Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 1996
ERLENT
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Þrír ETA-menn
teknir höndum
Madríd, París. Reuter.
Ráðstefna ASEAN
Kínverjar
krafðir
skýringa
Djakarta. Reuter.
AÐILDARRÍKI ASEAN, Sam-
taka ríkja Suðaustur-Asíu,
báðu í gær Kínverja að skýra
nýlegar yfirlýsingar um ný
landhelgismörk á svæði í S-
Kínahafi, sem nær yfir um-
deilda eyjaklasa.
15. maí kváðust Kínverjar
hafa fallizt á að Hafréttarsátt-
máli Sameinuðu þjóðanna væri
sá grundvöllur, sem lausn deil-
unnar um umrætt hafsvæði
ætti að byggjast á, nokkuð sem
nágrannaríki Kína í ASEAN
höfðu skorað á Kína að gera.
Samtímis yfirlýsingunni í
maí tilkynntu Kínvetjar út-
færslu landhelgi Kína sem
stækkaði yfirráðasvæði þeirra
í S-Kínahafi um sem nemur 2,5
miiljónum ferkílómetra.
ÞRÍR félagar í aðskilnaðarsamtök-
um Baska (ETA) voru handteknir
í gær í bænum Pontevedra í norð-
austurhluta Spánar. Fullyrti innan-
ríkisráðherra landsins, Jaime May-
or, að fólkið, ein kona og tveir karl-
ar, hefðu verið að undirbúa um-
fangsmestu aðgerð sprengjuher-
ferðarinnar, sem ETA hefur staðið
fyrir á ferðamannastöðum á Spáni.
Að sögn innanríkisráðherrans,
undirbjuggu þremenningarnir til-
ræði í Galisíu í dag, fimmtudag, en
þá hefst mikil hátíð í borginni Sant-
iago. Ekki er vitað nákvæmlega
hvar fólkið ætlaði að láta til skarar
skríða, en fullyrt er að um um-
fangsmikla aðgerð hafi verið að
ræða.
Aukin tengsl við alsírska
hryðjuverkamenn
Franskur sérfræðingur í rann-
sókn hryðjuverka fullyrti í gær að
ETA hefði styrkt mjög tengsl sín
við alsírska hryðjuverkamenn, sem
sakaðir eru um að standa að baki
sprengjuherferð í Frakklandi á síð-
asta ári. Segir sérfræðingurinn,
sem starfar hjá Alþjóðlegu hryðju-
verkarannsóknarstofnuninni í Par-
ís, að ein helstu hryðjuverkasamtök
íslamskra heittrúarmanna í Alsír,
GLA, hefðu beðið ETA um að þjálfa
liðsmenn þeirra, enda búi sprengju-
sérfræðingar Baska yfir mikilli
þekkingu og þjálfun.
Alain Juppé, forsætisráðherra
Frakklands, hét því í gær að frönsk
stjórnvöld myndu gera allt sem í
þeirra valdi stæði til að ráða niður-
lögum skæruliða ETA, sem hefðu
aðsetur sitt í Frakklandi. Á þriðju-
dag handtóku franskir lögreglu-
menn einn af þremur æðstu mönn-
um ETAj ásamt fimm mönnum sem
grunaðir eru um aðild að samtökun-
um.
Reuter
Forn-egypskur hestur
BEINAGRIND af hesti, sem ný-
lega fannst við fornleifauppgröft
í Sínaí-eyðimörkinni, er sögð færa
sönnur á að hestar hafí verið
fluttir til Egyptalands hins forna
frá Asíu, en sú tilgáta er ekki ný
af nálinni. Beinagrindin er sögð
vera frá Hýksos-tímanum, sem
stóðfrá 1630 til 1521 f.Kr.
Levy kveðst reiðubúinn til
viðræðna við Sýrlendinga
DAVID LEVY, utanríkisráðherra
Israels, sagðist í gær reiðubúinn til
að eiga fund með sýrlenska starfs-
bróður sínum hvar og hvenær sem
væri, til þess að höggva á hnútinn
í friðarviðræðum fyrir botni Mið-
jarðarhafs.
„Ef utanríkisráðherra Sýrlands
hefur áhuga og friður skiptir þjóð
hans máli ... þá er ég reiðubúinn til
fundar við hann,“ sagði Levy á
fréttamannafundi sem hann hélt
ásamt utanríkisráðherra Frakk-
lands, Herve de Charette, sem er á
ferð um Mið-Austurlönd í því augna-
miði að auka friðarlíkur.
Friðarviðræður ísraela og Sýr-
lendinga fóru út um þúfur vegna
ágreinings um Gólanhæðir, sem Isra-
elar hernámu 1967. Sýrlendingar
krefjast þess að hæðunum verði skil-
að, en forsætisráðherra ísraels, Benj-
amin Netanyahu, segir það ekki
koma til greina. Forveri Netanyahus,
Shimon Peres, var reiðubúinn að láta
af hendi ótilgreint svæði í hæðunum
í skiptum fyrir eðlileg samskipti við
Sýrlendinga. Netanyahu hefur full-
yrt, að koma megi á friði án þess
að láta land af hendi.
„Mikilvægt skref fyrir
frið og öryggi“
Levy átti fund með Yasser Ara-
fat, Ieiðtoga Palestínumanna, á
þriðjudag, og þá bað Levy Arafat
fyrir skilaboð til Sýrlandsstjómar
þess efnis, að mikilvægt væri að
friðarviðræður yrðu hafnar á ný,
að því er palestínskur embættismað-
ur greindi frá í gær.
Levy varð fyrsti ráðherrann í ríkis-
stjóm Netanyahus sem hittir Arafat
að máli. I gær fognuðu ein helstu
friðarsamtök Israels, Peace Now, því
að ísraelskur ráðherra skyldi eiga
fund með Palestínuleiðtoganum.
Segja samtökin að fundurinn hafi
verið „mikilvægt skref fyrir frið og
öryggi - skref sem slær striki yfir
þá lítilsvirðingu sem Likud-banda-
lagið [flokkur Netanyahus] hefur í
tugi ára sýnt palestínsku þjóðinni,
fulltrúum hennar og réttindum.“
í bréfí sem samtökin sendu Levy
er hvatt til þess að Netanyahu láti
af andstöðu sinni við að eiga fund
með Arafat, og standi við þau fyrir-
heit ísraela að draga hluta herliðs
þeirra frá borginni Hebron á Vest-
urbakkanum. Samkvæmt sam-
komulagi Palestínumanna við síð-
ustu ríkisstjóm í ísrael áttu sjö borg-
ir á Vesturbakkanum að verða sett-
ar undir þeirra stjóm, og af þeim
er nú einungis Hebron enn undir
stjóm ísraela.
Palestínumenn fá fararleyfi
Þúsundir Palestínumanna á sjálf-
stjómarsvæðunum á Gazaströndinni
og Vesturbakkanum fengu í gær
leyfí til þess að mæta til vinnu í ísra-
el, þegar aflétt var fimm mánaða
banni við ferðum þeirra inn í landið.
Israelar lokuðu Vesturbakkanum
og Gazaströndinni þegar herskáir
múslimar urðu 59 manns að bana
með sjálfsmorðssprengjutilræðum í
Israel í febrúar og mars. Hefur lok-
unin valdið Palestinumönnum mikl-
um búsifjum, þar eð fólk hefur ekki
komist til vinnu og ekki verið unnt
að fara með vörur á markað í Israel.
Alls starfa rúmlega 27 þúsund
Palestínumenn, búsettir á sjálf-
stjómarsvæðnum, í ísrael, og að
sögn ísraelskra embættismanna
mun sú tala hækka verulega á
næstu vikum.
Wagner Hitler Barenboim
Enn skeggrætt
um „Meistara-
söngvarana“
Bayreuth. Reuter.
BUIST er við að ný uppfærsla á
„Meistarasöngvurunum frá Núm-
berg“ eftir Richard Wagner, sem
frumsýnd verður á tónlistarhátíð-
inni í Bayreuth í dag, muni vekja
upp eitt þrálátasta deiluefni í þýskri
tónlistarsögu en það er spumingin
um hvort að verk tónskáldsins, hafi
einkennst af gyðingahatri.
„Nasistamir gerðu Meistara-
söngvarana að tónlist Þriðja ríkis-
ins. Tengslin verða alltaf til staðar,
þau hafa fest við eins og óhrein-
indi,“ segir Peter Emmerich, tals-
maður tónlistarhátíðarinnar, sem
er tileinkuð verkum Wagners.
Hann leggur hins vegar áherslu
á að menn verði að greina á milli
verksins sjálfs og hvemig menn
hlusti á það. Verk geti öðlast nýtt
líf við það síðarnefnda og menn
verði að fara varlega í sakirnar.
Ekki sé hægt að gera Wagner
ábyrgan fyrir uppgangi nasismans.
Fræðimenn segja óumdeilt að
Wagner hafi lagt fæð á gyðinga,
það hafí komið skýrt fram í bækl-
ingi sem hann samdi árið 1850 og
kallaði „gyðingdóm í tónlist". Þá
hafi Hitler heillast af verkum
Wagners og reynt að ná því fram
í stjórnmálum sem Wagner tókst
með tónlist sinni; hinu hreina þýska,
sem var „ómengað af hugmyndum
gyðinga".
Það sem fræðinga greinir hins
vegar á um er hvort að verk Wagn-
ers, og þá sér í lagi „Meistarasöngv-
ararnir" séu andgyðingleg og hvort
að líta megi á óvinsamleg ummæli
Wagners um gyðinga, sem ákall
um að hefja helförina á hendur
þeim?
Við fyrstu sýn kann söguþráður
óperunnar að virðast saklaus og
ekki ýkja merkilegur. En Hitler
notaði tónlistina úr henni á fjölda-
fundum nasistaflokksins. I huga
hans var Núrnberg uppspretta kyn-
þáttahatursins, og árið 1935 var
haldið flokksþing nasista í borginni
þar sem tilkynnt var að gyðingar
hefðu verið sviptir borgaralegum
réttindum.
Eftir stríð gengu menn svo langt
í að þurrka út hlut Núrnberg að í
einni uppfærslu óperunnar var öll-
um tilvísinum í borgina sleppt. Gár-
ungamir kölluðu hana að sjálfsögðu
„Meistarasöngvarana án
Núrnberg".
Uppfærslan nú er sú fyrsta í
Þýskalandi frá sameiningu austur-
og vesturhlutans og hún hefur enn
einu sinni vakið upp þá spurningu
hvort Þjóðveijar séu komnir yfír
þennan myrka kafla í sögu sinni.
Hið virta blað Die Zeit spurði fyrir
skemmstu hvort að flutningur óper-
unnar yrði til þess að vekja upp
fortíð verksins. Þá hefur gyðingur-
inn Daniel Barenboim, sem stjórnar
hljómsveit og kór í uppfærslunni,
verið umsetinn blaðamönnum, sem
allir vilja vita hvort hann hafi ein-
hveijar efasemdir um að setja upp
óperuna. Þegar hún var síðast flutt
í Bayreuth árið 1944, lauk flutningi
hennar með gríðarlegum „Sieg
Heil“ hrópum.
„Meistarasöngvararnir“ voru
hins vegar fyrst fluttir árið 1868,
þremur árum áður en Bismarck
sameinaði Þýskaland, og þýskir
þjóðernissinnar hafa jafnan litið til
ákallsins sem í þeim felst um hreina
þýska menningu og ímynd. Tals-
maður tónlistarhátíðarinnar í Bay-
reuth bendir hins vegar á að fjöl-
margir gyðingar sem hafí stjómað
hljómsveitinni á hátíðinni, svo sem
Barenboim, James Levine og Zubin
Mehta, hafi ekki sagst fínna gyð-
ingahatur í tónlistinni sjálfri.
Hádegistón-
leikar í Hall-
grímskirkju
FRIÐRIK Vignir Stefánsson organ-
isti Grundarfjarðarkirkju leikur á
hádegistónleikum Hallgrímskirkju í
dag klukkan 12.
A efnisskránni er prelúdía eftir
Buxtehude, þrír sálmaforleikir eftir
Bach og gotnesk svíta opus 25 eftir
Leon Boéllmann.
Friðrik er Akureyringur og hóf
þar nám í orgelleik hjá Hauki Guð-
laugssyni. Hann Iauk prófí frá Tón-
'skóla Þjóðkirkjunnar vorið 1988 og
var Hörður Áskelsson þá aðalkenn-
ari hans. Tónleikar Friðriks standa
yfir í hálfa klukkustund og er að-
gangur ókeypis.
Á laugardaginn leikur svo breski
orgelleikarinn Paul Spicer á orgel
Hallgrímskirkju í hádeginu. Tilefnið
er upptaka orgelverka á geisladisk
í röðinni „flugeldar, stórkostleg org-
él heimsins," sem landi hans Chri-
stopher Herrick leikur inn á. Paul
Spicer sér um útgáfu disksins.
Nýjar hljómplötur
„ICELANDIC Folk Music“ er leikin
útgáfa af plötunni „íslandsklukk-
ur“ sem kom út 1994. Tónlistina
má meðal annars fínna í nýju
myndbandi um ísland eftir John
P. Wilson sem var að koma út hér
á landi, í Kanada og Bandaríkjun-
um.
Hljóðfæraleikarar í aðalhlutverki
á leikinni útgáfu „Islandsklukkna“
eru: Szymon Kuran fíðluleikari,
Martial Nardeau flautuleikari,
Rúnar Vilbergsson fagottleikari og
Dan Cassedy fiðluleikari.
Þeir sem standa að baki útgáf-
unni eru tónlistarmennirnir Rafn
Jónsson og Magnús Þór, en þeir
sáu einnig um upptökustjórn og í
nokkrum tilfellum útsetningar.
Auk laganna sem eru á „íslands-
klukkum" er nýtt lag eftir Rafn á
leiknu útgáfunni sem ber nafnið
„Tyrkjaránið“ og hið kunna lag „ís-
land er land þitt“ eftir Magnús Þór.
Útgefandi er MR músík en dreif-
ing er í höndum Japis og Magnús-
ar Þórs.