Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 19 ÚRVERINU m LOWARA Aflabrögðin í Smugunni enn með eindæmum dræm Sex þorskar og þijár ýsur AFLABRÖGÐ eru nú með eindæm- um léleg í Smugunni en alls eru nú um 25 íslenskir togarar að veiðum í suðvesturhorni Smugunnar, um þremur mílum frá mörkum landhelgi Svalbarða og Noregs. Skipin reyna þrátt fyrir gæftaleysið að halda uppi vinnslu en nokkuð hefur veiðst af skrápflúru á svæðinu. Dæmi er þó af ísfisktogara sem kom í Smuguna fyrir viku síðan en hefur enn ekki hafið veiðar. „Veiðin hefur ekki glæðst neitt og frekar dottið niður,“ sagði Krist- ján Elíasson, stýrimaður á Sigli, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Sem dæmi um ástandið má nefna að við drógum óvenju lengi í nótt [fyrrinótt] eða í eina 12 tíma vegna þess að það bilaði hjá okkur spilið og við gátum ekki híft. Það komu góð þrjú tonn innfyrir, þar af var einn hákarl og restin var blágóma og annað drasl sem engum manni dettur í hug að vinna. Menn eru að reyna að ná í skrápflúru til að hafa eitthvað að gera því það er enginn þorskur kominn á svæðið ennþá,“ sagði Kristján. Mjölpokar og öskutunnur Kristján segir einn togara hafa reynt með flottrollinu í mjög líkleg- Loðnuveiði glæðist á ný LOÐNUVEIÐI var góð í fyrrakvöld og fyrrinótt en loðnuskipin eru nú að veiðum mun norðar en áður og komin nokkuð í grænlensku lögsög- unni. íslensku skipin urðu í fyrradag vör við þéttar loðnutorfur norðan við 70. breiddargráðu eða um 260 mílum norður af landinu. Loðnan sem veið- ist nú er nánast átulaus og stór og falleg líkt og loðnan sem veiðst hef- ur fram að þessu. Þeir loðnuskip- stjórar sem að Morgunblaðið ræddi við í gær töldu að loðnan í græn- lensku lögsögunni gæti gefið vís- bendingar um áframhaldandi veiði í að minnsta kosti mánuð til viðbótar. Þeir sögðu enn mikið af loðnu í ís- lensku lögsögunni en hún væri mjög dreifð á stóru svæði og því óveiðan- leg. í gær voru komin á land rúm 212 þúsund tonn af loðnu á sumarvertíð- inni og hafa erlend skip þar af borið rúm 17 þúsund tonn á land. Sem fyrr hefur mest komið á land hjá SR Mjöli á Siglufirði, um 29 þúsnd tonn en hjá SR Mjöli á Seyðisfirði hefur nú verið landað 21.500 tonn- um af loðnu. Það hefði átt að taka Danann Nokkur óánægja er nú meðal sjó- manna á loðnuflotanum vegna þess að danska skipið, sem staðið var að ólöglegum veiðum innan miðlínu Is- lands og Grænlands, var ekki tekið og fært til hafnar. Oddgeir Jóhanns- son, skipstjóri á Hákoni ÞH, segir, að þar hafi gott tækifæri farið for- görðum til að fá úr því skorið hvort Kolbeinsey væri viðurkennd sem grunnlínupunktur til viðmuðunar fyrir landhelgina. „Danski báturinn var með nótina á síðunni svo enginn vafi var á því að hann var að ólöglegum veiðum innan landhelginnar. Því hefði átt að láta reyna á réttarstöðu okkar hvað Kolbeinsey varðar," segir Odd- geir í samtali við Morgunblaðið. Hann segir ennfremur að það sé meira en nóg af útlendum skipum að skarka á loðnunni. Danirnir séu að veiðum á gráasvæðinu, Færey- ingar hafi fengið leyfi til veiða innan lögsögunnar og séu einng að veiðum úr kvóta ESB og svo séu Norðmenn um allt. „Það er með ólíkindum hvað Norðmenn eru komnir með mikinn afla miðað við þær reglur sem gilda um fjölda skipa á veiðum hverju sinni,“ segir Oddgeir. um Ióðningum. „Afraksturinn var sex þorskar og þrjár ýsur. Menn hafa einnig verið að tala um alls- kyns drasl og dót í trollinu hjá sér. Við fengum til að mynda eitthvað sem við vorum að giska á að væri gamall mjölpoki, einhveijir fengu öskutunnur og annað drasl. Það er varla að hægt sé að kalla þetta veið- ar,“ segir Kristján. Kaldur sjór en nóg æti Sigþór Kjartansson, stýrimaður á Mánabergi ÓF, segir aðstæður í Smugunni vera talsvert öðruvísi en IFPL fær verðlaun ICELANDIC Freezing Plants Ltd., dótturfyrirtæki Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í Grimsby I Englandi, fékk í síð- asta mánuði bresk matvæla- verðlaun fyrir eina af afurðum sínum. The British Frozen Food Fed- eration verðlaunin eru veitt árlega bæði fyrir matvælafram- leiðslu fyrir stórmarkaði og veitingahús. Einnig eru veitt sérstök verðlaun í einstökum flokkum og fékk IFPL silfur- verðlaun fyrir bestu nýjungina í fiskafurðum. Að sögn Agnars Friðrikssonar, forsljóra IPFL, er verðlaunarétturinn, ysa með laxasósu, einn af endurmótuð- í fyrra enda hefði verið mokveiði á þessum tíma fyrir ári. „Bæði Færey- ingar og Norðmenn sögðu að þorsk- urinn yrði mun seinna á ferðinni í ár vegna þess að sjórinn væri kald- ari en oft áður. Það bara trúði þeim enginn og allir héldu að þetta væri enn einn brellan af þeirra hálfu. En annað hefur komið á daginn því hér er enginn fiskur," sagði Sigþór. Mánaberg hefur nú verið í tæpar þijár vikur í Smugunni og sagði Sigþór aflan með eindæmum léleg- an, um 10 tonn af frosnum fiski og töluvert af því væri skrápur. „Við um eða pressuðum fiskréttum sem fyrirtækið hefur verið að þróa síðustu ár. Fiskflakið er mótað eins og skál og ýmsar sósur settar í skálina. Agnar segir það mikla viður- kenningu að fá slík verðlaun. Hér sé ekki aðeins um verð- launaafhendingu fyrir fiskaf- höfum fengið á bilinu 200-700 kíló af þorski eftir um átta tíma tog. Þetta er voðalega lélegt en maður vonar nú að úr þessu rætist. Það fréttist af lóðningum sem Klakkur sá þegar hann var á leið frá Noregi en það er ekkert víst að það sé fisk- ur. Það er fullt af fallegum lóðning- um héma. Það lóðar á loðnu, rækju og því sem stundum er kallað ískóð, þannig að hér er nóg af æti fyrir þorskinn. Það er bara að bíða og vona,“ sagði Sigþór. urðir að ræða heldur alla frosna matvöru í Bretlandi. Viðurkenningin sé ekki aðeins fyrir fyrirtækið sem framleiði vöruna heldur líka dreifinga- raðilann en IPFL framleiðir vöruna fyrir Tesco sem er með stærstu fiskisölufyrirtækjum í Bretlandi. Gæöavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGl 2 SÍMI 562 4260 - kjarni máhins! M jte r% ekkí ýersfuini íslenskt kínakál - hlaöiö A-vítamíni og fólasíni og ómissandi í ferskt og freistandi sumarsalat. íslenskt spergilkál - auðugt að fólasíni, kalki og C-vitamíni og einstaklega bragðgott. HAGKAUP fifrírfiölslQfldHHg -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.