Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ1996 27 Óírúleg vcrOlæhhun? Jakkaföt áöur 13.900 kr. nú 6.900 kr. Stakir jakkar áöur 12.900 kr. nú 6.900 kr. Frakkar áður 10.900 kr. nú 4.900 kr. Jakkaföt meö vestí áöur 19.900 kr. nú 12.900 kr. Peysur áöur 5.900 kr. nú 2.900 kr. Skyrtur áður 3.490 kr. nú 1.900 kr. Vesti áður 5.400 kr. nú 2.900 kr. Pólóbolir áöur 2,200 kr. nú 990 kr. Skór áöur 6.500 kr. nú 2.900 kr. Opnunartími þessa heigi á Laugaveginum: Fim. k I . 10 — 19. Fös. k1. 10-19. Lau. k1. 10-16. Sun. k I . 13-17. YOU Laugavegi51 s: 551 8840 viðtakendur hafa stórhagnazt á, svo sem sést á tekjum þeim, sem þeir hafa haft bæði af sölu og leigu veiðiheimildanna. Aukning veiðiheimilda á næsta fiskveiðiári markar tímamót, og þau á að nota til þess að stíga fyrstu sporin í þá átt að afnema það stór- fellda þjóðfélagsranglæti, sem felst í veitingu veiðiheimilda án endur- gjalds. Það er auðvitað ekki hægt án lagasetningar. Þess vegna ætti það að verða eitt af fyrstu verkum Alþingis í haust að setja lög um, að greiða skuli veiðigjald af þeim hluta þegar úthlutaðra þorskveiði- heimilda, sem nemur aukningunni frá fyrra ári. Fylgjendum veiðigjaldshug- myndarinnar, sem hefur farið mjög fjölgandi á síðari árum, hefur alltaf verið ljóst, að framkvæmd þess þáttar fiskveiðistjórnar er vanda- söm. Þeir hafa því yflrleitt lagt áherzlu á, að farið sé hægt í sakirn- ar, safnað reynslu og reynt að læra af henni, en stefnt að því marki, að aflamark verði hagstæðast mið- að við verndun fiskistofnanna og að þess verði aflað með sem hag- stæðustum hætti, með lágmarks- kostnaði. Þó má einnig færa þung rök að því að hafa nú hraðar og fumlausar hendur í þessu máli, úr því að mikill tími hefur farið til spillis síðan 1984. Þegar svo stend- ur á eins og nú, að til úthlutunar hafa komið nýjar veiðiheimildir, virðist enginn hlutur sjálfsagðari en að látið sé reyna á kosti veiði- gjalds og það innheimt af viðbótar- heimildunum. Ég er þeirrar skoðunar, að í frambúðarskipan fiskveiðistjórnar- innar væri uppboð á veiðiheimildum æskilegasta framkvæmdin á notk- un veiðigjalds sem stjórntækis, enda í nánustu samræmi við þá meginreglu markaðsbúskapar, að verð skuli ráða notkun framleiðslu- afla. En við þær sérstöku aðstæð- ur, sem nú er um að ræða, tel ég samt, að uppboð á veiðiheimildum sé ótímabært. Heppilegra væri því, að stjórnvöld afhentu þau gegn föstu gjaldi. Þá vaknar auð- vitað spurningin um, hversu hátt það skuli vera. Sú hugmynd hefur verið sett fram að miða ætti veiði- gjaldið við það gangverð á þorskk- vótum, sem tíðkast hefur undan- farið. Af ýmsum ástæðum, sem of langt mál yrði að ræða hér, teldi ég hyggilegra að fara mjög vægt í sakirnar eins og nú háttar og miða veiðigjaldið undir þessum sérstöku kringumstæðum við t.d. um helming af núverandi gang- verði þorskkvóta, t.d. um 40 kr. á kíló. Þeim aðilum, sem fengið hafa veiðiheimildir, yrði þá gert að greiða þetta gjald fyrir viðbótina. Ef þeir kysu að greiða gjaldið ekki, yrðu nýju heimildirnar seldar öðr- um. III. Ef þannig yrði farið að, fengi ríkissjóður nýjar tekjur, sem nema mundu 1,2 - 1,3 milljörðum króna. Hvernig ætti að ráðstafa þessum tekjum? Með hliðsjón af því, að eigandi fiskistofnanna, almenn- ingur í landinu, hefur fram að þessu engan arð hlotið af þessari eign sinni, langar mig til þess að ljúka þessum orðum með því að leggja til, að þetta fé yrði notað til þess að hækka persónuafslátt- inn í tekjuskatti um því sem næst 750 kr. á mánuði. Það þýddi, að nánast allir landsmenn fengju þessa upphæð í hendur mánaðar- lega. Með þessu móti mætti stíga fyrsta sporið í þá átt að bæta úr því ranglæti, sem fyrir löngu var orðið óviðunandi. Höfundur er fv. prófessor. Eiga réttlæti og hag- kvæmni enn að bíða? hefst í dag, fimmtudag Þetta fé mundi nægja til þess að hækka per- sónuafsláttinn í tekju- skatti um því sem næst 750 kr. á mánuði, segir Gylfi Þ. Gíslason, í síð- ari grein sinni um veiði- leyfagjald. veiðistjórn án þess. Það er löngu orðið tímabært að lækna barna- sjúkdóma fiskveiðistefnunnar og stuðla að því, að íslenzkur sjávar- útvegur sé rekinn af fyllstu hag- kvæmni auk þess sem þjóðfélags- réttlætis sé gætt í tengslum við hagnýtingu fiskiauðlindarinnar, sem og annarra, takmarkaðra auð- linda landsins. II. Á þessu ári hafa þau gleðilegu tíðindi gerzt, að þorskstofninn er nú aftur á uppleið. í reglugerð, sem gefin var út í lok júní, voru veiði- heimildir á þorski auknar um 31.000 smálestir. Samkvæmt reglugerðinni fá sömu aðilar og áður afhentar veiðiheimildir án endurgjalds. Augljóst er, að viðbót- arheimildirnar eru ekki síður verð- mætar en fyrri veiðiheimildir, sem Nú er tíminn kominn i. ÞÓTT fiskveiðisjt- órnin á íslandi sé full- komnari en hjá flest- um öðrum þjóðum, enda eiga íslendingar meira undir því, að svo sé, en aðrir, þá hafa verið á henni gallar frá upphafi og eru enn. Á sínum tíma stuðlaði hún að því, að fiski- skipaflotinn stækkaði alltof mikið og íþyngdi þjóðarbúskapnum með óhóflegum kostnaði. Hún kom ekki í veg fyrir ofveiði. Hún tryggði ekki jafnrétti milli útflutnings- atvinnuveganna, heldur ívilnaði sjávarútvegi á kostnað iðnaðar og þjónustu. Hún stuðlaði ekki að nauðsynlegri sveiflujöfnun í þjóð- arbúskapnum, en sveiflur draga úr hagvexti. í henni hafa ekki falizt ráðstafanir til þess að tryggja, að fiski sé ekki hent í verulegum mæli. Og síðast en ekki sízt hefur hún smám saman og í vaxandi mæli stuðað að stórkostlegu þjóð- félagsranglæti. Afgjald fyrir hag- nýtingu verðmætrar auðlindar, fiskistofnanna við landið, hefur ekki verið liður í fiskveiðistjórn- inni. Arðurinn af notkun hennar hefur án endurgjalds verið afhentur vissum hópi útgerðaraðila, sem upphaflega miðaðist við þá, sem á þeim tíma höfðu veiðireynslu. Með þessu hefur fiskveiðistjórnin haft af lögmætum eigendum fiskistofn- anna, þjóðarheildinni, ótalda millj- arða, sem hægt hefði verið að nota til þess að treysta undirstöðu þjóð- arbúsins og bæta hag almennings. Það hefur verið afmarkaður hópur útgerðaraðila, sem fengið hefur fiskveiðiarðinn afhentan og safnað miklum auði. Nýir útgerðaraðilar hafa ekki átt þess kost að hefja útgerð nema kaupa veiðiréttindi af þeim sem notið hafa þeirra sérréttinda að fá veiðiheimildir ókeypis. Hér er ekki aðeins um að ræða hróplegt þjóðfélagsranglæti. Fiskveiðistjórnin hefur ekki heldur stuðlað að fyllstu hagræðingu. í fýrri grein sagðist ég ekki deila á þáverandi stjórnvöld fyrir að hafa í upphafi sézt yfir kosti þess að hagnýta í full- um mæli kosti mark- aðsbúskapar, en skilyrði fyrir full- um árangri markaðsbúskapar er m.a., að allir framleiðsluþættir séu verðlagðir og fyrir þá greitt. í sjáv- arútvegi njóta kostir markaðsbú- skapar sín ekki til fulls nema hag- nýtingu fiskimiða sé m.a. stjórnað með veiðigjaldi fyrir notkun þeirra. Innheimta veiðigjalds er auðvit- að eins og allir þættir fiskveiði- stjórnar flókin ráðstöfun, sem vanda þarf framkvæmd á. Hún getur, ef henni er beitt í fyllsta mæli, kallað á aðrar ráðstafanir, svo sem sveigjanlega gengisskrán- ingu, sem aldrei ætti þó að þurfa að kalla á verðhækkanir og kjara- skerðingu, eins og fyrri gengis- lækkanir, af því að fiskveiðistjórn, sem hefur veiðigjald að þætti, eyk- ur þjóðarframleiðslu meira en fisk- Gylfi Þ. Gíslason ahagstæðu verðl 9"m/snúning 2.690 ki 10' an snúning: 1.990 k 12' 'm/snúning 3.290 k 16' 'm/snúninc a.290 k Heimilistæki hf SÆTÚN 8 SfMI 569 1500 umboðsmenn um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.