Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ1996 23
I
Öldungur í fullu fjöri
HELSTA tímarit sígildrar tónlistar
er breska blaðið Gramophone. Það
hefur komið út í rúm 73 ár og held-
ur enn velli þó um tíma hafí blöð
nýrrar gerðar sótt fast að því meðal
annars með því að bjóða uppá geisla-
diska í kaupbæti. Þá þótti mörgum
sem Gramophone myndi lúta í gras,
meðal annars vegna þess að það
þótti gamaldags, hafði á sér yfir-
bragð íhaldssemi í tónlist og höfðaði
ekki til yngri tónlistaráhugamanna.
Stjórar blaðsins héldu sínu striki
þrátt fyrir samkeppnina, léttu útlitið
reyndar lítilsháttar, og lögðu áherslu
á að gera betur það sem blaðið gerði
best; að birta vandaða ítarlega um-
fjöllun um hljómplötur í bland við
viðtöl og fleira hnýsilegt, þar á með-
al greinar um hljómtæki og jass og
viðtöl við tónlistarmenn. Með því
móti hafði Gramophone orðið eins-
konar biblía plötukaupenda og -safn-
ara og heldur þeirri stöðu enn.
Dómar Gramophone eru meira
en umsagnir því þeir byggjast
iðulega á samanburði á útgáfum,
fróðleik um tónskáld og flytj-
endur og varpa iðulega ljósi á
tónlistarsögu ýmissa landa, því
plötudómarar Gramophone, 48
talsins um þessar mundir, eru
margir meðal helstu tónlistar-
fræðinga, ýmist sem tónlistar-
sagnfræðingar, -kennarar eða
tónskáld. Þeir sem lesa blaðið
reglulega halda því mikið upp
á það og lesa aftur og aftur,
ekki síst í ljósi þess að sifellt er
verið að gefa út aftur sömu upp-
tökumar og svo hitt að þeir sem
eru leitandi í tónlist eru ávallt á
höttunum eftir nýjum verkum og
tónskáldum.
Lengi vel hefur það verið helsta
ósk þess sem þetta ritar að hafa
aðgang að dómum Gramophone í
stafrænu formi, þ.e. að komast yfir
þá á geisladisk til að geta flett upp
í þeim eftir hendinni, kanna hvaða
útgáfur eru á boðstólum eftir hvert
tónskáld og hvaða útgáfa af sjöundu
sinfóníu Beethovens er best af þeim
84 sem til eru á disk (vandast valið
ef velja á þriðju sinfóníu, þær eru
113). Það var því löngu tímabært
þegar Gramophone gaf út Gramo-
File, sem á eru allir dómar blaðsins
frá því fyrsti geisladiskurinn kom á
markað í Bretlandi 1983, en eins
og flestir vita var geisladiskavæð-
ingin sérdeilis hröð og afdráttarlaus
í sígildri tónlist.
Einskonar
tilraunaútgáfa
GramoFile diskurinn kom út í jan-
úar, framan af sem einskonar til-
raunaútgáfa. Þessi fyrsta útgáfa var
alldýr, aukinheldur sem aðeins var
boðið upp á áskrift sem kosta átti
tugi þúsunda á ári fyrir disk hálfs-
árslega. Mörgum fannst ekki glóra
í því að kaupa disk með áratuga
safni plötudóma og síðan þurfa að
kaupa annað eintak með sama grúa
og nokkrum mánuðum til viðbótar
hálfu ári síðar. Janúarútgáfan var
líka þeim ókosti búin að eftir júlí
varð hún ónothæf. Þessu var snar-
lega kippt í liðinn, bæði var að kaup
á disknum urðu ódýrari og sveigjan-
legri og hætt var við að láta diskinn
ónýtast eftir ákveðinn tíma. Sam-
kvæmt nýrri skipan kostar diskurinn
nú um 18.000 krónur sé keyptur
einn diskur, en innan fimm ára má
kaupa annan og kostar hann þá um
6.500 kr. Þessu til viðbótar er ýmis
samsetning til á tilboðum sem ekki
verða rakin hér, sem snúast meðal
annars um áskrift að disknum og
blaðinu á vildarkjörum.
Fyrsta útgáfa af disknum hafði
meðal annars þann ókost að ekki
var hægt að afrita textann af hon-
um, hvorki til að vista hann eða
skeyta inn í annað skjal. Þessi ókost-
ur er úr sögunni á nýrri útgáfu sem
kom út 1. júlí og þar er að auki
margt fært til betri vegar í notenda-
skilum sem voru ansi gamaldags og
stirð.
Biblía plötukaupenda og -safnara er breska
blaðið Gramophone. Arni Matthíasson
komst yfir nýjan tölvugeisladisk með öllum
plötudómum blaðsins frá 1983, ríflega
20.000 alls, og komst meðal annars að því
að til eru 84 útgáfur af sjöundu sinfóníu
Beethovens.
Meðal þess sem
gerir diskinn eigulegan, að því frá-
töldu að á honum eni ríflega 20.000
dómar um geisladiska með sígildri
tónlist, er hægt að tína saman í eina
skrá dóma um plöturnar í einkasafn-
inu (sem mér þótti reyndar allmikil
vinna fyrir 15.000 diska safn af sí-
gildri tónlist og notagildið óljóst),
hægt er að prenta út eftir hendinni,
til að mynda óskalista
áður en haldið er í plötubúð eða til
útlanda í meira úrval (og ef til vill
lægra verð) og svo mætti lengi telja.
íslensk tónskáld og
tónlistarmenn
Til að gefa sýnishorn af safninu
liggur beinast við að kanna hvaða
umfjöllun íslensk tónskáld og tón-
listarmenn hafa fengið í Gramo-
phone. Tónskáldin gjalda þess
reyndar að plötur með verkum
þeirra hafa ekki verið almennt fáan-
legar ytra og þannig eru ekki nema
þijár plötur með verkum Jóns Leifs
á GramoFile-disknum, en síðan
hann kom út í janúar hafa að
minnsta kosti tveir dómar birst um
verk hans í Gramophone. Jón Leifs
á einn verk á einum disk, strengja-
kvartettana þijá sem Yggdrasil-
kvartettinn tók meistaralega upp
fyrr Bis-útgáfuna sænsku. Sá disk-
ur fær frábæra dóma fyrir verkin,
spilamennskuna og uptökuna, en
hann var éinmitt verðlaunaður á
Midem-tónlistarstefnunni í Cannes
á síðasta ári. Páll ísólfsson átti
verk á Chandos disk sem getið er
um, Sinfóníuhljómsveit íslands er
lofuð fyrir leik sinn á Chandos-disk
með verkum Griegs og Svendsens,
og öðrum með verkum Levis Mad-
etojas, en þar segir gagnrýnand-
inn hana hreint afbragð. Sibel-
iusar-diskur sem sinfónían lék
inná fyrir Chandos, Pelleas og
Melisande og fleiri verk, fær
enn betri dóm og gagnrýnand-
inn segist hafa gleymt sér
gjörsamlega, svo sé diskurinn
upp fullur með spilagleði og
færni flytjenda. Kristins Sig-
mundssonar er getið fyrir
framúrskarandi söng sinn í
Don Giovanni Mozarts sem
L’Oiseau-Lyre gaf út. Einar
Jóhannesson fær fyrirtaks dóm
fyrir flutning sinn á verkum fyrir
klarinett og píanó eftir bresk tón-
skáld, og einnig er hans getið með
félögum sínum í Blásarakvintett
Reykjavíkur, en hann blés inn á
plötu ýmis verk amerískra tón-
skálda. Gagnrýnandanum fínnst
verkin reyndar ekki skemmtileg í
svo stórum skammti, en fer fögrum
orðum um leik þeirra félaga. Einnig
er getið annars disks sem þeir félag-
ar tóku upp fyrir Chandos, en þar
léku þeir franska blásaratónlist og
þykja gera enn betur. Kristján Jó-
hannsson kemur einu sinni fyrir í
Gramophone og það fyrir söng sinn
í Aidu sem Naxos gaf út. Sú fékk
heldur slaka dóma og meðal annars
þykir hann ekki sannfærandi í hlut-
verki sínu.
Listahátíð í
Reykjavík 1996
Fær auka-
fjárveitingu
úr borgar-
SJOOl
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
að veita Listahátíð í Reykjavík
1996 aukafjárveitingu að fjár-
hæð 1.500.000 kr. vegna tón-
leika Þýsku sinfóníuhljómsveit-
arinnar í Berlín (ÞSB) í Laugar-
dalshöll 29. júní síðastliðinn, en
samkvæmt uppgjöri að tónleik-
unum ioknum liggur fyrir að
kostnaður hátíðarinnar umfram
áætlun nemur ríflega 4,4 millj-
ónum króna.
Við gerð fjárhagsáætlunar
Listahátíðar í Reykjavík 1996
í janúar síðastliðnum var gert
ráð fyrir að kostnaður vegna
komu ÞSB yrði tæplega 8,7
milljónir króna og að framlag
Listahátíðar til þessa atriðis
yrði um 4,3 milljónir króna. í
byijun júní síðastliðins gerði
einn forráðamanna hátíðarinn-
ar borgarstjóra og mennta-
málaráðherra hins vegar grein
fyrir því að kostnaður vegna
þessa atriðis yrði mun meiri. í
framhaldi af því samþykkti ráð-
herra fyrir sitt leyti að veita
Listahátíð aukalega 1,5 milljón-
ir króna yrði halli meiri á um-
ræddu atriði en gert hefði verið
ráð fyrir, að því tilskildu að
samsvarandi upphæð kæmi frá
Reykjavíkurborg.
Ulfur sýnir
ÚLFUR Hróðólfsson, sem
áður hét Wolfgang Múller,
opnar sýningu á verkum sínum
að Nýlendugötu 15 í Reykjavík
í dag, fimmtudag, kl. 19. Á
sýningunni getur meðal ann-
ars að líta dagblaðsálf, eld-
gossgrafík, langvíueggssilf-
urskúlptúr, krosskóngulóar-
eggjaleirlistaverk og dverga-
æðardúnsæng.
Sýningin stendur til 28. júlí
og er opin daglega frá kl
15-17.
lysKÍafil
medlíðDksiu iraa
-loksins kominn aftur
AJgengt er að biðtími GSM síma sé 18-20 klst. en í Nokia 1610
er biðtíminn 100 klst. Taltíminn er nú orðinn 3,5 klst. og aðeins
eina klst. tekur að hlaða tóma rafhlöðu.
Nokia 1610 er fisléttur, 250 g, og kostar ekki nema 39*900 liX.stgr
Hægt er að fá aukarafhlöðu með 200 klst. biðtíma og 7 stunda taltíma.
Pantanir óskast sóttar
Hátækni
Geföu þér tíma -fáðu þér Nokia GSM síma.
Armúla 26 • sími 588 5000