Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996 43 Hátíð á Víðistaða- túni í ÁR eru liðin 30 ár frá því að íþrótta- og leikjanámskeið í Hafnarfirði iiófu göngu sína. I til- efni af afmælinu verður hátíð á Víðistaðatúni á morgun föstudag. Hátíðin hefst kl. 13 með ávarpi Geirs Hallsteinssonar, eftir það verður fjölbreytt dagskrá. Á túninu verða útileiktæki, raf- magnsbílar verða á tennisvellin- um, unglingar úr Vitanum bjóða upp á andlitsmálun, „streetbail"- leikir, hestamannafélagið Sörli teymir hesta undir börnum, Golf- klúbburinn Keilir verður með míní- golf og púttvelii, Siglingaklúbbur- inn Þytur verður með báta á tjörn- inni, Svalabræður koma færandi hendi, Króni og Króna heimsækja börnin og Kjörísbíllinn mun gefa 800 ísa. Veitingar verða í boði Æsku- lýðsrás auk þess munu allir fá Svala frá Sól og Svalabræðrum. -----»- ■»-»...- Útivistar- dagar í Lóni ÚTIVISTARDAGAR verða á Stafafelli í Lóni nú um helgina 26.-28. júlí. Leikinn verður jazz á tjaldstæð- unum fram eftir kvöldi á föstudag og á laugardegi verður gengið um Framfjöll frá tjaldstæðunum í Austurskóga þar sem verður tjald- að _og grillað. Á sunnudegi verður gengið um innfjöll frá Eskifelli, inn Jökulsár- gljúfur að Kollumúla. Þar verður á sunnudagskvöld upplestur undir heitinu Stafafell: Fjallabúskapur og ferðir á síðustu öld. Boðið er upp á áframhaldandi ferð yfir í Múladal fyrir þá sem vilja lengja ferðina til miðviku- dags. Frekari upplýsingar veitir Ferðaþjónustan Stafafelli. -----» ♦ ♦ Sumarhátíð í Vatnsdal SUMARHÁTÍÐ Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna verður haldin að Hvammi II í Vatnsdal, dagana 26.-28. júlí. Farið verður í skoðunarferð í Blönduvirkjun, útreiðartúra, út- sýnisflug yfír Vatnsdal ef veður leyfir, ýmsa leiki og íþróttir auk þess sem grillveisla verður bæði föstudags- og laugardagskvöld. Þetta er 3. sumarið í röð sem slík útihátíð er haldin á vegum SKB og hjónanna Þuríðar Guð- mundsdóttur og Gunnars Ást- valdssonar í Hvammi. Þátttakend- um hefur stöðugt farið fjölgandi og eru þeir nú vel á annað hundr- að talsins. -----» ♦ ♦ Sumarhátíð í Laugardal VINNUSKÓLI Reykjavíkur heldur árlega sumarhátíð sína í Laugar- dalnum í dag og hefst hátíðin með íþróttakeppni klukkan 9. Formleg setning verður við Laugardalshöll klukkan 10 og hefst þá skemmtidagskrá sem stendur til hádegis. Fram koma m.a. Radíusbræður, Reggea On Ice, Stjörnukisi og ungir og upp- rennandi listamenn úr nemenda- hópi Vinnuskólans. Hátíðinni lýkur um hádegisbil með grillveislu. FRÉTTIR Reiknaður umferöarhávaöi með hljóðtálmum vegna nýbygginga við Kirkjusand RÁÐGJAFAR: F0RSENDUR: Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins 5. mars1996 7 h. hús/ 4m bílsk.: 9 h. hús/4m bílsk.: 6 h. hús/ 4m bílsk.: Umferð 1996: 22.000 bílar á sólarhr. Meðalhraði: 60 km/klst. Hlutfall þungra bíla: 7% 1. hæð 4. hæð 7. hæð 49.5 dB 61.5 dB 66,0 dB 1. hæð: 49,0 dB 4. hæð: 57,5 dB 7. hæð: 65,5 dB 9. hæð: 65,5 dB 1. hæð: 48,5 dB 4. hæð: 52,5 dB 6. hæð: 59,0 dB Hljóð- og raftækniráðgjöf ehf. 1. júlí 1996 7 h. hús 1. hæð 4. hæð 7. hæð /4m bílsk.: 49,2 dB 61,5 dB 66,0 dB Umferð 1996: 22.000 bilar á sólarhr. Viðmiðunarhraði: 60 km/klst. Hlutfall þungra bíla: 7% Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins 2. júlí 1996 7 h. hús 1. hæð 4. hæð 7. hæð /4m bílsk.: 53,0 dB 65,0 dB 69,5 dB * Við útreikning e miðað við að 4 m Umferð 2008: 30.000 bílar á sólarhr. Meðalhraði: 70 km/klst. Hlutfall þungra bíla: 8% Hljóð- og raftækniráðgjöf ehf. 23. júlí 1996 7 hæða hús m.v. 5,5 m hljóðskerm og 3 m skermvegg*: 7. hæð: 54,5 dB bilskyli viö loðarmork gegni hlutverki hljúðtálma í öllum tilfellum nema því síðasla. Þarergengið útfrá 5,5 m hljúðskermi inni á lúð og 3 m vegg á eyju milli brautarhluta Sæbrautar. Umferð 2016: 27.000 bílar á sólarhr. Viðmiðunarhraði: 60 km/klst. Hlutfall þungra bíla: 10% Moka upp bleikju í Blöndulóni ENN eru menn byrjaðir að moka upp bleikju í Blöndulóni og skurðum og ám tengdum því. í skýrslu fiski- fræðinga við Veiðimálastofnun er því spáð að fyrr eða síðar muni gæði silungs á þessum slóðum fara versnandi, en ekki um sinn og vænt- anleg stækkun lónsins muni raunar tefja þá þróun. Eigi að síður hafa menn orðið varir við mikið magn af smárri bleikju, ekki síst í skurð- unum. Er það horaður fiskur þótt að sögn sé mikið æti að hafa á svæðinu. Geir Birgir Guðmundsson, stangaveiðimaður með meiru og höfundur „Þingeyingsins", sem hef- ur um árabil verið ein gjöfulasta fluga fyrir lax og silung hér á landi, var á svæðinu fyrir skömmu og sagði hann í samtali við Morgun- blaðið að sér litist illa á það sem fyrir augu bæri. Óttaðist hann að annað umhverfisslys á borð við rústun lífríkis Sogsins og bleikiunn- ar í Þingvallavatni í kjölfar bygg- ingu Steingrímsstöðvar væri yfir- vofandi. „Mér var sagt þegar ég kom í Áfangafell, að ég gæti veitt á stöng í skurðunum, eða í net í lóninu og kaus ég stöngina. Mér var þá sagt að mikill fiskur væri á ferðinni, en hann væri magur. Það var ekki ofmælt. Það negldi fiskur í fyrsta kasti og gaf það tóninn. En allur þessi fiskur var smár og kviðdreg- inn. Hann var einnig bjartur. Eg fékk það strax á tilfinninguna að ég væri að draga fiska sem væru samkvæmt kalli náttúrunnar á leið til sjávar. í raun gönguseiði af ýmsum stærðum. Þetta voru fiskar á bilinu frá því að vera mjög smáir upp í tæpt pund þannig að maður gat ímyndað sér að þeir stærri væru að reyna aftur og jafnvel í þriðja sinn að komast til sjávar, enda hefur bleikja löngum gengið úr sjó, langt upp Blöndu og í þver- ár hennar um allan Kjöl.“ Geir Birgir heldur áfram: „Nú kemst enginn fiskur lifandi til sjáv- ar. Eina leiðin er í gegn um túrbín- urnar og þeir fiskar verða bara að seiðafóðri fyrir fisk neðan virkjun- ar. Ég get auðvitað ekki sannað neitt, enda enginn vísindamaður, en mér finnst það sláandi, að á sama tíma og þarna er mikið æti að finna, skötuorma, mýflugnalirf- ur og fleira, þá er engin slík fæða í þessari bleikju, hún ráfar stefnu- laust skurð úr skurði og veiðist á það sem kastað er fyrir hana, hvort heldur er hefðbundnar flugur eða gular baunir og tyggjókúlur! Það er eitthvað óeðlilegt við þetta. Menn hafa alltaf vitað af þessari miklu sjóbleikju sem þarna hefur gengið og m.a. hefur Seyðisá á Kili þótt vera afburðagóð sjó- bleikjuá í gegn um árin. Enn veið- ist í henni, nú orðið bleikja sem gengur úr Blöndu og lóninu. En hvað er langt í að Seyðisá verði ónýt sem veiðiá með sama áfram- haldi? Hvers vegna var ekki reiknað með þessu, t.d. með fiskvegagerð?“ bætir Geir Birgir við Fróðlegt að fylgjast með Síðasta sumar var mikil veiði á þessum slóðum, í skurðunum, lón- inu, í Seyðisá og víðar. Fiskur þótti sérstaklega vænn og fallegur í Seyðisá og veiddust bleikjur allt að 10 pund og mikið var um 2-4 punda bleikju, feita og fallega. Þær fregn- ir sem nú berast eru, að fiskur sé farinn að ganga í Seyðisá og komið hafi skot þar sem menn hafa feng- ið 20-30 fiska yfír daginn, en minna og jafnvel ekkert suma daga. Nú er sá tími kominn, að fiskur á venju samkvæmt að renna af krafti úr Blöndu fram í Seyðisá og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála. Fleiri en Geir Birgir hafa lent i smáfiskinum i skurðunum, en fregnum ber saman um að enn veið- ist vænn fiskur í lóninu. Sá fískur sem veiðst hefur í Seyðisá hefur verið vænn, en miðað við síðasta sumar hefðu menn viljað sjá meira magn. ♦ ♦ ♦----- LEIÐRÉTT Rangtföðurnafn ÞAU leiðu mistök urðu í mynda- texta á forsíðu sérblaðs Morgun- blaðsins, Úr verinu, að föðurnafn ungs veiðimanns misritaðist. Valgeir Friðriksson var ranglega sagður Guðmundsson, eins og sjá má af myndatextanum. Morgunblaðið bið- ur Valgeir afsökunar á þessum mis- tökum um leið og þau eru leiðrétt. Bakaraofninn á að hitna í 230 gráður í þættinum Matur og matgerð í Mbl. í gær misritaðist í síðari upp- skriftinni um grillaða silunginn hve mikið á að hita bakaraofninn. Sagt var 130 gráður en þar átti að standa 230 gráður. „FOSSINN" í Seyðisá á Kili, einn besti veiðistaður árinnar um árabil. Septembertilboð til Benidorm 24. september 25 dagar frá kr. 45.532 Takmarkað sætamagn — bókaðu strax Nú bjóðum við glæsilegt tilboð til Benidorm þann 24. sept. í 25 daga á ótrúlegu til boðsverði þar sem þú getur notið yndislegra daga í yndislegu veðri og tryggrar þjón- ustu fararstjóra Heimsferða á meðan á dvöl þinni stendur. Beint flug til Alicante þann 24. september og í boði eru afbragðsgóðir gististaðir, allir með íbúðum með einu svefn- herbergi, stofu, eldhúsi, baði og svölum. Móttaka, veitingastaðir og verslun er einnig í hótelinu. Bókaðu meðan enn er laust. . 45.532 Verð kr. m.v. hjón með 2 börn, 2-1 I ára, El Faro, 24. sept. Verð kr. 59.960 íslenskur hjúkrunarfræðingur með í ferðinni. HEIMSFERÐIR M.v. 2 í íbúð, 24. sept., El Faro. Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.