Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.07.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ1996 37 bróður síns og pabba sem hún sakn- aði svo sárt. Manni finnst allt svo dökkt þessa dagana, en minningin um góðu stundirnar með Söru eru ljós í myr- krinu. Við viljum með þessum fáu orð- um kveðja elsku bestu frænku okk- ar, sem var svo yndisleg persóna. Elsku Sara frænka, við viljum þakka þér samverustundirnar, og við munum geyma minninguna um þig í hjarta okkar um ókomna fram- tíð. Góður Guð geymi þig og varð- veiti. Elsku Alla, Hörður Freyr og Ar- inbjörn, góður Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Guðlaug Helga Magnúsdótt ir, Sigurður Eðvaldsson, Arnar Freyr Sigurðsson. Elsku Sara, með þessum orðum viljum við kveðja þig, elsku vinkona okkar, þú varst frábær stelpa og mjög traust vinkona. Þú varst alltaf í góðu skapi og komst manni alltaf til að brosa. Það er skrítið að vita til þess að sjá þig aldrei aftur. Sara sem alltaf var brosandi og hlæj- andi. Takk fyrir allar þær stundir sem við áttum með þér, við munum alltaf minnast þín. Við viljum votta fjölskyldu Söru alla okkar samúð. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga' og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H. Pétursson.) Sunna, Guðrún Eva, Sigrún, Lilja. Kveðja frá Breiðagerðisskóla Mig setti hljóða er dóttir mín sagði mér að unglingurinn sem kvaddur var á brott af okkar til- verustigi að kvöldi 17. júlí hefði verið hún Sara mín. Leiðir okkar Söru lágu fyrst sam- an er ég varð umsjónarkennari 5. B í Breiðagerðisskóla haustið '92. Ég hafði að vísu fylgst með henni frá því að hún kom í Breiðagerðis- skóla árið áður þar sem hún var skjólstæðingur Hrefnu systur minnar vegna lestrarörðugleika. Þessir örðugleikar fóru mjög illa í Söru og hélt Hrefna því fram að það væri vegna þess hve skapstór hún væri en ekki síður vegna góðr- ar greindar. Þetta átti ég eftir að sannreyna næstu þrjú árin sem bekkjarkennari hennar. Greind hennar var ótvíræð og átti örugg- lega þátt í óþolinmæði hennar er lestrarörðugleikar háðu henni við nám sem hún hafði áhuga á. En hún lagði sig fram við að sigrast á þeim og tókst á stundum að tjá sig mjög vel skriflega. Þar sem lestur skipti minna máli voru ekki náms- vandamál. Okkur varð vel til vina og skilur hún eftir góðar minningar hjá mér enda höfðaði hún mjög mikið til mín sem kennara. Skapmikil var hún vissulega en ég gerði ráð fyrir að með auknum þroska tækist henni að ná tökum á því. Á það reyndi ekki þar sem Söru voru aðeins ætluð fjórtán ár. Hún var kvödd í burtu á þeim aldri er unglingamir okkar eru að byija að leita sjálfstæðis og hvað ráðvilltast- ir við að fóta sig á hálu svelli tilver- unnar. Sá mikli harmur sem nú er kveð- inn að þér, Aðalbjörg, í annað sinn á sama árinu hrærir móðurhjarta mitt meir en orð fá lýst. Ég bið það er öllu veldur að leggja þér og litlu sonunum þínum tveimur líkn með þraut. Aðalheiður Sigvaldadóttir. SVAVA TR YGG VADÓTTIR + Svava Tryggva- dóttir fæddist í Rauðbarðarholti, Fellsströnd, Dala- sýslu, 20. janúar 1915. Hún lést 14. júlí síðastliðinn. Svava var dóttir hjónanna Halldóru Einarsdóttur hús- móður (f. 20.2.1888 - d. 7.7. 1927) og Tryggva Gunnars- sonar bónda (f. 12.12. 1884-d. 16.8. 1954). Systkini hennar voru 13 en 10 þeirra komust upp. Þau voru: Ólafur, Soffía, Ébba og Einar, öll látin, lifandi eru Lilja, Ása, Hildiþór, Jóhanna og Jóna. Síðar hóf Tryggvi sambúð með Kristínu Guðmundu Elísabetu Þórólfsdóttur frá Vonarholti í Strandasýslu. Börn þeirra eru Svanur, látinn, Gunnar, Ásdís, Auður, Gissur, Ebba, Þorgeir, Guðborg, Tryggvi og Sigríður. Hinn 30. desember 1939 gift- ist Svava Valtý Friðrikssyni, en hann lést 6. ágúst 1974. Börn þeirra voru sex og komust fimm þeirra upp, þau eru: 1) Matthildur, fædd 18. maí 1940, Að ömmu genginni er erfitt að setjast niður og ætla að lýsa henni og okkar samskiptum í stuttri minn- ingargrein. Minningarnar eru svo margar. Hún ólst upp við tímana tvenna eins og þeir sem fæddir eru í byijun aldarinnar. Fædd í sveit, missti móður sína ung, flyst til Reykjavíkur um tvítugt, ræður sig sem ráðskonu, giftist afa og þau hefja búskap. Gleðin heldur innreið sína þegar þeim fæðist lítill sólar- geisli, nokkrum dögum síðar kveður þó sorgin dyra þegar litli drengurinn þeirra andast. Líf þeirra heldur þó áfram og þau eignast fjórar dætur og einn son. Um tíma bjuggu þau í bragga í svokölluðum „camp“ í Laugarásnum en þar bjuggu oft stórar íjölskyldur við lélegan aðbún- að og kröpp kjör. Síðar fluttust þau að Sólbakka i Blesugróf. Það var að Sólþakka sem ég man fyrst eftir mér. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að búa undir sama þaki og amma og afi fyrstu æviár mín ásamt mömmu, Ester, Mæju og Gylfa. Afi stundaði sjóinn á þessum árum og mamma, Ester og Gylfi unnu úti. Það kom því í hlut ömmu að hugsa um heimilið, mig og Mæju frænku. Afi missti heilsuna á miðj- um aldri og varð amma þá að fara út á vinnumarkaðinn. Ég man að við borðuðm kvöldmatinn yfirleitt snemma því að ekki gat amma far- ið í sína vinnu fyrr en hún hafði eldað ofan í alla. Alltaf hugsaði hún fyrst og síðast um þarfir annarra. Amma, mér er svo minnisstætt þegar þú komst eitt sinn heim úr búðinni. Þú komst labbandi eftir götunni og hélst á pokum í báðum höndum. Eg var úti að leika mér og sá þegar þú beygðir af götunni og upp brekkuna í átt að húsinu okkar. Þú féllst niður á bæði hnén, pokarnir voru svo þungir, ég hljóp til þín og vildi hjálpa þér á fætur, en gat það ekki. Þú leist á mig brost- ir og sagðir að þetta væri allt í lagi, stóðst síðan á fætur og hélst áfram haltrandi með pokana upp brekk- una. Þannig varst þú, hélst ótrauð áfram sama á hveiju gekk, kvartað- ir aldrei og baðst aldrei um neitt. Þegar ég var fimm ára eignaðist ég nýjan pabba og fluttumst við mamma þá frá þér. Þú fylgdist þó vel með okkur og ef ég veiktist eða eitthvað bjátaði á varst þú komin færandi hendi með hlýju og bros á vör. Þú yljaðir mér svo að mér batn- aði fljótt. Síðar fluttust amma, afi og Gylfi í Skálagerði, þar sem afi lést nokkrum árum síðar. Heimili ömmu og Gylfa stóð ávallt öllum opið sem þangað vildu koma. Eftir að ég gifti mig og eignaðist gift Trausta Jóns- syni, en hann er lát- inn. Þeim varð ekki barna auðið. Hún giftist síðar Gísla Rúnari Maríssyni, sem nú er látinn, þau slitu samvistum en eignuðust Svövu Kristínu. 2) Gunn- hildur, fædd 2. júlí 1941, gift Sveini Magnússyni. Þeirra börn eru Valdís Svava og Svanhvít. 3) Friðleif, fædd 3. febrúar 1943, gift Jóhannesi Antonssyni, sem nú er látinn, þau slitu samvistum en eignuðust Svanhildi. Hún giftist síðar Sigurði Gíslasyni. Þeirra börn eru Friðjón Valtýr og Gísli Friðrik. 4) Ester Breið- fjörð, fædd 30. júní 1944, gift Herði Kristjánssyni, sem nú er látinn. Þeirra börn eru Valtýr, Laufey og Stefán. Fyrir átti Ester Maríu Breiðfjörð. 5) Gylfi Róbert, fæddur 3. júní 1950. Svava vann við almenn verkakvenna störf. Utför Svövu fór fram í kyrr- þey frá Fossvogskapellu 22. júlí. börn fluttist ég vestur á firði ásamt fjölskyldu minni og bjuggum við þar um tíma. Á ferðum okkar til Reykja- víkur hringdi bílasíminn ósjaldan, því að amma og Gylfi vildu vita hvernig ferðinni miðaði og hvort við kæmum ekki við því að okkar biði heitur matur. Það var alltaf notalegt að koma til ömmu. Amma var mjög listræn en það var ekki fyrr en hún missti heilsuna og varð að hætta að vinna að hún gaf sér tíma til að sinna þeim hæfi- leikum. Það veitti henni mikla gleði að getað skapað og búið til fallega hluti til þess að gefa bömum, barna- börnum og barnabarnabörnum. Aldrei koma maður svo til hennar síðari árin en að hún væri ekki að stunda einhveija iðju. Undanfarin ár fór hún tvisvar í viku í Múlabæ. En þær stundir sem hún átti með félögum sínum þar við hannyrðir og margskonar föndur veittu henni mikla gleði. Elsku amma, nú skilja leiðir okk- ar í bili. Ég veit að þú hefur fengið góða heirnferð og að þér líður vel. Við Einar, Lára og Tryggvi þökkum þér samfylgdina á liðnum árum og geymum minninguna um þig í hjarta okkar. Amma var eins og segir í ljóðinu „Þú ert einstakur". „Einstakur" er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur" lýsir fólki sem stjómast af rödd síns hjarta og hefiir í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur" er orðið sem best lýsir þér. (Teri Fernandez.) Svanhildur Jóhannesdóttir. Mig langar með þessum orðum að minnast hennar ömmu minnar, Svövu Tryggvadóttur, sem kvaddi okkur að morgni sunnudagsins 14. júlí. Ég kallaði hana ævinlega ömmu í Skáló. Á heimili hennar og Gylfa frænda var alltaf hægt að ganga að ákveðnum hlutum vísum. Þar fékk ég hlýjar og góðar móttökur í þau ótal en of fáu skipti sem ég fór þangað. Rólegheitin, einlægnin og hlýjan sem amma hafði í svo miklum mæli var mér svo kært. Alltaf sá hún það góða í öllum og ekki man ég eftir því að hún hafi hallmælt nokkrum manni. Hún hringdi líka alltaf til að athuga hvernig öllum liði ef hún vissi að einhver væri las- inn. Aldrei gat hún setið kyrr nema að hafa eitthvað í höndunum. Til dæmis sá hún öllum barnabarna- börnunum sínum fyrir vettlingum og sokkum af bestu gerð. Og fallegu hekiuðu teppin sem hún gerði eiga eftir að hlýja mörgum okkar á köld- um dögum. Síðan má ekki gleyma perludúkkunum sem hún gerði og ég get ekki enn skilið hvernig hún fór að því að gera, því perlurnar eru svo smáar. Þetta ásamt mörgu öðru er hún gerði í höndunum sýnir hve þolinmóð og dugleg hún var. Amma barðist hetjulega og stóð sig vel í veikindum sínum. Aldrei heyrði ég hana kvarta eða bera sig illa, hvernig sem henni leið. En nú er baráttunni lokið og friður og hvíld tekin við. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að eiga svo yndislega ömmu og að börnin mín og eigin- maður fengu að kynnast henni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð geymi þig, amma mín. Svanhvít. Ég vil minnast elskulegu og góðu ömmu minnar með þessum fáu orð- um. „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Elsku mamma, Gylfi, Gunný, Leilei, Ester og allir í fjölskyldunni. Við höfum svo margt gott að geyma um ömmu þannig að í mínum huga deyr hún aldrei. Svava Kristín og fjölskylda. JOHANNA SIGURHILDUR ÍVARSDÓTTIR + Jóhanna Sigurhildur ívars- dóttir fæddist á Velli í Grinda- vík 2. október 1919. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness hinn 30. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 8. júlí. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Jóhönnu mágkonu minni árið 1947, þegar ég kom fyrst heim eftir átta ára dvöl í Bretlandi. Þorvaldur bróðir minn og hún höfðu gengið' í hjónaband í október 1945. Var það gæfudagur í lífi hans og allrar okkar fyölskyldu, því 'Hanna, eins og hún var kölluð var mikil afbragðs- og gæðakona, er var mér alla tíð sem hin besta systir og vildi öllum gott gera, sem hún hafði tækifæri til. Hanna var sívinnandi, mikil hús- móðir, pijónaði fínar peysur úr lopa og eiga margir vina minna, bæði í Bretlandi, Nýja Sjálandi og víðar peysur eftir hana, er hún gerði fyrir mig, ein fjölskylda í Wales, geymir þessar peysur, þegar þær eru ekki í notkun í Sandal-viðarkistum sem þær væru dýrindis austurlandaá- breiður. Hún var einnig afbragðs saumakona og eldaði mjög góðan mat. Þá er ég kom heim annað hvert ár, átti ég vísan samastað hjá þeim Þorvaldi og voru það indælar stundir með þeim og fjölskyldu þeirra, en þar voru fímm drengir, vel gefnir og duglegir. Seinna, er þeir uxu upp og giftu sig, sagði Hanna að nú ætti hún fimm dætur líka, hveija annarri betri og víst er að fjölskyldan hefír alltaf verið mjög samhent og mikið samband þeirra á milli. Jóhanna vann mikið að félagsmál- um í kvenfélagi Hreyfils og saumaði öll ósköp fyrir basara þess félags, sem síðan gaf fé til Bamaspítala Hringsins og annarra líknarstofnana. Það var ákaflega gaman að fá þau hjónin í heimsókn til London. Þau höfðu svo mikla ánægju af að sjá sig um þar, allt það margbreytta mannlíf, leikhús og dagsferðir út á land. Við rifjuðum upp síðustu heimsókn þeirra, þegar Hanna átti 70 ára afmæli og við fór- um út að borða á Hótel Russel. Þar hafði mér hugkvæmst að fá þá til að spila hún á afmæli í dag og minntist hún þess að aðrir gestir litu til henn- ar og skáluðu fyrir henni. Slíkar eru minningar mínar um þessa elskulegu og vinsælu konu, sem nú er sárt saknað af okkur öll- um, en mestur er missir Þorvalds manns hennar, og megi guð styrkja hana í þessari raun. Blessuð sé minn- ing hennar. María M. Magnúsdóttir. iiiiiiinir Erfidrjkkjur * P E R L A N Slmi S62 0200 Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formá- lanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Minnismerki úr steini Steinn ér kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla'faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. BS S. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 6677 ...........*....i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.