði að undibúningurinn hefði gengið prýðilega. „Eftir að menn tóku höndum saman í fyrrasumar um það að vinna sameiginlega að þessu, hefur allt gengið eftir eins og að var stefnt, frá mínum bæjardyrum séð,“ sagði ráðherra. Rekstrarkostnaður talinn verða um 7 milljarðar 1997 Samkvæmt Ijárlögum yfirstandandi árs er áætlað að þau grunnskólaverk- efni sem flytjast frá ríki til sveitarfé- laga kosti 6.227 millj. kr. á þessu ári. Sveitarfélögin taka við rekstri skólanna 1. ágúst og er áætlaður kostnaður til áramóta 2.734 millj. Á næsta ári er áætlaður kostnaður sveitarfélaga vegna yfirfærslu grunnskólaverkefna og annarra ákvæða grunnskólalaga rúmir sjö milljarðar kr. Skv. upplýsing- um sem fengust á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga eru ástæður þess að útgjöld sveitarfélaga vegna grunnskólans aukast á næsta ári m.a. fjölgun vikustunda í grunnskólum vegna ákvæða grunnskólalaga, áhrif kjarasamninga frá síðasta ári, vanmat á kostnaði og hækkun tryggingagjalds. „Það má búast við að álag á launa- deildum sveitarfélaga aukist en ég þori ekki að segja til um hvort það kalli á aukinn starfsmannafjölda, það þarf ekki að vera. Skólamálaskrifstof- Morgunblaðið/Ásdís STARFSMENN á skrifstofu Kennarasambands íslands hafa vart undan að svara fyrirspurnum kennara og sveitarstjórnarmanna vegna yfirfærslu grunnskólans. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, varaformaður KI, seg- ir gífurlegt álag á skrifstofunni um þessar mundir. Miklar annir og spenna í loftinu Um 41 amann TÆPLEGA helmingur saman- lagðra útgjalda ríkisins og sveitarfélaganna til fræðslu- mála rennur til grunnskóla. Upphæðin nam skv. áætlun rúmlega eilefu milljörðum króna á seinasta ári. Utgjöld hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) til grunn- skólastigsins voru rúmlega 41 þúsund krónur á mann í fyrra. Þegar sveitarfélögin taka við öllum rekstri grunnskólanna úr verkahring ríkisins yfirtaka þau verkefni, sem metin eru á rúma sex milljarða króna. A síðustu árum hefur ríkið greitt árlega allt að hálfum sjötta milljarði kr. til reksturs grunnskólannna en sveitarfé- lögin hafa árlega greitt í rekstrar- og stofnkostnað rúma 5 milljarða. Utgjöld ríkisins og sveitarfé- laga til grunnskóla mældust 2,42% af vergri landsfram- leiðslu á seinasta ári og hefur það hlutfall lítið breyst á und- anförnum árum. Árið 1980 tóku grunnskólar til sín 2,48% lands- framleiðslunnar, 1985 var hlut- fallið 2,33% og 1990 2,37%. Skv. útreikningum Þjóðhags- stofnunar eru 13-14% heild- arútgjalda til fræðslumála á íslandi fjármögnuð af heimil- unum í landinu og hefur hlutur þeirra farið nokkuð vaxandi á umliðnum árum. Heildarútgjöld sveitarfélaga til fræðslumála voru 6.474 millj. kr. á árinu 1994 en öll útgjöld sveitarfélaga á því ári námu um 39,5 milljörðum króna. Flutningur grunnskólans tll sveitarfélaga Þau taka þátt! Fjöldi sveitarfélaga_____170 Fjöldi kennara 3.150 Aðrir starfsmenn 600 Grunnskólanemendur 42.200 H Kostnaður grunnskólaverkefna 1996: 6.227 m. kr. / j:. y. : frá 1. ag,’96 til áramóta 2.734 m. kr.~ M V 1997:__________________7.012 m. kr. * ^ar aí 750 m,kr-' dötriúnarsjóð Tekjustofnar til sveitarfélaga 1997 Heimild ti| hækkunar útsvarsprósentu: 2,70% éðá 7.012 m.kr., þar af... 27% í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga (0,73% af útsyarsstofni, þ.e. 1.896 m.kr.) 73% beint til sveitarfélaga (1,97% af útsvarsstofni, þ.e. 5.116 m.kr.) >■l ZSsfwfg P j •l| Skipting helstu verkefna B.. :r i milii ríkis og sveitarfélaga Kostnaður miðast við heilt ár eftir 1. ágúst 1996 og Fjárlög 1996 Fjárhæðir í þús. kr. Fjárlög ’96 Ríki Sveitarfélög Menntamálaráðuneytið, yfirstjórn 262.700 241.000 21.700 Grunnskólar, Reykjavík 1.653.200 0 1.653.200 Grunnskólar, Reykjanesi 1.406.500 0 1.406.500 Grunnskólar, Vesturlandi 381.100 0 381.100 Grunnskólar, Vestfjörðum 257.500 0 257.500 Grunnskólar, Norðurl. vestra 284.000 0 284.000 Grunnskólar, Norðurl. eystra 606.900 0 606.900 Grunnskólar, Austurlandi 336.500 0 336.500 Grunnskólar, Suðurlandi 531.100 0 531.100 Skólaskrifstofur 199.600 15.968 183.632 Grunnskólar almennt 228.500 69.750 158.750 Námsgagnastofnun 249.900 249.900 0 Skólar fyrir fatlaða 138.300 75.000 63.300 Öskjuhlíðarskóli 126.300 0 126.300 Safamýrarskóli 58.000 0 58.000 Dalbrautarskóli 18.700 0 18.700 Hvammshlíðarskóli 15.400 0 15.400 Einholtsskóli 19.400 0 19.400 Vesturhlíðarskóli 40.400 0 40.400 Fjármálaráðuneyti, yfirstjórn 289.900 282.925 ’ 6.975 Ríkisbókhald 110.400 109.625 775 Launagreiðslukerfi 61.000 52.682 8318 Annað 824.300 775.500 48.800 Samtals 8.099.600 1.872.350 6.227.250 urnar verða fleiri en fræðsluskrifstof- urnar hafa verið og má reikna með að þar verði fleira starfsfólk ef sveit- arfélögin ákveða það,“ sagði Garðar Jónsson, á skrifstofu Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Að sögn menntamálaráðherra er hafið starf innan menntamálaráðu- neytisins sem lýtur að endurskoðun á innra skipulagi ráðuneytisins sjálfs vegna breyttra verkefna. Björn sagði þó of snemmt að greina frá í hverju þær verða fólgnar, en hann benti á að eftir sem áður hefði ráðuneytið miklum skyldum að gegna. Ymis atriði eru enn óljós að mati kennara Nokkur óvissa og óróleiki er meðal kennara og skólastjórnenda og telja forsvarsmenn kennara að enn séu ýmsir lausir endar við framkvæmd verkefnisins, nú þegar fáeinir dagar eru til stefnu, sem hefði átt að vera búið að ganga frá, að þeirra mati, m.a. við gerð ráðningarsamninga við aðra en þá sem eru fastráðnir eða skipaðir í störf. Áð sögn Guðrúnar Ebbu Ólafsdótt- ur, varaformanns Kennarasambands íslands, hafa um 50 fyrirspurnir borist á skrifstofu KÍ á hveijum degi að undanförnu. „Það hefur tekið mislangan tíma hjá sveitarfélögunum að ákveða hver á að gera hvað. Það hefur tekið of langan tíma að senda sveitarfélögun- um launaforrit og annað því um líkt. Ég hefði gjarnan viljað hafa aðlögun- artíma, því þarna er um svo stóran hóp starfsmanna að ræða, sem flyst frá einum aðila til um það bil 170 sveitarfélaga," sagði hún. Kennarar leggja áherslu á að allir kennarar og skólastjórar skuli eftir flutninginn hafa nákvæmlega sömu réttindi og skyldur sem starfsmenn sveitarfélaga og þeir hafa haft sem starfsmenn ríkisins. Sveitarfélögin munu við flutninginn yfirtaka alla ráðningarsamninga sem eru í gildi þannig að ekki þarf að gera nýja ráðn- ingarsamninga við fastráðna og skip- aða kennara. Aftur á móti þurfa þeir sem ráðnir eru til árs í senn að end- urnýja sinn samning og einnig þeir sem eru að ráða sig í fyrsta sinn. Vit- að er að enn er eftir að gera ráðningar- samning við íjölmarga kennara skv. upplýsingum Guðrúnar Ebbu og verði því ekki lokið 1. ágúst munu þeir detta út af launaskrá. Slíkt hefur komið fyrir áður en vegna breytinganna sem nú standa fyrir dyrum hafa starfs- menn KÍ beint því til kennara að hugsa betur um sína stöðu en áður. KI hefur sent kennurum sérrit sem inniheldur helstu kjaraatriði í kjarasamningi kennara og ríkisins til upplýsingar og svör við fjölda spurninga sem borist hafa á skrifstofuna á seinustu vikum. „Við viljum gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir að það verði óþarfa óróleiki og óvissa vegna flutn- inganna. Við hvetjum fólk til að fylgj- ast vel með. Það er gífurlegt álag hérna á skrifstofunni. Við fáum um 50 fyrirspurnir á dag. Þar er fyrst og fremst um félagsmenn okkar að ræða en það er ekki óalgengt að hingað hringi fólk sem er að taka við skóla- skrifstofunum og einnig sveitarstjóm- armenn,“ sagði hún. Engar illkleifar fyrirstöður „Það eru ekki sjáanlegar neinar fyrirstöður sem eru erfiðar eða illkleif- ar,“ segir Siguijón Pétursson. „Það verða auðvitað einhveijir hnökrar enda er þetta það mikil tilfærsla fjármuna og mannafla," segir hann. „Núna er verið að koma upplýsing- um til allra sveitarfélaga um launastig kennaranna eins og það var hjá fjár- málaráðuneytinu, þannig. að hægt verði að ganga frá fyrirframgreiðslu launa 1. ágúst,“ segir Siguijón. „Einn- ig er verið að leggja síðustu hönd á frágang samninga um sérskólana og að tryggt verði að sá rekstur verði f lagi við yfirfærsluna. Því er lokið að mestu leyti. Ég held að þetta sé allt á réttu róli. Það er auðvitað talsverð spenna í loftinu, enda er þetta mikið verkefni sem mörg sveitarfélög eru að taka á sig, en það eru engar hindr- anir í veginum sem ekki er auðvelt að komast framhjá,“ segir hann. Skv. lögum er gert ráð fyrir því að ríkið afhendi sveitarfélögunum eignar- hlut sinn í skólahúsnæði á nokkurra ára bili og er áætlað að húsnæðið sem sveitarfélög geta eignast, sé á bilinu 320-360 þúsund fermetrar að stærð og brunabótamat eignarhluta ríkisins í því sé um 15-17 milljarðar króna, skv. upplýsingum menntamálaráð- herra. 21 skólaskrifstofa hefur störf um næstu mánaðamót Um allt land er nú einnig unnið að lokaundirbúningi að færslu verkefna fræðsluskrifstofanna til skólamála- skrifstofa sveitarfélaganna, sem verða 21 að tölu. Pétur Bjarnason, forstöðu- maður skólamálaskrifstofunnar á ísafirði, segir engin alvarleg vandamál í augsýn. „Undirbúningur skólaskrif- stofu gengur með eðlilegum hætti. Það er hins vegar við hefðbundið vanda- mál að stríða að erfiðlega gengur að ráða kennara. Ég sé hins vegar ekki annað en að sveitarfélögin séu á fullu að undirbúa þennan flutning. Auðvitað munu koma upp ótal vandamál en ég vona að þau verði ekki óyfirstíganleg. Það er fastur liður um þetta leyti að það eru hnökrar á launagreiðslum. Umræðan núna er fyrst og fremst um tæknilega þætti yfirfærslunnar, og þar á meðal fjármál og skipulagsmál, en það er engin leið að segja til um það á fyrstu mánuðum þessara breytinga hvernig sjálft skólastarfið muni dafna í höndum nýrra húsbænda. Það verður tíminn að skera úr um. Vilji sveitar- stjórnarmanna er mikill að gera þetta vel,“ sagði Pétur. Einar Már Sigurðsson, forstöðu- maður skólamálaskrifstofunnar á Reyðarfirði, tekur í sama streng og segir undirbúninginn ganga vel fyrir sig. „Ég hef ekki mikiar áhyggjur hér á okkar svæði. Við erum í þokkalegu sambandi og gerum ráð fyrir að þetta gangi allt snurðulaust fyrir sig. Skóla- skrifstofan fær inni í húsnæði fræðslu- skrifstofunnar, sem keypt er af ríkinu. Auðvitað er þetta stór flutningur. Ég lít á þetta sem spennandi og skemmti- legt verkefni,“ sagði Einar Már. Jón Baldvin Hannesson er forstöðu- maður skólaskrifstofu Eyþings, sam- taka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þin- geyjarsýslum, sem mun annast skóla- þjónustu á svæðinu sem áður var fræðsluumdæmi fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra. „Það gengur hægt og bítandi að ráða starfsfólk," segir hann. „Við höfum ráðið fólk í sérkennsluráðgjöf en það gengur verr að ráða sálfræðinga. Frá næstu ára- mótum, þegar leikskólinn kemur inn, verðum við með sérþarfaþjónustu við hann að nokkru leyti. Frá áramótum er áætlað að hér verði IOV2 starf, en ég vona þó að eitt til viðbótar bætist við síðar,“ segir hann. „Við heQum vinnu hérna 1. ágúst og þá hefjum við undirbúning að þjón- ustu okkar. Menn hafa hins vegar nokkrar áhyggjur þessa dagana þegar sveitarfélögin taka yfir að greiða út laun. Sums staðar hefur það verið undirbúið með ágætum en annars staðar virðist undirbúningurinn vera skammt á veg kominn,“ segir hann. 140 manns á undir- búningsnámskeiðum Vinnu við flutning launaafgreiðslu frá ríkinu til sveitarfélaganna er að mestu lokið af ríkisins hálfu, að sögn Birgis Guðjónssonar, skrifstofustjóra starfsmannaskrif stofu fj ármálaráðu- neytisins. „Þetta hefur gengið ágæt- lega og í góðri samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga," segir hann. Starfsmenn fjármálaráðuneytis hafa verið starfsmönnum sveitarfélaga til aðstoðar á undanförnum mánuðum við kynningu á yfirfærslu grunnskóla- kostnaðar frá ríki til sveitarfélaga og hafa haldið námskeið um launaaf- greiðslur. „í júní héldum við námskeið um kjarasamning kennara og útreikning launa þeirra fyrir þá starfsmenn sem munu vinna við útreikning kennara- launa,“ segir Siguijón Pétursson. „Áður en námskeiðin voru haldin var haldinn opinn fundur með skólastjóm- endum, kennurum, fulltrúum í skóla- nefndum og sveitarstjþrnarmönnum á sjö stöðum á landinu. Á fimmta hundr- að manns sótti fundina og yfir 140 manns sóttu námskeiðin, sem stóðu hvert fyrir sig í hálfan annan dag. Eftir að sveitarfélögin hafa greitt starfsmönnum grunnskólanna föst laun í fyrsta skipti í ágúst, er ráðgert að vera með dagsnámskeið um sam- skipti tölvuforritanna,“ sagði hann. Langar biðraðir myndast á hverjum degi í Leifsstöð Fríhöfnin verð- ur af umtals- verðum tekjum „Aðstöðuleysi er um að kenna,“ segir aðaldeildarstjóri Tollgæslunnar LANGAR biðraðir, sem mynd- ast nú nær daglega við innrit- unarborð Flugleiða á Kefla- víkurflugvelli og síðan við vegabréfa- skoðun og vopnaleit, verða til þess að Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli verður af umtalsverðum viðskiptum, að sögn Guðmundar Karls Jónsson- ar, forstjóra Fríhafnarinnar. Hann sagði erfitt að meta tekju- tapið í upphæðum, en ljóst væri að biðraðir, sem sköpuðust á neðri hæð flugstöðvarbyggingarinnar, kæmu oft niður á þeim tíma er farþegar ættu aflögu í Fríhöfninni. Fjölmörg dæmi væru um að fólk, sem hefði ætlað sér rúman tíma fyrir flugtak, stæði í biðröðum fram að brottför og þyrfti því að arka rakleiðis út í vél án þess að geta verslað. Guðmundur Karl sagði að í fjölda- mörg ár, allt frá tímum gömlu flug- stöðvarinnar, hefði Fríhöfnin greitt laun þriggja tollgæslumanna hálf- tíma á dag svo að hægt væri að hleypa fólki inn hálfum öðrum tíma fyrir fyrstu brottför á morgnana í stað þess að opna aðeins með klukku- stundar fyrirvara, eins og sýslu- mannsembættið á Keflavíkurflugvelli teldi sig aðeins hafa ráð á fjárhags- lega. „Við teljum þetta fyrirkomulag borga sig fyrir okkur. Við fáum meiri _ viðskipti ef fólkið kemst fyrr inn. I sjálfu sér finnst mér þetta mjög óeðlilegt. Bæði Fríhöfnin og Tollgæslan eru ríkisrekin þannig að það á auðvitað að vera hagur ríkisins að Fríhöfnin geti selt sem mest, en ef ekki er hægt að fylgja því öðru- vísi eftir en með því að Fríhöfnin þurfi að taka þátt í launakostnaði tollvarða að hluta til, þá teljum við að það borgi sig fyrir okkur. Hagnað- ur Fríhafnarinnar fer óskiptur til rík- issjóðs.“ Guðmundur segir að Fríhöfnin geti selt meira ef hægt væri að opna flugstöðina fyrr á morgnana. Þjón- usta við innritun væri betri en raun ber vitni ef öll vegabréfshliðin þrjú væru tekin í notkun á álagstímum, en að sögn Guðmundar, eru í mesta lagi tvö vegabréfshlið opin. Það þriðja hafi aldrei verið tekið í notkun frá því að flugstöðin var opnuð. Þau svör hafi fengist frá sýslumanni að ekki væri nægur mannskapur til þess. Slökum ekki á öryggiskröfum Gottskálk Ólafsson, aðaldeildar- stjóri Tollgæslunnar á Keflavíkur- flugvelli, segir að fyrst og fremst sé um aðstöðuleysi í flugstöðinni að ræða í sambandi við vegabréfaskoð- un og vopnaleit, en ekki manneklu. Ekki væri aðstaða nema fyrir tvo menn i vegabréfaskoðun inn í landið og gætu þeir þurft að sinna allt að 700-800 farþegum á sömu fimmtán mínútunum. Sömuleiðis væru oftast tveir menn við vegabréfaskoðun í brottfararsal og þar væri sömuleiðis að fmna aðeins tvö vopnaleitarkerfi. Hann sagði ástandið verst yfir sum- artímann og þá væru álagstímar sér- lega þungir á morgnana milli 6 og 7 þegar allt Evrópuflugið og jafnvel einstaka sólarlandaflug væri að bú- ast til brottfarar nánast á sama klukkutímanum. Dæmi væru um að allt að 1.200-1.300 farþegar færu í gegnum flugstöðina á þremur kort- erum. Það kallaði auðvitað á ein- hverjar biðraðir. Tók Gottskálk sem dæmi að á miðvikudagsmorgun frá kl. 7.20 til 8.35 hafi alls sjö vélai farið frá flugvellinum með 970 far- þega. „Við höfum margsinnis reynt að fá Flugleiðamenn til þess að dreifa áætluninni aðeins betur og meira. Það virðist hinsvegar erfiðleikum háð og hefur ekki tekist að hafa helduí meira bil á milli véla en nú er. Flug- leiðamenn telja að því verði ekki vic komið þar sem flugið héðan sé meirc og minna bundið tengiflugum erlend- is. Aðstæðurnar, eins og þær eru dag, leyfa ekki hraðari afgreiðslu Við getum ekki leyft okkur að slakg á öryggiskröfum þrátt fyrir traffík- ina,“ sagði Gottskálk. Hver afgreiðslulína kostar 20 milljónir Aðspurður um hugsanlegar lausnii við þessu „biðraðavandamáli", sagð Gottskálk að auðvitað væri hægt ac fjölga hliðum og vopnaleitartækjum Hinsvegar væri sá kostur dýr. Hvei afgreiðslulína af vopnaleitartæk kostaði um 20 milljónir kr. Aftur í móti væri gert ráð fyrir breytingun samfara aðild Islands að Schengen samkomulaginu, sem ætti að takí gildi 1998. Hugmyndir miðuðu ac því að fjölga vopnaleitartækjum oj afgreiðsluborðum fyrir vegabréfaeft irlit sem færð yrðu út í sérbyggingu sem í bígerð væri að byggja í tengsl um við flugstöðina. Vopnaleitin yrð eftir sem áður á núverandi stað í flug stöðinni. Með þessum breytingum mætti gera ráð fyrir hraðari af greiðslu. Gottskálk sagði að mjög misjafn væri hvernig farþegar tækju biðinn og beindist óánægjan helst að þv ef fólk hefði ekki þann tíma í Fríhöfn inni sem það hafi ætlað sér. En aðal atriðið væri að ná farþegunum í gegi áður en það þyrfti að koma til röskun ar á brottfarartíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.